Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 Víðtækt samkomulag í kjördæmamálinu: Allir þingflokkar fall- ast á kosningar í apríl — Greinargerð sjálfstæðismanna við atkvæðagreiðslu um bráðabirgðalögin • Uér fer á eftir greinar- gerö sem Ólafur G. Einars- son, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, flutti er bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar komu til atkvæða í gærkvöldi: Þegar ríkisstjórnin setti bráðabirgðalögin á sl. sumri, lýsti Sjálfstæðisflokkurinn yfir andstöðu við lögin og krafðist þess að þing yrði kallað saman, lokið yrði afgreiðslu nauðsyn- legra mála, eins og kjördæma- málsins og efnt til kosninga. Nýrri ríkisstjórn hefði þá gefist færi á að takast á við efnahags- vandann. Efnisleg andstaða Sjálfstæðis- flokksins gegn lögunum hefur byggst á því að lögin væru gagnsiaus efnahagsaðgerð. Yfir- lýst markmið laganna var að veita viðnám gegn verðbólgu, draga verulega úr viðskiptahalla og stöðva þannig söfnun eyðslu- skulda erlendis. Efni þeirra fólst í verðbótaskerðingu á laun, hækkun skatta og ráðstöfun gengishagnaðar. Lögin hafa nú verið í gildi í um hálft ár og ekk- ert ofangreindra markmiða hef- ur náðst, eins og nú hefur komið fram með eftirminnilegum hætti í svartri skýrslu Seðlabanka, sem dregur upp ógnvænlega mynd af ástandi efnahagsmála og bendir á hættuástand fram- undan. Öll gagnrýni sjálfstæð- Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. ismanna hefur því reynst á rök- um reist. Þótt ríkisstjórnin hafi misst starfshæfan meirihluta í neðri deild, hefur nú þráast við og sit- ur án þess að hafa nokkurt frumkvæði eða forystu í brýn- ustu málum. Innan hennar er allt í upplausn og engin sam- staða um neinar aðgerðir. Af- staða þingflokks sjálfstæð- ismanna hefur þá ekki síður mótast af kröfunni um breytta stjórnarstefnu, lausn á kjör- dæmamáiinu og síðan þingrof og kosningar, þannig að myndast gæti nýr þingmeirihluti, sem tækist af festu á við efnahags- vandann. Nú liggur fyrir samþykki allra þingflokka á kosningum eigi síð- ar en í apríl nk. Jafnframt er nú verið að ganga frá víðtæku sam- komulagi í kjördæmamálinu og verður frv. um breytingu á stjórnarskrá væntanlega lagt fram í vikunni. Alþingi þarf því nokkurn tíma til að fjalla um það mikilvæga mál. Til að forða umsvifalausu þingrofi, ef bráða- birgðalögin verða felld og til að greiða fyrir afgreiðslu kjör- dæmamálsins, hefur þingflokkur sjálfstæðismanna ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu bráða- birgðalaganna. Af hálfu þingflokksins er flutt tillaga um að útfluttar skreiðar- afurðir skuli greiddar á því kaupgengi, sem í gildi er á hverj- um tíma, og jafnframt mun þingflokkurinn greiða atkvæði gegn breytingartillögum sjávar- útvegsráðherra. Þá mun þing- flokkurinn flytja breytingartil- lögur, sem miða að því að vöru- gjaldið færist í það horf, sem það var í 1978. Þingflokkur sjálfstæðismanna lýsir ábyrgð á hendur ríkistjórn- inni fyrir alla meðferð þessa máls og fyrir þann háska sem steðjar að efnahagslífinu og fjárhagslegu sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Afbrigðileg meðferð á vísitölumálinu: Ráðherra velur neðri deild þótt hann sitji í efri deild Frumvarpið til nefndar an GIJNNAR Thoroddsen, forsætisráð- herra, flytur vísitöiufrumvarpið einn. Hann á sæti í efri deild alþingis en lagði frumvarpið fram í neðri deild. Þegar ráðherrar flytja stjórnarfrum- vörp, það er að segja mál sem stuðn- ingsflokkar ríkisstjórnar styðja geta ráðherrarnir valið á milli deilda en þingmannafrumvörp eru flutt í þeirri deild þar sem flutningsmaður á sæti. Er vísitölufrumvarpið þingmanna- frumvarp og því ranglega flutt í neðri deild? Greinilegt er, að forsætisráð- herra telur sig ekki hafa þurft að fara að þeim skilningi á þingskapalögum þegar hann lagði vísitölufrumvarpið fram í neðri deild, að það væri venju- legt þingmannafrumvarp heldur væri um einhvers konar stjórnarfrumvarp aö ræða. Talið er, að ástæðan fyrir því að forsætisráðherra valdi neðri deild sé andstaða Alþýðubandalagsins við vísitölufrumvarpið. Frumvarp- inu ber að vísa til meðferðar í fjár- hags- og viðskiptanefnd viðkom- akvöröunar deildarinnar andi þingdeildar. Ólafur R. Grímsson, formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins, er formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar. Formaður sömu nefndar í neðri deild er Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins, sem sat í meirihluta þeirrar nefndar sem samdi vísitölufrum- varpið á vegum ríkisstjórnarinnar. Athygli vakti í alþingi í gær, að Halldór Ásgrímsson gekk á milli manna í fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar og boðaði þá til fundar um vísitölufrumvarpið klukkan 9 fyrir hádegi í dag. Var þó ljóst, að forsætisráðherra myndi ekki mæla fyrir frumvarpinu fyrir þann tíma og neðri deild því ekki gefast færi á að vísa því formlega til meðferðar í nefnd. Þessi máls- meðferð er jafn óvenjuleg og sú ákvörðun forsætisráðherra að flytja frumvarpið í annarri deild en hann sjálfur situr, þótt ekki sé beinlínis um stjórnarfrumvarp að ræða. Breytingartillaga sjávarútvegsráðherra féll: Guðmundur J. samþykkti breyting- artillögu með stjórnarandstöðu bEGAK GENGIÐ VAR til atkvæða um bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar í gær, eftir aðra umræðu, var samþykkt breyt- ingartillaga, sem þingmenn Sjálfstæðisflokks, Matthías Bjarnason og Matthías Á Mathiesen, fluttu við 3. grein þess (sjá hér að neðan). Guðmundur J. Guðmundsson (Abl) greiddi atkvæði með stjórnarandstöðunni. Hinsvegar var felld tillaga sem sömu þingmenn Sjálfstæðisflokks fluttu ásamt þeim þriðja, Albert Guömundssyni, um lækkun vöru- gjalds í 16%, með 19:18 atkvæðum. Þar greiddi Guðmundur J. atkvæði á móti. Þá var og feild tillaga frá Steingrími Hermannssyni, sjávarútvegsráðherra við 4. gr. frumvarpsins (Guðmundur J. sat hjá), sem og C-liður 7. greinar bráða- birgðalaganna um nýja tollskrárflokka er falla áttu undir vörugjaldsskyldu. Hinsvegar var atkvæðagreiðslu eftir þriðju umræðu frestað til kl. 1 í dag. Sjá nánar um lyktir atkvæða- greiðslu eftir aðra umræðu hér á eftir. Margfræg bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, frá því í ág- úst sl., komu loks til atkvæða, eftir aðra umræðu í síðari deild á kvöldfundi í gær. Áður hafði efri deild samþykkt frumvarp- ið, sem raunar þarf til þeirrar deildar aftur, vegna breytinga í neðri deild nú. Frumvarpið er „bandormur", eins og það heitir á þingmáli þegar frumvarp fjallar um ýmis óskyld efni, alls 13 efnisgreinar: 1) helmingun verðbóta á laun), 2) 50 m.kr. láglaunabætur, 3) 6,5% skerð- ing skilaverðs fyrir útfluttar sjávarafurðir (gengismunur), 4) ráðstöfun gengismunar, 5) ráðstöfun fjár í Stofnfjársjóð fiskiskipa, 6) lækkun verzlunar- álagningar og 7) framlenging og hækkun tímabundins vöru- gjalds, sem verði frá 24% upp í 40%, eftir nánari sundurliðun tilgreindra vöruflokka. Aðrar greinar fjalla m.a. um fram- kvæmdaþátt vörugjaldsálagn- ingar. Fimm breytingartillögur við frumvarpið lágu fyrir við at- kvæðagreiðslur, eftir aðra um- ræðu frumvarpsins í þingdeild- inni í gær: • 1) frá Matthíasi Bjarnasyni (S) og Matthíasi Á. Mathiesen (S) við 3. grein frumvarpsins, þess efnis, að „útfluttar skreið- arafurðir skulu greiddar á því kaupgengi, sem í gildi er þegar útflutningsskjöl eru afgreidd í banka við gjaldeyrisskil. Að öðru leyti kveður ríkisstjórnin nánar á um til hvaða annarra afurða þetta ákvæði skuli taka, og eru ákvarðanir hennar þar að lútandi fullnaðarúrskurðir". • 2) frá sjávarútvegsráðherra, sem leggur til að 5. töluliður 4. greinar kveði á um að 40 m.kr. renni í Stofnfjársjóð fiskiskipa til lækkunar á skuldum og/eða fjármagnskostnaði fiskiskipa, skv. reglum sem sjávarútvegs- ráðuneytið setur, að höfðu sam- ráði við Fiskveiðasjóð og LÍÚ. Ennfremur að nýr liður í frum- varpsgreininni hljóði svo: „Eft- irstöðvum, ásamt vöxtum, skal ráðstafað samkvæmt nánari ákvörðun sjávarútvegsráðu- neytisins í samráði við sjávar- útvegsnefndir Alþingis". • 3) frá Magnúsi H. Magnús- syni (A) sem leggur til að fyrrgreindur 5. töluliður 4. greinar hljóði svo: „Krónur 30 m renni í Stofnfjársjóð fiski- skipa til lækkunar á skuldum og/eða fjármagnskostnaði fiskiskipa, skv. reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur. að höfðu samráði við stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og LÍÚ“. Nýr töluliður hljóði svo: „Eftir- stöðvar, þar með taldir vextir, fari til greiðslu fjármagns- kostnaðar vegna skreiðar- birgða, skv. reglum sem Seðla- bankinn setur í samráði við viðskiptabanka skreiðarfram- leiðenda". • 4) frá Matthíasi Á. Mathie- sen (S), Mathíasi Bjarnasyni (S) og Albert Guðmundssyni (S), þess efnis, að A-liður 7. greinar (um tímabundið vöru- gjald) hljóði svo: „Greiða skal í ríkissjóð sérstakt vörugjald. Gjaldið skal greitt frá og með 1. marz 1983 til og með 31. des- ember 1983“. í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar hljóðar liðurinn: „Gjaldið skal greitt til og með 31. desember 1983 ..." — Þeir leggja og til að vörugjaldið, sem í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er frá 24% til 32% eftir vöru- flokkum, verði 16%, eða eins og það var fyrir daga þessarar rík- isstjórnar. Þeir leggja og til að C-liður greinarinnar falli niður en hann spannar nokkra tugi tollskrárnúmera, sem greiða á vörugjald af. Þá er breytingar- tillaga um að vörugjald, sem skv. D-lið frumvarpsgreinar- innar skal vera frá 30% og upp í 40% á þartilgreinda vöru- flokka, verði hið sama og þeir leggja til á aðrar vörur, þ.e. 16% . • 5) Loks er breytingartillaga frá Halldóri Blöndal (S) og Al- bert Guðmundssyni (S), þess efnis, að niður falli vörugjald, sem upp var tekið í bráða- birgðalögunum, á hráefni til iðnaðar, einkum matvælaiðnað- ar. Við atkvæðagreiðslu var samþykkt breytingartillaga frá Matthíasi Bjarnasyni og Matthíasi Á. Mathiesen, sbr. 4. lið hér að ofan, með 19 atkvæð- um gegn 18, Guðmundur J. Guðmundsson (Abl) greiddi at- kvæði með tillögunni. Aðrar breytingartillögur vóru felldar eða teknar aftur til þriðju um- ræðu. Þá féll C-liður 7. gr. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar með jöfnum atkvæðum 19:19 en hann fjallar um nýja tollskrár- flokka, er falla áttu undir vöru- gjaldsskyldu. Fyrsta grein frumvarpsins, verðbótaskerðingin, var sam- þykkt með 19:7 atkvæðum, 12 sátu hjá, 2 vóru fjarverandi. Aðrar frumvarpsgreinar vóru og samþykktar, ef undan er skilin fyrrgreindur C-liður 7. Kr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.