Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 37 Spjallað um útvarp og sjónvarp „Og þá misstu sum- ir matarlystina“ eftir ólaf Ormsson Fréttir, innlendar og erlendar eru fyrirferðarmikill liður í út- varpi og sjónvarpi. Þjóðlífið ber þess merki að alþingiskosningar eru fram undan og ríkisfjölmiðl- arnir birta daglega fréttir af framboðslistum stjórnmála- flokka og bandalaga sem kort- leggja bæi og sýslur, dusta rykið af kjörskrám og hóa saman liði. Kratarnir, sem fólk er yfirleitt hætt að reikna með sem stjórn- málaafli eru óvenju sprækir þessa dagana. Þeir eru komnir í blómrækt, greyin og auglýstu sið- astliðinn sunnudag í útvarpinu að rauðar rósir blómstri við Austur- völl. Þar var átt við stjórnmála- fund á Hótel Borg á vegum Al- þýðuflokksins sem fram fór í mettuðu andrúmslofti tóbaks- reyks og kaffiilms. Bandalag Vilmundarmanna auglýsir í útvarpi að skrifstofa sé opin í húsi þar sem Alþýðubanda- lagið hafði lengi aðsetur og var með leshringi á loftinu um sósíal- ismann í framkvæmd. I húsinu var lengi heildverslun þannig að húsið á sérkennilega fortíð og munar ekki um að hýsa baráttu- samtök gegn möppudýrunum. Kvennaframboðið var mikið í fréttum útvarps og sjónvarps um síðustu helgi. Fréttaskýrandi í kvöldfréttum sjónvarpsins á sunnudag sagði frá samþykki sem stúlkurnar gerðu fyrr um daginn á Hótel Esju þar sem „karl- rembusvínin" eru skoruð á hólm og framboð ákveðin í Reykjavík og Reykjanesi. Ólafur Jóhannesson og lið dagskrárgerðarmanna frá út- varpinu skipa efstu sætin á lista framsóknar og auglýsingastofur fá nú nóg að gera við að hanna tannkremsbrosin. Framboðslisti Alþýðubandalagsins er einnig kominn fram í dagsljósið. Á list- anum er lítið eða ekkert af starfs- fólki við ríkisfjölmiðlana, þar eru ráðherrar, þingmenn, prófessor, leikari, verslunarmenn, formenn hagsmunasamtaka og einn verka- maður neðst á listanum, sem rós í hnappagatið hjá hinni nýju for- réttindastétt sem kennir sig við alþýðuna í landinu. Annað í fréttum ríkisfjölmiðl- anna síðustu daga sem athygli hefur vakið eru fréttir af sigrum hljómsveitarinnar Mezzoforte í Bretlandi og svo viðtalið við Gísla Gíslason á Uppsölum í Vestur- Barðastrandarsýslu. Gamli mað- urinn var að fá rafmagn í sín hí- býli og ekki var að sjá eða heyra að hann teldi það nein tíðindi. Fimmtudagur 10. mars: Ég má til með að minnast á jazzþáttinn sem Jón Múli stjórn- aði og hófst klukkan fimm stundvíslega. Jón Múli hefur mikla menntun í sögu jazzins og er ákafur Ellingtonisti og byrjaði þáttinn með nokkrum lögum eftir meistarann í flutningi sænskra jazzista sem ekki eru atvinnu- menn heldur úr ýmsum starfs- stéttum, koma saman og drekka kannski nokkur bjórglös og gripa síðan í hljóðfærin. Hreint engin viðvaningsbragur var á leik þeirra og sveiflan í hámarki. Síð- an tók Dizzy Gillespie við ásamt hljómsveit og þar var sko snilldin eins og við var að búast. Norskir jazzistar frá Þrándheimi heiðr- uðu Ellington í þættinum og í lok hans spilaði stórhljómsveit Count Basie, upptaka frá jazzhátið frá árinu 1977 lag eftir Ellington sem hann samdi eftir fyrstu Evrópu- för sína fyrir rúmri hálfri öld. Eftir að hafa hlustað á slíka tónlist þá er bjartsýni ríkjandi þrátt fyrir volæði og barlóm víða í þjóðfélaginu. Jóhann Pétur Malmquist Um kvöldið bauð útvarpið uppá leikrit eftir þann kunna svissn- eska höfund, Friedrich Dúrren- matt. „Vélarbilun" heitir það. Þýðandi og leikstjóri Erlingur E. Halldórsson. Leikritið gerist uppi í sveit. Miðaldra maður Alfredó Trops bankar uppá í gistihúsi og biður um gistingu. Þar eru fyrir nokkrir furðufuglar meðal gesta sem bjóða í leiki. Alfredó starfar sem umboðssali og efnt er til réttarhalda yfir honum í gisti- húsinu. Hann er ásakaður um ýmsa glæpi. I gistihúsinu dvelja nokkrir aldraðir eftirlaunamenn sem stytta sér stundir við að efna til réttarhalda yfir gestum og kveða síðan upp þunga dóma og oftast lífstíðarfangelsi. Ríkis- saksóknari, verjandi, böðull, og aðrir embættismenn lifa í ein- hverskonar ævintýraheimi og Al- fredó er þátttakandi í leiknum. Dramatísk spenna er í verkinu framan af síðan þróast verkið í ærslafullan farsa og er grát- broslegt á köflum. Ég hafði gam- an af og skemmti mér vel. Föstudagur 11. mars: „Örlagabrautin". Ný þýsk bíómynd var sýnd í sjónvarpinu seint um kvöldið og þar er um að ræða mjög athyglisverða mynd um örlög ungrar stúlku sem fimmtán ára gömul í stríðslok flýr ásamt móður sinni og bróður undan sókn Rauða hersins til Þýskalands. Þau setjast að í hreysi á yfirráðasvæði Banda- ríska hersins í Vestur-Þýskalandi og stúlkan byrjar að vinna fyrir sér hjá bandaríska hernum sem vélritunarstúlka á skrifstofu hjá Henry Stones ofursta. Anna Al- many heitir stúlkan, hún gerist ástmey ofurstans. Hann býður henn með sér á dýra veitinga- staði, hleður á hana gjöfum og reynist henni vel og móður henn- ar og bróður. Stúlkan er samt sárþjáð og fær ekki afborið sál- arkvalir út af manndrápi sem hún átti sök á í æsku og hún bind- ur að lokum enda á líf sitt. Leikur Polu Kinski í hlutverki stúlkunn- ar er minnisstæður. Þýsk kvik- myndalist er greinilega í framför eftir áratuga stöðnun. Fassbinder Arnþrúður Karlsdóttir gerði margar góðar myndir á meðan hans naut við og nú hafa komið ýmsir nýir kraftar fram á sviðið hin siðari ár sem mikils má vænta af. Laugardagur 12. mars: Það er að lifna yfir „Helgar- vaktinni" í útvarpinu frá því fyrr í vetur. Þátturinn sem var á dagskrá eftir hádegið var með líflegra móti. Stjórnendur, Hróbjartur og Arnþrúður vita sem er að vorið er ekki langt und- an. Fyrstu gestir þáttarins voru Egill Eðvaldsson, kvikmyndaleik- stjóri og Lilja Þórisdóttir leik- kona sem sögðu frá nýrri ís- lenskri kvikmynd „Húsið“. Egill er leikstjóri myndarinnar og Lilja leikur eitt helsta hlutverkið í myndinni. Þau sögðu frá undir- búningi við gerð kvikmyndarinn- ar, og Egill rakti efni handritsins. Lilja kvað hlutverk Bjargar bjóða uppá mikið tilfinningahlutverk. „Björg lendir í ýmsum erfiðleik- um, hún er samviskusöm, ein- mana og á ekki marga vini,“ sagði Lilja. Ég sé ástæðu til að hvetja fólk til að sjá þessa nýju íslensku kvikmynd. Hún hefur þegar hlot- ið mjög góða dóma gagnrýnenda í dagblöðum. A eftir viðtalinu við Lilju og Egil kom lagagetraun fyrir íbúa á svæði landsímans númer 92 og ungur maður úr Njarðvík sigraði. Jóhann Pétur Malmquist, tölvu- fræðingur kom í heimsókn til Helgarvaktarinnar og spjallaði við útvarpshlustendur og Hró- bjart og Arnþrúði um tölvubylt- inguna. Hann ræddi um þróun tölvunnar á næstu árum og sagði að erlendis væri tölvan notuð til óliklegustu hluta, hún spáði í veð- urfar meðal annars. Þróunin gæti orðið svo ör að beinlínis er óhugn- anlegt til að hugsa. Öll mannleg samskipti fara ef til vill fram í gegnum tölvu eftir aldamót og þá mun sálfræðingum og geðlækn- um fjölga mjög ört og geta þó engan veginn sinnt þeim fjöl- mörgu sem til þeirra munu leita. Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson skemmtu í lok þátt- arins með söng og harmonikku- leik og voru ágætir. Sunnudagur 13. mars: f tilefni af 100. ártíð Karl Marx var Pétur Gunnarsson, rithöf- undur með útvarpsþátt klukkan tvö eftir hádegi. The Rolling Stones fluttu í upphafi þáttar lag Jaggers og Richards um Kölska og síðan tók við langur lestur til- vitnana í ummæli ýmsra manna um Marx. Fjallað var um æsku Pétur Gunnarsson hans, skólagöngu, fyrstu ástir og lesið úr bréfum Marx til vina og kunningja. Einnig voru rakin skrif hans í blöð og tímarit, gagn- rýni hans á þáverandi valdastétt- ir. Víst var Karl Marx ritsnilling- ur og afburðavel gefinn á sinni tíð um það deila menn ekki. Það skiptir þó mestu máli að betur væri þessi veröld á vegi stödd ef hugmyndafræði þessa gráskeggj- aða og hárprúða „hippa“ hefði ekki skotið rótum víða um heim og sáð hatri í huga fólks. Ryk- fallnar skræður Marx og Engels leysa engin vandamál á ofan- verðri tuttugustu öld. Þar sem hugmyndafræðin hefur verið höfð að leiðarljósi í kommúnista- ríkjunum þar blasa afleiðingarn- ar við mannkyni. Þáttur Péturs endaði þannig að Olga Guðrún söng lag Ólafs Hauks Símonar- sonar um Karl Marx, óðinn um heimspekinginn sem því miður er átrúnaðargoð margra ágætra manna. Mánudagur 14. mars: Mikil breyting varð á dagskrá sjónvarpsins um kvöldið frá því sem gert hafði verið ráð fyrir. Sjónvarpað var frá stjórnmála- umræðum, eldhúsdagsumræður á alþingi í þinglok. Alþingiskosn- ingar fara fram 23. apríl og nú tekur við hatröm kosningabar- átta, þingmenn fara um sýslur og kaupstaði og vilja endurnýja um- boð til þingsetu. Ég tel líklegt að margir hafi fylgst með umræðun- um frá alþingi að þessu sinni, það er mikið um að vera i pólitíkinni og núverandi rikisstjórn er að skilja við eftir að hafa komið á efnahagslegu öngþveiti. Sjálf- stæðismenn í stjórnarandstöðu hófu umræðurnar. Matthías A. Mathiesen og Birgir ísleifur Gunnarsson deildu hart á ríkis- stjórnina. Birgir ísleifur varaði einnig við ýmsum stefnumálum Vilmundarmanna t.d. hugmynd- inni um aðskilnað framkvæmda- valds og löggjafarvalds sem gæti fært mikil völd á hendur eins manns. Forsætisráðherra tvísteig í ræðupúlti. Hann var næstur á mælendaskrá og sýndist tauga- óstyrkur. Hann fiktaði við bind- isnæluna og skyrtuhnappana. Ekki tel ég að ráðið verði af þeirri ræðu hvað hann hyggst fyrir á næstu vikum það kemur síðar í ljós og ég vil engu spá, þeir sem eru mjög spenntir ættu að leita til spákvenna sem spá í bolla eða spil. Formaður Alþýðubanda- lagsins steig í ræðupúlt og mér sýndist hann vera í nýjum klæðskerasaumuðum kórónaföt- um. Ókunnugur hefði getað álykt- að áður en formaðurinn hóf mál sitt að hann tilheyrði Alþýðu- flokknum, í þingflokknum eru menn oftast þannig til fara að engu er likara en að þeir séu mód- el á tískusýningu. Ég heyrði ekki nema brot af ræðu formanns Al- þýðubandalagsins þar sem ég var kallaður í síma. Lok ræðunnar heyrði ég og þá voru andstæð- ingar flokksins búnir að svíkja þjóðina í álmálinu, í herstöðvar- málinu og kjarabaráttunni. Gam- alkunnur tónn sem á upptök sín frá fjórða áratugnum í Kommún- istaflokki íslands. Ekki er hægt að rekja umræðurnar á Alþingi lið fyrir lið þar sem ræðumenn voru rúmlega tuttugu. Er líða tók á umræðurnar komu nokkrir Framsóknarmenn í eldhúsið og þá misstu sumir matarlystina. Svona eftir á þá er hreint ekkert minnisstætt úr málflutningi þeirra eða t.d. Alþýðuflokks- manna sem virkuðu áhugalausir og vonsviknir um eigin hag og annarra. Albert Guðmundsson hvatti til samstöðu Sjálfstæð- ismanna um land allt og sagði flokkinn stefna að hreinum meirihluta á alþingi. Ólafur Ragnar Grímsson kvaddi svo al- þingi líkt og prestur sem flytur útfararræðu yfir nánum vini. Engar líkur eru á að ólafur Ragnar nái kjöri í alþing- iskosningunum. Persónulega finnst mér hann ávallt málefna- legur og hann flytur yfirleitt góð- ar ræður, hann á skilið meira hrós en ýmsir samflokksþing- menn hans sem aldrei heyrist frá og maður er jafnvel löngu búinn að gleyma. Þriðjudagur 15. mars: Mikil umskipti hafa orðið á Grænlandi síðastliðin þrjátíu ár. I sjónvarpsmyndinni sem sýnd var um kvöldið og gerð var af ís- lenska sjónvarpinu var brugðið upp þjóðlífsmyndum, rætt við menningar- og fræðslufulltrúa Grænlands og fleiri embættis- menn og alþýðu manna. Sjón- varpsmyndin er góð heimildar- mynd um land og fólk og ágæt- lega unnin af starfsmönnum ís- lenska sjónvarpsins. íslandsmeistaramót í fimleikum veröur haldiö í Laugardalshöll, 19. mars og hefst kl. 14.30 og sunnudag frá kl. 14.00. Toppfólkið í fimleikum spreytir sig af lífi og sál. SANDVIK Rammagerðin HITACHI Sjáið fimina í hámarki. FSÍ Hótel Sögu Hótel Esju Hafnarstræti 19 Hótel Loftleiðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.