Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 15 Listin verður rík af þeim einstaklingi, sem skapar hana Svar við athugasemdum Sigrúnar Guðjónsdóttur formanns FIM eftir Einar Hákonarson listmálara Sigrún Guðjónsdóttir leirlist- arkona og formaður Félags ís- lenskra myndlistarmanna hefur séð ástæðu til að leiðrétta ummæli mín um norræna samvinnu á sviði myndlistarmála í meira en mán- aðár gömlu viðtali, er birtist í Morgunblaðinu þ. 19. sept. sl. í viðtali við formanninn í sama dagblaði þ. 20. okt. og í afriti, sem mér var sent af bréfi dags. 22. sept. til Björns Jóhannssonar fréttastjóra Morgunblaðsins, er fundið að því að ég fari með rang- færslur um Norræna myndlistar- bandalagið. Ég leyfi mér að birta bréfið hér, en það hljóðar svo: „Reykjavík 22. sept. 1982 Fréttastjóri Morgunblaðsins, Björn Jóhannsson. í viðtali við Einar Hákonarson sl. sunnud. þ. 19. sept. fór Einar ranglega með staðreyndir um Norræna myndlistarbandalagið. Er þar sjálfsagt um að kenna van- þekkingu og áhugaleysi viðkom- andi á samvinnu norrænna myndlistarmanna og myndlist- armanna yfirleitt. Ætti honum þó að vera kunnugt um það samstarf, sem kynnt hefur verið mjög ræki- lega í fréttabréfum Félags is- lenskra myndlistarmanna mörg undanfarin ár. Full ástæða er til leiðréttingar þessarar rangtúlkunar. Meðfylgjandi er fréttatilkynn- ing frá Norræna myndlistar- bandalaginu. Skrifstofa banda- lagsins er staðsett í Helsingfors, ritari þess Annemie Österberg. Kemur þar ljósiega fram hvert starfssvið Norræna myndlistar- bandalagsins er. F.h. stjórnar FÍM, Valsrerður Bergsdóttir. Afrit af bréfaskriftum þessum munu send Einari Hákonarsyni." Fréttastjórinn. Björn Jóhanns- „Islendingar hafa al- gjöra sérstöðu í því, hve mikinn áhuga þeir hafa á myndlist, og má full- yrða að hin marg- skammaða borgarastétt hafi haldið myndlistinni gangandi í gegnum árin með kaupum á lista- verkum.“ son, hefur tjáð mér að þetta bréf hafi hann ekki fengið í sínar hend- ur. * Er helst að skilja að stjórn FIM hafi hætt við að senda fréttastjór- anum bréfið. Ég birti það hér til að sýna þá einkunn, sem stjórn FÍM gefur mér fyrir störf mín að málefnum myndlistar og ritari þess, Valgerður Bergsdóttir, fyrr- um nemandi minn í grafík, lætur sig hafa að skrifa undir. Ég ætla ekki að telja hér upp þau störf, er ég hef unnið að mál- efnum myndlistar, bæði á vett- vangi félagsmála, skólamála eða í eigin myndlist. Vitnisburður verka minna verður að duga, þó þau séu ekki í hávegum höfð hjá núverandi stjórn FÍM. Sigrún Guðjónsdóttir leggur mikla áherslu á að ég rugli saman Nor- ræna myndlistarbandalaginu og menningarmiðstöðinni í Sveaborg. Löngu áður en núverandi for- maður FIM fór að sýna félagsmál- um myndlistarmanna áhuga höfðu farið fram mikla umræður og nokkuð harðar deilur um stað- setningu menningarmiðstöðvar- innar. Menn voru og eru langt í frá að vera ánægðir með þann stað, sem fyrir valinu varð, þótti hann ekki nógu miðsvæðis fyrir löndin. Myndlistarmönnum þótti þó, að það væri akkur fyrir mynd- list viðkomandi landa að menn- ingarmiðstöðinni í Sveaborg skyldi komið á laggirnar, stöðin er að því leyti beint afsprengi Nor- ræna myndlistarbandalagsins. Það var aldrei ráðgert að val á myndlistarverkum, sem sýna ætti um Norðurlönd og víðar, væri al- farið í höndum þessarar miðstöðv- ar eða þeirra, er þar ráða húsum. En sú er einmitt orðin raunin. í fréttatilkynningunni frá Nor- ræna myndlistarbandalaginu sem fylgdi ofangreindu bréfi segir í lauslegri þýðingu úr sænsku: „Fundurinn samþykkti tillögur að nýjum lögum fyrir Norræna myndlistarbandalagið. Þar sem starfsemi Norrænu listamiðstöðv- arinnar að Sveaborg hefur þróast frá fyrri grunnlögum og tekið á sig annan svip, hefur fyrri sýn- ingarstarfsemi Norræna mynd- listarbandalagsins gengið í ríkari mæli til listamiðstöðvarinnar og stjórnast af henni. Hinar mismun- andi deildir, sem eru sex að tölu samkvæmt nýju lögunum, ein fyrir hvert norrænt land og ein fyrir samísku svæðin, geta þó á þjóðlegum grunni staðið fyrir sýn- ingum." Þjóðirnar geta sem sagt fyrir náð og miskunn fengið að ráða sínum eigin sýningum, en að öllu jöfnu skal ákvörðunarvaldið í þeim efnum vera í höndum mið- stýrðs „apparats" í Sveaborg. Stefna menn virkilega að því með norrænni samvinnu á sviði menningarmála að útmá einkenni þjóðanna í norðri og búa til í stað- inn eitthvað í líkingu við þann óskapnað, sem Scandinavia today er? Éru íslendingar reiðubúnir að gefa upp á bátinn þjóðerni sitt í augum umheimsins og vera rang- lega ríkjadeild í Skandinavíu? Ég er sem betur fer ekki einn á báti í því að vera andsnúinn slíkri þróun, sem hefur átt sér stað í málefnum myndlistarmanna á Norðurlöndum. Menn eru að vakna við þann vonda draum, að Kennarasamband Vesturlands: Vesturland fái ríflegri fjár- veitingu til skólabygginga 11. ÁRSÞING kennarasambands Vesturlands var hald- ið í Munaðarnesi þann 30. september 1982. í tengslum vid þingiÖ voru haldnir fræðslu- og námsstjórafundir fyrir kennara svæðisins að Varmalandi og loks var hald- in árshátíð Kennarasambands Vesturlands í Munaðar- nesi, segir í fréttatilkynningu frá Kennarasambandi Vesturlands. Gestir þingsins voru Guðni Jónsson, starfsm. K.I., Dan- fríður Skarphéðinsdóttir frá Hinu íslenska Kennarafélagi og Snorri Þorsteinsson, fræðslustjóri. Fram kom í ávarpi Snorra Þorsteinssonar að kennararáðningar hafi í haust gengið mun betur en áð- ur og svo virðist sem kennur- um með réttindi fjölgi. Einnig hafi sálfræðiþjónusta aukist. Samþykkt var að endur- skoða lög K.V. og að kjósa nefnd er skrái heiðursfélaga K.V. Talsverðar umræður urðu um húsnæðismál grunnskóla á Vesturlandi og voru í því sam- bandi samþykktar tvær áskor- anir: Þingið skorar á alþingis- menn Vesturlands að vinna öt- ullega að því að viðhaldskostn- aður skólamannvirkja verði greiddur af ríkinu á móti sveitarfélögum svo sem áður var, svo kleift verði að halda mannvirkjunum í góðu lagi sem er eðlileg krafa skóla- manna. Hin áskorunin er svohljóð- andi: Þingið vill vekja athygli á því neyðarástandi sem enn ríkir í húsnæðismálum margra skóla á Vesturlandi. Þingið vill sérstaklega vekja athygli á því að á Akranesi var stórt grunnskólahúsnæði tekið undir framhaldsskóla árið 1977. Nú, 5 árum síðar, er langt í land að grunnskólinn hafi fengið sambærilegt hús- næði í staðinn, en aðstöðuleys- inu mætt með stórskertri kennslu í ýmsum greinum. Þessi staðreynd hlýtur að verða til þess að Vesturland fái mun ríflegri fjárveitingu til skólabygginga en ella. 11. þing K.V. skorar á fjár- veitinganefnd og alþingis- menn alla að taka tillit til þessarar sérstöðu Vesturlands við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Einar Hákonarson slík samvinna þjóða er að snúast upp í andhverfu sína. Núverandi stjórn FÍM er of höll undir þessi sjónarmið og það gagnrýndi ég í viðtalinu. Ferðalög stjórnarmanna FÍM nokkrum sinnum á ári eiga ekki að vera til- gangur í sjálfu sér. Ég hafði samband við mennta- málaráðuneytið til þess að fá upp- lýsingar um það, hverjir hefðu valið verk eftir islenska myndlist- armenn á sýninguna Scandinavia today og fékk þau svör að forstöðumaður Sveaborgar hefði valið grafíkmyndir og að sænski listfræðingurinn Pontus Hultén hefði valið nútímaverk, en Hultén var ráðinn af undirbúningsnefnd- inni fyrir Scandinavia today, eftir tillögu Svía. Fyrirhuguð er stór norræn myndlistarsýning og var hér í suraar einvaldur listamið- stöðvarinnar fyrir þessa sýningu, til þess að velja verkin. íslend- ingar velja þau ekki sjálfir. Þarf fleiri vitnanna við um und- irlægjuháttinn? Sigrún talar um í sínu viðtali að íslenskir myndlist- armenn hafi lært mikið af starfsbræðrum sínum á Norður- löndum í sambandi við kjarabar- áttu og faglega hluti þeirra. Ég tek undir með henni að persónuleg kynni fólks eru alltaf til góðs, en hún segist ekki skilja þau ummæli mín að margir listamenn séu hópsálir og Danir og Svíar hafi gert listina að vettvangi hópsefj- unar og jafnaðarmennsku. í bolla- leggingum út frá þessum hugleið- ingum telur hún upp, að norskir myndlistarmenn hafi fengið þetta og Svíar hitt o.s.frv. í efnalegum skilningi. Það sem ég á við, er að með tilkomu slíks styrkjakerfis hefur hópi þeim, er kallar sig listamenn, fjölgað mjög ört og allir vilja þeir komast á ríkisspenann. Það er því þessvegna að þessi stóri hópur meðalmanna hamast eins og óður væri í því að koma mikilhæfum listamönnum piður á sinn eigin bás, með góðu eða illu. Þegar ekki gekk nægjanlega vel með þann fræga leikstjóra Ingmar Bergman, dugði ekkert minna en sveit vaskra lögreglumanna mitt í listrænni vinnu hans í þjóðleik- húsinu í Stokkhólmi til þess að handtaka hann fyrir meint skattsvik. Það kom svo í ljós, að slíkt átti ekki við rök að styðjast. En þessi atburður dugði til þess að svæla hann úr landi. Listin í sjálfri sér batnar ekki þótt menn komist á ríkisjötu. Hún verður rík af þeim einstaklingi, Hofsós: Járnplata HofsÓHÍ, 27. október. í illviðrinu sem gekk yfir norð- austanvert landið í gærkvöldi og í nótt, varð ekki teljandi tjón hér á Hofsósi utan það að 2—3 járnplötur fuku af stað og skall ein þeirra á bíl sem skemmdist lítilsháttar. Veður- hæðin varð aldrei mikil, hvassast um og eftir miðnætti. Kyrrt var í höfninni því áttin var austlæg. Mik- il úrkoma var hér síðastliðna nótt og er þjóðvegurinn í gegnum þorpið ógreiðfær vegna drullu og vatnsaga. Talsverð hálka var á vegum hér um slóðir um liðna helgi og er mér sem skapar hana. Skýrslugerðar- bókmenntir nútíma Dana og Svía gleymast því fljótt, vegna skorts á listfengi jafnvel þótt skoðana- bræður í pólitík reyni að halda þeim á lofti og með styrkjum úr norræna þýðingarsjóðnum. Þær hugmyndir til hagsbóta fyrir listamenn og listir yfirleitt á Norðurlöndum eru allrar athygli verðar og sjálfsagt að fylgjast með þeim og koma á framfæri hér á landi, stuðli þær að betri list í landinu. Ymsar aðrar hugmyndir eru framkvæmanlegar til þes§ að virkja einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök til þess að styðja listina efnalega. Islendingar hafa algjöra sérstöðu í því, hve mikinn áhuga þeir hafa á myndlist og má fullyrða að hin margskammaða borgarastétt hafi haldið myndlist- inni gangandi í gegnum árin með kaupum á listaverkum. Þetta mætti örva enn frekar og færa út til fyrirtækja og félaga- samtaka, með því að skattaíviln- anir yrðu veittar gegn stuðningi við listir. Höfuðmarkmiðið er, að listin sé sem mest óháð hverskon- ar stýringu, að hún vaxi fram eðli- lega og beri í sér þrótt þess, sem skapar hana, þá er ég viss um, að við fáum fleiri menn á borð við Halldór Laxness og Jóhannes Kjarval. Eitthvað hefur það pirrað for- manninn, að ég færi rétt með for- sögu Listskreytingasjóðs ríkisins. Það er auðvitað hennar mál, ef hún tekur það að sér sjálfviljug að verja þátt Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra, sem þykir henta að fá góðvin sinn, „nýlistar- manninn" Magnús Pálsson, til þess að velja upp á sitt eindæmi þátttakendur héðan á mestu myndlistarsýningu veraldar, Fen- eyjasýninguna, sem er haldin ann- að hvert ár, og það framhjá öllum félagasamtökum íslenskra myndlistarmanna. Ég vil að lokum segja, að ég er ánægður, ef ummæli mín í títt- nefndu viðtali hafa hreyft eitt- hvað við stjórnarmönnum FÍM. Það verður kannski til þess, að á næsta fundi norrænna myndlist- armanna, verði ekki öllum málum mætt með handaruppréttingum og brosi á vör, áður en tekið er til við að skála fyrir norrænni samvinnu. Einar Hákonarson listmálari Vegurinn að Strákagöngum undirbyggður AÐ undanförnu hefur nokkurra kílómetra vegarkafli að Stráka- göngum verið undirbyggður og styrktur, en ætlunin er að þar verði lagt bundið slitlag, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Ottari Proppé bæjar- stjóra á Siglufirði. Óttar sagði að þetta verk væri unnið af Vegagerðinni og taldi hann að framkvæmdum lyki eftir rúma viku. Hann kvast vonast til þess að lagning bundins slitlags á fyrrgreindan vegarkafla kæmist inn á vegaáætlun fyrir næsta ár, en hún er nú í endurskoðun. Óttar sagði að illt yrði að keyra á kafl- anum eins og hann væri, því hraun hefði verið borið í veginn. fauk á bíl kunnugt um tvö umferðaróhöpp. Vörubíll og sendiferðabíll skullu saman við Sleitustaði. Skemmdust báðir talsvert en engin slys urðu á mönnum. Þá ók ökumaður 20 manna hópferðabifreiðar á handrið brúarinnar yfir Hofsá hér í þorpinu og skemmdist bæði bíll og handrið. Að sögn þeirra sem að komu var mesta mildi að bíllinn fór ekki fram af brúnni og í ána, því þegar að var komið var hægra framhjól bílsins utan við brúna. Nú er hér besta veður, logn, hlýtt og allir vegir auð- ir. Ófeigur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.