Morgunblaðið - 08.03.1983, Side 18

Morgunblaðið - 08.03.1983, Side 18
18 Bob Hawke, nýi forsætisráöherrann. Ástralía: Stórsigur Verkamanna- flokksins Sydney, 7. mar.s. AP. Verkamannaflokkurinn undir stjórn Bobs Hawke vann mikinn sig- ur í áströlsku kosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Stjórn Malcolms Frazer, sem setiö hefur við völd í sjö ár samfleytt, beið mik- ið afhroð. Talning atkvæða var enn í full- um gangi í gær, en línur þó orðnar nokkuð skýrar. Verkmannaflokk- urinn virtist þá öruggur um 21—29 sæta meirihluta í fulltrúa- deild þingsins. Staðan var óljósari í öldungadeildinni, en hún getur stöðvað afgreiðslu mála. Síðustu tölur bentu þó til að Verkmanna- flokkurinn hefði minnst 29 sæti gegn 27 sætum Frjálslynda þjóð- arflokksins. Veður víöa um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrUssel Chicago Feneyjar Frankfurt Færeyjar Gent Ftelsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhennesarborg Kaupmannahötn Kairó Lissabon London Los Angeles Madrid Mallorca Malaga Mexicoborgd Miami Moskva Nýja Delhi New York Oslð París Peking Perth Reykjayík Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg +3 alskýjaó 11 skýjað 16 heíóskfrt 14 mistur 9 skýjaó 10 skýjaó 21 rigning 8 þoka 9 skýjaó 6 rigning 12 heióskírt 0 skýjað 16 skýjað 5 skýjaó 30 heióskírt 7 skýjaó 16 skýjaó 21 heiðskírt 14 heióskírt 22 skýjaó 16 heiðskfrt 16 heióskfrt 15 alskýjaó 26 haióskfrt 25 skýjaó +1 heióskfrt 25 heióskírt 10 rigning 2 heióskírt 10 skýjaó 7 heióskírt 28 heiöskírt 2 rigning 31 skýjað 16 heióskfrt 15 skýjaó 28 heióskfrt 14 skýjaó 10 skýjaó 13 skýjaó 9 skýjað MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 „Ætlum að hafa önnur og lýðrædis- legri vinnubrögd að leidarljósia — segir Petra Kelly, leiðtogi græn- ingja, í viðtali við Morgunblaðið Frá Val Ingimundarsyni, frétUmanni Morgun- blaðNÍns í Bonn, 7. mars. „ÞETTA eru söguleg úrslit því hvergi í heiminum hefur umhverf- isverndarflokkum tekist að kom- ast inn á löggjafarþing. Því er hlut- verk okkar á sambandsþinginu ekki aðeins að framfylgja stefnu græningja í V-Þýskalandi, heldur og að berjast fyrir málefnum um- hverfisverndarsinna í öðrum lönd- um“, sagði leiðtogi græningja, Petra Kelly, er blaðamaður Morg- unblaösins náði tali af henni í dag. Umhverfisverndarsinnar voru hinir eiginlegu sigurvegarar kosninganna því þeir hlutu 5,6% atkvæða og komust í fyrsta sinn i sögu flokksins á þing. „Þetta er einnig mikill sigur fyrir kvenréttindahreyfinguna því í þingflokki okkar verða fleiri konur en í öllum hinum þingflokkunum til samans,“ sagði Kelly ennfremur. Hún var næst spurð að því á hvaða mál græningjar ætluðu að Petra Kelly fagnar sigri graeningjanna í v-þýsku kosningunum með Rain- er Trampert. Slmamynd AP. leggja mesta áherslu í stjórnar- andstöðu. „Við raunum gera allt, sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir uppsetningu banda- rískra eldflauga í V-Þýskalandi, en þó án valdbeitingar. Einnig munum við leggja fram tillögur til að vinna bug á atvinnuleysinu og verða fulltrúar ýmissa þjóð- félagshópa á þingi, sem minna mega sín, s.s. kvenna og ellilíf- eyrisþega. En við ætlum líka að berjast gegn afturhaldsstefnu þeirrar hægristjórnar sem nú situr að völdum, hvort sem Frans Jósef Strauss verður utanríkisráð- herra eða ekki. Það, sem þó skiptir ekki minna máli, er að við höfum allt annað yfirbragð en hinir flokkarnir og ætlum á þingi að hafa önnur og lýðræðis- legri vinnubrögð að leiðarljósi en þar hafa fram að þessu tíðk- ast.“ Hafa græningjar í hyggju að starfa með sósíaldemókrötum í stj órnarandstöðu ? „Það fer eftir því hvort flokk- urinn stendur við þá stefnu í umhverfisverndarmálum sem þeir hafa markað í kosningabar- áttunni. En við vonum eindregið að sósíaldemókratar flýti flokks- þingi sínu svo úr því verði skorið hver afstaða þeirra er til meðal- drægu eldflauganna í V-Þýska- landi“, sagði Kelly í lokin. „Niðurstöður kosninganna slæmar fyrir V-Þýskaland“ — segir formaður flokks græningja, Rainer Trampert, í viðtali við Morgunblaðið Frá Val Ingiraundarsyni, fréttamanni Morjrun blaésins í Bonn, 7. mars. BLAÐAMAÐUR Morgunblaðsins ræddi við formann flokks græn- ingja, Rainer Trampert, í dag og spurði hann hvaða áhrif kosninga- úrslitin hefðu í for með sér. „Fyrir umhverfisverndarsinna eru þetta mjög jákvæð úrslit því á stefnuskrá okkar eru mörg málefni, sem hinir flokkarnir hafa með öllu vanrækt, en ef á heildina er litið tel ég niðurstöð- ur kosninganna mjög slæmar fyrir V-Þýskaland, því kjósendur hafa enn einu sinni veitt hægri flokkunum brautargengi í kreppu." — Hverju getið þið áorkað á þingi? „Möguleikar okkar á að fá þar miklu framgengt hafa minnkað verulega því að við höfðum von- að fyrir kosningar, að umhverf- isverndarsinnar og sósíaldemó- kratar fengju meirihluta at- kvæða til að ná fram sameigin- legum stefnumálum sínum. En í þinginu verðum við harður stjórnarandstöðuflokkur. Þar munum við reyna eftir mætti að vekja athygli á ýmsum málum og upplýsingum sem hingað til hafa ekki verið rædd opinber- lega, til að styðja samtök, sem ekki hafa tækifæri til að koma málum sínum á framfæri á þingi.“ íranir ekki til við- ræðu um verðlækkanir Ix>ndon, 7. mars. AP. Olíumálaráðherra íran, Ghar- azi, tilkynnti í London í gær, að íranir hefðu síður en svo í hyggju að lækka olíuverð sitt niður fyrir 34 dollara á hverja tunnu. Hann væri kominn til London til að ræða um framleiðslukvóta. Þessi yfirlýsing kom eins og reiðarslag yfir olíuráðherra átta annarra OPEC-landa, sem setið hafa á fundum í London síðustu dagana til að komast að samkomulagi að sameiginlegri verðlækkun. Olíuráðherrar á borð við Yamani frá Saudi Ara- bíu höfðu lýst ánægju sinni með gang mála og talið líklegt að samkomulag myndi nást. Sam- eiginlegum fundi hinna 13 OPEC-landa, sem vera átti í gær, var frestað til dagsins í dag vegna ummæla Gharazi. Dr. Sunbroto, olíuráðherra Indónesíu, sagði fréttamönnum í gær, að fundarhöld tveggja til þriggja ráðherra í einu stæðu enn yfir og öll von væri ekki úti. Aðspurður hvað myndi gerast ef Iranir stæðu fastir á ákvörð- un sinni um verðið, svaraði Su- broto: „Ef? ef?, ef?“ Sjónarmið Irana þykir forvitnilegt, því þeir hafa að undanförnu undirboðið önnur olíuframleiðsluríki til að losna við eigin olíu. Talið er að íranir Tilraun til að myrða Joshua Nkomo mistókst Bulawayo, Zimbabwe, 7. mars. AP. JÖSHUA Nkomo, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Zimbabwe, skýrði frá því að stjórnarhermenn hefðu verið sendir til að ráða hann af dögum nú um helgina. Þeim hafl hins vegar ekki tekist ætlun- arverk sitt, þar sem hann var ekki heima er þá bar að garði. Sagði hann þá aftur á móti hafa orðið lífverði sínum og einkabflstjóra að bana. „Líf mitt er í hættu," sagði Nkomo og bætti því við, að morðtilraun stjórnvalda væri liður í tilraun til þess að útmá stjórnmálaflokk sinn, Zapu- flokkinn. „Ég get aðeins biðlað til þjóða heimsins um að þau reyni að berja einhverja vitglóru inn í höfuð Mugabes," sagði Nkomo ennfremur. Mörg hundruð hermenn þrömmuðu hús úr húsi í dag, þriðja daginn í röð, í leit að vopnuðum stjórnarandstæðing- um. í dagblaðinu Harare Herald var í dag haft eftir háttsettum aðstoðarmanni Mugabes, að undangengnar handtökur með- lima Zapu-flokksins væru nægi- leg sönnun þess, að banna bæri starfsemi hans. ætli sér að fá framleiðslukvóta sem hljóðar upp á 3.000 tunnur á dag að meðaltali. Það er aukn- ing um 500 tunnur á dag, auk þess sem þeir heimta að S-Ar- abar minnki framleiðslu sína úr 5.000—6.000 tunnum á dag í 3.000 tunnur. Mikill geigur er nú í mörgum olíuráðherrum OPEC, ekki síð- ur en í öðrum olíuframleiðslu- ríkjum. Náist ekki samkomulag innan OPEC um olíuverðið nú, eru dagar samtakanna líklegast taldir og þá er spáð að hver verðlækkunin muni reka aðra, þar sem framleiðsluríkin munu reyna hvert fyrir sig að selja . ERLENT.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.