Morgunblaðið - 19.03.1983, Page 2

Morgunblaðið - 19.03.1983, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 „Þori ekki að hugsa til enda hvað gerst heföi ef Viðar heföi ekki séð Orion-flugvélina“ - segir Mekkínó Björnsson flug- stjóri Arnar- flugsþotunnar „EFTIR því sem lengra líður frá verður tilhugsunin um það, hvað þarna hefði hæglega getað gerst, verri. Mér líður til dæmis miklu verr þegar ég hugsa um þetta núna en I fvrradag," sagði Mekkínó Björnsson flugstjóri hjá Arnarflugi í samtali við Morgunblaðið í gær. Mekkínó og að- stoðarflugmaður hans, Viðar Hjálm- týsson, afstýrðu með miklu snarræði árekstri við varnarliðsflugvél á þrið- judag er þeir voru að koma til Kefla- víkur á Boeing 737-þotu Arnarflugs. Varnarliðsflugvélin yfírgaf æfínga- svæði sitt í heimildarleysi og flaug um tíma beint á móti Arnarflugsþot- unni, sem var í áætlunarflugi frá Amsterdam. Rannsókn á atburðunum er enn ekki lokið, en Grétar Óskarsson framkvæmdastjóri Loftferðaeft- irlitsins lét svo um mælt í blaða- viðtali í gær, að þarna hefðu kom- ið til mistök flugmannsins á varn- arliðsvélinni og mistök flugum- ferðarstjórans, sem átti að vakta ratsjána í aðflugsstjórninni í Mekkínó Björnsson flugstjóri (t.v.) og Viðar Hjálmtýsson flugmaður í stjórnklefa Boeing 737-þotu Arnarflugs á Kefíavíkurflugvelli í gær við brottför til Amsterdam. Þeir sýndu mikið snarræði er þeir afstýrðu árekstri við varnarliðsflugvél í vikunni, og sagði Mekkínó í samtali við Morgunblaðið að það hefði líklega átt sinn þátt í hversu vel tókst til að Boeing 737 er mjög lipur og lætur fyrr að stjórn en stærri flugvélar. Morgunbiaðið/ Kristján Einarsson. flugturni Keflavíkurflugvallar. Þeir Mekkínó og Viðar voru aftur á ferðinni í gær, og tóku Morgun- blaðsmenn þá tali er þeir stöldr- uðu við á Keflavíkurflugvelli áður en þeir héldu aftur til Amster- dam. „Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig. Viðari, sem sat í hægra sætinu, varð litið út um gluggann rétt eftir að hafa heyrt skilaboð frá flugumferðarstjóra til flugvél- ar. Hann spyr mig alit í einu hvort ég sjái flugvél, sem kom frá hægri og var að beygja þvert í veg fyrir okkur. Ég leit upp og sá hvað verða vildi, greip í stýrið, sveigði krappt til hægri og skellti flugvél- inni upp á rönd. Við smugum fram hjá Orion-flugvélinni rétt aftan við hana. Ég treysti mér ekki til að segja nákvæmlega um fjar- lægðina milli flugvélanna, en það voru ekki nema nokkrir tugir metra þegar þær mættust. Það hefur í mesta lagi liðið ein og hálf sekúnda frá því ég sá flugvélina þar til þær mættust, en kannski tvær frá því Viðar sá hana. Þegar við skutumst framhjá sýndist mér við vera í nánast sömu hæð, hún var ef til vill örlít- ið neðar. Þegar þetta átti sér stað vorum við í húrrandi lækkun úr 35 þús- und feta hæð niður í 6 þúsund fet. Við vorum í þrjú þúsund feta lækkun á mínútu og vorum að fara niður í gegnum 13.500 fet þegar flugumferðarstjórinn kallar og biður okkur að halda 13 þúsund feta hæð til að byrja með. Það var þá sem Viðari varð litið út. Orion-vélin var í hægri beygju og sennilega um 30 gráðu horn milli ferla vélanna. Hún var örlít- ið neðar en við, en við vorum að lækka mjög ört, og fannst mér því liggja í loftinu að flugvélarnar myndu rekast saman. Fyrstu viðbrögðin voru því að forðast árekstur. Hjörleifur Guttormsson bid- ur um fund með Alusuisse - dr. Miiller ítrekar sömu skilyrði og áður HJÖRLEIFUR Guttormsson sendi Alusuisse skeyti síðastlióinn miðvikudag og sagðist reiðubúinn að hitta dr. Paul Miiller, aðalsamningamann fyrirtæk- isins, á fundi hér á landi 23. eða 24. mars til að kanna hvort unnt sé að ná samkomulagi um hækkun á raforkuverði til álversins í Straumsvík. Alu- suisse sendi Hjörleifí skeyti í gær og tilkynnti honum að til slíks fundar mætti efna að fullnægðum ákveðcim skilyrðum. í skeyti Hjörleifs Guttormsson- ar kemur fram, að hann telji að hækkun á raforkuverði úr 6,45 mills í 12,5 mills mundi gera aðil- um kleíft að ná samkomulagi um önnur óleyst mál. Skeyti Alusuisse til Hjörleifs Guttormssonar hefst á því, að dr. Múller lýsir undrun sinni yfir að fá tilmæii um slíkan fund þar sem þau séu ekki í góðu samræmi við fyrri skeyti Hjörleifs og vísar dr. Múller í fyrsta lagi til einhliða ákvörðunar um skattálagningu á ÍSAL vegna áranna 1975—1980 og í öðru lagi til yfirlýsinga í skeyti Verkamannafélagið Hlíf hefur boðað yfírvinnubann í álverinu í Straumsvík, og hefst yfírvinnubann- ið á miðnætti annað kvöld, sunnu- Aðalfundur Verzlunar- bankans í dag Aðalfundur Verzlunarbankans verður haldinn í dag í Súlnasal Hótel Sögu og hefst hann kl. 14.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Þeir hluthafar, sem ekki hafa vitjað aðgöngumiða og atkvæðaseðla geta fengið þá afhenta á fundar- stað. Hjörleifs frá 2. mars um að lagt hafi verið fram á Alþingi frum- varp til laga um einhliða hækkun á raforkuverði til álversins. Vísar dr. Múller hér til frumvarps al- þýðubandalagsmanna sem ekki náði fram fyrir þingrof. Telur hann að hvorki skattálagningin né krafan um einhliða hækkun á raf- orkuverði sé í samræmi við gild- andi samninga milli Alusuisse og íslenska ríkisins og ekki bendi þessar aðfarir til samningsvilja þeirra sem að þeim standi. Síðan segir í skeyti Alusuisse: „Afstaða okkar er þessi: Við erum dagskvöld, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá formanni Hlífar, Hallgrími Péturssyni. í ISAL er einkum unnin vakta- vinna og felst yfirvinnubannið í því að ekki verða teknar auka- vaktir og sagði Hallgrímur að vegna uppsagna verkamanna hefði yfirvinna aukist í verksmiðj- unni. Félagsfundur í Hlíf hefði fjallað um uppsagnirnar og aukna vinnu verkamanna og þar hefði verið samþykkt einróma að efna til yfirvinnubanns. Sagði Hall- grímur að mönnum fyndist slá- andi að á meðan fólki væri sagt upp væri verið að bæta vinnu á þá sem fyrir væru. enn tilbúnir til að halda áfram samningaviðræðum um öll óleyst mál á grundvelli tillagna okkar frá 10. nóvember, þ.á m. um endurskoðun á orkuverðsamn- ingnum og skattakerfinu og um stækkun ISAL o.s.frv. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að sam- komulag takist um allt það sem okkur ber á milli ef sýnd er þol- inmæði og samkomulagsvilji. Þó verður tvennt að liggja skýrt fyrir: a) Við erum ekki til þess búnir að fallast á þá upphafshækkun á raf- orkuverði sem þér leggið til þar sem við teljum að breyting á orku- verði eigi að vera hluti af víðtæk- ara samkomulagi m.a. um stækk- un álbræðslu ÍSAL. b) Við getum ekki sest niður til samninga með yður nema fyrir liggi að frá einhliða skattálagn- ingunni, sem tilkynnt var í skeyti yðar 11. febrúar, verði gengið í samræmi við tillögur okkar frá 10. nóvember eða með öðrum hætti sem báðir geta unað.“ Hjörleifur Guttormsson nefndi dagana 23. eða 24. mars af því að dr. Múller hafði í fyrra skeyti sagst mundu vera hér á landi á þeim tíma. í skeyti sínu frá því í gær segir dr. Múller hins vegar að hann hafi verið búinn að ákveða að fresta för sinni til íslands áður en honum barst skeyti Hjörleifs á miðvikudag. Vilji Hjörleifur hins vegar ræða málin á grundvelli þeirra skilyrða sem nefnd eru hér að ofan segist dr. Múller munu gera allt til að hitta hann á fundi þegar báðum henti. í lok skeytis- ins ítrekar Alusuisse að nauðsyn- legt sé að sérfræðingar aðila hitt- ist til að ræða um orkuverðið og þau gögn sem fulltrúar beggja að- ila hafa safnað um það. Yfirvinmibann í álverinu Morgunbladid/ Elsa Haraldsdóttir. Hér er Sólveig að leggja síðustu hönd á galagreiðslu Helgu, sem gaf henni hæstu stig í keppninni International Hairstyle of the Year. Sólveig Leifsdóttir: „ ... við erum alveg hreint að springa úr „ÞETTA er stórkostlegt, við erum alveg hreint að springa úr monti,“ sagði Sólveig Leifsdóttir hár- greiðslumeistari þegar Mbl. hringdi í hana til New York. — Eins og kunnugt er hreppti Sólveig annað sætið í alþjóðlegri hárgreiðslukeppni sem haldin er árlega í New York og er sú stærsta sinnar tegundar. Sjón- varpað var frá keppninni á NBC í hálfa aðra klukkustund, en monti áhorfendur á henni voru tæplega 70.000. Módel fyrir Sólveigu var Helga Jóna Sveinsdóttir frá Ak- ureyri og sagði Sólveig að hún hefði vakið mikla athygli og ver- ið elt á röndum með atvinnutil- boð um módelstörf, einnig vöktu fötin sem móðir Sólveigar, María Auður Guðnadóttir, hann- aði á módelið mikla hrifningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.