Morgunblaðið - 11.02.1983, Page 37

Morgunblaðið - 11.02.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 37 „Ef endist að plægja — þú akurland færð“ Hugleiðing um eyðibyggðir við Breiðafjörð Séð heim að Múla áður en húsin þar brunnu. — eftir Jóhannes Arason frá Múla Við norðaustanverðan Breiða- fjörð er Austur-Barðastrandar- sýsla. Vestasti hluti sýslunnar er Múlahreppur, stórbrotið land og fagurt, en sú sveit er búin að vera í eyði um árabil. Næsta byggðarlag fyrir austan Múlahrepp er Kollafjörður, þar er sömuleiðis mikil náttúrufegurð, hlý og sólrík sumur, milli hárra fjalla, en kalt á vetrum og snjóa- samt. Þar voru áður í byggð 8 jarðir og margmennt á sumum. Undanfarin ár voru þar í byggð aðeins 3 jarðir og yfirleitt traust- ur búskapur á þeim öllum, en fyrir um það bil 8 árum var sem brotið væri blað í sögu þessa byggðar- lags. Flest eða raunar allt það fólk, sem búið hafði þar um árabil, fer þaðan, sumt inn í hina miklu móðu og það langt fyrir aldur fram. Síðan hefur gengið á ýmsu með ábúendur í Kollafirði, þeir hafa enst þar við búskap eitt til tvö ár í einu. Þó skal það viðurkennt að sumt af þessu fólki var dugnaðar- og afbragðsmanneskjur, sem hefði verið gaman að hefðu fest þar rætur. Þeir sem ætla sér að setjast þarna að verða að skilja að þetta er á enda byggðarinnar. Þeir eru nokkurskonar útverðir, sem oft reynir mikið á. Þeir verða að sýna manndóm og járnvilja, standa af sér stormana, annars fer illa: „ef endlst ad plægja — þú akurland f«rð, ef uppgefstu — nafnlausa Kröf,“ stendur einhversstaðar. Þau orð þyrftu að vera leiðarljós því fólki, sem þarna býr. Mér er það vel ljóst að þarna þyrfti að gera mikið til úrbóta í byggingarmálum, peningshús löngu orðin gömul og úrelt, byggð fyrir 30—40 árum og af sýnilegum vanefnum. Þau voru byggð þegar ekki var gróði að því að byggja, eins og síðar varð. Á þessu sviði þyrfti því að taka til og endur- byggja að meira og minna leyti og ég held að það hefði allt unnist, ef rétt hefði verið að málum staðið. Síðustu ábúendur þarna á þessu tímabili voru ung hjón, sem sett- ust að í Múla og önnur ung hjón, sem fóru að búa á næsta bæ við Múla, Eyri. Þetta var duglegt og vel gert fólk. Ungu konurnar voru uppaldar þarna í sveitinni, dugleg- ar og átthagatryggar. Við, sem áttum þessar jarðir, gerðum okkur vonir um að þetta unga fólk myndi festa þarna rætur og hefja byggð- ina aftur upp úr þeim öldudal, sem hún var komin í. Og ef til vill hefði það orðið, ef ekki hefði komið upp eldur í Múla, sem varð þess vald- andi, að allt brann til ösku, íbúð- arhús og fleiri hús, ásamt ljósavél og fleiru. Þetta gamla hús var búið að endurbyggja að miklu leyti úr nýju og ágætu efni. Til þess þurfti mikla vinnu og fjármagn, en það var aldrei hirt um að endurmeta það til brunabóta. Það var því mjög lág brunatrygging á því, eða svo sem nemur einum áttunda af því verði sem nýtt íbúðarhús myndi kosta. Það var því ekki ef- nilegt að hefja framkvæmdir í þessu efni, enda var ég mjög varaður við að leggja útí slíkt ævintýri, af þeim sem best þekktu til þeirra mála í Reykjavík. Mál- inu var því slegið á frest, þótt mjög væri óskað eftir því að hafist yrði handa í þessu efni, enda þá komið að hausti. Þegar komið var fram á vetur, var mikið lagt að mér að fara að undirbúa byggingu nýs íbúðarhúss í Múla. Unga fólkið, sem farið var að búa á þessum tveim jörðum, virtist vera ákveðið í að búa þarna áfram, enda studdi það mikið byggð þarna, að leggja átti raflínu inn í Kollafjörð á bæina 3, sem þar voru. Það var því ekki gott eða stórmannlegt að skjóta sér undan þessu. Ég sló því til þrátt fyrir það að kunningjar mínir heimskuðu mig mikið fyrir þessa ákvörðun. Það er nú einhvernveginn svona með okkur, að við eigum erfitt með að sjá í eyði og að sjá allt það sem við höfum verið að byggja upp árum saman, drabbast niður, sjá aldrei Ijós í glugga og sjá ekki fólk með starfandi hendur og börn að leik. Þetta vil ég biðja gamla kunningja mína að skilja með mér og okkur, sem þarna höfum búið um áratuga skeið. Ég held að það komi illa við flesta að sjá bæinn sinn í eyði. Við getum því tekið undir, þar sem Jóhannes úr Kötl- um segir um bæinn sinn: „Margs er ad minna.st, margt er enn á seydi, bleikur er varpinn, bærinn minn í eyði. Syngja þó ennþá svanir fram á heiói“. Og við skulum vona það, að þar vestur frá, á þessum eyðislóðum, syngi ennþá svanir fram á heiði! Ég gat um það hér að framan, að það átti að fara að leggja nýja raflínu inn í Kollafjörð. Það var mikið fyrirtæki, fyrir aðeins 3 bæi, en það átti að stöðva flóttann þarna, eins og einn þingmaður orðaði það. Það var að mörgu leyti skynsamlegt, þarna eru góðar jarðir og nóg komið í eyði fyrir vestan. En þegar nýbyrjað var að leggja raflínuna og byggingar- framkvæmdir hafnar í Múla, fluttu ungu hjónin frá Eyri sunn- ar í sveitina, en unga fólkið, sem ætlaði sér að búa í Múla, var ákveðið í því að halda áfram og líkaði mér það vel. Það var mikill manndómur í því, og sterkar per- sónur draga alltaf að. Þannig hefði það þurft að vera og getað orðið svo. Ég var því mjög hlynntur að þessi ungu hjón gætu fest þarna rætur, alið þar upp börn sín, þau „Mig langar að spyrja gömlu vinina mína að því, hvað getum við gert fyrir þessa gömlu ætt- arbyggð? Eigum við að láta allt afskiptalaust? Láta allt drabbast niður, eins og gerst hefur yfir- leitt í þeim sveitum, sem farið hafa í eyði? Við vitum að jarðirnar eru góðar og gjöfular, svo ekki gerast betri annarsstaðar.“ myndað sín barnabú, leikið sér að legg og skel. Það er nú komið mik- ið á annað ár síðan hafist var handa við að endurreisa í Múla, en þessi ungu hjón búa ekki þar. Vegna hvers? Því verður ekki svarað hér, eða eigum við að segja að grimmar örlaganornir hafi valdið því, það var sagt að þær tækju stundum í taumana. Mér voru þetta ákaflega mikil von- brigði. Til hvers hafði ég verið að gera allt þetta, leggja þetta á mig? En hvað um það, í Múla er risið aftur nýtt hús, fallegt, traust og gott, enda ekki til þess sparað. Það er að vísu ekki byggt á gamla bæj- arstæðinu, því var skákað út á tún. Ég var nú ekki ánægður með það, er fastheldinn á gömul bæj- arstæði, tel að gömlu mennirnir hafi venjulega haft rétt fyrir sér með staðarval bæjarhúsa, en þetta voru lærðir menn, sem þessu réðu. Um það leyti, sem ákveðið var hvar íbúðarhúsið ætti að standa, var mikil þoka yfir þeim fallegu fjöllum, sem eru sitt hvoru megin við Múla, þau létu ekki sjá sig. Ef til vill var andi fjallanna reiður yfir þessu ráðslagi og ég held að hann sé það enn. Ég er nú samt farinn að sætta mig við þetta, mér finnst og ég vona það að þetta hús eigi eftir að falla inn í umhverfið, ef vel verður á haldið, eins og þeir ágætu menn sögðu. En til hvers verður það í fram- tíðinni? Kannski „Höll sumar- landsins", eins og ágætur vinur minn, Jakob Pétursson kennari í Stykkishólmi, orðaði það. Þegar ég var unglingur og langt fram á fullorðinsár bjó þarna dugnaðarfólk. Það tók við litlu, en skiíaði miklu, eftir því sem þá var að gera. Bændur þess tíma fylgdu vel eftir, voru jafnvel á undan nágrannabyggðum með jarðar- bætur og fleira. — Unga fólkið, sem þá ólst upp við fjörðinn, stofnaði málfundafélag og rak það um margra ára skeið af mynd- arskap, en allt er þetta fólk farið og flest suður til Reykjavíkur og nágrennis. I aðra röndina er mér alltaf í nöp við þetta Stór- Reykjavíkursvæði, með öllum sín- um turnspírum og blokkum, eink- um fyrir það að gleypa alla þessa gömlu kunningja mína. Við horfð- um á eftir þeim, þegar þeir fóru, gleymum þeim ekki. Og þá er ég kominn að kjarna þessa máls: Mig langar að spyrja gömlu vinina mína að því, hvað getum við gert fyrir þessa gömlu ættarbyggð? Eigum við að láta allt afskiptalaust? Láta allt drabbast niður, eins og gerst hefur yfirleitt í þeim sveitum, sem farið hafa í eyði. Við vitum að jarðirnar eru góðar og gjöfular, svo ekki gerast betri annarsstaðar, en fólk gerir meiri kröfur til húsnæðis nú en fyrir 40 árum. Ef byggð ætti að hefjast þarna á ný þyrftu helst að byggjast þarna 3 jarðir og það af ungu fólki, ef vel ætti að vera, sem þekkti vel til búskapar og vissi hvað það væri að ganga útí. Ég held að það sé rétt að þarna eigi að stöðva flóttann, eins óg þingmaðurinn benti á. Ef til þess kemur, þarf að hafa sem besta samvinnu við jarðeigendur og for- ustumenn búnaðarmála og ef til vill fleiri. Þjóðfélagið græðir ekk- ert á því að láta heil byggðarlög fara í eyði. Það er nú einhvernveg- inn svo að sveitin er þjóðinni nauðsynleg, þaðan kemur undan- tekningarlítið besta verkafólkið á vinnumarkaðinn, ef maður á að nota það orð. I sveitina er farið þegar fólk þarf að leita að and- legri uppbyggingu, leita þarf jafn- vægis fyrir sjálfa sig og síðast en ekki síst hefur farið og fer hópur af börnum og unglingum á hverju vori til að kynnast og hjálpa til við bústörfin, sinna skepnum, snúast kringum ær í haga. Flestum er þetta nauðsynlegt, ef til vill betri skóli en margt annað. Margt er það fólk í þéttbýlinu, sem minnist þeirra ára með miklu þakklæti, telur það vera einhver sín bestu ár, nokkurskonar vegvísi á lífs- leiðinni. Þessu hefur lítið verið haldið á loft og lítið metið, af þeim sem mestan hafa áróðurinn gegn sveitinni. Meðan hægt var að aka inn með Kollafirði að kvöldlagi í vetur, allt í auðn, fram hjá þessum gömlu, góðu bæjum, sem alltaf gáfu svo mikið, alltaf var gott að koma á, tekið á móti manni með rausn og höfðingsbrag, allsstaðar var myrkur, hvergi ljós í glugga fyrr en sást heim að Múla, þar blakta aftur falleg ljós, þar sem fyrir tveim árum var allt í rúst. Það er sem sé síðasti bærinn í dalnum, ef svo má segja. Þar er nú rekinn sæmilegur búskapur, bóndinn að vísu einn, pælir í þessu, hefur margt reynt um dagana, hefur frá mörgu að segja, talar tæpitungu- laust, stórbrotinn, frekur og stór í sniðum. Vill ekki fara úr byggð- arlaginu, þrátt fyrir það að hann gangi ekki heill til skógar. Ein- hvernveginn minnir hann á hamraborgirnar við fjörðinn, þær haggast lítt, þó að geisað hafi um þær stormar um aldirnar. Þeim áróðri hefur verið haldið á loft undanfarið, að hér sé fram- leitt of mikið af landbúnaðarvör- um, sem séu illseljanlegar erlend- is. Eigum við að trúa því, þar sem hungrið vofir yfir stórum svæðum í heiminum? Éru ekki þessir sölu- erfiðleikar fyrst og fremst heima- tilbúinn vandi og vitleysa, eins og flest er hér nú orðið? Allt er látið reka stjórnlaust. Þegar þjóðin fer að átta sig á því að það er hennar hlutverk að framleiða fyrst og fremst góðan mat, þá er ekkert vandamál að allt landið sé í byggð, eins og það á að vera, þá kæmust þessar byggðir aftur uppúr þeirri lægð, sem þær eru nú í. Við skul- um vona að svo verði, að aftur rísi þarna ný og falleg byggð — aftur komi vor í dal. UTMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Nýfung: „Superstærð“ 10x15 cm UÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF. I LAIJGAVEGI 178 REYKJAVÍK SIMI8S811

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.