Morgunblaðið - 11.02.1983, Side 1

Morgunblaðið - 11.02.1983, Side 1
64 SÍÐUR 34. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunbladsins Mynd þessi er tekin fyrir utan skrifstofu Menachem Begin í dag meðan á fundi stjórnarinnar stóð, en þar fóru fram mótmæli tveggja hópa, þeirra sem stydja Shar- on og þeirra sem eru andvíg- ir stefnu stjórnarinnar. Talið er að fimm til sjö þúsund manns hafi tekið þátt í mót- mælunum þegar mest var. Sharon úr embætti varnarmálaráðherra Ríkisstjórnin hefur fallist á til- lögur rannsóknarnefndarinnar íranar segjast hafa hafíð aðra stórsókn Nikósía, 10. febrúar. AF. ÍKANAR segjast hafa haöð annan hluta síðustu stórsóknar sinnar gegn írökskum herafla í nótt við suður- hluta bardagasvæðanna. í yfirlýsingu írana segir að her- deild fraka hafi verið „upprætt og hernaðarmáttur óvinarins sé stór- skertur". Útvarpið í Bagdað segir hins vegar að fimmtu tilraun íranskra herdeilda til að reyna að komast yfir landamærin inn í suðurhluta Saudi Arabar ætla að lækka olíuverð Jidda, Saudi-Arabíu, 10. febrúar. Al». SAUDI-Arabar sjá „enga leið til að komast hjá verðlækkun" á olíu sinni, sagði Ahmet Zaki Yamani olíumálaráðherra þeirra í viðtali sem formlega mun birtast á morgun. „Konungdæmi okkar mun ekki lengur reyna að verja olíuverðið og mun láta aðra um að bera ábyrgð á mistökum þeirra“, sagði Yamani í viðtali við vikuritið Magazine Iqra. „Verðlækkun er eina leiðin, en þetta er stór biti að kyngja. Þetta mun koma illa við nokkur lönd vegna þess tekjumissis sem þetta hefur í för með sér á þessu ári, og neysluaukning sú sem gert er ráð fyrir vegna lækkunarinnar mun ekki fara að segja til sín fyrr en síðar á þessu ári,“ sagði Yamani í viðtalinu. Hann sagði ekki hversu mikil verðlækkunin gæti orðið eða hve- nær hún myndi eiga sér stað. Aðspurður um hvað OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, myndu hugsanlega gera í stöðunni sagði hann: „Ég sé enga leið til að komast hjá lækkun á olíuverði. Nokkur ríki munu án efa reyna að standa vörð um olíuverðið, en ef engin ákvörðun er tekin af OPEC-ríkjunum sameiginlega verður hvert ríki að taka ákvörðun fyrir sig, og það getur haft ólýs- anlegar afleiðingar í för með sér.“ Nissan-héraðs hafi verið hrundið. Þar segir að herdeildir írana hafi gefist upp við sólarupprás í morg- un. íranir sendu þúsundir her- manna í bardaga á sunnudags- kvöld til að reyna að komast yfir íröksku landamærin. íranir sögðu þessa sókn gerða í þeim tilgangi að reyna að binda enda á stríðið sem staðið hefur í tæpa 28 mán- uði. í síðustu tilkynningu íraka segir að lík írana þeki bardaga- svæðið, en þúsund íranir hafi gef- ist upp. íranir segjast hins vegar hafa skotið niður íranska þotu í morg- un, og séu þær vélar sem þeir hafi skotið niður á undanförnum sól- arhring orðnar fimm. Jerúsalem, 10. febrúar. AF. STJÓRN Menachem Begins sam- þykkti í kvöld í einu og öllu tillögur rannsóknarnefndarinnar, sem kann- aði fjöldamorðin í Beirút, þ.á m. til- lögu um að Ariel Sharon, varnar- málaráðherra, segði af sér embætti. Hins vegar mun Sharon hafa neitað að segja af sér. Yitzhak Modai. orkumálarðherra, sagði við fréttamenn að fundinum loknum að Sharon hefði sagt að hann myndi ekki segja af sér, og álitið er að með því skori hann á Begin að reka sig úr stjórninni. Beg- in hefur sagt að það sé nokkuð sem hann muni ekki gera. Modai sagði einnig að pólitísk framtíð hans felist í því hvernig hann tekur þessari ákvörðun. Að- spurður um hvort stjórnin hefði ákveðið hver yrði næsti yfirmaður varnarmála, sagði hann: „Við höf- um enn ekki rætt um eftirmann." Tilkynning um að stjórnin hefði samþykkt tillögur rannsóknar- nefndarinnar var gefin út af Dan Meridor ritara stjórnarinnar, sem sagði að atkvæði um tillögur rann- sóknarnefndarinnar hefðu fallið þannig, að sextán hefðu verið samþykkir og einn á móti. ísra- elska útvarpið sagði það hafa ver- ið Sharon. Fréttamenn spurðu Meridor hvort Sharon hefði greitt atkvæði gegn því að tillaga nefndarinnar yrði samþykkt og hann svaraði því til að það hefði „sennilega“ verið svo. Talið hafði verið liklegt að Beg- in myndi velja þann kost að segja af sér og boða til nýrra kosninga. Yosef Burg innanríkisráðherra landsins lýsti því yfir áður en fundurinn hófst, að hann myndi beita sér fyrir því að Begin segði af sér og myndaði nýja ríkisstjórn innan sólarhrings án þess að boða til kosninga. Haim Corfu, samgönguráð- herra, sagði í kvöld, að stjórnin myndi ræða á næsta fundi sínum á sunnudag hvernig bæri að bregðast við því að Sharon neitaði að segja af sér. Mikil mótmæli voru fyrir utan skrifstofu Begins í kvöld og sprakk þar sprengja sem talið er að hafi orðið einum manni að bana og sært þrjá. Mótmælendahóparnir voru tveir, þeir sem styðja Sharon og friðarhreyfing sem nefnist „Frið- ur nú þegar“. Lögreglan hafði sett upp girðingu á milli hópanna tveggja til að tryggja að ekki kæmi til átaka þar á milli. Þrjú sund- urtætt lík fundust í Lundúnum — maöur hefur veriö handtekinn í tengslum viö moröin Lundúnum, 10. febrúar. AF. MAÐUR var handtekinn í dag eftir að lögreglan tilkynnti að sundurslitin Ifk þriggja manna hefðu fundist í norðurhluta Lundúna og leitað væri líka „nokkurra annarra“. Scotland Yard sagði að hinn grunaði yrði ákærður í samræmi við það sem hugs- anlega kæmi í ljós í málinu á föstudag. Talsmaðurinn neit- aði hins vegar að segja hver maðurinn væri eða fyrir hvað hann yrði ákærður. Fréttastofan sagði í kvöld að þetta kæmi til með að verða „ein umfangsmesta rannsókn sem nokkurn tíma hefur farið fram á fjölda- morðum í Bretlandi". Einnig kom frarn hjá talsmanni fréttastofunnar að allt að þrettán lík gætu átt eftir að finnast til viðbótar, en lög- reglan neitaði að staðfesta þá töiu. Enn eitt njósnahneyksli: Sovéskum sendiráðsstarfs- manni vísað frá Danmörku kaupmannahöfn, 10. febrúar. AF. SOVÉSKUM stjórnarerindreka var í dag gefinn hálfur mánuður til að hafa sig á brott frá Dan- mörku vegna meintra njósna, segir í tilkynningu utranríkis- ráðuneytisins. Sovétmaðurinn kvað heita Evgueni Leonidovich Motorov og vera vísinda- og tækniráðgjafi við sendiráð Sovétmanna í Kaupmannahöfn. Starfsmaður við sendiráðið sem svaraði síma þar í kvöld sagði að sendiráðið myndi ekki svara neinum spurningum um málið. Aðspurður um hvort ein- hver starfsmaður við sendiráðið hefði verið rekinn úr landi sagði hann:„Ég mun hvorki staðfesta né neita þessum fregnum....Þetta er allt sem ég hef um málið að segja." Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins sagði að skrifstofustjóri ráðuneytisins, Egil Jörgensen. hefði í dag boðað Nikolai Egor- ytchev, sendiherra Sovétríkj- anna, á sinn fund og tjáð honum að Motorov „hefði verið staðinn að ólöglegum njósnum í Dan- mörku.“ Jörgensen sagði að dönsk stjórnvöld krefðust þess að hann yrði á brott úr landinu innan fjórtán daga. Talið er að Motorov hafi safn- að ólöglegum upplýsingum um tækninýjungar í þau fjögur ár sem hann hefur starfað í Dan- mörku frá fvrirtækjum þar í landi sem framleiða hergögn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.