Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 + Faöir minn, MAGNÚS GUOMUNDSSON múrari, Reynimel 66, andaóist i öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10, þann 23. októ- ber. Útförin fer fram frá Fossvogskirkiu, þriöjudaginn 2. nóvember kl. 3.00. Siguróur Karl Magnúason. Frænka mín, RANNVEIG SIGFÚSDÓTTIR, Ellíheimilinu Grund, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Ingibjörg Siguröardóttir. Viö þökkum auösýnda samúö viö andlát GUÐMUNDAR P. GUOMUNDSSONAR, Austurbrún 4. Anna og Unnsteinn Beck. Steinar og Jósíana Magnúsdóttir, Bragi og Sigrföur Jóhannesdóttir, Guórún og Jakob Kristjánsson. Innilegar þakkir fyrir auösynda samúö og hluttekningu viö fráfall og útför tengdamóöur minnar og ömmu, HÓLMFRÍDAR ODDSDÓTTUR. Barónsstfg 33. Ragnhildur Árnadóttir, Oddur Garöarsson. Þökkum samúö og hluttekningu viö fráfall og jaröarför, GUÐJÓNS JÓNSSONAR, Vík f Mýrdal. Snjófrföur Jónsdóttir og vandamenn. + Þökkum af alhug auösynda samúö og vinarhug viö andtát og jaröarför KARLS NIKULÁSSONAR, bónda, G unnlaugsst ööum. Anna Björg Siguröardóttir, Guörún M. Karlsdóttir, Traustí Gunnarsson, Pálfna I. Karlsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Siguröur Karlsson, Marfa K. Pátursdóttfr, Valgeröur M. Karisdóttir, Einar Jónsson, Finnur Karlsson, Rannveig Árnadóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hluttekningu viö fráfall og jaröarför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÖNNU SIGRÚNAR JÓNSOÓTTUR, Hátúni 10B. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki öldrunar- deíldar Hátúni 10B. Kristinn Jóhannesson, Elín Kristinsdóttir, Hreinn S. Halldórsson, Jón Kristinsson, Guörún Hjaltadóttir, Anna Kristín Hreinsdóttir, Halldóra Hreinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Lúövík Hjalti Jónsson, Krístinn Rúnar Jónsson. Fyrirtæki okkar veröa lokuð mánudaginn 1. nóvember til kl. 13.00 vegna jarðarfarar HARÐAR ÁSGEIRSSONAR. Gunnar Ásgeirsson hf. Veltir hf. Kara Briem - Minningarorö Fædd 1. apríl 1900 Dáin 18. október 1982 Kara Briem var fædd í Reykja- vík 1. apríl 1900. Foreldrar hennar voru Guðrún ísleifsdóttir og Sig- urður Briem póstmálastjóri. Guð- rún var dóttir sr. ísleifs Gíslason- ar í Arnarbæli og Karitasar Markúsdóttur prests Jónssonar í Odda á Rangárvöllum, en móðir Karitasar, Ingibjörg, var systir Gríms Thomsen. Foreldrar Sig- urðar voru Ingibjörg Eiríksdóttir Sverrissonar sýslumanns Rang- æinga, og Eggert Ólafur Briem sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og síðar Skagafjarðarsýslu. Ættir Köru eru þjóðkunnar, að henni stóðu sterkir stofnar, er áttu djúp- ar rætur í íslensku þjóðlífi. Guðrún og Sigurður Briem áttu 7 börn, og var Kara þeirra elst. Eitt dó í bernsku, en 6 komust til fullorðinsára. Þau voru Kara, Gunnlaugur, Ása, ísleifur, Sigrún og Tryggvi. Kara ólst upp I Reykjavík á miklu menningar- heimili foreldra sinna. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík á ár- unum 1915—1917, fór síðan til Bretlands og dvaldist þar um tíma við nám og störf og ferðaðist þar allmikið um. Píanóleik lærði hún á þessum árum og hafði alla tíð yndi af fagurri hljómlist. Hinn 31. október 1925 gengu þau í hjónaband, Kara og Helgi Skúla- son, er þá var fyrir nokkru orðinn sérfræðingur í augnsjúkdómum, einn af þeim fyrstu hér á landi. Helgi er fæddur í Odda á Rang- árvöllum, sonur Skúla prófasts Skúlasonar og Sigríðar Helgadótt- ur lektors Hálfdánarsonar. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau Kara og Helgi í Reykjavík, en haustið 1927 fluttust þau til Akureyrar og bjuggu þar til haustsins 1970. Öll þessi ár, að fáum eða nokkrum síð- ustu árunum undanskildum, var Helgi Skúlason eini augnlæknir- inn á landinu með búsetu utan Reykjavíkur. Hann fór á hverju ári lækningaferðir um Norðurland og víðar. Kara fór stundum með honum í þessi ferðalög og aðstoð- aði hann á ýmsan hátt. Fyrstu árin á Akureyri bjuggu þau Kara og Helgi í miðbænum, sem svo er kallaður, en fljótlega byggðu þau hús á Syðribrekkunni, að Möðruvallastræti 2. Þau eign- uðust 3 börn, eina stúlku og tvo drengi. Elstur þeirra var Skúli. Hann var læknir, starfaði um skeið í Kleppsspítalanum, en síðar í Umeá í Svíþjóð. Skúli andaðist Minning: Osk Jenný Jóhannes- dóttir Kirkjuhvammi Fædd 12. febrúar 1908 Dáin 22. október 1982 Föðursystir mín, Ósk Jenný Jó- hannesdóttir er látin. Hún lést í umferðarslysi síðastliðinn föstu- dag á leið úr vinnu sinni. Hún var þá 74 ára gömul. Hún vann hörð- um höndum erfiðisvinnu alla ævi. Og eins og slíkra var siður áskotn- aðist henni lítið fé um dagana, en eignaðist þeim mun meira af þeim auði, sem blessaður er í Fjallræð- unni. Ósk Jenný Jóhannesdóttir fæddist 12. febrúar 1908 í Kirkju- hvammi í Vestur-Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Ingibjargar Sig- urðardóttur og Jóhannesar Egg- ertssonar bónda í Kirkjuhvammi. Þau fluttu síðan niður á Hvammstanga. Afi Jennýjar, Eggert Jónsson á Ánastöðum, varð þjóðfrægur mað- ur fyrir stórmannlegar gjafir sín- ar. Frostaveturinn 1882 voru mörg heimili bjargarlítil. Þá rak þrjátíu og tvo hvali á Ánastöðum. Nær allan þennan feng gaf Eggert mönnum sem komu að Ánastöðum hvaðanæva af landinu. Eggert Jónsson var í hópi sextán systkina sem kennd voru við Syðsta- Hvamm. Afkomendur þeirra eru margir og er þá víða að finna, þótt ekki verði þær ættir raktar hér. Systkini Jennýjar voru níu, en þau eru nú öll látin, nema systir hennar Margrét Jóhannesdóttir, sem nú er búsett í Þorlákshöfn. Það var alltaf mikil vinátta með þeim systrum, og eftir að þær gift- ust bjuggu þær saman með fjöl- skyldum sínum í húsi ömmu minnar á Hvammstanga. Þar bjó þá eini bróðir þeirra, Jóhannes Davíðsson. Ég átti því láni að fagna að búa í þessu sama húsi þau tvö sumur sem ég var á Hvammstanga. Það var á námsár- um mínum í MR. Ég hef ævinlega minnst með þakklæti þessara glöðu sumardaga og þeirrar eðlis- lægu alúðar sem ríkti hjá þessari stórfjölskyldu. Jenný giftist á Hvammstanga Inga Ólafi Guðmundssyni. Hann var verslunarmaður, vel viti bor- inn og góðgjam. Þau fluttust til Reykjavíkur árið 1950. Amma mín, Ingibjörg, fluttist til þeirra tveimur árum síðar. Þau bjuggu öll í Reykjavík til æviloka. Ólafur lést árið 1966. Ósk Jenný Jóhann- esdóttir eignaðist tvö börn, Ingi- björgu Hólm Vigfúsdóttur og Guðmund Snævar Ólafsson. Ingi- björg Hólm býr nú á Sauðárkróki. Hún giftist Eiði Brynjari Sig- tryggssyni, en missti mann sinn árið 1970. Börn hennar eru fjögur: Ásta Málfríður, Jóhannes Eggert, Jenný Inga og Ágúst Brynjar. Guðmundur á þrjú börn: Guðnýju Ingibjörgu og Katrínu Ósk, sem hann átti með fyrri konu sinni, Jónínu Valgarðsdóttur. Með seinni konu sinni Sigrúnu Sigurðardótt- ur á hann eina dóttur, Berglind Ósk. Þessum börnum sínum og barnabörnum helgaði Jenný heitin líf sitt. Gagnvart þeim öllum ást- vinum var hún hjálpfús svo að af bar. Hún var ævinlega fyrst til að rétta fram hjálparhönd þegar ein- hver í fjölskyldunni var veikur eða þurfti á aðstoð að halda. Hún sáði alls staðar meðal fólks fræi vin- ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. þar árið 1973, ókvæntur og barn- laus. Næstelstur er Sigurður, há- skólakennari við MIT í Boston í Bandaríkjunum. Sigurður er löngu þekktur stærðfræðingur, hefir haldið fjölda fyrirlestra í háskól- um víða um heim og skrifað merkar bækur um þau efni. Hann er kvæntur bandarískri konu, Artie, og eiga þau tvö börn. Yngst er Sigríður, meinatæknir í Borg- arspítalanum í Reykjavík. Hún er gift Páli Sigurðssyni, meinatækni, og eiga þau þrjú börn. Börn Köru og Helga voru af- bragðs námsfólk, sem þau og áttu kyn til. Öll luku þau stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Er Siguirður stundaði nám við Hafnarháskóla, voru honum veitt áttu og hlýju. Öll framkoma henn- ar mótaðist af glaðlegu og elsku- legu viðmóti. Þannig kom þessi föðursystir mín mér ævinlega fyrir sjónir. Við leituðum öll til hennar og öllum hafði hún eitt- hvað að gefa. Störf hinna hógværu sem vinna öll verk sín í kyrrþey eru sjaldnast metin eins og vert væri, en ég hygg þó að Jenný heit- in hafi uppskorið ríkulega ástúð vina sinna. Ég get ekki neitað því að mér verður oftar en áður hugsað til hinna mörgu samferðamanna sem hverfa úr hópnum. Samt eru þeir áfram með okkur með vissum hætti. Nú þegar leiðir skiljast og ég kveð föðursystur mína Ósk Jennýju Jóhannesdóttur hinstu kveðju er mér þakklæti efst í huga, þakklæti fyrir vináttu henn- ar, reisn og hjartahlýju. Ég vil votta börnum hennar, barnabörn- um og öllum ástvinum hennar, okkar dýpstu samúð. Ég bið þess að minningin um góða konu mildi sársauka þeirra. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Gunnar Dal „i'að verdur ei siglt fyrir Horgir og söknuðinn enginn flýr, er dagurinn deyr í vestri og dimman í lofti býr. Er sólríku sumri hallar og syrtir og kólnar um haust, aó eygja þá vetrarins ísa — þaó er ekki sársaukalaust.“ (Böóvar frá llnífsdal.) Það voru þungbærar fréttir sem okkur bárust föstudaginn 22. október. Jenný amma var dáin, hún lést af slysförum. Það hefur mikið ver- ið rætt um bílslysin síðustu vikur, en maður gerir sér ekki fullkom-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.