Morgunblaðið - 08.03.1983, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983
Pálmi Jónsson á kjördæmisráðsfundi:
„Stjórnin segi af
sér að kosningum
loknum, hvernig
sem þær fara“
„ÉG TÉL rétt og sjálfsagt, aí> stjórnin segi af sér þegar aó kosningum
loknum, hvernig sem þær fara,“ sagói Pálmi Jónsson landbúnaðarráóherra
m. a. á kjördæmisráösfundi Sjálfstæöisflokksins í Noröurlandi vestra, sem
haldinn var á Blönduósi sl. laugardag, en þar var gengið frá framboöslista
flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar.
Á fundinum krafði Jón fsberg
sýslumaður ráðherrann sagna um
hvort komið gæti til að hann gripi
til sömu aðferða við myndun ríkis-
Selfoss:
Mesta at-
vinnuleysi í
sögu staðarins
„llndanfarnar vikur hefur verið mik-
iö atvinnuleysi hér á Selfossi og munu
ekki áöur i sögu sveitarfélagsins jafn
margir hafa verið án atvinnu," sagði
Gunnar Kristmundsson hjá verkalýðs-
félögunum á Selfossi f samtali vió
Morgunblaðið. „Segja má að þetta
ástand hafi byrjað aó lokinni sláturtíð f
byrjun nóvember sl.,“ sagði Gunnar
„en þá fór að dragast verulega saman
vinna hér.
Saumastofan Framtak fór þá að
eiga við verkefnaskort að stríða, og
hefur starfsemin þar alveg legið
niðri síðan um miðjan desember.
Einnig er búið að loka hjá Prjóna-
stofunni Björgu, en hjá þessum
fyrirtækjum unnu milli 40 og 50
manns, sumir þó aðeins hálfan dag-
inn. Tala atvinnulausra hefur farið
upp í 83 þegar flest hefur verið.
Nú, þegar vonast hafði verið til að
úr færi að rætast, bárust fréttir af
því að Sláturfélag Suðurlands hefði
sagt upp um 30 manns, svo nú hefur
útlitið í atvinnumálunum hér á Sel-
fossi enn versnað. Unnið er að því að
kanna réttmæti uppsagnanna hjá
sláturfélaginu, en of snemmt er að
segja um hvað út úr því kann að
koma,“ sagði Gunnar að lokum.
Vestfirðir:
880 kusu hjá
Alþýðuflokki
Alls kusu um 880 manns í prófkjöri
Alþýóuflokksins á Vestfjörðum, sem
fram fór um helgina, að því er Kristján
Jónasson á ísafiröi sagöi f samtali við
blaðamann Morgunblaósins í gær.
Kristján sagði hugsanlegt að þessar
tölur breyttust eitthvað, þar sem öll
kjörgögn væru ekki komin til ísafjarö-
ar vegna samgönguerfiðleika.
Á Isafirði sagði Kristján kjósend-
ur hafa verið um 340, og í Bolung-
arvík um 230, færri á öðrum stöðum.
Stefnt er að því að telja atkvæðin í
dag, þriðjudag, en í gær var talið
óvíst að það tækist vegna slæmrar
færðar.
340—350
hafa kosið hjá
sérframboði
Skoðanakönnun vegna framboðs-
lista sérframboðs sjálfstæðismanna á
Vestfjörðum hófst um helgina. Halldór
Hermannsson á ísafirði sagöi í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins í gær-
kveldi, að milli 340 og 350 manns
hefðu tekið þátt í henni, en enn ætti
eftir að kjósa í ísafjarðardjúpi, það
hefði ekki verið unnt um helgina vegna
erfiðrar færðar.
Þá sagði hann einnig að menn í
áhöfnum nokkurra skuttogara, sem
verið hefðu að veiðum, ættu eftir að
kjósa. Kvað hann kosningu ljúka á
miðnætti nk. föstudagskvöld, og
yrðu atkvæði væntanlega talin á
laugardaginn.
stjórnar eftir næstu kosningar,
eins og þær síðustu. Sagðist Jón
ekki taka sæti á listanum nema
ráðherrann fullvissaði hann um
að hann myndi ekki ganga gegn
meirihlutasamþykki þingflokks-
ins, nema þá að segja sig úr
flokknum. Jón tilkynnti síðar á
fundinum, að svör ráðherrans
nægðu sér til að hann tæki sæti
sitt á listanum.
Pálmi sagði ennfremur í ræðu
sinni: „Öllum er kunnugt um að ég
hef sótt eftir framboði á vegum
Sjálfstæðisflokksins og hlotið til
þess stuðning í prófkjöri. Ég mun
því sem fyrr heyja þá kosninga-
baráttu sem framundan er undir
merkjum Sjálfstæðisflokskins.
Allir sjá, að núverandi ríkis-
stjórn mun ekki starfa áfram, og
af háifu okkar sjálfstæðismanna í
ríkisstjórninni hafa engar áætlan-
ir verið um það að framlengja líf
hennar eftir kosningar.
Ég tel ekki ástæðu til að stjórn-
in segi af sér fyrir kosningarnar,
nema nýjar orsakir geri það knýj-
andi, en ég tel rétt og sjálfsagt, að
stjórnin segi af sér þegar að kosn-
ingnum loknum, hvernig áem þær
fara.
Ég tel jafnframt rétt, að
Sjálfstæðisflokkurinn gangi til
kosninga óbundinn af því með
hverjum hann muni vinna að þeim
loknum, ef hann á þá aðild að rík-
isstjórn, og ég vona að hann beri
gæfu til að standa heill og óskipt-
ur að slíku samstarfi."
Framboðslisti Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu var sam-
þykktur samhljóða í lok fundar-
ins.
©
INNLENT
Ujðsmynd Mbl. Ólafur K. Magnússon
Hollenzki sendiherrann, Huydecoper, ræðir við Berg Lárusson frá Klaustri og Kristinn Guðbrandsson, f
Björgun, á skrifstofu Björgunar í gær, en á milli þeirra er líkan af Het Wapen Van Amsterdam.
Leitarmenn á Skeiðarársandi til viðræðna í Hollandi
„Stórkostlegt og hríf-
andi verkefni að bjarga
hollenzka skipinu,u
— segir sendiherra Hollands
„ÞAÐ ER stórkostlegt og hrífandi verkefni sem liggur fyrir hjá þeim
aðilum hérlendis sem hyggjast bjarga hollenzka skipinu Het Wapen Van
Amsterdam af Skeiðarársandi og ég hreifst af þeim upplýsingum sem ég
fékk hjá talsmönnum björgunarmanna, Kristni Guðbrandssyni og Bergi
Lárussyni, í samtali við þá í gær,“ sagði hollenzki sendiherrann, Jonk-
heer J.L.R. Huydecoper, í samtali við Morgunbiaðið í gær, en hann átti
fund meö leitarmönnum í húsnæði Björgunar í gær.
Sendiherrann, sem hefur að-
setur í London, er jafnframt
sendiherra Hollands á fslandi.
Hann sagði það mjög spennandi
hvort í sandinum leyndist eins
heillegur hluti af hollenzka skip-
inu og leitarmenn telja og sam-
kvæmt samanburði á þessu sviði
við önnur lönd væri margt sem
benti til að það væri rétt þótt
staðreyndirnar kæmu ekki í ljós
fyrr en verkinu yrði lokið. Sendi-
herrann kvaðst telja þetta verk-
efni geysilega spennandi af ýms-
um ástæðum, m.a. að fá í sviðs-
ljósið skip af þessari stærð og
tegund sem svo margt væri
óljóst um þótt ekki væru nema
nokkur hundruð ár síðan þau
sigldu um heimshöfin með
hundruð farþega og fjölbreyttan
varning.
Þeir Kristinn Guðbrandsson
og Sigurður Jónsson í Björgun
halda til Hollands í dag til við-
ræðna við Amsterdamsjóðinn,
en sá sjóður stefnir að því að
gefa Amsterdamborg fornt skip
á 1000 ára afmæli Amsterdam-
borgar 1986. Sjóðurinn hefur
lýst yfir áhuga sínum á að kaupa
hollenzkt kaupfar sem fórst í
Hastings við Bretland, en það
skip liggur í flæðarmálinu og
vilja Hollendingar borga 10
millj. £ fyrir það ef það næst
upp. Það er þó miklum annmörk-
um háð vegna ýmissa ástæðna,
en hins vegar ráðgera leitar-
menn á Skeiðarársandi að öll
framkvæmdin við björgun
„gullskipsins" kosti 2'Æ milljón
punda, eða 'k af því sem Hol-
lendingar vilja greiða fyrir Ha-
stingss-kipið sem er þó ekki
nærri eins spennandi skip, m.a.
100 árum yngra en Het Wapen
og mun minna.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá á næstu dögum:
Gerir tillögur formanna flokk-
anna f kjördæmamálinu að sínum
— Spurning um persónulegt metnaðarmál Gunnars Thoroddsen
og um heiðarleika í vinnubrögðum, segir Ólafur R. Grímsson
FORSÆTISRÁÐHERRA boðaði á fundi stjórnarskrárnefndar á hádegi í
gær, að hann myndi leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá á þessu
Alþingi. Frumvarpið sem hann kynnti var byggt á skýrslu stjórnarskrár-
nefndar til þingflokkanna, nema hvað varðar kjördæmamálið. Þar var for-
sætisráðherra með aðrar tillögur en þingflokkarnir hafa lagt fram sameigin-
lega á Alþingi og eru þar nú til meðferðar. Þetta varð til þess að samherjar
forsætisráðherra í ríkisstjórnarsamstarfinu og stjórnarskrárnefndarmenn
deildu hart á hann í gær. Síðdegis lét forsætisráðherra ráðuneytisstjóra sinn
færa nokkrum stjórnarskrárnefndarmönnum þann boðskap, að hann væri
hættur við tillöguflutninginn í kjördæmamálinu, en myndi þess í stað leggja
fram tillögur samhljóða þeim sem nú eru til meðferðar á Alþingi í nafni
formanna flokkanna.
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra sagði aðspurður um mál-
ið: „Ég vil ekkert um þetta segja.
Þetta var trúnaðarfundur í stjórn-
arskrárnefnd og ég skil ekki
hverjir eru að flytja fréttir af hon-
um.“ Gunnar kvað rétt vera að í
undirbúningi væri frumvarp sem
hann hefði gert ráð fyrir að flytja
um heildarendurskoðun stjórn-
arskrárinnar og yrði það í sam-
ræmi við skýrslu stjórnarskrár-
nefndar. Hann sagði frumvarpið
koma fram á næstu dögum og að
hann gerði ráð fyrir að flytja það
sem forsætisráðherra. Hann vildi
ekki tjá sig um innihald þess.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins og fulltrúi þess í stjórnar-
skrárnefnd, sagði forsætisráð-
herra hafa boðað tillögur í kjör-
dæmamálinu á stjórnarskrár-
nefndarfundinum í gær sem m. a.
hefðu falið í sér fækkun þing-
manna í kjördæmum, fjölgun upp-
bótarmanna en óbreytta þing-
mannatölu. Kvað Ólafur þetta
hafa mætt harðri andstöðu á
fundinum. „Hann lagði þetta
formlega fram og síðan tilkynnir
ráðuneytisstjóri forsætis-
ráðuneytisins það síðdegis, að
hann hefði hætt við þetta þegar
hann sá andstöðuna gegn því,“
sagði Ólafur.
Um frumvarpsflutning forsæt-
isráðherra sagði hann: „Ef hann
flytur þarna tillögur formann-
anna eingöngu, þá er þetta orðin
spurning um persónulegt metnað-
armál fyrir Gunnar Thoroddsen.
Þingflokkarnir hafa nú þegar lagt
þetta fram á Alþingi svo það hefur
enga pólitíska þýðingu. Þetta er
einvörðungu spurning um hvernig
forsætisráðherra finnst pólitísk-
um metnaði sínum fullnægt. Þá
flytur hann þetta ekki sem stjórn-
arfrumvarp, því málið hefur aldr-
ei verið rætt í ríkisstjórninni. Ef
þingmaðurinn Gunnar Thorodd-
sen fer að byggja einkafrumvarp
sitt á sameiginlegri vinnu okkar
allra í stjórnarskrárnefnd, vekur
það upp spurningar um heiðar-
leika í vinnubrögðum í nefndinni
að formaður hennar sé að taka
vinnu okkar allra og reyna að slá
sig til pólitísks riddara á þann
hátt. Slíkar einkaauglýsingar nú
kunna að hindra að stjórnarskrár-
málið geti í framtíðinni komist
heilt í höfn. Ég vona því að Gunn-
ar Thoroddsen fari ekki í fljótræði
að skemma fyrir framtíðarárangri
í stjórnarskrármálinu," sagði
Ólafur Ragnar að lokum.