Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 21 Fyrsta myndlistarsýningin í Hallgrímskirkju: Fimmtíu myndir Barböru Árnason við Passíusálma séra Hallgríms SÝNING í flmmtfu tússteikning- um Barböru Árnason listmálara verður opnuð f forkirkju Hall- grímskirkju á morgun, sunnudag, að því er skýrt var frá á fundi Listvinafélags kirkjunnar með blaðamönnum í fyrradag. Hér er um að rseða myndskreytingar lista- konunnar við hina fimmtíu Passfu- sálma Hallgríms Péturssonar, er hún vann á sjö ára tímabili, 1942 til 1949. Þetta er fyrsta eiginlega sýningin á þessum verkum Barb- öru, en þau hafa áður birst f Passíusálmaútgáfu Menningar- sjóðs, er fyrst kom út 1961. Þetta er fyrsta listsýning, sem efnt er til í Hallgrímskirkju. Myndirnar eru í cigu Listasafns íslands, en lista- maðurinn lést árið 1976. Sýningin verður opnuð í tengslum við aðalfund Listvina- félagsins og verður opin alla daga, nema mánudaga, frá kl. 16.00—22.00 frá 20. mars til 2. apríl. Á morgun verða tvær guðs- þjónustur í kirkjunni, kl. 11.00 með sr. Ragnari Fjalari Lárus- syni og kl. 14.00 með sr. Karli Sigurbjörnssyni, en í síðari messunni syngur barnakór Hall- grímskirkju undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Að henni aflokinni verður kaffisala í safn- aðarheimilinu, áður en opnur sýningarinnar fer fram. Á blaðamannafundi er stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkj boðaði til af þessu tilefni, sagi Hörður Áskelsson organisti kirkjunnar, að Hallgrímskirkja byði upp á mjög mikla mögu- leika varðandi margar tegundir lista. Tónlist yrði eðli málsins samkvæmt vafalaust alltaf mik- MocgunbUAiA/Kristján E. Einarason. Frá blaðamannafundi Listvinafélags Hallgrímskirkju, talið frá vinstri: Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur, Sigrfður Snævarr í stjórn Listvinafélagsins, Sigurbjörn Einarsson, formaður, og Hörður Áskelsson, framkvæmdastjóri félagsins. ilvæg í húsinu, en þar væri einn- ig mikil aðstaða til hvers kyns listsýninga. í turni kirkjunnar einum saman yrðu til dæmis fimm til sex allstórir salir, sem nota mætti sem sýningarsali. Það væri einnig hugmynd marg- ra að koma þar á fót minn- ingarstofu um Hallgrím Pét- ursson, sem kirkjan væri helguð. í Hallgrfmskirkju fullbúinni yrði bæði mikið rúm fyrir list af öllu tagi, og mikil þörf yrði á því að fslenskir listamenn legðu fram sinn skerf til skreytingar hennar. Listvinafélagið starfaði ekki sfst að þvf að huga að þess- um hlutum, um leið og unnið væri að því að efla allt listalíf við kirkjuna nú þegar. Hr. Sigurbjörn Einarsson, formaður stjórnar Listvinafé- lagsins, sagði á blaðamanna- fundinum að Hallgrímskirkja hlyti að missa marks ef þar væri ekki að finna iðandi líf fjöl- breyttrar starfsemi. Kirkjan verði að vera andleg miðstöð er laði til sín og gefi frá sér mikið af andlegu lífi. Kirkjan þurfi að eiga ákveðinn stuðning í fólki er slái um hana skjaldborg, kirkjan þurfi að vera miðstöð lista og andlegs lífs í borgarlífi og þjóð- lífi. Utankjörstaðakosningar hefjast 26. mars: „Fólk athugi hvort það er á kjörskrá“ - ráðleggur Óskar Friðriksson KOSNINGAR utan kjörstaða hefjast þann 26. mars. Morgunblaöið hafði samband við Óskar Friðriksson, for- stöðumann utankjörstaðaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins, og innti hann cftir því að hverju fólk þyrfti helst að huga sem hygðist kjósa utan kjör- staða. „Fólk þarf fyrst og fremst að kynna sér hvort það er á kjörskrá eða ekki. Það er alltaf hætta a því að fólk detti af einhverjum ástæð- um út af kjörskrá, og á það við um fólk sem skiptir um lögheimili, til dæmis námsmenn á Norðurlöndun- um. íslenskir námsmenn á Norður- löndunum fá lögheimili í því landi sem þeir stunda nám í. Þeir hafa þó kosningarétt og ættu því ekki að detta út af kjörskrá. 1 reynd er það hins vegar svo að á milli 30—40% þeirra detta út af skrá. Þess vegna er sérstök ástæða til að brýna það fyrir foreldrum eða öðrum ættingj- um námsmanna á Norðurlöndunum að athuga hvort viðkomandi sé á kjörskrá, en kjörskráin verður lögð fram 22. mars. Ef maður er ekki á kjörskrá þarf að kæra til viðkomandi sveitar- stjórnar og kærufrestur rennur út 8. apríl. Það er því ekki ráð nema í tíma sé tekið. Áð vísu er hægt að fara með málið til dómstólanna eft- ir að kærufrestur rennur út, en það er talsvert meiri fyrirhöfn. Það eru um 1.800 íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum þannig að hér er Óskar Friðriksson, forstöðumaður utankjörstaðaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins. um stóran hóp kjósenda að ræða sem á það á hættu að detta út af skrá. En íslenskir námsmenn í öðr- um löndum þurfa ekki að skipta um lögheimili svo þeir eru í minni hættu að falla út. Nú, ég vil nota tækifærið og hvetja allt sjálfstæðisfólk að hafa samband við okkur á skrifstofunni 1 Valhöll ef það þarf á hjálp eða leiðbeiningum að halda.“ Garður: Tónleikar í Útskála- kirkju á sunnudaginn Gardi, 17. mars. Á SUNNUDAGINN kemur kl. 16 heldur Tónlistarfélag Gerðahrepps sína árlegu tónleika í Útskálakirkju og eru þetta fjórðu tónleikarnir sem félagið stendur fyrir en það var stofnað 1979. Að þessu sinni koma fjórir nemendur frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sem eiga það sameiginlegt að þau Ijúka öll einleikaraprófi á vori komanda. Listamennirnir sem leika eru Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleik- ari, Gréta Guðnadóttir, fiðluleik- ari, Sigurður Flosason, saxafón- leikari og Sigurlaug Eðvaldsdótt- ir, fiðluleikari. Eins og áður sagði eru þetta fjórðu tónleikarnir sem Tónlistar- félagið stendur fyrir. Fyrsta árið kom Hamrahlíðarkórinn ásamt stjórnanda sínum, Þorgerði Ing- ólfsdóttur, annað árið komu stöll- urnar Manuela Wiesler, flautu- leikari, og Helga Ingólfsdóttir, semballeikari. í fyrra komu svo Musica Antiqua og léku miðalda- tónlist. Tónleikarnir hafa verið ágæt- lega sóttir undanfarin ár en allir eru velkomnir. Aðalfundur Tónlistarfélags Gerðahrepps var haldinn 7. marz sl. og var þá kosin ný stjórn. Sr. Guðmundur Guðmundsson var kosinn formaður, Kjartan Ás- geirsson varaformaður, Valgerður Þorvaldsdóttir ritari og Kristjana Kjartansdóttir gjaldkeri. Edda Karlsdóttir, sem verið hafði for- maður félagsins frá stofnun þess, gaf ekki kost á sér. Arnór INNLENT Aukatón- leikar Há- skólakórsins HÁSKÓLAKÓRINN heldur aukatónleika í Félagsstofnun stúdenta næstkomandi sunnudag klukkan 17. Á efn- isskrá eru sömu verk og kór- inn söng á tónleikum nú ný- lega. Stjórnandi er Hjálmar H. Ragnarsson. Á efnisskránni eru íslenzkir tvísöngvar, fjögur íslenzk þjóðlög í útsetningu söngstjórans, Sonnetta eftir Jón Ásgeirsson, Vaka eftir Jónas Tómasson, tvö smálög eftir Karólínu Eiríksdóttur, Tveir söngvar um ástina eftir söngstjór- ann, Þurrkað blóm eftir Atla Heimi Sveinsson, þrjú kvæði úr skáldverkinu Heimsljós eftir Jón Ásgeirsson, Death be not proud eftir Atla Heimi Sveinsson, Um dauðans óvissa tíma, fslenzkt þjóðlag í útsetningu Jóns Leifs og Canto eftir söngstjórann, Hjálmar H. Ragnarsson. „TÖLVUR 0G HUGBÚNAÐUR “ Tölvusýning í TÓNABÆ Tilvaliö tækifæri á aö kynna sér þann tölvubúnaö I | sem fyrirtækjum og einstaklingum stendur til boða. Sýningin veröur opin: laugardag 13—22 sunnudag 13—22. Félag tölvunarfrædinema.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.