Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 Badminton: „Mikill áhugi á Akranesi" Sigurvegarar í tvenndarleik í hnokka- og tátuflokki á ungl- ingameistaramóti TBR um helg- ina voru Akurnesingar, Oliver Pálmason og María Gudmunds- dóttir. Oliver lét reyndar ekki þar viö sitja heldur hlaut hann þrjú gull á mótinu — vann allt sem hann tók þátt í. Hann vann einliöa- og tvi- liðaleik auk tvenndarleiksins, en María varð í ööru sæti í tvíliöa- leiknum. Aö sögn þeirra er mikill áhugi á badminton á Akranesi. Jókst hann reyndar mikiö er íþrótta- húsiö var tekið í notkun fyrir nokkrum árum og var badmin- tonfélagiö þá stofnaö. „Ég er ákveöinn í aö taka bad- minton fram yfir aörar íþróttir í framtíöinni. Mér finnst skemmti- legast í því,“ sagöi Oliver, en auk þess aö æfa badminton leggur hann stund á handknattleik, og auk þess hefur hann æft sund og fótbolta. Þetta er annar veturinn sem Oliver æfir badminton svo ekki hefur hann þurft að bíða lengi eftir velgengninni. María hefur stundaö badminton í þrjú ár. Oliver Pálmason og María Guómundsdóttlr slgruöu í tvanndarleik i hnokka- og tátuflokki. Oliver sigraöi í öllu sem hann tók þátt í á mótinu — hlaut þrjú gull. Mynd Rax. Vésteinn varpaði kúlunni 16,79 metra VÉSTEINN Hafsteinsson HSK náöi sínum langbezta árangri í kúluvarpi á innanhússmóti í Montgomery í Alabama um helg- ina er hann varpaði 16,79 metra. Er þaó betri árangur en hann hef- ur náð utanhúss. Vésteinn var annar í kúluvarpinu eftir hörku- keppni við bandarískan kúlu- varpara, en þeir höföu varpað ná- kvæmlega jafnlangt er ein um- ferö var eftir. Þráinn bróðir Vé- steins varpaði 14,95 metra. Þórdís Gísladóttir ÍR vann enn eina hástökkskeppnina á mótinu í Montgomery, en tókst ekki vel upp og lét sér nægja 1,73 metra að þessu sinni. — ágás. Sautján ára með heimsmet SAUTJÁN ára gamall Vestur-Þjóðverji, Ralf Luebke, setti um helgina nýtt heimsmet í 200 m hlaupi innanhúss á 30. þýska meistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum. Luebke setti met á föstudagskvöldið er hann hljóp á 20.98 í undan- rásum, en daginn eftir bætti hann um betur og fór vegalengdina þá á 20.77 sek. Á föstudagskvöldið hljóp Erwin Skamrahl vegalengdína á 20.99, skömmu áöur en Luebke fór hana á einum hundraöasta úr sek. betri tíma, og síðar er hann hljóp bilaði rafmagnsklukka mótsins þannig aö stöðva varð klukkuna með handafli og var því ekki hægt að staöfesta tímann sem met. Tími hans þá var 20.6 sek. en áætlað var að það hefði verið 20.785 hefði verið notast við rafmagnsklukku. Betri tími en met Luebke, en gildir að sjálfsögöu ekki. Rússar fljótastir Sergei Yepishin hljóp 2.000 m hindrunarhlaup á besta tíma sem náðst hefur í heiminum, á sovéska meistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss á laugardaginn. Hann fór vegalengdina á 5:23.89 mín, en besta tímann áður átti Dennis Coates, Bretlandi, 5:24.6 mín. Sovéska fréttastofan TASS hafði eftir hinum 25 ára Yepshin að hann heföi ekki ætlaö að hlaupa svona hratt núna, en hann heföi vonast til að ná þessum áfanga á sovéska vetrarmeistaramótinu í næstu viku. Yepeshin hefur einungis tekið þátt í hindrunarhlaupi í þrjú ár. TASS sagöi einnig frá því að Katerina Podkopayeva heföi náð besta tíma í heimi hingaö til í 2.000 m hlaupi kvenna. Mary Decker-Tabb, Bandaríkjunum áttí besta tímann, 5:51.50, en sú sovéska fór á 5:43.30. Ekki eru til skráö opinber heimsmet í þessum tveimur greinum. Fjölmargir keppendur voru á meistaramóti TBR í unglingaflokknum, og var keppt bæði laugardag og sunnudag. Hér er mynd úr TBR-húsinu á sunnudaginn er keppni var í fullum gangi. Ljótm. Rax. Unglingameistaramót TBR: Verðlaunin skiptust piilli krakka úr TBR og ÍA UNGLINGAMEISTARAMÓT TBR var haldið um helgina í TBR-húsinu við Gnoöarvog, og voru 70 þátttakendur í mótinu frá sex félögum. Kepptir voru 162 leikir og var oft um ákaflega haröa og líflega keppni að ræða hjá þessu unga og upprennandi badminton-fólki. YONEX-happdrætti var í gangi á mótinu og höfðu allir jafna mögu- leika á því að vinna ýmsar YONEX-vörur, svo sem föt og spaöa, en vinningar voru að verömæti 10.000 kr. Einnig voru veitt prúðmennskuverðlaun fyrir framúrskarandi drengilega keppni og góða framkomu jafnt utan vallar sem innan. Haukur P. Finnsson, Val, og María Guðmundsdóttir, ÍA, hlutu þessi verðlaun nú. Úrslit í úrslitaleikjum einstakra flokka urðu svo þessi: Tátur einliðal.: Berta Finnboga- dóttir sigraði Vilborgu Viðarsdótt- ur 11/ og 11/6. Þær eru báðar í ÍA. Hnokkar einliöal.: Óliver Pálma- son ÍA sigraði Rósant Birgisson ÍA 8/11, 12/11, 11/2. Meyjar einliðal.: Asa Pálsdóttir ÍA sigraði Guðrúnu S. Gísladóttur lA 4/11, 11/8, 11/4. Sveinar einliðal.: Pétur Lentz TBR sigraði Njál Eysteinsson TBR 11/6, 11/3. Telpur einliðal.: Guðrún Júlíus- dóttir TBR sigraði Guðrúnu Sæ- mundsdóttur Val 11/6, 11/2. Drengir einliðal.: Snorri Þ. Ingv- arsson TBR sigraði Hauk P. Finnsson Val 15/5, 15/2. Stúlkur einliöal.: Þórdís Edwald TBR sigraði Elísabetu Þóröardótt- ur TBR 11/4, 11/5. Piltar einliðal. Indriöi Björnsson TBR sigraði Þórhall Ingason lA 11/15, 15/6 15/7. Tátur tvíll.: Berta Finnbogadóttir og Vilborg Viöarsdóttir IA sigruöu Ágústu Andrésdóttur og Maríu Guömundsdóttur lA 15/7, 15/6. Hnokkar tvíll.: Óliver Pálmason og Rósant Birgisson ÍA sigruöu Sig- urö Sigursteinsson og Hörö Ómarsson IA 15/2, 15/10. Meyjar tvíll.: Guðrún Sigríöur Gísladóttir og Ása Pálsdóttir lA sigruðu Hafdísi Böövarsdóttur og Fríðu Tómasdóttur ÍA 15/8, 18/14. Sveinar tvíll.: Njáll Eysteinsson og Pétur Lentz TBR sigruöu Sigurö Má Haröarson og Þórhall R. Jónsson ÍA 15/11, 15/9. Telpur tvíliöaleikur: Guörún Júlí- usdóttir og Guörún Gunnarsd. TBR sigruöu Maríu Finnbogad. og Ástu Siguröardóttur IA 15/8, 15/6. Drengir tvíliöaleikur: Haraldur Hinriksson og Bjarki Jóhannesson ÍA sigruöu Frímann Ferdinandss. og Hauk Finnsson Val. Piltar tvíliðaleikur: Snorri Þ. Ingv- arsson og Pétur Hjálmtýsson TBR sigruöu Indriöa Björnsson og Ólaf Ingþórsson 15/11, 15/13. Stúlkur tvíliöaleikur: Þórdís Edwald og Inga Kjartansdóttir sigruöu Guörúnu Sæmundsd. og Birnu Hallsdóttur Val 15/0, 15/1. Hnokkar — tátur tvenndarl: Óliver Pálmason og María Guömundsd., ÍA sigruöu Rósant Birgisson og Vilborgu Viöarsd., lA 15/6, 16/4. Sveinar — meyjar tvenndarl.: Þórhallur R. Jónsson og Ása Pálsdóttir ÍA sigruöu Sigurö Má Harðarson og Guörúnu S. Gíslad. ÍA 18/16, 15/17, 15/2. Drengir — telpur tvenndarl.: Bjarki Jóhannesson 09 María Finnbogad. ÍA sigruöu Arna Þór Hallgrímsson og Ástu Siguröar- dóttur 15/10, 15/13. Piltar — stúlkur tvenndarl.: Ind- riöi Björnsson og Þórdís Edwald sigruöu Ólaf Ingþórsson og Elísa- betu Þóröardóttur TBR 15/11, 15/5. „Æfi sjö sinnum í »iku“ — segir Pétur Lentz, tvöfaldur sigurvegari „Ég æfi sjö sinnum í viku. Ég æfi tvisvar tvo daganna en tvo daga tek ég mér svo frí,“ sagði Pétur Lentz, 13 ára strákur í Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur er blm. spjallaði viö hann eftir unglingameistaramót TBR á sunnudaginn. Æfingarnar skiluðu sér greini- lega mjög vel, því Pétur sigraöi bæöi í einliða- og tvíliðaleik í sveinaflokki. Hann byrjaöi reglu- legar æfingar er hann var átta ára, og byrjaöi fyrst aö keppa ári síðar. „Þá vann ég mín fyrstu verðlaun, en nú á ég oröið rúm- lega fimmtíu verölaunapeninga," sagði þessi sigursæli badmin- tonspilari. Aö sögn Péturs er kínverskur þjálfari hjá badmintonfólkinu, You Zuorong aö nafni, og hjálpar hann krökkunum mikið. „Hann og Garöar Alfonson þjálfa okkur og eigum viö þeim mikiö aö þakka,“ sagöi hann. SH. Pétur Lentz, TBR, sem sigraöi í einliöaleik í sveinaflokki. Mynd Rax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.