Morgunblaðið - 30.10.1982, Page 48

Morgunblaðið - 30.10.1982, Page 48
^^skríftar- síminn er 83033 TUDOR rafgeymar „ já - þessir meó 9 líf ” SKORRl HF Laugavegi 180, sími 84160 LAUGARDAGUR 30. OKTOBER 1982 Krafa ríkissaksóknari fyrir Hæstarétti: Dómari verði sektað- ur fyrir seinagang l>ÓRf)IIR Rjörnsson, ríkissaksókn- ari, gerrti þá kröfu fyrir HæstarétCi á fimmtudag, aö Ásgeir Friðjónsson, dómari við fíkniefnadómstólinn, verði sektaður fyrir seinagang í með- ferð máls, sem nú er fyrir Hæstarétti. Sakarefni í þessu tiltekna máli er frá 1973 og var ákæra gefin út 5. ágúst 1975. Dómur gekk í málinu 8. desemher 1980, eða rúmum fimm árum síðar og bárust dómsgerðir til ríkissaksóknara í ár. Ríkissaksóknari tiltekur ekki ákveðna sektarupphæð, heldur fel- ur Hæstarétti að meta það. Það mun vera einsdæmi, að ákæruvald- ið hér á landi geri kröfu um að dómari verði sektaður fyrir seina- gang í meðferð máls. Hæstiréttur hefur í dómum áminnt dómara fyrir seinagang. Dómurinn, sem féll 8. desember 1980, hljóðaði upp á sjö mánaða fangelsi og 135 þúsund gkróna sekt. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Ríkissaksóknari krefst þess að dórriurinn verði stað- festur, með þeirri breytingu þó að refsing verði færð niður. Ásgeir Friðjónsson sagðist á þessu stigi ekki vilja tjá sig í fjöl- miðlum um kröfu ríkissaksóknara. Um 200 manns sagt upp störf- um á Olafsfirði TÆPLEGA 200 manns hefur verið sagt upp störfum á Ólafsfirði. þar sem tveir af þremur togurum Olafs- firðinga, Olafur Bekkur og Sólberg verða frá veiðum næstu vikurnar. Hjá Magnúsi Gamalielssyni hefur 97 verið sagt upp störfum og 63 hjá Ilraðfrystihúsi Olafsfjarðar, auk Borunum í Flatey hætt BOKIINIIM Jarðhorana rikisins í Flatey á Skjálfanda hefur nú verið ha-tt að sinni, en borað var á 554ra metra dýpi. Isleifur Jónsson hjá Jarðborun- um sagði sýni úr borununum nú vera í rannsókn. Nokkrar tafir sagði ísleifur hafa orðið við bor- anirnar nú undir lokin af ýmsum ástæðum, en það fé sem ætlað hefði verið til þessara borana væri nú þrotið, og því hefði verið hætt. Til að fá úr því skorið hvort verð- mæt efni, jarðgas eða olíu, væri þarna að finna, sagði ísleifur að þyrfti að fara niður á 1000 til 1500 metra dýpi. SKUTTOGARINN Ögri RE fékk óvenjulegan afla síðastliðinn laug- ardag er hann var á leið heim úr siglingu. Skipverjar gerðu sér þá lítið fyrir og „fiskuðu'* upp eigið troll, sem þeir höfðu misst rúmlega mánuði áður. Fengu þeir bæði trollið og bobbingana upp, að heita mátti óskemmt. Að sögn Þórðar Helgasonar hjá Ögurvík voru tildrög þessa þau, að er skipið var að veiðum fyrir Suðurlandi fyrir rúmum mánuði, slitnuðu grandarar og missti skipið þá trollið og bobb- ingana, en hlerarnir náðust inn. Ekki vannst tími til að reyna að ná trollinu inn og var veiðum haldið áfram og síðan haldið í siglingu. Að þeirri siglingu lok- inni hélt skipið að nýju til veiða en kom aldrei á sömu slóðir aft- þess að kauptryggingu áhafnar Olafs Bekks hefur verið sagt upp. Upp- sagnir hjá Ilraðfrystihúsinu taka gildi á miðvikudag, 3. nóvember, og á fimmtudag hjá Magnúsi Gamalí- elssyni. Ólafur Bekkur er í slipp í Vest- mannaeyjum og verður frá í um mánaðartíma og stimpill brotnaði í Sólberginu, sem verður frá veið- um í hálfan mánuð til þrjár vikur að talið er, en togarinn var dreg- inn inn til hafnar á ísafirði á þriðjudag. „Utlitið er dökkt — það má bú- ast við atvinnuleysi fram í des- ember og allir sjá hvaða afleið- ingar það hefur í för með sér fyrir fólkið. Við höfum farið fram á fund í atvinnumálanefnd bæjarins að þar mæti eigendur frystihús- anna og útgerðarmenn. Kannað verði hvernig best verði brugðist við þessum vanda og leiða leitað til að tryggja hráefni hingað," sagði Ágúst Sigurlaugsson, for- maður Olafsfjarðardeildar Ein- ingar í samtali við Mbl. Fundur hefur verið boðaður í atvinnumálanefnd Ólafsfjarðar á mánudag. Félagar í Einingu á Ólafsfirði eru 408. ur. Var því ekki leitað að trollinu heldur haldið að nýju í siglingu. Það var svo ekki fyrr en að lok- inni annarri siglingunni að skip- ið kom á þær slóðir, þar sem trollið tapaðist. Var þá siglt rakleiðis á staðinn eftir leiðsögn siglingartækja, krækja sett niður með trollvírunum og viti BANKASTJÓRN Seðlabankans hef- ur, að undangengnu samráði við bankaráð og ríkisstjórn, ákveðið hækkun vaxta af óverðtryggum lán- um um 8 prósentustig og af útlánum um 6 eða 7 prósentustig, en hækkun ársvöxtunar lánanna er í flestum til- vikum nokkru meiri en þetta, sökum fleiri gjalddaga eða vaxtareiknings- daga á ári. Þá hækka vanskilavextir úr 4% í 5%, eða um 25%. menn. Trollið kom upp í fyrstu tilraun og í heilu lagi ásamt bobbingum, en lítið var um afla í því. Það má segja að þarna hafi verið um góðan afla að ræða í einu „togi“ því troll með bobb- ingum kostar nærri 300.000 krónur. í fréttatilkynningu Seðlabankans segir, að vaxtabreyting þessi hafi verið alllengi í undirbúningi. „Sam- fara efnahagsaðgerðunum í ágúst- mánuði sl. áformaði bankastjórnin nokkru minni vaxtahækkun en nú er framkvæmd og taldi slíka aðgerð óhjákvæmilegan þátt í viðleitni stjórnvalda til þess að hamla á móti misvægi á lánamarkaði og stöðugu útstreymi gjaldeyris. Ríkisstjórnin taldi sér þá ekki fært að taka af- stöðu til þess, hvort áform þessi samrýmdust markmiðum hennar í efnahagsmálum, svo að þau voru tekin til nánari yfirvegunar í Ijósi efnahagsframvindunnar síðan og í samhengi við aðrar aðgerðir í pen- ingamálum," segir í fréttatilkynn- ingu Seðlabankans. í fréttatilkynningu Seðlabankans segir ennfremur, að vaxtakjör endurkeyptra afurða- og rekstrar- lána séu lögum samkvæmt háð sér- stöku samþykki ríkisstjórnarinnar. Rikisstjórnin hefur frestað um sinn að taka fullnaðarafstöðu til þessa máls, en bankinn vonast til þess, að sú ákvörðun verði tekin á næstunni. „Framvinda efnahagsmála að undanförnu staðfestir nauðsyn að- gerða, svo ekki verður um villzt. Þrátt fyrir viðleitni innlánsstofnana til útlánaaðhalds hefur lítið lát ver- ið á misræmi inn- og útlánaaukn- ingar og lausafjárstaða þeirra hefur haldizt álíka slæm og síðustu mán- uði. Eftir lítils háttar bata af völd- um tímabundins innstreymis fyrst eftir gengisbreytinguna hefur al- varlegt gjaldeyrisútstreymi magn- azt á ný. Hefur gjaldeyrisstaðan versnað um um það bil 350 milljónir króna frá mánaðamótum til 26. október, en alls hefur staðan versn- að um 1.650 milljónir króna á árinu, eða um meira en helming stöðunnar í upphafi ársins. Kemur þetta heim við tölur um vöruskiptajöfnuð, sem ná til septemberloka, er sýna, að al- mennur innflutningur á föstu gengi hefur haldið áfram að aukast frá sama tíma fyrir ári, um 4% í sept- ember og 9% í janúar-september, um leið og útflutningur hefur dreg- izt saman," segir í fréttatilkynningu Seðlabankans. Sjá ennfremur frásögn á mióopnu blaðsins. Byggö í botni Foss- vogsdals? Náttúruverndarnefnd Kópa- vogs hefur óskað eftir því við bæj- arstjórn Kópavogs, að hún láti fara fram samkeppni um skipulag á útivistarsvæði í Fossvogsdal, að því er fram kemur i fundargerð nefndarinnar. Kristján Guðmundsson bæj- arstjóri Kópavogs, sagði í sam- tali við Mbl. að, málið væri í kyrrstöðu nú, en menn væru að hugleiða það. Til athugunar væri að reisa byggð í botni Fossvogsdals, en Kristján sagði að skipulagning Fossvogsdals væri ekki nýtt mál og að stefnt væri að því að almennt útivist- arsvæði yrði í dalnum. Kristján sagði að skiptar skoðanir væru um Fossvogsdalinn og hann hefði verið bitbein, en nú höll- uðust menn meira að því að hafa hann friðaöan. Óvenjulegur „afli** hjá Qgra RE: Náði upp trollinu eftir mánaðarlegu á hafsbotni Bræðurnir og íþróttamennirnir Egill og Njáll Eiðssynir brugðu sér til Neskaupstaöar til að taka þátt í ævintýrinu. Þeim er greinilega fleira til lista lagt en að hlaupa og sparka. (Ljásm. JUK) Síldveidin ad glædast NOKKUK kippur er nú kominn í síldveiðarnar fyrir austan land og í gær og fyrradag var víðast góður afli. Mest fékkst á Héraðsflóa og Borgarfirði. I fyrradag voru alls komnar á land 17.600 lestir, 11.000 í nót, 5.000 í reknet og 1.600 í lagnet. Þá hafði alls verið saltað í 123.303 tunnur á 37 stöðvum á 23 stöðum víðs vegar um landið. Hæstu stöðvarnar voru þá Auðbjörg á Eskifirði með 13.867 tunnur, Síldarvinnslan í Neskaupstað með 13.369 tunnur og Tangi á Vopnafirði með 10.808 tunnur. Gjaldeyrisstaðan: Hefur versnað um 350 milljónir kr. í október Almennir vextir hækka um 6—8 prósentustig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.