Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 21 Mor|pinblaAiA/EmiHa. Landsþing hestamanna Þaö er margt um hestamanninn í Hlégarði en þar stendur yfir ársþing Landsambands hestamannafélaga og var þessi mynd tekin í gær í upphafi þingsins. Talið er að hátt á annað hundrað manns sitji þingið að þessu sinni. Forstjóri Iðntæknistofnunar án skipunarbréfs frá í júní: Umsóknirnar sendar til stjórnar stofnunarinnar „ÞAÐ var auglýst eftir umsóknum, síðan var málið í athugun hjá mér í ráðuneytinu og ég sendi umsóknirnar nýverið til umsagnar stjórnar Iðn- tæknistofnunar," sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra er Mbl. spurði hann hvenær hann hygð- ist skipa í starf forstjóra Iðntækni- stofnunar, en Sveinn Björnsson nú- verandi forstjóri stofnunarinnar hef- ur gegnt embættinu án skipunarbréfs frá miðjum júnímánuði sl. Sveinn er einn af þremur umsækjendum um stöðuna. Þeir sem sóttu um fyrir utan Svein voru Þórður Vigfússon og þriðji maður, sem óskaði nafn- leyndar. Sá umsækjandi tók fram í umsókn sinni, að ef Sveinn Björnsson forstjóri sækti um starf- ið teldi hann sína umsókn ógilda, þannig að í reynd er aðeins um Svein og Þórð að ræða sem um- sækjendur. Hjörleifur sagðist taka ákvörðun um hver hlyti stöðuna, er honum hefðu borist niðurstöður stjórnar stofnunarinnar. Aðspurður um af hverju ekki hefði verið leitað um- sagnar hennar fyrr sagði hann: „Þær fóru þangað þegar ég hafði litið á þetta hér i ráðuneytinu." Hjörleifur var í lokin spurður, hvort hann myndi skipa í stöðuna samkvæmt umsögn stjórnarinnar. Hann svaraði: „Það hef ég ekki tek- ið neina ákvörðun um. Það liggur að sjálfsögðu ekki fyrir og það er engin skuldbinding fólgin í hennar umsögn fyrir ráðherra." Dregið í happ- drætti FEF Dregið hefur verið í skyndi- happdrætti Félags einstæðra for- eldra og upp komu eftirtalin núm- en 5/40,1802,6702, 5989,4149,6349, 689, 7246, 5998, 7076, 440, 3200, 2690.(Birt án ábyrgðar.) ÍSAL-starfsmenn boða verkfall frá 5. nóvember Gera kröfu um 18% grunnkaupshækkun Verkalýðsfélög starfsmanna ís- lenzka álfélagsins hf. hafa öll boð- að verkfall frá og með 5. nóvem- ber nk. hafi samningar ekki tekizt í kjaradeilu þeirra og fslenzka ál- félagsins, en samningar aðila runnu út um síðustu mánaðamót. Linnulausir samningafundir hafa verið alla vikuna hjá ríkis- sáttasemjara, en deilunni var vís- Leiðrétting í frétt um sláturtíð á Borgar- firði eystra fyrir skömmu, var rangt farið með nafn sláturhús- stjórans. Hið rétta er að hann heitir Andrés Hjaltason og eru hann og lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á misherminu. að til hans sl. föstudag. Sam- kvæmt upplýsingum Mbl., er ekki að vænta tíðinda af samninga- fundum fyrr enn eftir helgi. Það er einungis verið að fara í gegnum samningana. Verkalýðsfélögin níu gera sam- einlega kröfu um 18% grunn- kaupshækkun, en síðan eru sér- kröfur hinna einstöku félaga, m.a. um flokkatilfærslur og ýmislegt annað. Verkalýðsfélögin níu eru: Verkamannafélagið Hlff Hafnar- firði, ærkakvennafólagið Fram- tíðin Hafnarfirði, I'élag járniðn- eðarinanua, Félag bifvélavirkja, Féiag ‘ili’rksmiða, Rafiðnaðarsam- band Isionds, Verzlunarmannafé- lag Síafnarfjarðar, Félag bygg- ingariðnuuarmanna í Haínarfirði o« Félag matreiðslurnanna. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN THORS Efnahagsstefnu Reagans mótmælt. hættu. Kosningaherferð forset- ans lauk í gærkvöldi, föstudag, og hafði hann þá haldið fjölda framboðsfunda í 13 ríkjum, sem lauk í Utah og Nýju-Mexíkó. Þátttaka Reagans í kosn- ingabaráttunni er eðlileg þegar þess er gætt að úrsiit kosn- inganna geta haft afgerandi áhrif á framtíð efnahagsstefnu forsetans. Ef demókratar vinna mikið á í Fulltrúadeildinni, og ná á ný meirihluta í Öldunga- deildinni, sem þeir misstu fyrir tveimur árum, verður erfitt fyrir Reagan að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Einnig gæti slæm útkoma repúblikana nú leitt til þess að Reagan leitaði ekki eftir endurkjöri í forseta- embættið í kosningunum eftir tvö ár. Þótt repúblikanar hafi ekki skipað nema 192 af 435 sætum Fulltrúadeildarinnar, hefur Tvísýnar kosning- ar í Banda- ríkjunum eftir helgi í fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna frí 4. marz 1789 eru ikvæði um að þingkosningar skuli fram fara á tveggja ára fresti, og hefur svo verið síðan. Efnt er til kosninga þessara þriðjudaginn næsta á eftir fyrsta mánudegi í nóvember, og fara þær því fram nú eftir helgina. ABandaríkjaþingi eiga sæti 535 kjörnir fulltrúar, 100 í Öldungadeild, eða Senati, og 435 í Fulltrúadeild. Hvert ríkja Bandaríkjanna á tvo fulltrúa í Öldungadeild, en þingmanna- fjðldi ríkjanna í Fulltrúadeild fer eftir íbúafjölda. Þingmenn Öldungadeildarinnar eru kjörnir til sex ára, og því um þriðjungur þeirra kjörinn hverju sinni, en þingmenn Fulltrúadeildar eru kjörnir til tveggja ára, og því all- ir 435 kosnir hverju sinni. I annað hvert skipti sem kosn- ingar fara fram, eru einnig for- setakofningar, og fer forsetinn með stjórn iandsins í fjögur ár, hvernig svo sem þingsæti skipt- ast milli stjórnarflokks og stjórnarandstöðu. Auk _ þingkosninganna fer einnig fram kjör ýmissa emb- ættismanna ríkjanna 50, svo sem ríkisstjóra, póstmeistara, lög- reglustjóra o.fl. Nú á þriðjudaginn verða eins og fyrr segir kosnir 435 þing- menn Fulltrúadeildar. Þá verða kosnir 33 af 100 þingmönnum Öldung^deildar, og ríkisstjórar í 36 ríkjum. Á fráfarandi þingi er skipting þingse^a milli flokka þannig að i Öldui.gideild sitja 53 repúblik- anar, 4.i demókratar, einn óháð- ur (Harry F. Byrd frá Virginíu) en sæci annars þingmanns New Jersjy ít laust. í Fulltrúadeild- inni eiga demókratar 241 þing- mann og repúblikanar 192, en tvö ^æti eru ósetin. Af þeim 33 sætum í Öldungadeild, sem nú verðu ’ ‘osið í, áttu demókratar 19, rapiblikanar 13 og óháðir eitt. Þega. þingko^ningar fara frarn á iniðju kjörtímabili for- j seta, - ins «g nú, er úað venjan að flokkur iorsstans tapi þingsæt- um. c;; i undanf&rin 28 skipti bafa flokkar forsota að jafnaði Reagan forseti hefur tekið þátt I baráttunni. Hér er hann á kosn- ingafundi i Texas. misst 39 sæti í Fulltrúadeildinni hverju sinni. Talsmenn beggja flokka eru sammála um að varla vcrði breyting frá þessari venju nú. Spurningin er aðeins hvort demókrötum tekst að vinna nægilega mörg þingsæti til að þvinga fram breytingar á efna- hagsstefnu forsetans, sem þeir segja aðalorsök þess að atvinnu- leysi er nú meira í Bandaríkjun- um en verið hefur í meira en fjóra áratugi. Þótt ekki séu forsetakosningar þetta árið, hefur Ronald Reagan forseti ekki legið á liði sínu í kosningabaráttunni. Hann hefur ferðazt víða um Bandaríkin til að styðja við bakið á frambjóð- endum repúblikana, sér í lagi í þeim kjördæmum þar sem lítill munur er á fylgi flokkanna, eða þar sem repúblikanar eru í fall- þeim tekizt að koma ýmsum stefnumálum forsetans gegnum deildina með stuðningi íhalds- samari demókrata, en þessi sam- vinna gæti verið í hættu ef repú- blikanar missa meira en 15 sæti í deildinni, að sögn kunnugra. Af helztu kosningamálunum er atvinnuleysið efst á blaði hjá flestum kjósendum samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, og hefur það mál ýtt verðbólgunni, sem var efst fyrir fjórum mán- uðum, niður í annað sæti. Samkvæmt nýjustu opinberu tölum, sem birtar voru snemma í október, voru 10,1% vinnufærra manna atvinnulausir í septem- ber. Er þetta í fyrsta skipti frá því fyrir síðari heimsstyrjöldina, sem atvinnuleysi fer yfir 10%-mörkin, og kenna margir efnahagsstefnu forsetans þar um, þótt aðrir segi atvinnuleysið nú eiga rætur að rekja til efna- hagsráðstafana fyrri stjórnar demókrata undir forsæti Jimmy Carters forseta. Þegar Reagan var kosinn for- seti fyrir tveimur árum var verðbólga í Bandaríkjunum 12,4%, en samkvæmt nýjustu tölum er hún komin niður í 5,1%. Ekki virðist þó þessi lækk- un verðbólgunnar ætla að verða repúblikönum nein lyftistöng í komandi kosningum, því sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun- um telja 54% aðspurðra efna- hagsafkomuna nú verri en fyrir tveimur árum. Auk þeirra vandamála eins og atvinnuleysis og verðbólgu, sem spanna öll Bandaríkin, kemur fjöldi staðbundinna vandamála, sem geta haft áhrif á kosninga- úrslitin í einstökum ríkjum. Erf- itt er því að spá um endanlegar niðurstöður, en flestir sérfræð- ingar í Bandaríkjunum hallast nú helzt að því að repúblikönum takist að halda meirihluta í öld- ungadeildinni, en demókratar bæti nokkuð við sig sætum í Fulltrúadeildinni. Úr því verður endaniega skorið á þriðjudag. (Ilcimikfir: AP, Time, Ncwsweek.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.