Morgunblaðið - 02.11.1982, Síða 28

Morgunblaðið - 02.11.1982, Síða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 Leikfélag Akureyrar sýnir Atómstöðina í Þjóðleikhúsinu Frá tízkusýninKunni í verzluninni Kristján Siggeirsson hf. Kristján Siggeirsson hf. hefur sölu á finnskum tízkufatnaði KRISTJÁN Siggeirsson hf. er verzlun, sem í rúma sex áratugi hcfur selt húsgögn í hjarta Kevkjavíkur eins og mönnum er kunnugt. Á síöustu árum hefur verzlunin hafiö sölu á finnskum tízkufatnaöi frá Marimekko í Finnlandi. Um miðjan mánuðinn var af þessu tilefni tekin upp sú ný- breytni að halda tízkusýningu í verzluninni, þar sem haust- og vetrartízkan frá þessu finnska fyrirtæki var kynnt. Voru Modelsamtökin fengin til þess að sýna fötin. í fréttatilkynn- ingu frá verzluninni segir að í framtíðinni verði það kappkost- að að tryggja fjölbreytt úrval vandaðs fatnaðar yzt sem innst, nær eingöngu úr náttúrulegum efnum, svo sem bómull og ull. Marimekko framleiðir einnig töskur undir merkinu „dec- embre", svo og bakka, dósir, krúsir o.fl. Akureyri, 27. október. NÚ ER 65. leikár Leikfélags Akur- eyrar komið vel á veg. Leikárið hófst með frumsýningu á Atómstöðinni 7. október. Sýningin hefur hlotið mjög jákvæða gagnrýni leikdómenda og vinsældir áhorfenda. I Samkomu- húsinu á Akureyri hafa verið þétt- setnir bekkir á þeim 9 sýningum, sem þegar eru orðnar og verða 10.—13. sýning um helgina. Skáldsagan Atómstöðin eftir Halldór Laxness, sem kom út 1948 og olli miklum deilum á sínum tíma, var áður sviðsett hjá Leikfélagi Ak- ureyrar 1972, en nú hefur Bríet Héð- insdóttir leikstjóri gert nýja leikgerð eftir skáldsögunni og fengið til liðs við sig Sigurjón Jóhannsson leik- myndahönnuð og Ingvar Björnsson Ijósameistara. Undir stjórn Bríetar hefur orðið til þessi margslungna sviðsetning sem 19 leikarar sýna okkur á sviði Samkomuhússins á Akureyri. Aðalhlutverkið, norðanstúlkan Ugla, er í höndum Guðbjargar Thoroddsen, en hún mun leika Jómfrú Ragnheiði í jólasýningu Þjóðleikhússins, undir stjórn Bríetar og er það sama leikrit og frumsýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar á síð- astliðnu leikári — leikverk sem Bríet vann eftir Skálholti Kambans. Aðrir leikarar í Atómstöðinni eru: Theódór Júlíusson (Dr. Árland), Marinó Þorsteinsson (organistinn), Ragnheiður Tryggvadóttir (Aldin- blóð), Kjartan Bjargmundsson (feimna löggan), Þráinn Karlsson (forsætisráðherra og ófeimna lögg- an), Sunna Borg (frú Árland), Bjami Ingvarsson (Arngrímur), Gunnar Ingi Gunnsteinsson (gullhrútur), Þórey Aðalsteinsdóttir, Arnór Ben- ónýsson, Halldór Björnsson, Gestur E. Jónasson, Halla Svavarsdóttir, Ingibjörg Eva Bjarnadóttir, Þórður Rist, Jónsteinn Aðalsteinsson, Ragn- ar Einarsson og Gunnlaugur Ingi- valdur Grétarsson. Signý Pálsdóttir Nú ætlar Leikfélag Akureyrar að leggja land undir fót með Atómstöð- ina og sýna í Þjóðleikhúsinu þriðju- daginn 23. nóvember. Aðeins 1 sýn- ing. Þjóðleikhúsið hefur góðfúslega boðið hjálp frá starfsmönnum húss- ins til að samhæfa megi norðansýn- ingu þessa að stóra sviðinu í Þjóð- leikhúsinu. Æfingar eru komnar vel á veg á næsta verkefni Leikfélagsins. Það sérstaka við þá sýningu er að hún er unnin svo til einvörðungu af föstum starfsmönnum hússins, en auk þeirra leika nokkur börn. Þetta er barna- og unglingaleikritið „Siggi var úti“ eftir Signýju Pálsdóttur leikhússtjóra, sem jafnframt leik- stýrir verkinu. Þráinn Karlsson hannar leikmyndina, Viðar Garð- arsson lýsinguna og Freygerður Magnúsdóttir búningana. Sigga, líffræðing, sem vinnur að rannsóknum á íslensku tófunni úti í hrauni á íslandi, leikur Bjarni Ingv- arsson. Fjölskyldu, sem lendir í margskonar ævintýrum í útilegu í hrauninu leika Marinó Þorsteinsson (refaskytta, afi), Ragnheiður Tryggvadóttir (mamma), Jónsteinn Aðalsteinsson (pabbi), Melkorka Ólafsdóttir (Tóta) og Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson (Villi). Skúrkinn Úlf leikur Theódór Júlíus- son og tískudrottninguna Stellu leik- ur Sunna Borg. Auk þess munu börn leika litla refi. Ásgeir Jónsson hefur samið og æf- ir tónlistina, sem hann flytur ásamt tveimur öðrum meðlimum Bara- flokksins á Akureyri. Frumsýning á Siggi var úti er áætluð 1. desember. Samkomuhúsið hefur nú verið málaö utan sem innan og teppalagt. Auk þess hafa ýmsar meiriháttar endurbætur verið gerðar á húsinu fyrir veturinn, svo sem ný hljóm- sveitargryfja fyrir framan sviðið. LA hefir óskað eftir því við bæjaryfirvöld að reist verði viðbót- arbygging sunnan við húsið, því að þrengsli eru nú gífurleg að tjalda- baki. Leikhússtjóri er Signý Pálsdóttir, leikhúsfræðingur, sem tók við starfi í haust. Fastir starfsmenn LA eru auk hennar leikararnir Sunna Borg, Theódór Júlíusson, Marinó Þor- steinsson, Ragnheiður Tryggvadótt- ir, Bjarni Ingvarsson, Þórey Aðal- steinsdóttir og Þráinn Karlsson, sem einnig er húsvörður og yfirmaður smíðadeildar, ennfremur Freygerður Magnúsdóttir, búningameistari, og Viðar Garðarson, tæknimaður, og Ijósameistari. Leikhúsráð skipa Guðmundur Magnússon, formaður (LA), Val- garður Baldvinsson ritari (fulltrúi Akureyrarbæjar), Þórey Aðal- steinsdóttir (LA), Freygerður Magn- úsdóttir (LA) og Sunna Borg (full- trúi starfsfólks). Auk þeirra sitja fundi leikhúsráðs Signý Pálsdóttir, lejkhússtjóri og Theódór Júlíusson, varaformaður LA. SvæÓisfundur á Blönduósi Kaupfélögin á Ströndum og Norðurlandi vestra halda svæðisfund með stjórnarformanni og forstjóra Sambandsins í Félagsheimilinu á Blönduósi, laugardaginn 6. nóvember kl. 13.30. Fundarefni: 1. Ávarp Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins 2. Viðfangsefni Sambandsins Frummælandi: Erlendur Einarsson, forstjóri 3. Samvinnustarf á svæðinu Frummælandi: Aðaibjörn Benediktsson, formaður KVH 4. Önnur mál - almennar umræður. Allt áhugafólk um samvinnustarf er hvatt til að koma á fundinn. Kaupféiag Strandamanna Kaupfélag Steingrímsfjarðar Kaupfélag Bitrufjarðar Kaupfélag Hrútfirðinga Kaupfélag V-Húnvetninga Kaupfélag Húnvetninga Sölufélag A-Húnvetninga Kaupfélag Skagfirðinga Samband íslenskra samvinnufélaga Ellimálaráðstefna heilsu- gæzluhjúkrunarfræðinga ÞANN 23. október var haldin ráð- stefna undir nafninu „Síðasti áfang- inn, gerum hann beztan“. Til hennar boðaði Deild heilsugæzluhjúkrunar- fræðinga, innan Hjúkrunarfélags ís- lands. Markmið ráðstefnunnar var að vekja fólk til umhugsunar um það, hvernig það geti búið sig undir ell- ina, þannig að það geti notið þess æviskeiðs ekki siður en þeirra sem á undan eru gengin. Til að ná þessu markmiði var valin sú leið að bjóða fulltrúum stéttarfélaga þátttöku á ná þannig til fólksins. Ráðstefnan, sem haldin var á Hótel Loftleiðum var sett af Pál- ínu Sigurjónsdóttur, hjúkrunar- forstjóra Heilsugæzlustöðvarinn- ar að Asparfelli 12, en einnig flutti Svavar Gestsson, ráðherra, ávarp. Þeir aðilar, sem erindi fluttu á ráðstefnunni voru: Davíð Oddsson, borgastjóri, Eiríkur örn Arnar- son, sálfræðingur, Þórir Guð- bergsson, félagsráðgjafi, Karl Sig- urbjörnsson, prestur, Katrín Fjeldsted, læknir, Marga Thome, hjúkrunarfræðingur, dr. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræð- ingur, Ella Bjarnason, sjúkra- þjálfari, Björk Pálsdóttir, iðju- þjálfari, Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, Valborg Bengtsdóttir, fyrrv. skrifstofustjóri, en í lok ráðstefnunnar voru pallborðsum- ræður. Ráðstefnustjóri var Ingi- björg R. Magnúsdóttir, deildar- stjóri. Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.