Morgunblaðið - 08.03.1983, Page 19

Morgunblaðið - 08.03.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 19 • • Blaðburðarfólk óskast! IIIIM'J, Hans Jochen Vogel og Ilelmut Schmidt, fyrrum kanslari, takast í hendur á fundi SPD í Bonn í dag. Símamynd AP. Ofl úr viðskiptalífinu höfðu áhrif á kjósendur — segir í yfirlýsingu sósíaldemókrata Krá Val ingimundarsyni, irétumanni MorgunblaAsins í Bonn, 7. mars. í YFIRLÝSINGU, sem sósíaldemó- kratar gáfu út í dag kemur fram, aö þeir hafi ekki náð markmiðum sín- um, en myndu í stjórnarandstöðu berjast fyrir stefnumálum sínum á þingi. Þá kom einnig fram, að aðal- áherslan yrði lögð á atvinnumá), fé- lagslegt réttlæti og frið. í yfirlýsingunni segir ennfrem- ur: „Kristilegir demókratar hafa unnið kosningarnar á kosningalof- orði sínu um efnahagsbata, en áhrifasamtök í viðskiptalífinu hafa með stuðningi sínum við kristilega demókrata ekki síður haft áhrif á kjósendur." Þar kemur einnig fram, að stjórn flokksins hefur farið þess á leit við Hans Jochen Vogel, að hann taki að sér forystuhlutverk sósíaldemókrata í stjórnarand- stöðu, sem þingflokksformaður. Vogel gaf í skyn í dag, að hann hyggðist taka þessu boði. Sigur kristilegra demókrata og græningja í V-Þýskaland hljiHTilir vel - .SSK HLJOMBÆRl^Si^” u m HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 S(MI 25999 ÚTSÖLUSTAÐIR: Portlö. Akranesi — KF Borgf Borgarnesi — Stálbúöin. Seyöistiröi — Skógar. Egilsstööum — Djúplö. Djúpavogi - Verls inga, Hellissandi — Patróna. Patreksfiröl — Serla. Isafiröl — Hornbær. Homaflröl — KF Rang Hvolsvelll — MM, Selfossi — Sig. Pálmason. Hvammstanga — Alfhóll. Sigluflröl — Cesar, Akureyri — Eyjabær, Vestmannaeyjum — Rafeindavirklnn, Grlndavlk—■ Radfóver. Húsavík — Paloma. Vopnafiröi — Ennco, Neskaupsstaö — Fataval. Keflavík. Krá Val Ingimundarsyni. fréttaritara Mbl. í Bonn. 7. mars. „NIÐURSTÖÐURNAR sýna Ijóslega, að kjósendur styðja stefnu miðju- stjórnar minnar, en sigrinum fylgir mikil ábyrgð,“ sagöi Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, þegar fyrstu tölvuspár um úrslit þingkosninganna voru birtar á sunnudagskvöld. Þá var Ijóst, að kristilcgir demókratar og systurflokkur þeirra í Bæjaralandi höfðu unnið stórsigur. Endanleg úrslit urðu þau, að kristilegu flokkarnir hlutu 48,8% atkvæða og 244 þingsæti, sósíal- demókratar 38,2% og 193 þing- sæti, frjálsir demókratar 6,9% og 34 þingsæti og umhverfisvernd- arsinnar, eða græningjar eins og þeir eru alla jafna nefndir, fengu 5,6% atkvæða og 27 þingmenn. Aðrir flokkar hlutu aðeins 0,5% atkvæða og engan mann kjörinn. Kristilegu flokkarnir bættu við sig 4,3% frá þvi í kosningunum 1980, en það er næstbesti árangur, sem þeir hafa náð í þingkosning- um eftir stofnun sambandslýð- veldisins. Sósíaldemókratar, undir forystu Hans Jochen Vogel, biðu hins vegar mikinn ósigur og töp- uðu 4,7% atkvæða frá síðustu kosningum. Þarf að leita allt aftur til ársins 1961 til að finna sam- bærilegt fylgi flokksins. Sigur græningja Segja má, að græningjar, sem komust nú í fyrsta sinn á þing, hafi ásamt kristilegum demókröt- um verið sigurvegarar þessara kosninga. Þeir hlutu aðeins 1,5% atkvæða í kosningunum 1980. Þrátt fyrir að frjálsir demókratar hafi misst 3,7% fylgi frá síðustu kosningum kom árangur þeirra nú mjög á óvart þar sem margir höfðu spáð því fyrir kosningarnar, að þeir kæmust ekki á þing. Hans Jochen Vogel, kanslara- efni sósíaldemókrata, sagði þegar úrslitin voru kunngerð, að flokk- urinn hefði goldið afhroð í kosn- ingunum. Hann lýsti því hins veg- ar einnig yfir, að SPD myndi halda uppi öflugri stjórnarand- stöðu á þingi. Síðan sagði hann: „Sem kansl- araefni ber ég að sjálfsögðu að miklu leyti ábyrgð á tapi flokks- ins.“ Vogel bætti við og sagði, að sá áróður kristilegra demókrata í kosningabaráttunni, að núverandi stjórn hefði á fimm mánaða ferli sínum náð árangri í efnahagsmál- unum, hefði haft mikið að segja um úrslit kosninganna. Frans Josef Strauss, formaður systurflokks kristilegra demó- krata, sagði er úrslitin lágu fyrir, að flokkurinn, sem fékk 60% at- kvæða í Bæjaralandi, hefði aldrei náð jafn góðum árangri í þing- kosningum frá stofnun sam- bandslýðveldisins. Strauss vildi ekkert segja á þessu stigi um hvort hann tæki við ráðherraembætti í næstu stjórn, en sagði: „Ég flýg til Bonn á morg- un til fundar við Kohl.“ Þriöja aflið Hans-Dietrich Genscher, for- maður frjálsra demókrata, sagði að flokkurinn hefði fest sig í sessi, sem þriðja aflið í v-þýskum stjórnmálum. „Þrátt fyrir áróð- ursherferð sósíaldemókrata gegn flokknum bera úrslitin því vitni, að kjósendur styðja stjórnar- samstarf frjálsra og kristilegra demókrata," sagði Genscher. Petra Kelly, leiðtogi græningja, sagði í tilefni úrslita kosninganna, að flokkurinn hefði náð takmarki sínu með því að komast á þing. „Fyrsta skref okkar í stjórnar- andstöðu verður að gera allt, sem í okkar valdi stendur til að hindra þau áform stjórnarflokkanna að koma fyrir meðaldrægum eld- flaugum í V-Þýskalandi í lok þessa árs,“ sagði Kelly. Þess má geta í lokin, að kjör- sókn var 89,1%, sem er þriðja besta kosningaþátttaka í V-Þýskalandi frá því 1949. Austurbær Vesturbær Kópavogur Flókagata 1—51. Granaskjól Hrauntunga Bólstaöarhlíö 1—39 Belyavski vann Gary Kasparov Moskvu, 7. mars. AP. ALEXANDER Belyavski bar á laugardag sigurorð af landa sín- um Gary Kasparov í fjórðu ein- vígisskák þeirra í fjórðungsúr- slitum einvíganna um hver raætir heimsmeistaranum Anatoly Kar- pov í áskorendaeinvígi. Með sigri sínum jafnaði Belyavski metin í einvígi hans við hinn efnilega Kasparov, 2—2. Fyrstu skák þeirra lauk með jafntefli, sem og þriðju skákinni, en Kasparov vann aðra skákina. Belyavski hafði hvítt í sigur- skákinni á laugardag og lagði grunninn að sigri sínum með peðsfórn í 13. leik eftir 40 mín- útna umhugsun og svo annarri peðsfórn í 15. leik. Sókn hans á kóngsvængnum bar loks árangur í 38. leik er Kasparov gafst upp og játaði sig sigraðan. Þetta var aðeins 22. tap Kasparovs í 244 skákum á stórmeistaraferli hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.