Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 19 Ránið á Shergar: • Moshe Arens ela á vesturbakkanum yrði stöðv- að uns samkomulag næðist um það landsvæði. Hann er yfirvegað- ur stjórnmálamaður og eitt af mörgu sem greinir hann frá fyrir- rennara hans er að hann hefur aldrei opinberlega lýst yfir að for- sætisráðherrastóllinn sé það sem hann stefni að. Það gerði Sharon hins vegar. Lögreglan komin á spor hrossaþjófanna? Dyflin, 14. febrúar. Al*. LÖGREGLAN á írlandi gaf í gær lýsingu á þremur mönnum sem nú er ákaft leitað í tengslum við ránið á veðhlaupa- og stóðfolanum fræga, Shergar, sem rænt var úr hesthúsi fyrir nokkru. Björgunarmenn fjytja burt lík eins þeirra, sem fórust í kvikmyndahússbrun- anum í Torino á Ítalíu á sunnudagskvöld. — Ai’ Zimbabwe: vera skammhlaup. Raimondo Capello, forstjóri kvikmyndahússins var handtekinn skömmu eftir brunann og ákærður um manndráp. Lögreglan hefur þó að svo komnu ekki gefið neina skýringu á því, hvers vegna þessi ákæra var borin fram. Menn greinir á um, hvort öryggisút- gangar hafi verið læstir, eins og sum vitna, sem yfirheyrð hafa verið, hafa staðhæft. „Dyrnar voru lokaðar, en við getum ekki fullyrt enn, hvort þær voru læst- ar“, var haft eftir Sassi í dag. Sextíu og fjórir fórust í kvikmyndahúss- bruna í Torínó á sunnudagskvöld Toríno, 14. fcbrúar. Al*. EKKI ER TALIÐ að íkvcikja hafi valdið bruna þeim í kvikmyndahusi, sem varð í Toríno á Ítalíu á sunnudagskvöld, en þar biðu 64 bana. Þrír til viðbótar hlutu alvarleg brunasár og margir tugir manna fengu reykeitrun í þcssum bruna, sem er einhver sá versti sem orðið hefur á Ítalíu allt frá stríðslokum. Amintore Fanfani, forsætis- ráðherra Ítalíu var væntanlegur til Toríno í dag ásamt fleiri ráð- herrum úr ríkisstjórn landsins til þess að votta fjölskyldum hinna látnu samúð sína, en á meðal þeirra, sem biðu bana, voru þrjú ung börn. Mörg fórnarlömb brun- ans voru ungt fólk rúmlega tví- tugt. „Það átti engin sprenging sér stað, ekki var um neina flugelda að ræða og íkveikja er fráleit til- gáta. En við vitum hins vegar ekki, hver var orsök brunans," var haft eftir Piero Sassi, yfirmanni leynilögregludeildarinnar í Toríno í dag. Líklegasta orsökin er talin Óvíst um eldsupptök í brunanum á Ítalíu frska lögreglan fékk hinar óvæntu upplýsingar frá vegfar- anda, sem sá þrjá menn sniglast í kring um dvalarstað Shergars daginn áður en honum var rænt. Einn þeirra var smávaxinn, líktist ákaflega knapa í vexti, annar var með gríðarstórt nef og sá þriðji var klæddur einkennisbúningi, annað hvort varðmanns eða lög- regluþjóns. Einn þeirra var með áberandi norður-írskan hreim. Þessar upplýsingar þykja hinar dýrmætustu, enda hefur lögreglan ekki haft úr öðru að moða að und- anförnu í leit sinni en vísbending- um fólks sem gerir sér að leik að því að blekkja lögregluna. Eða þá að símaatið hefur snúist um að ónafngreint fólk hefur stært sig af því að hafa gómað hrossið og fer fram á svo og svo háar upphæðir. Aðrir hafa sagt hrossið hafa drep- ist í sinni umsjá. Aðeins ein símhringing hefur að mati lögreglunnar verið marktæk, það var strax daginn eftir ránið, en þá hringdi karlmaður og heimt- aði 2 milljónir írskra punda fyrir Shergar. Ýmsar sögusagnir hafa verið á ferðinni. Ein er sú, að eig- endur Shergars, 20 manna klíka undir forystu Aga Khans, standi í leynilegum samningum við hrossaþjófana. Þessu hafa eigend- urnir neitað. Breska blaðið The Sun, segist hafa fyrir því öruggar heimildir, að Shergar hafi verið fluttur á undaneldisstöð í Suður- Frakklandi. Sunday People segir á hinn bóginn að Shergar dveljist nú í „leynilegu ástarhreiðri" þar sem hann sinni fjölda mera dag- lega. Lögreglan er nú komin á þá skoðun að miklar líkur séu á því að Shergar sé hreinlega ekki leng- ur í tölu lifenda, það sé skýringin á því að ræningjarnir hafi ekki látið frá sér heyra. Sveitir Mugabes fremja yodaverk (.auhali, Indlandi, 14. Tebruar. Al*. MKIKA en 100 manns voru drepnir í þorpi einu í Assam nú um helgina. Fjölda- morö þessi voru framin með bogum og örvum, svo og spjótum, í átökum, sem uröu í tengslum við kosningar þær, sem nú fara fram í Assam-ríki. Þá voru 12 manns drepnir annars staðar í Assam í kosningaóeirðum í dag. Er fjöldi þeirra, sem drepnir hafa verið vegna kosninganna, Látlausar óeirðir vegna kosn- inganna hafa staðið yfir í 13 daga. Fjöldamorðin nú áttu sér stað i ein- angruðu þorpi í héraðinu Darrang og eru margir farnir að óttast, að allt fari úr böndum í Assam og enn blóð- ugri átök eigi eftir að fylgja í kjöl- farið. Ástæðan fyrir hinni miklu spennu í Assam eru deilurnar milli inn- fæddra Assambúa og aðkomu- manna. Vilja Assambúar, sem eru um 80% af 20 millj. íbúum ríkisins, á orðinn 207 og daglega bætist við. að aðkomumenn, sem sezt hafa að í ríkinu og flestir eru frá nágranna- ríkinu Bangladesh, verði sviptir kosningarétti og neyddir til þess að flytja úr landi. Gert er ráð fyrir, að hreyfing Ass- am-búa fái marga kjósendur til þess að sitja heima, því að hún hefur skorað á stuðningsmenn sína að greiða ekki atkvæði. Hins vegar má búast við miklu meiri kosningaþátt- töku á þeim svæðum, þar sem að- komufólk er fjölmennt. © Eigum á lager hin þekktu TESA-innpökkunarlímbönd, brún og glær, í mörgum breiddum. Viö getum látiö prenta á innpökkunarlímböndin og viljum vekja athygli á því að slíkt er ódýr og góö auglýsing fyrir fyrirtæki. Ennfremur eigum viö til á lager fjölmargar aörar geröir af límböndum, svo sem: Málningarlímbönd, einangrunarlímbönd, teppalímbönd, kjal- límbönd, viögeröarlímbönd, sjálflímandi þéttilista, límbands- statív o.fl. Heildsölubirgöir: J.S. Helgason hf., Dragháls 4, Reykjavfk. Síma: 37450 og 35395 ALLT FRA t6Sð /o tjesa UMBOND SKIÐfl- PAKKI r A TILBOÐSVERÐI □ Skíöi 1.150 kr. □ Skór 1.226 kr. □ Bindingar 903 kr. = 3.279 kr. Sendum í póstkröfu um land allt. FÁLKINN Suðurlandsbraul 8 — Sími 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.