Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 FBM sagði á ný upp samningum „l>AÐ er að okkar mati heljarins rugl að da-ma uppsognina ógilda. I>aó hefði verió miklu nær fyrir þá, fyrst þeir komust aó svo fáránlegri nióurstöóu aó kveóa upp dóm um þaó aó uppsöi'nin framlengdist um tvo mánuói, þaó er aó segja aó hún ta-ki ekki gildi fyrr en eftir 1. des- ember í stað 1. október," sagði l»órir Guójónsson, gjaldkeri Félags bóka- geróarmanna, í tilefni af dómi Fé- lagsdóms, en hann hnekkti uppsögn FBM frá I. október. FBM sagði upp samningum í gær þannig að þeir veróa lausir 1. desember nk. Þá sagði Þórir það alrangt hjá VSÍ-mönnum að dómurinn hefði farið að kröfum VSÍ, því hann hefði einmitt ekki tekið tillit til meginuppistöðunnar í kröfu VSI um að dæma á hefð. Hann sagði síðan: „Þrátt fyrir það kemst dóm- urinn síðan að þessari niðurstöðu og það er mesta ruglið. I áliti dómsins segir um túlkun, eftir að búið er að rekja málsatvik: „... túlkað á þá leið að hvor samningsaðili út af fyrir sig hafi mátt segja upp kaupliðum kjara- samnings hvenær sem var frá setningu bráðabirgðalaganna þannig að samningar eru lausir á þessu bili í fyrsta lagi frá 1. des- ember 1982.“ Þarna skýtur skökku við, því þar eru þeir að segja að við hefðum mátt segja upp eftir þann tíma samningsins." Skipulagdri leit ad TF-MAO hætt Hljóp frá móður sinni í veg fyrir bifreið SKIPULAGÐRI lcit að Hugvél- inni TF-MAO, sem síðast sást til yfír hafi um 30 sjómílur vestur af Arnarfirði að morgni 26. október síðastliðins, hefur nú verið hætt. Til vélarinnar sást um það leyti sem talið er að eldsneyti hennar hafi verið á '© INNLENT þrotum. Mikilli leit hefur verið haldið uppi af sjó og úr lofti eftir því sem veður hefur leyft, en hún hefur engan árangur borið. Ekkert hefur heyrst í neyðar- sendi flugvélarinnar, og ekki hef; ur fundist neitt brak úr vélinni. í frétt frá flugmálastjórn, sem Morgunblaðinu hefur borist, er þeim tilmælum beint til sjó- manna, flugmanna og annarra á þessum slóðum, að þeir geri við- vart, verði þeir einhvers óvenju- legs varir. Eins og áður hefur komið fram í fréttum var flugmaðurinn, Hafþór Helgason kaupfélagsstjóri, einn í vélinni er hún hvarf. ÞKIGGJA ára gamall drengur varö fyrir bifreiö i Ból- staðarhlíð um klukkan hálffimm í gær. Drengurinn hljóp frá móóur sinni út á götuna og varö fyrir Volvo-bifreið áóur en móöirin náði til hans. Drengurinn hlaut áverka á höfði en meiösli hans munu ekki talin alvarleg. Á mótum Hafnargötu og Lækjargötu í Hafnarfiröi varö haröur árekstur um klukkan 13 i gær. Þar skullu saman Volvo-bifreiö og Mazda. Ökumaóur Volvo-bif- reióarinnar sinnti ekki biðskyldu. Báðar bifreiðirnar skemmdust mikið og var ökumaóur Mözdunnar fluttur í slysadeild. Iceland Seafood og kanadískt fyrirtæki: Málarekstur vegna skemmds smokkfisks Kröfur í málinu nema tæpum tveim milljónum króna Tíu menn skora á stjórnarskrárnefnd: Vilja gera landið að einu kjördæmi TÍIJ menn hafa ritað undir áskorun til stjórnarskrárnefndar, þar sem þeir lýsa þeirri skoóun sinni, aö mis- munun eftir búsetu sé jafn ólýöræó- isleg og mismunun eftir kyni, litar- hætti eöa efnahag. Skora þeir á stjórnarskrárnefnd aö stefna að því að landið veröi gert aö einu kjör- dæmi, svo aö jöfnun atkvæðisréttar verði náö. Teija þeir þá aðferö ein- faldasta og muni leiða til þess aö draga úr hreppapólitik, sem verið hafi Islendingum dýr á undanförn- um árum. Jafnframt þessu beina þessir tíu menn því til nefndarinnar, að hún láti fara fram skoðanakönnun á því, hver vilji þjóðarinnar sé í þessum efnum. Þeir, sem undir- rita áskorunina, eru: Ágúst Val- fells, verkfræðingur; Guðjón Lár- usson, læknir; Pálmi Jónsson, Tónlistardagar Dómkirkjunnar TÓNLLSTARDÖGUM þessum lýkur á morgun, sunnudag. í messunni kl. 11 syngur F.lín Sigurvinsdóttir með dómkórnum „Hneig þú eyra aö hrópi mínu Guð“ eftir Mendelssohn — Bartholdy. Textann þýddi Þorsteinn Valdimarsson. Síðdegis, kl. 17, kemur svo kirkjukór Akraness í heimsókn og flytur vandaða efnisskrá undir stjórn Hauks Guðlaugssonar og við undirleik Fríðu Lárusdóttur. Jafnframt leikur dómorganist- inn Marteinn H. Friðriksson tvö orgelverk, annað eftir Bach, en hitt eftir Pál Isólfsson. kaupmaður; Ragnar Ingimarsson, prófessor; Sveinn Jónsson, löggilt- ur endurskoðandi; Valdimar Kristinsson, viðskiptafræðingur; Valdimar J. Magnússon, fram- kvæmdastjóri; Þorsteinn Sæ- mundsson, stjarnfræðingur; Þor- valdur Búason, eðlisfræðingur, og Þorvaldur Elíasson, skólastjóri. Askorun þeirra félaga er birt i heildábls. lOog 11. YFIRHEYRSLUR fóru fram á Húsavík fyrir skömmu í máli sem risið hefur vegna skemmds smokkfisks, sem Iceland Sea- food, dótturfyrirtæki Sambands- ins í llarrisburg í Bandaríkjun- um keypti árið 1979, en megnið af smokknum fór til Húsavíkur þar sem nota átti hann í beitu. Smokkfiskurinn reyndist siðan skemmdur. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Skúla J. Pálmasyni, lögfræðingi Sam- bandsins, komu hingað til lands í síðustu viku þrír bandarískir lögmenn, til þess að yfirheyra vitni sem komu við sögu í málinu; sjómenn sem beittu smokknum beitingaformenn og skipverja sem unnu við smokkinn. Smokkfiskinn keypti Iceland Seafood af kan- adísku fyrirtæki. Málið er nú rekið fyrir dóm- stólum í Boston í Bandaríkjunum, Ljósm. Mbl. Kmilía. Móttaka var í gær í sai Elliheimilisins Grundar, en þá varö elliheimiliö 60 ára, en jafnframt átti forstjóri þess, Gísli Sigurbjörnsson, 75 ára afmæli. Fjöldi fólks kom í gær á Elliheimiliö Grund og má m.a. nefna forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, forsætisráöherra, dr. Gunnar Thoroddsen og borgarstjórann í Reykjavík, Davíö Oddsson. Einnig komu fulltrúar fjölda félagasamíaka. Þá skoöuðu gestir hina nýju byggingu elliheimilisins, en meðfylgjandi mynd er af henni. en eftir er að yfirheyra í málinu ytra, en yfirheyrslur þar fara að líkindum fram um miðjan nóv- ember, en þá fara nokkur vitni héðan utan til yfirheyrslu. Seljendur krefjast í málinu greiðslu á andvirði smokkfisksins, en síðan eru dregin inn í málið ýmis viðskipti Iceland Seafood og kanadíska seljandans, þannig að gagnkröfur Iceland Seafood á hendur kanadíska fyrirtækinu eru ámóta háar. Krafan í málinu er að upphæð um 125 þúsund Bandaríkjadalir. Rækjuskip við Húnaflóa: Hætta að veiða 1. des. ef ekki fæst leiðrétting llólmavik, 28. október. FUNDIIR á vegum Pólstjörnunnar, félags bátaeigenda við Húnaflóa, haldin í Staðarskála miðvikudaginn 27. október samþykkti eftirfarandi áiyktun: „Fjölmennur fundur sjómanna og útgerðarmanna við Húnaflóa hald- in í Staðarskála miðvikudaginn 27. október 1982, mótmælir harðlega þeirri aðför sem gerð hefur verið að kjörum útgerðar og sjómanna með síðustu tveimur verðákvörðunum á rækju. Ennfremur mótmælir fund- urinn harðlega ábyrgðarlausum fréttaflutningi útvarps á útreikn- ingi launa einstakra rækjusjó- manna. Fundurinn bendir á að gengi íslensku krónunnar hefur fallið um 32,6% gagnvart gjald- miðli 18 helstu viðskiptalanda okkar á tímabilinu 28. maí til 15. október. Á sama tíma hefur rækju- verð aðeins hækkað um 16%. Jafn- framt dregur fundurinn í efa að gögn þau sem verðlagsráð leggur til grundvallar rækjuverði séu raun- hæf. Svo og mótmælir fundurinn þeim flokkunarreglum sem í gildi eru við verðákvörðun. Að fenginni reynslu, efumst við um hæfni full- trúa seljenda í verðlagsráði til ákvörðunar rækjuverðs og teljum að þar ráði önnur sjónarmið en hagsmunir útgerðar og sjómanna. Samstaða hefur orðið um að stöðva rækjuflotann við Húnaflóa 1. des- ember næstkomandi fáum við ekki leiðréttingu okkar mála í verðlags- ráði við næstu rækjuverð ákvörðun. Fundurinn lýsir fullri samstöðu með aðgerðum rækjusjómanna við ísafjarðardjúp." — Fréttaritarar Skipstapinn við Færeyjar: Leit hætt LEIT aö hinum 59 ára Petri Nichel Höjgaard frá Tvöreyri, háseta á fær- eyska flutningaskipinu Star River, var hætt í dag. Skipiö sökk á fimmtudag 10 sjómílum norðan Færeyja og björg- uöust fjórir af áhöfninni um borð i björgunarbát, en sá fimmti komst ekki i bátinn. Skipinu hvolfdi í mjög vondu veð- ri eftir að saltfarmur hafði kastazt til að því að talið er. Skipið hélzt á floti í nokkrar mínútur á fjórum gámum, sem voru bundnir fastir á þilfarinu, og það gaf mönnunum fjórum tækifæri til að komast í björgunarbátinn. Augnabliki síðar sökk skipið. — Arge

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.