Morgunblaðið - 11.02.1983, Side 3

Morgunblaðið - 11.02.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 3 Rannsókn fjársvikamálsins: Héraðsdómarinn leystur úr gæslu „RANNSÓKN málsins hefur miðað vel áfram, og héraðsdómarinn hefur verið leystur úr gæsluvarðhaldi,“ sagði Hallvarður Einvarðsson, rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. Hallvarður var að því spurður hvað liði rannsókn á meintu broti héraðsdómarans á okurlöggjöfinni og á meintu fjárdráttarbroti lögfræðingsins á Akureyri, sem einnig hefur verið leystur úr gæsluvarð- haldi eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá. „Þessi mál eru enn í rannsókn og verða það, og því fer fjarri að rannsókninni sé lokið þótt margt hafi skýrst," sagði Hallvarður ennfremur. „Héðan munu til dæmis fara tveir menn til Akur- eyrar í dag og rannsaka hluta málsins þar og til að afla gagna, en kærendur eru búsettir þar.“ Héraðsdómarinn, sem í gær var leystur úr gæsluvarðhaldi, hefur nú að eigin ósk fengið lausn frá störfum við embætti viðkomandi bæjarfógeta um óákveðinn tíma. Bjarni Helgason skipherra látinn LÁTINN er í Reykjavík eftir langa sjúkdómslegu, Bjarni Helgason, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Bjarni Ólafur Helgason var fæddur hinn 7. maí 1930 í Haukadal í Dýra- firði, sonur Bergljótar Bjarnadóttur og Helga Pálssonar, kennara. Bjarni lauk landsprófi frá Núpi í Dýrafirði 1948. Fiskimannaprófi lauk hann 1952, farmannaprófi 1956, og varðskipspróf tók hann árið 1962. Hann starfaði sem stýrimaður á togurum á árunum 1952 til 1954, og stýrimaður og síð- ar skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni var hann frá 1957. Árið 1977 stundaði hann nám við National Search and Rescue School, USGG Training Center, Governors Island í New York í Bandaríkjunum. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Hrönn Sveinsdóttir. Bjarni Helgason Veiðilegur þingmaður ÞÓTT „pólitískt stríðsástand" sé nú á Alþingi og ýmiskonar erjur á vettvangi stjórnmálanna, þá er það ekki af þeim ástæðum sem Stefán Jónsson alþingismaður arkaði með byssu og byssubelti um öxl að bfl sínum í gærdag. Kagnar Axelsson Ijósmyndari Morgunblaðsins smellti þessari mynd af þingmanninum við Laufásveginn og lopapeysan í hendi Stefáns gefur vísbendingu um fyrirætlan hans, því Stefán er harðsæk- inn fjallgöngumaður og fuglaveiðimaður og bregður sér oft út fyrir bæinn, ýmist suður á Miðnesheiði eða upp til fjalla. Ef til vill hefur þingmanninum þótti veiðilegra utan þingsala í gær og allavega er hann sjálfur hinn veiðilegasti í fasi. En skyldi varnarliðinu á Miðnesheiði ekki verða bylt við slíka heimsókn! Janúar: 2,2% atvinnuleysi 51 þúsund atvinnuleysisdagar í janúar — Hefur fjölgað um 20 þúsund frá í desember SKKÁUIK atvinnuleysisdagar í nýliðnum janúarmánuði voru í heild tæp 51 þúsund á landinu öllu, samkvæmt upplýsingum er blaðamaður Morgunblaðsins fékk í gær hjá Vinnumála- deild félagsmálaráðuneytisins. Atvinnuleysisdagarnir skipt- ust nokkurn veginn jafn milli kynja, 25.391 dagur hjá konum og 25.441 dagur hjá körlum. Tölurnar jafngilda því, að 2.346 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn, sem svarar til 2,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í mán- uðinum. Síðan segir í frétt frá vinnu- máladeildinni: „Samkvæmt þessu hefur skráð- um atvinnuleysisdögum fjölgað frá því sem var í desember 1982 um rösklega 20 þúsund en þá voru skráðir 30.607 atvinnuleysisdagar, sem jafngildir 1.412 manns at- vinnulausum í þeim mánuði eða 1,3% af mannafla. Atvinnulausum hefur samkvæmt þessu fjölgað um 934 í janúar miðað við desember 1982. í janúarmánuði 1982 voru hins vegar skráðir um 73 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu, en þá lá, sem kunnugt er, fiskvinnsla að mestu niðri vegna verkfalla sjó- manna. Af þeirri ástæðu er sá mánuður vart marktækur í sam- anburði. Meðaltal skráðra atvinnuleysidaga í janúarmánuði árin 1975—1981 að báðum árum meðtöldum er tæpir 18 þúsund dagar. Fjölgun daga nú umfram meðaltal nemur því tvöfaldri þeirri tölu eða 36 þúsund dögum. Verulegur þáttur í þessari miklu aukningu á skráðu atvinnu- leysi nú, eru þær stöðvanir fisk- vinnslu sem átt hafa sér stað víðs- vegar um land vegna rekstrar- vanda útgerðarinnar svo og óvenju erfið veðrátta og gæfta- leysi sem af því hefur leitt víða um land. Enda þótt þetta eigi við þegar litið er á landið í heild hlýt- ur það að vekja athygli t.d. að í Reykjavík, þar sem fiskvinnsla var að mestu með eðlilegum hætti, eru skráðir um 9 þúsund atvinnu- leysisdagar í janúar sl., sem jafn- gildir um 400 manns atvinnulaus- um allan mánuðinn. Gera má ráð fyrir að V* til 'A hluta megi rekja til samdráttar í bygginariðnaði og annarri úti- vinnu vegna veðurfars og sam- dráttar í útlánum en a.m.k. % hlutar komi úr öðrum starfsgrein- um. Er áberandi hve verslunar- fólki og fólki úr ýmsum þjónustu- greinum hefur fjölgað á atvinnu- leysisskrá siðustu tvo mánuði. Ef taka má mið af þeim tilkynning- um, sem borist hafa um uppsagnir í janúarmánuði eru horfur á að þessari þróun geti haldið áfram á næstunni. Á öðrum stöðum á landinu verð- ur ekki annað séð, en að atvinnu- ástand sé sem óðast að komast í eðlilegt horf miðað við árstíma." Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins: Auka þarf atvinnu í borginni INNLENT Á kvöldráöstefnu verkalýösráds Sjálfstæöisflokksins, sem haldin var mánudaginn 7. febrúar 1983, var samþykkt eftirfarandi ályktun: Á undanförnum vikum hefur at- vinnuleysið stóraukist, sérstak- lega í Reykjavík og á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Atvinnu- lausir á skrá eru nú ríflega tvöfalt fleiri en venjulega á þessum tíma árs í Reykjavík og þarf að fara allt aftur til áranna 1968 og 1969 til að finna hliðstæðu. Ráðstefna verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins haldin í Reykjavík 7. febrúar 1983 telur mjög brýnt að kannað sé nú þegar til hvaða ráða megi grípa til þess að auka atvinnu í borginni. Því er skorað á borgaryfirvöld og ríkisvald, að hraðað verði fram- kvæmdum á þeirra vegum, sem auka myndu atvinnu. í því sam- bandi skal sérstaklega bent á, hvort ekki sé hægt að hraða t.d. fyrirhuguðum viðhaldsverkefnum og undirbúningi útboða verklegra framkvæmda. AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Mare Garant 18. feb. City of Hartlepool 1. mars Mare Garant 11. mars City of Hartlepool 22. mars NEWYORK Mare Garant 17. feb City of Hartlepool 28 feb Mare Garant 10. mars City of Hartlepool 21. mars HALIFAX Hofsjökull 14. feb. City of Hartlepool 4. mars Hofsjökull 25. mars BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Eyrarfoss 14. feb. Alafoss 21 feb. Eyrarfoss 28. feb. Alafoss 7. mars ANTWERPEN Eyrarfoss 15. feb. Alafoss 22. feb. Eyrarfoss 1. mars Alafoss 8. mars ROTTERDAM Eyrarfoss 16. feb. Alafoss 23. feb. Eyrarfoss 2. mars Alafoss 9. mars HAMBORG Eyrarfoss 17 feb. Alafoss 24. feb. Eyrarfoss 3. mars Alafoss 9. mars WESTON POINT Helgey 14. feb. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 11. feb Dettifoss 18. feb. KRISTIANSAND Manafoss 14. feb. Dettifoss 21. feb MOSS Manafoss 11. feb Dettifoss 18 feb. HORSENS Manafoss 16. feb. Mánafoss 2. mars GAUTABORG Mánafoss 16. feb. Dettifoss 23. feb. KAUPMANNAHÓFN Mánafoss 17. feb. Dettifoss 24. feb. HELSINGBORG Manafoss 18. feb. Dettifoss 25. feb. HELSINKI Hove 21 feb. GDYNIA Hove 23 feb. THORSHAVN Dettifoss 19 feb. -fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.