Morgunblaðið - 30.10.1982, Page 3

Morgunblaðið - 30.10.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 3 Viðræður ríkisstjórnar við stjórnarandstöðu: Boðað til funda á ný eftir helgina Forsætisráðherra hefur boðað formenn stjórnarandstöðuflokkanna til viðræðufunda á ný með þriggja manna ráðherranefndinni eftir helgi. Kjartan Jóhannsson, formað- ur Alþýðuflokksins, fer til fundar við nefndina kl. 10 á mánudagsmorgun, en Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kl. 17 á þriðju- dag. Á síðustu viðræðufundum for- manna stjórnarandstöðuflokk- anna og ráðherranna lýstu stjórn- arandstæðingar þeim vilja sínum að ríkisstjórnin segði af sér og boðað yrði til nýrra kosninga. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði í viðtali í Mbl. sl. fimmtudag að ríkisstjórnin hefði algjörlega hafnað þeirri ósk. Að- spurður um hver umræðugrund- völlur næstu viðræðufunda við stjórnarandstöðuna yrði sagði hann: „Ég vænti þess að umræður geti haldið áfram um afgreiðslu hinna mikilsverðustu þingmála og um kjördag." Gunnar sagði að mikilverðustu málin væru að hans mati „fyrst og fremst bráða- birgðalögin, ennfremur árleg framlenging nokkurra tekjustofna og stjórnarskrármálið". Þá væru þeir einnig reiðubúnir að ræða um hvenær kosið yrði á fyrri hluta næsta árs. Möstrin fjarlægð Athygli vegfarenda, sem leið áttu um miðborgina í fyrradag, vakti geysi- stór kranabifreið við hús Pósts og síma, en þar var unnið við að taka niður nokkur möstur á þaki hússins, sem sett hafa svip á miðborgina síð- ustu ár. Að sögn Jóns Valdimarssonar tækni* fræðings hjá Pósti og síma hafa möstrin ekki verið notuð um nokkurn tíma, móttaka fer nú fram í gegnum skermana sem sjá má hér til vinstri á myndinni. Þá var talið að flugumferð gæti stafað hætta af möstrunum, þar sem þau voru í beinni fluglínu á suð- ur/ norðurbraut. I.josm. Mbl. Kmilía. Vatnsminnk- un í borholum á Siglufirði „Það hefur borið á því að dregið hafi niður i borholunum," sagði Óttar Proppé, bæjarstjóri á Siglu- firði, í samtali við Mbl., en hann var spurður hvort vart hefði orðið við minnkun á heitu vatni. Óttar sagði að stefnt hefði verið að því sl. sumar að bora nýja holu sem yrði dýpri en hinar og tæki vatn úr öðrum jarðlögum. Óttar sagði að ekki hefði orðið af borun- um, því borinn hefði tafist í Ólafsfirði. Því hafi verið ákveðið nýlega að fresta borunum fram til næsta vors. Óttar sagði að farið hefði að bera á vatnsminnkun fyrir u.þ.b. ári, og dælan hefði því verið sett neðar í holuna því vatnsborðið hefði lækkað. Það benti til þess að tekið væri meira vatn en að- færsluæðarnar á svæðinu gæfu. „Ástandið hjá okkur er þannig, að ef holan sem bora á næsta vor skilar ekki árangri, þá þurfum við að setjast niður í alvöru og fara að hyggja að kyndistöð. Þá þarf að tvöfalda kerfið," sagði Óttar. Stykkishólmur: Sex tonna trilla sökk Stykkishólmi, 29. október 1982. MIKIÐ óveður gekk hér yfir fyrri hluta þessarar viku, eins og víðar á landinu. Það óhapp varð, að tæplega sex tonna trillubátur sökk í höfninni í Skipavík. Skemmdist báturinn nokkuð en hann náðist upp á ný. Eigendur bátsins eru bræðurnir Pétur Ágústsson og Ey- þór Ágústsson. Að öðru leyti sluppu Hólmarar blessunarlega vel við slys og skaða í fárviðri þessu. — Fréttaritari. Lítið um fisksölur ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis á miðvikudag og fimmtudag. í næstu viku eru aðeins fjórar sölur bókaðar og er nú mjög að draga úr sölum vegna minnkandi afia hér heima. Á miðvikudag seldi Hákon ÞH 52 lestir af þorski í Hull. Heildar- verð var 835.200 krónur, meðal- verð 16,06. Sama dag seldi Engey RE 309,3 lestir af karfa í Cux- haven. Heildarverð var 3.616.600 krónur, meðalverð 11,69. Á fimmtudag seldi Brettingur NS 92 lestir af þorski í Hull. Heildarverð var 1.429.000 krónur, meðalverð 15,53. BÍLASÝNING Viö sýnum um helgina'83 árgeröirnar af hinum frábæru Suzuki bílum. Til sýnis veröa Suzuki Fox, jeppi og pickup, Suzuki Alto, 2ja og 4ra dyra fólksbílar, Suzuki ST 90 sendiferöabíll. Notiö tækifærið og kynniö ykkur hina lipru og sparneytnu Suzuki bíla, því hagstæðari bílakaup bjóöast varla í dag. Opið laugardag frá kl. 10—17. Sunnudag frá 13—17. ^ Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17. Sími 85100 SUZUKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.