Morgunblaðið - 02.11.1982, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982
Beirút:
Tveir létust í
sprengjutilræöi
lU'irút, Líhanon, I. nóvemher. AP.
TVEIR óbreyttir borgarar létu
líflð og einn bandarískur her-
maóur slasaðist er sprengja
sprakk í bifreið í miðborg Beir-
út, aðcins fáum klukkustundum
eftir að forsetinn Gemayel hafði
flogið til Rabats til viðræðna við
Hassan Marokkókonung um
varanlegan frið í Miðausturlönd-
um.
Þetta er í annað skiptið sem
bandarískir hermenn verða fyrir
aðkasti eftir að 1.500 manna
flokkur þeirra kom til Líbanon til
friðargæslu 29. september síðast-
liðinn. Það fylgdi sögunni að her-
maðurinn hafi ekki meiðst alvar-
lega.
Bretland:
Ný sjónvarps-
stöð stofnsett
l/ondon, I. nóvemher. Al*.
NÝ sjónvarpsstöð, „(’hannel 4“,
hefur starfsemi sína á morgun,
þriöjudag, í Bretlandi. Þetta er
fyrsta nýja stöðin sem stofnsett
hefur verið þar í landi í fimmtán
ár, og hefur verið mikil umræða
um væntanlega starfsemi henn-
ar að undanförnu og ekki allir á
einu máli.
Þessi nýja, sjálfstæða, sjón-
varsstöð er sett á stofn af 14 sjón-
varpsauglýsingafyrirtækjum, og
hefur þegar fengið mikla gagnrýni
fyrir fyrirhugaða dagskrá. I blað-
inu Times segir að margir óttist
að þessi sjónvarpsstöð komi til
með að verða álitshnekkir fyrir
breskt sjónvarp þegar fram í sæk-
ir sakir óvandaðrar dagskrár.
„Channel 4“ kemur ekki til með
að framleiða efni sitt sjálf, heldur
verður það að mestu aðkeypt frá
hinum 14 sjónvarpsauglýsingafyr-
irtækjum eða frá öðrum nýstofn-
settum fyrirtækjum í tengslum
við hina nýju stöð.
Nígería:
Hundruð falla
í trúardeilum
lionrion, I. nóvemh<T. Al*.
YFIKVÖLI) í borginni Maidug-
uru í Norðaustur-Nígeríu hafa
beðið alríkisstjórnina að lýsa yf-
ir neyðarástandi í héraðinu en
þar og í tveimur öðrum borgum
hafa blóðugar trúardeilur staðið
í heila viku og hundruð manna
látið lífið.
Það var breska ríkisútvarpið,
sem greindi frá þessu í gær,'
sunnudag, en samkvæmt heimild-
um þess munu um 300 manns hafa
fallið í átökunum milli öfgasinn-
aðra múhameðstrúarmanna og
lögreglunnar. SI. laugardag kom
til mikilla átaka í borginni Kano
en þar hafa múhameðstrúarmenn
brennt kirkjur kristinna manna af
þeirri ástæðu, að þær væru of
nærri moskum þeirra. Árið 1980
féllu 4000 manns í Kano í óeirðum,
sem áttu sér líkan aðdraganda.
Óeirðaseggirnir telja sig læri-
sveina Álhaji Mohammadu
Marwa, sem var spámaður að eig-
in sögn og lét lífið í uppþotunum
1980. Þeir gefa ekkert fyrir sjálfan
Múhameð, sem trúarbrögðin eru
kennd við, og sjá tálsnörur
myrkrahöfðingjans í hverju
skúmaskoti.
ERLENT
Aðdáendur og stuðningsmenn Felipe Gonzales, leiðtoga jafnaðarmanna, fagna hér ária á fostudagsmorgni i síðustu viku þegar löngu var orðið Ijóst, að
hann myndi vinna glæsilegan sigur. Myndin er tekin á Miklatorgi í Madrid eða Plaza Mayor. AP
Bankastjórar og atvinnurekendur
lýsa yfir stuðningi við Gonzales
Krá llt-h'u Jónsdóltur, frt-Uarilar* Mhl. í Burgos, Spáni.
NIDUKSTÖÐIIR i þingkosningunum á Spáni hinn 28. október urðu
eftirfarandi: Á kjörskrá voru 26.837.212. Alls kusu 21.353.996. Þátttaka
var þvi 79,50%. PSOE fékk 9.836.579 atkvæði í þessum kosningum (1979
5.469.813), Al’ fékk 5.412.401 atkvæði núna (1979 1.067.732), UCD fékk
1.549.447 atkvæði nú (1979 6.268.593), PCE (kommúnistar) 824.978 at-
kvæði nú (1979 1.911.217), CDS (flokkur Adolfo Suarez) fékk 615.540
atkvæði, CIU (þjóðernisflokkur í Cataluna-héraði) fékk 794.554 atkvæði
(1979 483.353), PNV (þjóðernisflokkur baska) fékk 406.804 atkvæði
(1979 275.292), HB og EE (baskaflokkar) fengu samanlagt 305.400 at-
kvæði, ERC (lýðveldisflokkur í Cataluna-béraði) fékk 140.870.
PSOE fékk 201 þingmann
kjörinn í neðri deild (1979 121).
AP fékk 106 þingmenn kjörna
(1979 9). UCD fékk 12 þingmenn
kjörna (1979 168). PCE fékk 5
þingmenn kjörna (1979 23). CDS
fékk 2 þingmenn kjörna, CIU 12
þingmenn kjörna, PNV 8 þing-
menn. HB og EE fengu samtals 3
þingmenn og ERC fékk 1 þing-
mann kjörinn.
í öldungadeild (efri deild) fékk
PSOE 134 menn kjörna, AP 54
menn, UCD fékk 4 (1979 119),
CIU 7 og PNV einnig 7 menn
kjörna.
PSOE fékk í kosningunum
46,00% allra atkvæða, AP
25,30%, UCD 7,20%, PCE 3,80%
og CIU 3,37%
Bankastjórar sjö stærstu
banka landsins, atvinnurekend-
ur og verkalýðsleiðtogar óska
PSOE til hamingju og lýsa
stuðningi sínum með næstu rík-
isstjórn.
Felipe Gonzalez gekk í gær til
fundar við núverandi forsætis-
ráðherra, Leopoldo Calvo Sotelo.
Var hér um að ræða fyrsta fund
þeirra af fjölmörgum er áætlaðir
eru næstu vikurnar til þess að
undirbúa stjórnarskiptin. Jafn-
aðarmenn munu taka við völdum
á tímabilinu 2. til 12. desember
næstkomandi. Allt var með eðli-
legum hætti í kauphöllum lands-
ins daginn eftir. Bandaríkja-
menn óskuðu Felipe Gonzalez til
hamingju með kosningasigurinn
og undirstrikuðu öruggan stuðn-
ing frá Washington á spænska
lýðræðinu. Jafnframt minntu
Bandaríkjamenn á þá ósk sína
að áfram yrði haldið traustri og
náinni samvinnu milli landanna.
Fréttin um yfirburðasigur
jafnaðarmanna í þingkosningun-
um á fimmtudag hefur vakið gíf-
urlega eftirtekt alls staðar í
heiminum. Mest hefur borið á
jákvæðum og hlynntum við-
brögðum erlendra stjórnmála-
leiðtoga. Hvaðanæva hafa heil-
la- og hamingjuóskir borist til
aðalritara PSOE, Felipe Gonzal-
es. Allir eru sammála um að úr-
slit þessara kosninga séu mikill
sigur fyrir ungt lýðræðið á Spáni
og efiingu þess.
Grænfriðungar létu til sín
taka í Kaupmannahöfn
Haupmannahófn Isirshófn. I. uóvrmber, frá fréllaritara MhL. Jogvan Ar*e. <>* Al*.
FIMM MANNS úr Green Peare-samtökunum réðust í dag inn á skrifstofur
Færeyja í Kaupmannahöfn og neituðu að yfirgefa skrifstofurnar fyrr en þeir
hefðu fengið svar við ákveðnum spurningum frá landsstjóra Færeyja.
Tveir mannanna hiekkjuðu sig
með handjárnum við skáp nokk-
urn á skrifstofunni, en Green
Peace-samtökin fara fram á það
við landsstjóra Færeyja og danska
Haig
Var Haig heimilda-
maður Woodward?
New Vork, 1. nóvember. AF.
JOHN DEAN, sem hlaut dóm fyrir að hafa átt þátt í Watergate-málinu
svokallaða, fullyrðir í nýútkominni bók sinni, að Alexander Haig hafi veríð sá
er „lak“ upplýsingum, þ.e. sá sem gaf fréttaritara Washington Post leynilegar
upplýsingar er síðan leiddu til afsagnar þáverandi forseta Bandaríkjanna,
Richard Nixons, samkvæmt fregnum úr timaritinu Time.
Fréttaritari Washington Post,
Bob Woodward, hefur aldrei gefið
upp hvaðan hann hafði upplýsingar
sínar varðandi hneykslið, en þessi
tilgáta Deans um heimildamann er
a.m.k. sú þriðja sem hann setur
fram.
Woodward sagði eftir að Time
birti fregnir um þessa fullyrðingu
Deans, að hann hefði ekkert um
þetta mál að segja og Haig sagði
aðspurður að þetta væri í fyrsta
skipti sem hann heyrði þetta og
sagði ásökunina fjarstæðu og
greinilega setta fram í auglýs-
ingaskyni.
Bók Deans mun koma út síðla
þessa mánaðar og bera nafnið
„Lost Honor“. í henni segir að Haig
hafi verið einn örfárra manna sem
var í aðstöðu til að vita að segul-
bandsupptökur Hvíta hússins
höfðu að geyma dularfullar út-
þurrkanir.
Time segir að aðrir sem hafi ver-
ið í aðstöðu til að vita um þær hafi
verið Nixon, einkaritari hans, Rose
Mary Woods og aðstoðarmenn
Hvíta hússins, þeir Stephen Bull og
Fred Buzhardt, sem nú er látinn.
forsætisráðuneytið að samstundis
verði gefin út trygging fyrir því,
að veiðar Færeyinga á langreyði
verði stöðvaðar.
Green Peace-samtðkin fara
einnig fram á það, að fallbyssan
verði fjarlægð af hvalveiðiskipinu
Hvítiklettur, sem hefur veitt sex
langreyðar á síðastliðnum tveim-
ur árum, en það er liður í vísinda-
legum rannsóknum.
Síðasta krafa samtakanna er
síðan að fá að vita hvernig þeim
sex milljónum króna, er fengist
hafa fyrir hvalveiðar síðastliðin
fimm ár þar í landi, hefur verið
ráðstafað.
Landsstjóri Færeyja hefur ekki
enn svarað þessu bréfi Green
Peace-samtakanna.
Þá hlekkjuðu tveir félagar í
Grænfriðungasamtökunum sig við
dyr norska sendiráðsins í Kaup-
mannahöfn og vildu með því mót-
mæla hvalveiðum Noregs, en
Norðmenn hafa lýst yfir að þeir
hyggist virða að vettugi hvalveiði-
bann það sem taka á gildi 1986.
Lögreglan handtók ungmennin og
fór allt friðsamlega fram. Ekki er
líklegt að fólkið verði sótt til saka.
Hvalveiðar Norðmanna þykja
ekki stórar í sniðum, þær eru
bundnar við Lófót og íbúar eyj-
unnar lifa bókstaflega af veiðum
þessum. Árið 1980 framleiddu
Norðmenn rúmlega fjögur þúsund
tonn af hvalafurðum að andvirði
36 milljónir norskra króna.
Vanþróuðu löndin:
Daglega
deyja 30.000
Muila, Filippseyjum. I. nóvemtxT. AP.
ÞRJÁTÍU þúsund manna í van-
þróuðu löndunum deyja á degi
hverjum vegna mengaðs vatns og
ónægrar hreinlætisaðstöðu og fer
þessi tala stöðugt hækkandi, segir
fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismáia-
stofnunarinnar.
Dr. Hiroshi Nakajima, sem er
fulltrúi stofnunarinnar við vest-
anvert Kyrrahafið, birti tölur
þessar í ræðu er hann hélt í
Suva á Fiji-eyjum í upphafi
fimm daga fundar um vatn og
hreinlætisaðstöðu.
Hann segir í þessari ræðu
sinni: „Það er álitið að tala
þeirra sem drukku ódrykkjar-
hæft vatn árið 1980 hafi verið
100 milljónum hærri en árið
1975 og þeir sem höfðu ófull-
nægjandi hreinlætisaðstöðu
voru 400 milljónum fieiri árið
1980 en fimm árum fyrr.“