Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 3
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 3 |U| (MMg ' -iTnMam, Steingrímur Sigfússon Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra: Steingrímur Sigfússon efstur f forvali Akureyri, 14. febrúar. STEINGRÍMUR Sigfússon jard- fræðingur varð efstur í forvali Al- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra, sem fram fór nú um helgina. Svanfríður Jónasdóttir kennari varð í öðru sæti, Helgi Guð- mundsson trésmiöur í þriðja, en Soffía Guðmundsdóttir tónlistar- kennari í fjórða. Samtals kusu 288, og voru gild atkvæöi 284. Atkvæði féllu á þennan veg: Steingrímur Sigfússon jarðfræð- ingur og íþróttafréttamaður sjón- varps fékk 131 atkvæði í 1. sæti, en 238 alls í 1. til 4. Svanfríður Jón- asdóttir kennari og bæjarfulltrúi á Dalvík fékk 121 atkvæði í 1. og 2. sæti, samtáls 207. Helgi Guð- mundsson trésmiður og bæjarfull- trúi á Akureyri fékk 117 atkvæði í 1. til 3. sæti, samtals 142. Soffía Guðmundsdóttir tónlistarkennari og varaþingmaður hlaut 147 at- kvæði í 1. til 4. sæti. Stefán Jónsson alþingismaður, sem undanfarin ár hefur verið í fyrsta sæti Alþýðubandalagsins í kjördæminu, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Soffía Guðmundsdótt- ir var í öðru sæti framboðslistans við alþingiskosningarnar 1979. — G.Berg. Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svaraö um krabbamein og hjarta- sjúkdóma MORGUNBLAÐIÐ býður nú les- endum sínum kost á að bera fram spurningar um krabbamein og ýmsar tegundir hjarta- og æða- sjúkdóma, en þessir sjúkdómar eru mönnum hvað skeinuhættastir hér á landi scm annars staðar. Talið er að um 44% allra dánaror- saka landsmanna megi rekja til hjarta- og æðasjúkdóma og um 207, dauðsfalla eru af völdum krabbameins. Má því rekja um 2/tl allra dauðsfalla landsmanna til þessara sjúkdóma. Morgunblaðið mun, í samráði við Nikulás Sigfússon, yfirlækni hjá Hjartavernd og Gunnlaug Snædal, yfirlækni, formann Krabbameinsfélags íslands, koma spurningum lesenda á framfæri við þá sérfræðinga sem að þessum málum vinna. Hægt er að hringja í síma 10100 frá 11—12 alla virka daga næstu vikurnar og munu svörin birtast í föstudagsblaði Morgun- blaðsins. Þegar þú færð þér DAIHATSl! (HARADE tryggir þú þér betri lífskjör í ieiðinni Verð frá 162.500. — með öllu Nú hugsa sjálfsagt ýmsir aö viö séum ekki alveg klárir í kollinum aö tala um aö menn bæti lífskjörin viö aö kaupa nýjan bíl. Staöreynd málsins er hins vegar sú, aö þegar menn kaupa sér DAIHATSU CHARADE, einn sparneytnasta bíl- inn á markaönum og einn þann ódýrasta í rekstri, eru þeir um leiö aö tryggja sér til muna betri lífskjör. Þaö getur munaö þúsundum króna á mánuöi allt eftir því hve benzínfrekur bíllinn er, sem þú átt fyrir. Ef þú átt bíl, sem eyöir 12—14 lítrum á hundraöiö og keyrir 1500 km á mánuöi kostar benzíniö þig um 3000 kr. á mánuði. Ef þú átt DAIHATSU CHARADE, sem eyöir 6—7 lítrum kostar benzíniö þig 1500 kr., munurinn er 1500 kr. eda 18.000 kr. á ári. Þaö munar um minna. Fyrir utan þetta allt er annar reksturskostn- aður DAIHATSU CHARADE í beinu hlutfalli viö sparneytnina, þannig aö heildarútgjalda- sparnaöurinn veröur enn meiri. DAIHATSU CHARADE er enginn dúkkubíll. Hann er 5 manna fjölhæfur, kraftmikill, þægilegur og sterkbyggöur bíll, sem þjónar öllum þínum þörfum innanbæjar sem utan. Hann er líka margfaldur verölaunabíll og hann er bíll nr. 1 í endursölu. Þaö segir sína sögu. Viö eigum hann til á lager til afgreiöslu strax í fjölmörgum útgáfum og litum. Ef þú átt DAIHATSU fyrir, tökum viö hann uppí eöa jafnvel annan góöan bíl, sem þú átt. DAIHATSU CHARADE Bíll sem stækkar stækkar ... Bíll nr. 1 í endursölu og stækkar Tryggðu þér betri lífskjör með DAIHATSU CHARADE Fyrsta flokks varahluta- og verkstæðisþjónusta eftir því sem þú átt hann lengur. DAIHATSU-UNIBOÐIÐ Armula 23,85870/39179

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.