Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 3 AIISTUR Safnaöarheimili í Seljasókn? mz3i Umsókn um leyfi til byggingar safnaðarheimilis í Seljasókn í Breiðholti liggur nú fyrir byggingarnefnd borgarinnar. f ráði er að safnaðarheimilið rísi við enda Hagasels, en meðfylgjandi teikning sýnir safnaðarheimilið. Keflavík: • • Olvaður stal bíl — endaði á steinvegg DRUKKINN sjómaður úr Reykjavík stal bifreið fyrir framan benzinstöð í Kefiavík á fostudagskvöldið og hugðist aka tii Reykjavíkur. Eigandi bifreiðarinnar, leigu bí Istjórí, hafði brugðið sér inn til þess að greiða olíuna. Félagar leigubílstjórans veittu hinum drukkna sjó- manni eftirför og endaði eftir- förin í Njarðvíkum — þar ók sjómaðurinn á ljósastaur og hafnaði á steinvegg. Bifreiðin, sem er nýleg Oldsmobile dies- elbifreið, er mikið skemmd. Óvenju mikið hefur verið um uglur hér á landi að undanförnu og er talið að þær hafi komið frá Skandinavíu. Nokkrar þeirra hafa verið færðar til Nátt- úrufræðistofnunar til rannsóknar og fitunar áður en þeim er sleppt. Hér er Ævar Petersen með tvo slíka gesti frá Vestfjörðum og er ekki annað að sjá, en þeir séu hinir spökustu. Ljósm. Mbi. Emiiia. Óvenjumikið af uglu á landinu Líklega flækingar frá Skandinavíu segir Ævar Petersen fuglafræðingur ÓVENJUMIKIÐ hefur sézt af branduglu og flækingsfuglum frá Skandinavíu hér undanfar- inn hálfan mánuð. Brandugla er eina uglutegundin, sem verpir hér á landi, en áður verpti snæ- ugla einnig hér á landi, en ekki hefur fundizt snæugluhreiður hér síðastliðin 25 ár. Að sögn Ævars Petersen fugla- fræðings eru nokkur hundrað branduglur hér á landi að stað- aldri. Heldur hún sig aðallega í móum og mýrlendi og er strjáll varpfugl um land allt. Brandugl- Hvatarfund- ur um stjórn- málastöðuna í KVÖLD verður haldinn félags- fundur í Valhöll, kl. 8.30, um stöð- una í íslenskum stjórnmálum. Ræðumenn verða Friðrik Soph- usson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, og Salóme Þorkelsdótt- ir, alþingismaður. an er ránfugl, sem mest lifir á músum og smáum fuglum. Þá gat Ævar þess, að varðandi þær branduglur, sem hér hefðu sézt undanfarinn hálfan mánuð, væri annað á ferðinni. Líklegt væri að þetta væru alls ekki ís- lenzkar branduglur heldur væru þær komnar frá Skandinavíu. Astæða þess væri sú, að síðastlið- inn hálfan mánuð hefði austanátt verið ríkjandi og þá hefðu byrjað að sjást hér margir torkennilegir flækingsfuglar frá Evrópu svo og branduglur. Á þessum tíma hefði Náttúrufræðistofnun verið til- kynnt um 15 branduglur, sem aðallega hefðu sezt á skip víða um landið. Það væri mjög óvenju- legt og ekki væri vitað til svo mikillar uglugengdar áður. Gat Ævar þess að nokkuð hefði verið um uglur hjá stofnuninni og væru þær oftast illa haldnar og magrar. Væru þær hafðar í fitun hjá stofnuninni um tíma áður en þær væru merktar og þeim sleppt. Ef menn yrðu varir við uglur vildu þeir hjá stofnuninni gjarnan fá að vita af því, því hér væri eitthvað óvenjulegt að ger- ast og þá langaði að fá eins mikl- ar upplýsingar og mögulegt væri. GOODWYEAR GEFUR v' RÉTTA GRIPIÐ Minni bensín- Meiri ending Betra grip í Örugg rásfesta í eyðsla bleytu og hálku snjó Goodyear hefur framleitt hjólbaröa síðan árið 1898 og er stærsti fram- leiðandi og tæknilega leiðandi á því svíði í heiminum. Hjá Goodyear hefur öryggi ökumanns, farþega og annarra vegfarenda ávallt verið í fyrirrúmi. Það er því ekkert skrum þegar sagt er að þú sért ÖRUGGURÁGOODYEAR. FULLKOMIN H JÓLBARÐ AÞ JÓNUST A Tölvustýrð jafnvægisstilling GOODYEAR á íslandi í meira en hálfa öld HEKLAHF LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 28080 OG 21240 —*m---------------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.