Morgunblaðið - 08.03.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983
45
VELVAKANOI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
alltof mikið um hið veraldlega. Stærstu viðfangs-
En gleymt er því aö musteri Guðs eru
„Mér finnst kirkjan hugsa
efnin eru kirkju- og húsbyggingar.
hjörtun sem trúa.“
Stærstu viðfangsefnin eru kirkju-
og húsbyggingar. En gleymt er því
að musteri Guðs eru hjörtun sem
trúa. „Hvers vegna," spyr ég aftur
og aftur, „sker íslenska kirkjan
ekki upp herör og ver kröftum sín-
um í baráttu við það sem brýtur
niður og sundrar og tortímir að
lokum manninum, sjálfri guðs-
myndinni?““
Þjónusta við
aldraða enn
fyrir hendi
Þættinum hefur borist svar frá
Landsbanka íslands, aðalbanka, við
fyrirspurn Kristjáns Guðmundar
Kristjánssonar í Velvakanda-
dálkunum 18. febrúar sl.
„Fyrirspyrjandi getur verið full-
viss um, að þjónusta þessi er enn
fyrir hendi.
Landsbankinn aðstoðar og
leiðbeinir öldruðu fólki eftir þörf-
um eins og verið hefur, svo og öðr-
um sem þess þurfa með.“
Veit ekki um neinn sum-
arbústaðareiganda sem hef-
ur fengið úr þessum sjóði
Hafliði Benediktsson, félagi í
verkalýðsffelagi, skrifar:
„Heill og sæll, Velvakandi góð-
ur.
Ég er einn af þeim mörgu sem
eiga sumarhús í sveitinni og hef
þar af leiðandi fylgst vel með um-
ræðum um sýslusjóðsgjaldið sem
fram hafa farið í þætti þínum ný-
lega. Er ég sammála þeim í einu
og öllu. En ég hef ekki orðið var
við nein svör við öllum þeim
spurningum, sem þar hafa verið
bornar upp, og langar þar af leið-
Alþingi og varðar skráningu allra
hunda á höfuðborgarsvæðinu og
yfirvofandi þungaskatt á okkur
líka sem höldum hund, sem sjald-
an raskar ró náungans með ótíma-
bæru gelti, vil ég koma á framfæri
þeirri tillögu, að bróðurpartinum
af fénu verði varið til að hækka
laun þeirra einstaklinga í þjóðfé-
laginu, sem fá mæðra- eða feðra-
laun með einu barni, en uppeld-
isstarf þeirra er núna metið á
rúmar tvö hundruð krónur á mán-
uði.
Eykur breidd
menningar-
lífs okkar
Ásgeir Pálsson hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Þeir dag-
ar sem manni tekst ekki að hlæja
eru alveg glataðir. Ég gæti leyft
mér að ganga um með fýlusvip í
heila viku, því að ég hló fyrir alla
vikuna, ef ekki meir, á sýningu
Revíuleikhússins á „Karlinum í
kassanum" um daginn. Ég hvet
alla sem tök hafa á að fara á þessa
sýningu; ekki bara vegna þess að
ekki veiti af að kippa dálítið í
munnvikin á landsmönnum þessa
dagana, heldur einnig til að
styrkja framtak Revíuleikhússins.
Það eykur breidd menningarlífs
okkar, sem höfum ríka tilhneig-
ingu til að líta á lífið alvarlegum
augum.
andi að bæta aðeins við, ef það er
ekki of seint.
Það er þá i fyrsta lagi: Þarf
utanbæjarfólk að borga sambæri-
legt gjald af þeim fasteignum sem
það á í borgum og bæjum lands-
ins? I öðru lagi: Hvers vegna þarf
maður, sem á sumarhús en ekki
bíl og notar rútu eins og ég veit
dæmi um, að borga þetta gjald,
plús tvöföld fasteignagjöld, plús
lóðarleigu til landeiganda, plús
brunatryggingu, plús viðhald á
vegum og brúm að sínum bústað?
Ég veit ekki um neinn sumarbú-
staðaeiganda sem hefur fengið
vegarlagningar- eða viðhaldsfé úr
þessum dæmalausa sjóði.
Núna eru að hefjast umræður
um vegalögin í þinginu og jafn-
framt um þá sem komi til með að
njóta þeirra forréttinda að þurfa
ekki að greiða þennan skatt og
verður fróðlegt að sja hverjir það
verða, en eins og menn muna voru
framkvæmd „slétt skipti" milli
ákveðinna manna vegna kjara-
breytinga hérna um árið. Kannski
verður líka bætt í vegalög að þeir
sem aki um á gulum Volvo þurfi
að borga hærri vegaskatt? Grein-
argerð með þingsályktunartillög-
unni gæti hljóðað: vegna þess að
þeir endast lengur og eru þar af
leiðandi lengur á vegunum en önn-
ur ökutæki er ekki óeðlilegt að
álykta að bla bla bia.
Ef engin svör berast skora ég á
Mbl. að gera út rannsóknarblaða-
mann og rannsaka þessi mál oní
kjölinn og reyna þar að ná fram
öllu því sem spurt hefur verið um
og einnig m.a. hvort hægt sé að
reikna út tekjur/eða gjöld þjóðar-
bústertunnar af þessu bústaða-
brölti okkar, þ.e. kaupum á dýr-
asta bensíni í heimi, tolli, vörugj.,
sölusk. af efni og verkstæðisvinnu,
vinnu fyrir smiði, rafmagnssölu
o.fl. o.fl. Enn eitt: hvað væru þetta
margar Mæjorkaferðir ef við hefð-
um eytt þessum peningum öllum í
svoleiðis sem væri ekki óeðlilegt ef
við hefðum ekki látið glepjast af
byggðastefnuismanum, og hvað
væri þá gjaldeyrisfjallið okkar
hátt/lágt?
Sumarbústaðaeigendur, notum
tímann vel fram að kosningum.
Nú er verið að stofna bandalög,
flokka, fjölga þingmönnum og allt
þar fram eftir götunum. Verðum
við ekki að fara á útsölurnar og
reyna að tryggja okkur þó ekki
væri nema einn talsmann við
Austurvöll næstu 4 árin?“
Es. Það er verst að ekki skuli
vera hægt að sprengja neinn skúr
í loft upp eins og þegar vegatoll-
skýlið var sprengt í loft upp á
Keflavíkurveginum forðum daga
þegar þeir sem endilega langaði til
að aka um Reykjanes þurftu að
borga aukalega fyrir það.“
Ríkisútvarp-
iö með fjöl-
breytta dagskrá
Jóhanna Leifsdóttir, Keflavík,
skrifar:
„Velvakandi.
Ríkisútvarpið er með mjög
fjölbreytta dagskrá og hef ég
bæði gagn og gaman af efninu,
sem þar er flutt.
Mig langar að þakka Her-
manni Ragnari Stefánssyni fyrir
frábæran þátt sem er á mánu-
dögum og heitir Ég man þá tíð.
Ég tala fyrir munn margra og
við skorum á útvarpsráð að
lengja þennan þátt fyrir okkur
sem erum komin á þann aldur að
við erum farin að rifja upp
gamlar og grónar minningar.
Með kveðjum."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hann Ijóstaði upp glæpnun:
Rétt væri: Hann Ijóstraði upp glæpnu:
SIEMENS
Einvala lið:
Siemens- heimilistækin
Úrvai v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem
hvert tæki leggur þér lið við heimilisstörfin.
Öll tæki á heimilið frá sama aöila er trygging þín
fyrir góöri þjónustu og samræmdu útliti.
SMITH & NORLAND HF.
NÓATÚNI 4, SÍMI 28300.
STJORNUNARHUEIISLA
Birgðastýring
Laiðbeinendur:
Markmið námskeiösins er:
— að þátttakendur verði færir um aö finna (reikna) hvert sé
heppilegasta pöntunarmagn (framleiöslumagn) þar sem
tekið er tillit til öflunar og fjármagnskostnaöar
— aö þátttakendur fái yfirlit yfir nauösynlega þætti í birgöa-
stýringarkerfi og hvernig þeir tengjast.
Efni:
— Orsakir birgóasöfnunar, stýr-
ingarhugtakið, tegundir birgða,
birgðakostnaöur, markmið birgöa-
stýringar, útreikningsformúlur fyrir
heppilegasta innkaupamagn, til-
færslureglur, öryggisbirgöir; reikn-
uð dæmi.
— Greining birgöa eftir mikilvægi
miöað viö mismunandi forsendur.
Aðferöir til að halda birgðum í lág-
marki. Skortur og afleiöingar hans.
Tölvukerfi fyrir birgðabókhald og
stýringu. Hagkvæmni tölvunotkun-
ar fyrir birgöabókhald.
Þátttakendur: Þeir sem hafa birgöahald
og vilja kynnast aöferöum til þess aö
forðast aö binda of mikið fjármagn í
birgðum. Þaö eru t.d. forstöðumenn
meöalstórra og lítilla verslunar- og iön-
fyrirtækja. Hjá stærri fyrirtækjum: inn-
kaupastjórar,\ deildarstjórar og verk-
stjórar er hafa birgöahald meö hönd- Pétur K. Maack
um. verkfræöingur
Halldór
Friðgeirsson
verkfræðingur
STADUR: Síðumúli 23.
TÍMI: 14.—16. mars kl. 15:00—19:00.
Mótun starfsumhverfis,
starfsferils og hvatning í starfi
Tilgangur námskeiösins er aö lýsa upp-
byggingu og eöli starfsmannahalds og
hlutverki þess í stjórnun fyrirtækisins,
starfsmati og þátt streitu og annarra
sálfræöilegra atriða í starfsumhverfi.
Efni:
— Fjallað veröur um eftirtalin atriöi:
— Starfsumhverfi og þróun þess.
— Atvinnusálarfræöi.
— Áhrif streitu og umskipta.
— Þroski einstaklingsins innan fyrir-
tækisins.
— Hvatning í starfi.
— Skipulag starfsferils.
— Ráðningarsamningar og starfslýs-
ingar.
— Móttaka nýrra starfsmanna.
Þátttakendur: Námskeiöiö er ætlaö
stjórnendum minni fyrirtækja þar sem
starfsmannahald er ekki sérstök deild
innan fyrirtækisins, og starfsmanna-
stjórum stærri fyrirtækja.
STAÐUR: Síðumúli 23
TÍMI: 17,—18. mar* kl. 09:00— i6:30.
Leiðbeinendur:
Haukur Haraldsson
markaðsfulltrúi
Dr. Eiríkur Örn
Arnarson
sálfræðingur
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930.