Morgunblaðið - 28.12.1982, Side 2

Morgunblaðið - 28.12.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavlk: * Olafur Jóhannesson í prófkjör til Alþingis Guðmundur G. Þórarinsson tilkynnti ekki þátttöku, áður en frestur til þess rann út Ólafur Jóhannesson utanríkis- rártherra hefur ákvedið að taka þátt í prófkjöri fulltrúaráðs framsóknarfé- laganna i Reykjavík 9. janúar nk. vegna væntanlegra Alþingiskosn- inga, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Frest- ur til að skila inn framboðum rann út kl. 18 i gær, en þá var ekki unnt að fá staðfest nöfn á skrifstofu Framsóknarflokksins og verður það ekki hægt fyrr en 31. janúar þegar prófkjörsnefnd hefur fyllt upp a.m.k. 10 manna tölu til prófkjörs innan fulltrúaráðsins þar sem um 300 full- trúar hafa kosningarétt. Morgunblaðinu er hins vegar kunnugt um að Haraldur Ólafsson sem skipaði 3. sæti á lista flokks- ins í Reykjavík fyrir síðustu Al- þingiskosningar, hefur skilað framboði, en það hafði Guðmund- ur G. Þórarinsson alþingismaður ekki gert fyrir kl. 18 í gær og mun vera óvíst hvort hann tekur þátt í prófkjörinu. Samkvæmt heimild- um Mbl. mun Guðmundi hafa lík- að það illa að nær 200 fulltrúa- ráðsmenn skoruðu á Ólaf Jóhann- esson að gefa kost á sér áfram. Guðmundur G. Þórarinsson vildi ekki ræða þetta mál við Morgun- blaðið í gærkveldi. Þá er vitað að Björn Líndal fyrrum formaður SUF hefur einnig skilað inn fram- boði í prófkjörið. Pétur Sigurðsson, formaður ASV um láglaunabæturnar: Kötturinn Kobbi bjargaði fugli úr fönn KÖTTURINN Kobbi bjargaði í fyrrakvöld snjótittlingi sem var að dauða kominn vegna kujda skammt frá heimili Kobba að Alf- heimum 72. Þegar eigandi Kobba, Anton Ringelberg, í Rósinni, var að búa sig undir hefðbundna kvöld- göngu með Kobba í fyrrakvöld, kom kötturinn askvaðandi á móti honum upp stigaganginn í fjölbýlishúsinu og með miklum látum og tilþrifum fékk hann Ringelberg til þess að fylgja sér um það bil 100 metra vegalengd að húsi Tennis- og badmintonfé- lags Reykjavíkur. Þar stað- næmdist Kobbi hjá smáfuglin- um, sem lá með útbreidda vængi í fönninni, magnþrota. Ringel- berg tók fuglinn upp á sína arma og fór með hann inn til sín, hlúði að honum og gaf honum að éta, en í gærmorgun var fuglinn orð- Ringelberg I Rósinni með köttinn Kobba, en Kobbi hefur um langt skeið verið eins konar húsköttur í Glæsibæ, því til skamms tíma var Ringelberg með Rósina þar, en hann er sem kunnugt er nýfluttur með búðina i Hótel Esju. inn hinn hressasti og þegar Ringelberg setti kassann með fuglinum í út á svalir, leið ekki á löngu þar til snjótittlingurinn var búinn að taka flugið á ný, með viðeigandi söng, en innan við gluggann malaði Kobbi í mestu makindum. Bæturnar yfirklór og koma láglaunafólki lítt til góða ,FÓLK hér er þrumulostið yfir því hvernig láglaunabæturnar deilast út. Þess er dæmi, að forstjóri fyrirtækis hér á ísafirði fær láglaunabætur en starfsfólkið engar. Kaupmenn og framkvæmdastjórar fyrirtækja fá bætur á meðan þeir, sem mest þarfnast uppbóta sitja hjá. Þetta er. fálm út í loftið. Menn hefðu þess vegna getað kastað þessu út um gluggann — þar sem happ virðist hafa ráðið hverjir fengu láglauna- bætur,“ sagði Pétur Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vestfjarða, í samtali við Mbl. um láglaunabætur ríkisstjórnarinnar. „Óánægja er mikil — en miklu frekar að menn séu hissa á því hverjir fengu tékkinn og hverjir ekki. Engin glóra virðist í því. Eg veit dæmi um menn sem unnið hafa hlið við hlið. íbúðareigandi, sá er mér virðist betur staddur, fékk láglaunabætur, en hinn sem enga íbúð á fær engar bætur. Það Bæjarútgerð Hafnarfjaröar: 150 sagt upp störfum í gær „STAÐAN hjá okkur er í raun alveg óbreytt. Togararnir þrír eru komnir í höfn og undirmönnum hefur verið sagt upp eins og áður hefur verið skýrt frá. I dag fara svo út uppsagnarbréf til starfsmanna í frystihúsinu varðandi kauptrygginguna," sagði Sigurður Þórðarson, stjórnarformaður Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, i samtali við Mbl. „Um 200 starfsmönnum fyrirtæk- isins hefur því verið sagt upp störf- um, um 50 undirmönnum á togurun- um og síðan um 150 starfsmönnum frystihússins," sagði Sigurður Þórð- arson ennfremur. „Vandamálið er í raun tvíþætt. Fyrir það fyrsta er rekstrargrund- völlurinn undir togaraútgerð brost- inn hjá okkur eins og öðrum og hins vegar er fjárhagsstaða okkar mjög bág um þessar mundir. Við erum með almennar viðskipta- skuidir upp á 20 milljónir króna. Miðað við stöðuna í skuldbreyt- ingarmálum útgerðarinnar, þá ætt- um við að ná 13—14 milljónum króna miðað við 10% markið, sem nú hefur verið ákveðið. Við höfum hins vegar aðeins náð um 5 milljónum út úr þessu, þannig að 7—8 milljónir króna vantar upp á. Ef við næðum þeim fjármunum væri staða okkar allt önnur og betri. Við skuldum hins vegar nánast ekkert í bankakerfinu, heldur er mestur hluti skulda okkar við þjón- ustufyrirtæki, sem ekki hafa fengizt skuldbreyttar. Aðgerðirnar frá í september hafa því ekki gagnazt okkur eins og við áætluðum. Aðspurður sagði Sigurður Þórð- arson, að engin breyting væri í aug- sýn, nema ef til kæmu nýjar aðgerð- ir af hálfu stjórnvalda. „Við sjáum hins vegar engin þau kraftaverk í augsýn, sem gætu breytt þessari ákvörðun okkar að stöðva útgerð- ina,“ sagði Sigurður Þórðarson ennfremur. Starfsfólki í f iskvinnslu á Seyðisfirði sagt upp: Á annað hundrað atvinnulausir RÚMLEGA eitt hundrað manns hef- ur verið sagt upp störfum á Seyðis- firði og er hér um að ræða erfiðleika vegna hráefnisskorts í tveimur fyrir- tækjum, Norðursíld og Fiskvinnsl- unni. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Ólafi Óskarssyni skrifstofustjóra Fisk- vinnslunnar, var öllu fólki í fisk- verkun sagt upp störfum sl. föstu- dag og taka uppsagnirnar gildi í dag. Sagði Ólafur að um væri að ræða 60—70 manns, en þess bæri að geta að ekki væru allir í fullu starfi. Sagði hann að um 40—50 stöðugildi væri að ræða. Þá hefði öllum undirmönnum á togurum verið sagt upp, en tveir togarar eru gerðir út af fyrirtækinu. Ólafur sagði að eitthvað mikið þyrfti að koma til til þess að úr rættist. Undirmönnum á togurun- um hefur verið boðin vinna við lagfæringar á togurunum á meðan þetta ástand varir. Astæðu þessa sagði óiafur vera aflaleysi, togararnir væru stöðv- aðir og fiskvinnslan væri hrá- efnislaus. Hins vegar væri gert ráð fyrir því að hefja vinnu við saltfisk og skreið strax eftir ára- mót, þannig að þá fengju flestir vinnu aftur. Hafsteinn Sigurjónsson, verk- stjóri hjá Norðursíld, sagði, að þar hefði öllum konum í fiskvinnslu verið sagt upp og hefðu uppsagn- irnar tekið gildi sl. föstudag. Hér er um að ræða 30 konur. Astæðu uppsagnanna sagði Hafsteinn hráefnisskort og ekki væri fyrir- sjáanlegt að úr rættist að óbreytt- um aðstæðum. Nú eru 12 karlmenn við störf í fyrirtækinu og vinna þeir við frá- gang á síld og undirbúningi við útskipun. Einnig sagði Hafsteinn að hægt yrði að útvega mönnunum vinnu við skreið, þannig að ekki væru fyrirsjáanlegar fleiri upp- sagnir. er kannski vegna þess að íbúðar- eigandinn þarf að kynda upp íbúð sína, ég veit það ekki. Láglaunabæturnar eru fyrst og fremst notaðar til þess að reikna niður kjaraskerðinguna — bæt- urnar nema sem svarar 2Vfe% af skerðingunni. Og það eykur á svindlið að bæturnar eru reiknað- ar út á desemberverðlagi — en eru greiddar út í þremur áföngum, síðast í júní næstkomandi og sá tékki verður mun verðminni en desembertékkinn. Þetta er yfir- klór, sem kemur láglaunafólki lítt til góða,“ sagði Pétur Sigurðsson. Fiskverðsákvörðun: Aukinn verðmunur milli gæðaflokka STEINGRÍMIJR Hermannsson sjávarútvegsráðherra kynnir ríkisstjórninni árdegis hugmyndir sínar um fiskverðshækkun um áramótin. Yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins fundaði i gær og voru þar áfram til umfjöllunar ýmis hliðaratriði, en að sögn Olafs Davíðssonar formanns nefndarinnar hefur verið rætt um að gera breytingar á verðhlutfalli milli gæðaflokka, einnig milli slægðs og óslægðs fisks. Engar ákvarðanir voru teknar i Yfirnefndinni í gær. Hún kemur saman á ný í dag. Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra sagði aðspurður í gær, að hann væri hlynntur þeim hugmyndum að auka verðmun milli gæðaflokka og slægðs fisks og óslægðs. Hann sagði í því sam- baodi: „Ég tel að breytingar sem hvetja til betri og meiri gæða í vönduðum fiski séu til bóta. Mark- aðurinn hefur ráðið miklu, menn hafa getað hent upp lélegum fiski og fengið fyrir hann fyrsta flokks útflutning. Það er það sem hefur ráðið þróuninni." Ólafur Davíðsson sagði að bilið milli gæðaflokka hefði verið minnkað fyrir tveimur árum. Þá hefðu markaðsástæður verið öðruvísi og auðveldara að koma lakari fiski í afurðir. Nú hefði þetta breyst og því væri talað um að breikka bilið á ný milli gæðaflokk- anna. Steingrímur sagði aðspurður í gær að hann stefndi enn að því að nýtt fiskverð lægi fyrir um áramót- in. Ólafur Davíðsson sagði að ómögulegt væri að segja til um hvort það tækist, en hann teldi það ekki útilokað. Utanríkismálanefnd Alþingis: Hans G. Andersen boðað- ur til fundar 11. janúar HANS G. Andersen sendiherra hefur verið boóaður til fundar hjá utanríkismálanefnd Alþingis 11. janúar nk. til viðra'ðna um þrjár þingsályktun- artillögur scm liggja fyrir Alþingi frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Ilér er um að ræða tillögur um hafsbotnsréttindi íslands i suðri, á Reykjaneshrygg og um laxveiðar Færeyinga í sjó. Þingsályktunartillagan um hafs- botnsréttindi íslands í suðri er flutt af Eyjólfi Konráð Jónssyni og sjö öðrum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Tillagan fjallar um að fela ríkisstjórninni að iáta nú þegar á það reyna, hvort samkomulag geti náðst við Færeyinga um sameigin- lega réttargæslu á Rockall-svæðinu í samræmi við ályktanir Alþingis frá 1978 og 1980. Jafnframt að áfram verði haldið samkomulags- umleitunum við Breta og íra um eignar- og umráðarétt hafsbotnsins á Rockall-sléttu. Þá er lagt til að Alþingi kjosi hlutbundinni kosn- ingu fimm menn sem starfi með ríkisstjórninni að framgangi máls- ins. Pétur Sigurðsson og Eyjólfur Konráð Jónsson flytja tiliöguna um hafsbotnsréttindi Islands á Reykja- neshrygg. Þar er gert ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja form- lega þau réttindi til hafsbotnsins á Reykjneshrygg og út frá hlíðum hans, sem Island á tilkall til sam- kvæmt 76. grein hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eyjólfur Konráð Jónsson og Al- bert Guðmundsson eru flutnings- menn þingsályktunartiilögunnar um laxveiðar Færeyinga í sjó. Þar er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin geri nú þegar ráðstafanir til að stöðva rányrkju Færeyinga við veiðar Atlantshafslaxins í efna- hagslögsögu sinni, eins og segir i þingskjalinu. Þá segir einnig að hafa skuli um það samráð við önnur upprunalönd laxastofnsins, ef nauðsynlegt reynist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.