Morgunblaðið - 15.02.1983, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 15.02.1983, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 Haukar tóku Ármenninga til bæna í 2. deildinni unnu tvo sigra um helgina. Tveir Þróttarsigrar TVEIR leikir voru í 1. deild karla og voru þeir báðir leiknir á Norð- urlandi. Þróttur sigraöi Bjarma 3—1 (3—15, 15—11, 5—15, 1—15) og UMSE sigruðu þeir 3—0 (15—4, 15—1, 15—10). f 1. deild kvenna léku KA og UBK tvo leiki á Akureyri. Fyrri leikinn unnu Breiðabliksstúlkurnar 15—6, 15—5 og 15—8. Mbl. tókst ekki aö fá úrslit í seinni leiknum áöur en blaöið fór í prentun. Á Akureyri áttust við í Bikar- keppninni liö Skautafólags Akur- Bætti sig um 57 sm KÚLUVARPARINN Venissa Head, náði bestum árangri í lands- keppni Breta og Frakka innan- húss í Cosford um helgina, er hún kastaði 18,34 metra. Bætti hún þar með sitt eigið met um heila 57 sentimetra. Jean-Jacques Fevrier, Frakk- landi, sigraði í 400 m hlaupi á 47,27, en annar varð Ainsley Bennett, Bretlandi, á 47,55. Bretar skipuðu tvö efstu sætin í 60 m grindahlaupi — Mark Holton vann á 7,88 sek. og annar varð Nigel Walker á 8,06 sek. í karlagreinum sigruöu Frakk- arnir með 71 stigi gegn 68, bresku konurnar sigruðu stöllur sínar með 57 stigum gegn 38. eyrar og Bjarmi. „Gömlu“ mennirn- ir í Skautafélaginu komu svo sannarlega á óvart, pó svo þeir hafi tapað 3—1. Það var greinilegt að leikgleöin situr í fyrirrúmi hjá þeim, og var mjög gaman að sjá tilþrifin og augljóst er að þeir hafa ekki gleymt neinu, nema síður sé. Úrslit í hrinum urðu: 7—15, 15—17, 16—14 og 3—15. sus. Stórsigur Þórs á Ogra Þórsarar sigruðu Ögra með 28 mörkum gegn 13 mörkum Ögra í 3. deild í handbolta á Akureyri um helgina. Staöan í hálfleik var 18—6. í fyrri hálfleik voru yfirburö- ir Þórsara miklir, en í síöari hálfleik léku þeir í svipuðum gæöaflokki og Ögramenn. Mörk Þórs: Siguröur 9, Einar 5, Sigtryggur 5, Gunnar 4, Guðjón 1, Hörður 1, Smári 1 og Aöalbjörn 1. Mörk Ögra: Traden Baran 6, Olgeir 2, Guðmundur 2, Arnþór 1, Jóhann 1 og Magnús 1. A.S. Um helgina kepptu Dalvík og Ögri í handknattleik. Dalvíkingar unnu yfirburðasigur, 36—14. A.S. Hörkuleik lauk meö jafntefli ARMENNINGAR voru teknir til bæna af Haukum í Laugardals- höllinni á sunnudagskvöldið er liðin mættust í annarri deild karla. Þegar upp var staöið voru Haukarnir komnir með átta mörk yfir, eöa 26—18, en staöan var 13—10 í hálfleik, Haukum í vil. Þessa tölur láta þaö berlega í Ijós að leikurinn var langt frá því aö vera spennandi, og um tíma var hrein einstefna á mark Ármanns, en liðið virkaði mjög þungt og spilaðí hálf leiðinlegan hand- bolta. Haukar áttu því svo sann- arlega skilið að vinna með þetta miklum mun, enda spil þeirra allt annað á að horfa. Svo litiö sé á gang leiksins, þá var jafnt á fyrstu tölum á upp- hafsminútunum, en þegar staöan var 4—4 tóku Haukar leikinn í sín- ar hendur og héldu forystunni allt tfl leiksloka án þess að Ármenn- ingar ættu möguleika á að jafna. Ármann - Haukar 18:26 Haukarnir eru allir aö koma til og sigla nú undan hægri sunnan golu i átt að sínu fyrra „fyrstudeild- arformi", spil þeirra er opið og boltinn gengur vel manna á milli, en þetta er kannski ekki alveg rétti leikurinn til aö dæma þá eftir, þar sem Ármenningar áttu fádæma ló- legan leik. Bestir í liöi Hauka voru þeir Sig- urgeir og Hörður, hvort heldur var í sókn eða vörn, en einnig átti Ingi- mar ágætan leik. Hjá Ármanni voru Björn og Bragi skárstir en aðrir stóðu þeim talsvert aö baki. Mörk Hauka: Sigurgeir 9, Hörö- ur 6 (3 v.), Guðmundur 4, Árni 3, Ingimar 2, Snorri og Stefán eitt hvor. Mörk Ármanns: Björn 5, Bragi 4, Kristinn 3, Einar Eiriksson 3 (2 v.), Haukur og Jón Viðar 2 hvor. BJ. Coe farinn að hlaupa aftur Sebastian Coe sneri aftur á hlaupabrautina á laugardaginn eftir sex mánaða hvíld, en hann hafði ekkert hlaupið í keppni síð- an hann tapaði fyrir Vestur-Þjóð- verjanum Hans-Peter Ferner í 800 m hlaupinu í Evrópumótinu ( Aþenu í september. Coe keppti í 1.500 m hlaupi á laugardaginn og sigraöi. Var þaö í landskeppni Breta og Frakka sem fram fór innanhúss í Cosford á Englandi. Coe stakk Didier Begou- in af í síðustu beygjunni og fékk tímann 3:42.60 mín., en Frakkinn varð annar á 3:45.74 mín. Coe, sem nú er oröinn 26 ára, hefur átt við veikindi að stríða undanfarna sex mánuði, en hann sýndi á laug- ardaginn að hann hefur engu gleymt þrátt fyrir hvíldina, og þótti honum takast mjög vel á lokakafl- anum er hann jók hraðann til aö komast framhjá keppinaut sínum. Tími Coe var aðeins sá sjötti besti sem Breti hefur nað innan- húss, en verður að teljast mjög góður eftir svo langt hlé. • Hörður Sigmarsson, sem hér á árum áöur var einn af sterkustu handknattleiksmönnum í 1. deild, er nú á nýjan leik oröin ein styrkasta stoö Haukaliðsins og skorar grimmt í hverjum leik. KA-menn tóku sig verulega á í síð- ari hálfleiknum, jöfnuðu snarlega og komust yfir, 14—13. Síðari hálfleikurinn varö síðan hörkubarátta, þar sem vart skildi á milli liðanna, og sigurinn gat lent hjá því liöinu sem haföi heppnina meö sér. En þegar upp var staðið sættust liöin á jafntefli, 20—20, og má segja þaö vel við hæfi þessa skemmtilega leiks. Markverðirnir voru bestu menn leiksins, Sigmar varöi 17 skot í marki Þórs og Magnús Gauti varöi 13 skot. Karl Jónsson átti góðan leik hjá Þór í vörn og sókn, og hjá KA átti Daninn Kjeld Mauritsen góöan leik. HKJ. Valur vann ÞÓR og Valur léku í 1. deild kvenna í handknattleik, í íþrótta- höllinní á Akureyri um helgina. Valsstúlkurnar sigruðu 16—11. í fyrri hálfleik var lítiö skoraö og staðan í hálfleik var 5—4 Val í vil. í síðari hálfleik hélst þetta tveggja til fjögurra marka munur, en lokatölur eins og áður sagði voru 16—11, öruggur sigur Vals. Mörk Vals: Harpa 6, Magnea, 4 Erna 3, Sigrún 2, Steinunn 1. Mörk Þórs: Guörún 8, Sigurlaug 1, Dýrfinna 1, Inga Huld 1. A.S. • Sigmar Þröstur átti mjög góð- an leik gegn KA á laugardaginn. ÞÓR í Vestmannaeyjum nældi sér í dýrmætt sæti í 2. deild ís- landsmótsins í handknattleik á laugardaginn, þegar liðiö geröi jafntefli við efsta lið deildarinnar, KA, í skemmtilegum og spenn- andi leik. 20—20 urðu lokatölur þessa átakaleiks, en í hálfleik haföi Þór yfir, 13—11. Þórsarar voru sterkari allan fyrri hálfleikinn, og leiddu leikinn með einu til tveimur mörkum. Sterkur varnarleikur og frábær varnarleik- ur Sigmars Þrastar færði Þór tveggja marka forskot í hálfleik Opið bréf til íþróttasíðunnar: Athugasemd viö frétt í Morgun- blaðinu miðvd. 2. febr. sl. á bls. 30, sem er íþróttafrétt af fyrsta Bik- armóti SKI í vetur í skíöagöngu, sem fram fór í Siglufiröi 29. jan. sl. Mjög vel er sagt frá sigri Einars Ólafssonar í karlafl. og keppni hans við Gottlieb Konráðsson og einnig er rétt að þakka birtingu á tímunum með úrslitunum sem fylgja fréttinni. Þaö sem ég er ekki sáttur viö er aö þarna var annarsvegar verið aö keppa í Bikarmóti SKÍ i fjórum elstu flokkunum þ.e. 16—18 ára stúlkur, 19 ára og eldri konur, 17—19 ára piltar og 20 ára og eldri karlar. En það kemur hvergi fram að þarna sé um bikarmót að ræða. Hinsvegar var verið að keppa í einskonar opnu héraösmóti sem ekki gaf punkta eða stig í bikar- keppni og var bikarmótinu alveg óviðkomandi þó keppt væri í því á sama tíma og stað. Úrslitum úr þessu móti átti því ekki aö blanda saman viö bikarmótið sem fréttin átti að fjalla um. Þá er klausa í fréttinni þar sem segir aö vel hafi „komið í Ijós á þessu móti að Siglfirðingar og Ólafsfirðingar eru sterkastir í göngunni sem fyrr.“ Ef skoðuð eru úrslit úr bikarmótinu þar sem þeir sterkustu voru meö þá kemur í Ijós aö þar eiga ísfirðingar tvo sigurvegara af fjórum og Siglfirö- ingar og Ólafsfirðingar eiga einn hvor. Af þessu get ég ekki betur séð en oröiö „ísfirðingar" vanti inn í klausuna. Úrslitin í opna hér- aösmótinu hefðu ekki átt að hafa áhrif á þessa fullyröingu blaösins því þar voru fyrst og fremst að keppa krakkar frá byggöunum næst Siglufiröi og reyndar einn frá Rvík og til að mynda voru engir keppendur frá ísafiröi og því er ekki vitað hvernig þeir hefðu blandaö sér í úrslitin þarna fyrir norðan. Það er því ekki rétt að fullyrða neitt um þaö hverjir eru sterkastir í göngu í yngri flokkun- um fyrr en eftir næsta bikarmót SKÍ í skíðagöngu fyrir 13 ára og eldri. Það mót fer fram á isafiröi 12. og 13. febr. nk. Að endingu vona ég að það veröi Ijóst í fréttum sem ég á eftir aö lesa í Morgunblaðinu í vetur af skíðamótum hvort keppt hafi veriö í Bikarmóti SKÍ eöa einhverju öðru móti. Gaman væri svo að fá fréttir af Heimsbikarkeppni í skíðagöngu svona til jafns viö fréttir af Heims- bikarnum í „skíðaíþróttum", það vill segja í alpagreinum skíða- íþróttarinnar. Kærar þakkir fyrir birtinguna. 4. febr. 1983, Þröstur Jóhannesson. FIRMAKEPPNi í HANDKNATTLEIK Handknattleiksdeild KR hefur ákveöið að halda firmakeppni í handknattleik ef næg þátttaka fæst. Leikiö veröur í KR-húsinu. Þátttökutilkynningar sendist í KR-heimilið v/Frostaskjól fyrir 25. febrúar 1983. Nánari upplýsingar eru veittar í KR-heimil- inu, sími 18177. Handknattleiksdeild KR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.