Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983
fír. Sigurður Þórarins
son jarðfræðingur
skjálftann (júní ’34). Hann
gleymdist því ekki alveg norður
þar, hann Sigurður eða Siggi hjá
Ryel, eins og hann var venjulegast
nefndur innan skólans og á Akur-
eyri. Að loknum þessa fyrsta fundi
hugsaði ég: það er gaman að mæta
Sigurði, ég verð að hitta hann aft-
ur. Og enn man ég taumana á and-
liti hans — öskurykið — eins og
það var kallað þá, nú gjóska.
Gjóskan merkti sér manninn
snemma. Sem alþjóð veit var Sig-
urður brautryðjandi í öskulaga-
rannsóknum og vann frábært vís-
indaafrek á því sviði. I þetta sinn
var Sigurður að koma austan frá
Heklueldum, en þeir brunnu þá
glatt. Hann var á leið til Reykja-
víkur og taldi sig lánsaman að ná í
bíl, sem var að fara alla leið vestur
á Selfoss.
Mér varð að von minni, Sigurði
mætti ég aftur. Hef átt með hon-
um liðlega 30 ára samstarf innan
vébanda Jöklarannsóknafélags ís-
lands. Fyrst undir formennsku
Jóns Eyþórssonar og síðar dr.
Trausta Einarssonar, en frá árinu
1969 hefur Sigurður veitt félaginu
forstöðu. Kynnin eru því allnáin
og ávallt verið ánægjuleg í hópi
áhugasamra sjálfboðaliða.
Sigurður var afburðafjölhæfur
og traustur. Eftir hann liggja á
þriðja hundrað greinar og bækur.
Ekki eru tök á að ræða um þær
hér, en þó verð ég að nefna eina:
Vötnin stríð. Hann var frábær
fyrirlesari, setti niðurstöður nátt-
úruvísinda fram á skýran og
augljósan hátt. Átök elds og ísa,
og svo afleiðingarnar, mótun
lands og þjóðar, rakti Sigurður á
hugljúfan og listrænan hátt. Ljóð
hans og vísur eru fyrir löngu orðn-
ar landfleygar og bera ljósan vott
um gamansemi hans og glettni.
Það var svo sem engin neyð að
vera veðurtepptur á Vatnajökli
einn til tvo daga ef Sigurður var
með í för.
Nú á kveðjustund, er við í Jökla-
rannsóknafélaginu kveðjum for-
mann okkar, félaga og vin, Sigurð
Þórarinsson, sækja margar minn-
ingar á hugann, en stendur óhagg-
að spakmæli Hávamála: „ ... orð-
stírr deyr aldregi, hveims sér góð-
an getur."
Jöklarannsóknafélag íslands
vottar konu Sigurðar, Ingu Val-
borgu, og börnum þeirra, Snjó-
laugu og Sven, innilega samúð.
Sigurjón Rist
í dag fylgjum við Sigurði Þórar-
inssyni jarðfræðingi til grafar.
Hann lézt nýorðinn 71 árs, í raun-
inni löngu fyrir aldur fam og í
fullu starfi. Sigurur hné niður við
amboðið þar sem hann var að
yrkja þann akur, sem hann hafði
stundað manna lengst og bezt, í
miðjum klíðum við ritgerðir um
Skaftárelda 1783.
Fyrir einu ári fögnuðum við
sjötugsafmæli hans; fram undan
virtust vera mörg góð starfsár
sem Sigurður gæti helgað ýmsum
stórverkefnum, sem hann hafði
lengi viðað efni til, og bar þar
hæst eldfjallasögu íslands, einnig
aðganga frá (slandskaflanum í al-
þjóðiegan eldfjallalexíkon, og að
ganga frá safnriti um Skaftárelda,
sem áður var nefnt. Viku fyrir
andlátið hafði hann skilað hand-
ritum tveggja ritgerða um þessi
efni, en hin þriðja er skemur kom-
in, og fjallar sú um móðuna miklu
og erlendar lýsingar á henni. í því
tilefni skáuzt Sigurður til Bret-
lands fyrr í vetur og safnaði sam-
tímaheimildum um móðuna, og
vonandi verður unnt að ganga frá
þessari vinnu í tíma fyrir útgáfu á
200 ára afmæli Skaftárelda.
Sigurði Þórarinssyni var flest
það gefið, sem prýða má góðan
vísindamann: Hann þáði hraðar
og snarpar gáfur í vöggugjöf;
hann nam fræði sín af mönnum
sem þá voru í fremstu röð í hinum
ýmsu greinum kvarterjarðfræði,
og hefur það vafalaust mótað af-
stöðu hans til vísindanna — ráðið
stærð hans striga, sem hann kaus
sér til að mála á, svo tekin sé sam-
líking úr annarri átt. Hann var
hugkvæmur, allra manna elju-
samastur, minnugur svo af bar og
átti auðvelt með að skrifa — rit-
skrá hans er 10 prentaðar síður í
afmælisbókinni „Eldur er í norð-
ri“, sem út kom í fyrra. Enda var
Sigurður löngu heimsþekktur vís-
indamaður og raunar persónu-
gervingur íslenzkrar jarðfræði út
um heim.
f þessari stuttu kveðju er
ástæðulaust að gera nána grein
fyrir ævistarfi Sigurðar Þórar-
inssonar, en um það skrifaði Þor-
leifur Einarsson jarðfræðingur
greinargóða ritgerð í bókina „Eld-
ur er í norðri" sem fyrr var nefnd.
Rannsóknavettvangur Sigurðar
virðist hafa ráðizt snemma: vorið
1934 kom hann heim frá Svíþjóð,
þar sem hann var við nám, og
rannsakaði ummerki Grímsvatna-
gossins og Skeiðarárhlaupsins.
Þar með var vakinn áhugi hans á
Vatnajökli og Grímsvötnum, sem
entist ævilangt. Sama sumar hóf
hann rannsóknir á öskulögum í
jarðvegi, og á mómýrum almennt,
með það fyrir augum að rekja
gróðursögu landsins með frjó-
kornagreiningu. Varð það upphaf-
ið að aðalþætti ævistarfs hans,
gjóskulagarannsóknum, sem hafa
opnað dæmalaust frjósaman
rannsóknavettvang sem tengist
fornleifafræði, byggðasögu, gróð-
urfarssögu, eldfjallasögu, lofts-
lagsbreytingum o.fl. Sigurður
rakti sögu gróðureyðingar í land-
inu, af völdum loftslags, náttúru-
hamfara og mannvistar, og gerðist
einn hinna fyrstu náttúruverndar-
manna á nútímavísu.
Sumrin 1936—’38 tók Sigurður
þátt í Vatnajökulsleiðöngrum
þeirra Ahlmanns og Jóns Ey-
þórssonar, en jöklarannsóknir
urðu síðar meðal stórra verkefna
hans. Og sumarið 1939 tók hann
þátt í fornleifarannsóknum í
Þjórsárdal, sem Hekla lagði í eyði
árið 1104. Síðar tók hann þátt í
rannsókn Heklugossins 1947, og
allra eldgosa hér á landi síðan.
Doktorsritgerð Sigurðar (1944)
fjallaði um „gjóskutímatal á ís-
landi", en með þeirri ritgerð og
óteljandi öðrum síðan hóf hann
þessa fræðigrein, tephrochrono-
logíu eða gjóskutímatal, til alþjóð-
legrar viðurkenningar. Áðal-
rannsóknir Sigurðar Þórarinsson-
ar tengjast semsagt þeim tveimur
höfuðskepnum, sem íslendingar
hafa barizt við í 1100 ár, eldi og ís,
eldfjöllum og jöklum, og með að-
stoð gjóskulagarannsókna og
skráðra heimilda rakti hann í
mörgum bókum og ritgerðum
eldgosasögu Heklu, Grímsvatna,
Kötlu, Öræfajökuls og Kverk-
fjalla.
Skrifað stendur:
(•la^ur ojí rvifur
skyldi L'umna hverr,
unz sinn bírtur hana.
Með fárra mánaða millibili hafa
fslendingar mátt sjá á bak tveim-
ur af sínum ástsælustu vísinda-
mönnum, þeim Kristjáni Eldjárn
og Sigurði Þórarinssyni. Fáa
grunaði annað en báðir ættu langt
starf fyrir höndum, laust við aðr-
ar skyldur en þær sem rannsóknir
og skriftir legðu þeim á herðar.
Við fráfall þeirra er harmur kveð-
inn að þjóðinni allri, að vinum
þeirra, en þó mestur að ástvinum
og aðstandendum. En samt eru
þeir gæfumenn að falla frá í miðju
starfi, óbilaðir í anda og með mik-
ið lífsstarf að baki — þeim var
hlíft við byrðum ellinnar og því að
„lifa sjálfan sig“, sem margan
mikinn mann hefur hent.
Sjálfur var ég svo gæfusamur
að kynnast nafna mínum vel og
starfa með honum í rúman áratug.
„Þessi fínbyggði hámenntamaður,
ólíklegur til þrekrauna," eins og
Nóbelsskáldið lýsir Sigurði, var
yfirleitt fremur ópersónulegur í
samskiptum, en jafnan glaðlegur
og með gamanyrði á vör. Slík var
meðfædd kurteisi hans að ég
heyrði hann aldrei halla orði á
fjarstaddan mann, og þyrfti ein-
hver á hjálp að halda var hún veitt
með svo elskulegum og nær því
ósýnilegum hætti, ef hann átti
þess kost, að maður tók varla eftir
öðru en allt hefði gerzt af sjálfu
sér. Almennar skoðanir Sigurðar
hy8g ég hafi verið róttækar á
borgaralega vísu, enda hafði hann
á sinni tíð mikil samskipti við
sænska jafnaðarmenn sem voru
að búa til fyrirmyndarþjóðfélag,
og var á stríðsárunum í samstarfi
með mönnum einsog Olof Palme,
Willy Brandt og Bruno Kreisky —
þessi lífsskoðun einkennist einna
helst af húmanisma, mannúðar-
stefnu.
Mörgum verður það á nú til
dags að „dreifa sér“ um of, vasast
í of mörgu, því margs þarf við í
fámennu þjóðfélagi sem vill vera
gjaldgengt á öllum sviðum millj-
ónaþjóða. En þá skiptir mestu
máli að hafa forgangsréttinn á
hreinu. Sigurður kom víða við, og
það gat hann leyft sér, því hann
var óumræðilega fljótur að öllu.
Samt veitti ég því athygli, að hann
gerði aldrei neitt óundirbúinn —
jafnvel þegar hann stóð upp og
hélt litla ræðu, sem algengt var,
og virtist gersamlega í tilefni
augnabliksins en ævinlega sérlega
hnyttna og með eftirminnilegum
punkti, þá hafði hann undirbúið
ræðuna áður, skrifað hana og
kunni hana síðan. Því ekkert vex
af engu, jafnvel hjá snillingum.
En aldrei las hann af blöðum,
enda þurfti svo minnugur maður
ekki á því að halda.
Sigurður kunni fullkomlega for-
gangsrétt sina mörgu starfa:
rannsóknir og skriftir komu þar
fremst. Og þar var hann alltaf að,
hvenær sem tími gafst, milli fyrir-
lestra, í áætlunarflugi milli landa,
um helgar þegar ekki kallaði ann-
að að. Hin mörgu hlutverk Sigurð-
ar minntu mig á annað visinda-
stórmenni, Línus Pauling, sem var
tvöfaldur og næstum þrefaldur
Nóbelsverðlaunahafi. Línus sást
einu sinni taka þátt í motmæla-
stöðu gegn Víet-Nam stríðinu
utan við Hvíta húsið fyrir hádegi
en vera þar í veizlu innan dyra
síðdegis, þótt aðalstarfið ynni
hann að sjálfsögðu á efnarann-
sóknastofu sinni. Sigurður var
sömuleiðis jafnheima í veizlusöl-
um með stórmenni og á Heklut-
indi með myndavél og skrifbók í
hönd eða í mógröf með reku að
pæla í öskulögum.
Sigurður sótti ekki einasta
menntun sína til Svíþjóðar, heldur
líka eiginkonu sína Ingu. Þau gift-
ust 1939 og eignuðust tvö börn,
Snjólaugu og Sven. Inga var ein af
hugsuðum og baráttumönnum
sænsku jafnaðarmannanna. Inga
var þá eftirsóttur upplesari, og
vafalaust hafa það verið henni
mikil viðbrigði að flytjast hingað
til lands í stríðslok. En hún er
mikilhæf kona sem reyndist
manni sínum traustur og þolin-
móður lífsförunautur. Ég votta
ástvinum Sigurðar innilega hlut-
tekningu í harmi þeirra.
Sigurður Þórarinsson var ekki
einasta afkastamikill vísindamað-
ur, heldur var hann óþreytandi að
kynna þjóð sinni fræðin, með al-
þýðilegum greinum og fyrirlestr-
um, enda á hann sjálfsagt mestan
þátt allra náttúrufræðinga í þeim
áhuga sem almenningur hér á
landi *ýnir þessum fræðum. En
náttúrufræði verða ekki numin af
bókinni einni, og mikilvægur
vettvangur náttúrufræðikennslu
og almenns skilnings á náttúrunni
eru hvarvetna náttúrugripasöfn,
sem nú orðið eru með nýju sniði
víðast hvar og æði ólík því sem
Náttúrugripasafnið við Hverfis-
götu var, sem þó vantaði ekki vin-
sældir meðal barna og unglinga.
Áður en Sigurður Þórarinsson
gerðist prófessor í jarð- og landa-
fræði við Háskóla fslands var
hann einmitt starfsmaður Nátt-
úrugripasafnsins í 20 ár. Á þeim
tíma var safnið flutt úr Safnahús-
inu við Hverfisgötu og var á
hrakhólum milli húsa unz því var
fundinn staður í húsnæði á 3. hæð
sem Háskólinn keypti við
Hlemmtorg. Þar er allvel búið að
rannsóknastarfsemi safnmanna,
en afleitlega að þeirri hlið er að
almenningi snýr, sýningarsalnum.
Sigurður Þórarinsson helgaði alla
ævi sína rannsóknum í jarðfræði,
en einnig uppfræðslu i náttúru-
fræði, náttúruvernd og almennum
skilningi á samspili mannsins og
náttúrunnar. Minningu hans væri
mestur sómi sýndur ef nú væri
tekin um það ákvörðun að byggja
yfir Náttúrugripasafnið og tengja
þá uppeldis- og rannsóknastofnun
nafni hans.
Sigurður Steinþórsson,
formaður Jarðfræðafélags ís-
lands.
Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur var Þjóðminjasafni íslands
einn mesti haukur í horni allra
þeirra, sem ekki voru fasttengdir
safninu. Til fárra hafa fornleifa-
fræðingar safnsins oftar leitað
með vandamál, sem snerta aldurs-
ákvarðanir fornminja og fáir utan
hins þrönga hóps eiginlegra forn-
leifafræðinga hafa unnið íslenzkri
fornleifafræði meira gagn en Sig-
urður gerði.
Þessi samvinna hófst 1939 með
rannsóknunum í Þjórsárdal. Sig-
urður Þórarinsson tók þátt í hin-
um umfangsmiklu fornleifarann-
sóknum þar og var það markmið
hans að greina aldur öskulagsins,
sem lagði dalinn og fleiri sveitir í
eyði og olli þar með einni mestu
byggðaröskun íslandssögunar.
Birti hann niðurstöður rannsókna
sinna í greinum í ritinu Forntida
gárdar og síðar í doktorsritgerð
sinni (1945), en þótt hann kæmist
að annarri niðurstöðu en sagn-
fræðingar og fornleifafræðingar
sýndi aðferð hans, að hér var kom-
ið inn á braut, sem haldið skyldi
áfram á. Þar með hófst hin mikils-
verða samvinna fornleifafræðinga
og jarðfræðinga, þar sem hinir
fyrri hafa frekar verið þiggjandi
og hafa þó hvorir stutt aðra.
Að hætti góðra vísindamanna
hvikaði Sigurður ekki frá niður-
stöðum rannsókna sinna fyrr en
hann hafði fundið lausn gátunnar,
sjálft öskulagið sem vantaði til að
allt félli í ljúfa löð og sást hér
heiðarleiki hans gagnvart vísind-
unum.
Sigurður gerði fjölmargar rann-
sóknir á tímasetningu fornminja,
sem fornleifafræðingum hafa síð-
an reynzt ómetanlegar. Hann
kannaði öskulög í rústum og
mannvirkjum á ferðum sínum um
landið, skrifaði skýrslur um þær
og kom þannig upp mikilsverðu
neti rannsóknarniðurstaða. Oft á
tíðum tók hann þátt í rannsóknar-
ferðum ásamt fornleifafræðing-
um, nú síðast á liðnu hausti austur
í Skaftártungu, þar sem í ljós kom
fornkuml, sem sérstaka alúð
þurfti að leggja við rannsókn á
sökum öskulaga, sem tímasett
gátu grafirnar. Það var yndi að
slíkri samvinnu. Hér sameinaðist
vísindamaður og húmanisti í ein-
um og sama manninum og mátti á
stundum ekki sjá, hvor hinum var
æðri í huga Sigurðar.
Sigurður Þórarinsson tilheyrði í
raun hinni gömlu kynslóð nátt-
úrufræðinga, sem reyndi að gera
sér sem gleggsta grein fyrir
baráttusögu þjóðarinnar í land-
inu, hvernig náttúrufar hafði mót-
að baráttu þjóðarinnar fyrir til-
veru sinni í 1100 ár í erfiðu landi. í
rannsóknum sínum á náttúrusögu
og þróun náttúrufars var mann-
eskjan, fólkið í landinu á umliðn-
um öldum og áhrif náttúrunnar á
búsetuna ævinlega það, sem hvað
mestu skipti.
Sigurði lét vel að setja fram
rannsóknir sínar og niðurstöður í
ræðu og riti, enda er það ótölu-
legur grúi erinda, greina og bóka,
sem frá honum kom. Árbók Forn-
leifafélagsins naut þess oft. Þar
birti hann ýmsar greinar, einkum
um rannsóknir öskulaga og byggð-
arleifa. Og oftsinnis hljóp hann
undir bagga og flutti erindi á aðal-
fundum fornleifafélagsins um
rannsóknir sínar og opnaði þannig
rannsóknarsvið sitt fyrir öðrum.
Þjóðminjasafnið og þjóðminja-
varzlan á Sigurði Þórarinssyni
mikla liðsemd að gjalda. Nú þegar
leiðir skilur má ekki minna vera
en að það sé þakkað í fáeinum orð-
um, þótt það væri aðeins einn
þáttur í því gilda lífsreipi, sem
Sigurður spann.
Þór Magnússon
Sigurður Þórarinsson, jarðfræð-
ingur, lést í Borgarspítalanum að
kvöldi þriðjudagsins 8. febrúar.
Banamein hans var hjartabilun.
Sigurður kenndi þessa sjúkdóms á
föstudagsmorgun 4. febrúar og
varð sjúkdómslegan því stutt. Ég
heimsótti hann þetta þriðju-
dagskvöld og virtist mér hann til-
tölulega hress svo mér brá ónota-
lega þegar ég frétti tveimur tím-
um síðar að hann væri látinn,
hrifinn beint úr önn dagsins þar
sem hann vann síðustu vikurnar
að ritgerðum um Skaftárelda, en í
ár eru 200 ár liðin frá þeim örlaga-
ríku atburðum.
Sigurður Þórarinsson var fædd-
ur á Hofi í Vopnafirði 8. janúar
1912 og alinn upp í Teigi í sömu
sveit. Foreldrar hans voru þau
hjónin Snjólaug Sigurðardóttir,
járnsmiðs á Akureyri, fædd 4.12.
1879 og dáin 30.3. 1954, og Þórar-
inn Stefánsson bóndi í Teigi,
fæddur 16.5. 1875 í Fossgerði
(Stuðlafossi) í Jökuldal og dáinn
28.5. 1924.
Sigurður naut barnafræðslu
heima fyrir og hjá prófastinum á
Hofi, séra Einari Jónssyni. Þótti
hann snemma gæddur góðum
námshæfileikum. Þótt efnin væru
ekki mikil heima fyrir varð þó úr
að hann settist í annan bekk
Gagnfræðaskólans á Akureyri
haustið 1926. Hann var afbragðs
námsmaður og nokkuð jafnvígur á
allar greinar. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri vorið 1931.
Að stúdentsprófi loknu hafði
hann einkum áhuga annars vegar
á latínu og bókmenntum og hins
vegar á náttúrufræði, einkum
jarðfræði. Það mun þó hafa auð-
veldað valið milli þessara greina
að Pálmi Hannesson kenndi hon-
um náttúrufræði að hluta við
Menntaskólann á Akureyri og svo
einnig, að um þessar mundir var
auðveldara að fá styrki til náms í
jarðfræði en latínu eða bókmennt-
um, en þá var mikill hörgull á
náttúrufræðilega menntuðum
mönnum hérlendis.
Það var því haustið 1931, að
hann hélt til náms við Hafnar-
háskóla og innritaðist í jarðfræði.
Vorið 1932 lauk hann þar prófi í
forspjallsvísindum, þ.e. cand.
phil.-prófi. Ekki ílentist hann í
Kaupmannahöfn, en hélt haustið
1932 til Stokkhólms og innritaðist
í háskólann þar í jarðfræði og
landafræði. Ástæðan fyrir þessum
skiptum mun einkum hafa verið
sú að honum þótti kennslan í Höfn
heldur gamaldags. 1 Stokkhólmi
voru jarðfræði og landafræði hins
vegar mjög blómleg, enda áttu
Svíar þá á að skipa heimsfrægum
mönnum, t.d. Gerard de Geer,
þekktur fyrir hvarflagatímatal
sitt, og Lennart von Post, frum-
kvöðull í frjógreiningu. Einnig var
þá nýkominn að Stokkhólmshá-
skóla Hans W:son Ahlmann, land-
mótunarfræðingur, sem Sigurður
starfaði síðan með um langt ára-
bil. Allir voru þessir heimsfrægu
fræðimenn kennarar hans og varð
vart á betra kosið um kennaralið í
jarðvísindum við háskóla á þess-
um tíma.
Sigurður lauk fil. kand.-prófi
við Stokkhólmsháskóla 1938 i
jarðfræði og landafræði með
bergfræði og grasafræði sem
aukagreinar. Fil. lic.-prófi lauk
hann árið eftir og fjölluðu prófpit-
gerðir hans um skrið og afrennsli
Hoffellsjökuls og um jökulstífluð
vötn á íslandi.
Öll sumur fram að fil. lic.-prófi,
frá því hann hóf nám í Stokk-
hólmi, vann hann að jarðfræði-
rannsóknum. Sumarið 1933 var
hann við jöklarannsóknir í Lapp-
landi. Vorið 1934 kom hann heim
til fslands og rannsakaði ummerki
Grímsvatnagossins og hins mikla
Skeiðarárhlaups, en er hann kom
á vettvang var gosið um garð
gengið. Þar með var áhugi hans á
Vatnajökli vakinn. Síðar um vorið
var hann staddur á Akureyri ein-
mitt um þær mundir sem jarð-
skjálftinn mikli varð á Dalvík í
byrjun júní 1934. Hann kom fljótt
á vettvang og athugaði afleiðingar
skjálftans, en mikið tjón varð af
völdum hans. Um jarðskjálftann á
Dalvík ritaði hann sína fyrstu vís-
indaritgerð, sem kom út 1937.