Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 Alkirkjuráðið: Fordæmir morðið á Garcia Villas (ienf, 18. mars. AP. ALKIRKJURÁÐIÐ hefur lýst vanþóknun sinni á því sem það kallar morðið á forseta mannréttindanefndar El Salvador. Marianella Garcia Villas. Garcia Villas var skotin til bana fyrr í þessari viku á svæði þar sem mikil átök hafa geisað miili skæruliða og stjórnarhersins, ná- lægt eldfjallinu Guazpa. Mann- réttindanefndin í E1 Salvador seg- ir, að Villas hafi verið stödd á þessum slóðum til að kanna hvort stjórnarherinn notaði efnavopn og napalm-sprengjur í viðureigninni við skæruliða. Talsmaður stjórn- arinnar heldur því hins vegar fram, að lík hennar hafi fundist með líkum 22 skæruliða, sem hafi gert stjórnarhermönnum fyrirsát en fallið í átökum við þá. Alkirkjuráðið segir í yfirlýsingu sinni, að Villas hafi verið „myrt á grimmilegan hátt“ þegar hún hafi verið að vinna „aðdáunarvert starf". Alkirkjuráðið líkti Villas við píslarvott og lofaði mjög „bar- áttu hennar fyrir mannréttindum og friði i E1 Salvador". Lýst var yfir „djúpri hryggð" vegna dauða Villas og sagt, að vonandi gæti hann „opnað dyrnar fyrir friði og sáttum“ í E1 Salvador. Páfa boðið til Júgóslavíu Vaiikanið, 18. mars. AP. Korystulið júgóslavnesku kirkj- unnar voru á ferð í Vatikaninu í vikunni og notaði þá tækifærið og bauð Páli páfa 2. í opinbera heim- sókn til Júgóslavíu. Fyrirliði júgó- slavnesku guðsmannanna fór Alojz- ij Kustar erkibiskup og bað hann Páfa vera svo vænan að koma til Júgóslavíu og styrkja slavana I trúnni. Reiknað er með því að Páfi hafi mikinn áhuga á heimboðinu. Hann fer til Póllands í júní og það verð- ur 18. utanlandsferð hans frá því hann tók við embætti 1978. Ekki var nefndur ákveðinn dagur í sam- bandi við heimboðið til Júgóslavíu en kirkjan þar í landi hefur mikil hátíðahöld á prjónunum árin 1984 til 1985. Jóhannes Páll Yfirkjörstjórn í Suðurlandskjördæmi tilkynnir Framboðsfrestur vegna Alþingiskosninga 23. apríl nk. rennur út þriðjudaginn 22. marz nk. Framboðslistum ásamt samþykki frambjóðenda og listum með tilskildum fjölda meömælenda ber aö skila til formanns yfirkjörstjórnar, Kristjáns Torfason- ar, bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, fyrir kl. 24.00 þann dag. Einnig má skila framboöum til Páls Hall- grímssonar, fyrrverandi sýslumanns í Árnesþingi, Selfossi, fyrir lok framboösfrests. Framboöslistar veröa úrskuröaöir á fundi yfirkjör- stjórnar, sem haldinn veröur á skrifstofu sýslumanns- ins í Árnesþingi aö Höröuvöllum 1, Selfossi, miöviku- daginn 23. mars nk. kl. 14.00. Yfirkjör8tjórn í Suðurlandskjördæmi, Kristján Torfason, Páll Hallgrímsson, Jakob Havsteen, Hjalti Þorvarðarson, Vigfús Jónsson. Bladburóarfólk óskast! Vesturbær Austurbær Granaskjól Grettisgata 36—98 Seilugrandi Hverfisgata 63—120 Mota Pinto hefur tekið við Sósíal- demókrataflokknum. Mario Soares er spáð sigri. Lucas Pires, yngsti flokksleiðtogi í Evrópu, hefur tekið við forystu CDS. Portúgal: Tveir flokkar hafa sett upp ný andlit - en Soares spád sigri í væntanlegum kosningum Kosnmgabarattan i Portúgal er að hefjast þessa dagana, en þar verða þingkosningar tveimur dögum síðar en hér, þ.e. 25. aprfl. Flokkarnir hafa birt stefnuskrár sínar og sýnt er að þar sem víða annars staðar verður fyrst og fremst kosið um efnahagsmálin, enda hafa þau reynzt Portúgöl- um erfið, verðbólga er þar um þrjátíu prósent, og atvinnuástand með bágara móti. Þó svo að kosningar hafi verið tfðar f Portúgal þessi níu ár, sem eru liðin síðan byltingin var gerð í landinu, búast fréttaskýrendur við að kosningaþátttaka nú verði góð, enda hafi sjaldan verið jafn kreppt að almenningi og síðustu tvö árin, eða við. Töluvert nýr svipur er kominn á forystu tveggja þeirra flokka sem mynduðu Alianca Democrat- ica, en það hefur nú verið endan- lega leyst upp, þ.e. Miðdemó- krataflokkinn, CDS, og Sósíal- demókrataflokkinn, PSD. Báðir hafa nýlega haldið flokksþing og var þá skipt um forystumenn til að leiða kosningarnar og þau skipti munu áreiðanlega hafa sitt að segja í komandi baráttu. Diego Freitas do Amaral, sem var varaforsætisráðherra í stjórn Pinto Balsemaos og einnig for- maður CDS, sagði af sér for- mannsembættinu á flokksþinginu og hefur snúið sér að kennslu, en hann er prófessor í lögum. Do Amaral, Victor Sa Machado, fyrrv. utanríkisráðherra og einn af varaformönnum flokksins, og ýmsir þeir, sem stóðu að stofnun CDS á sínum tíma, stefnu að því að fá Luis Barbosa, núv. heil- brigðismálaráðherra, sem for- mann. Eftir nokkrar sviptingar varð þó önnur stefna ofan á og kjörinn formaður var Lucas Pir- es. Hann gerði á fundinum bandalag við Adraianou Moreira, sem var á árum áður ráðherra í stjórn Salazaars svo og Basilio Horta, fyrrv. viðskiptaráðherra. Kjör Pires mun óhjákvæmilega leiða til þess, að flokkurinn sem hefur verið hófsamur miðflokkur, færist nú lengra til hægri og hlýtur að teljast hreinn hægri flokkur samkvæmt stefnumiðum frá því stjórn Pinto Balsemaos tók þeim, sem urðu ofan á á flokks- þinginu. Aftur á móti er svo með öllu óljóst hvernig hið nýja andlit flokksins mun verka á háttvirta kjósendur. Pires býður fram „frjálslynda þjóðernisstefnu" sem hefur út af fyrir sig ekki ver- ið skilgreind að neinu ráði, en mun kannski skýrast í kosn- ingabaráttunni. Það er engum blöðum um það að fletta að það er mikið áfall fyrir flokkinn að Do Amaral skuli með öllu hafa dreg- ið sig út úr starfi fyrir hann, enda blandast engum hugur um að persónulegar vinsældir og vax- andi virðing, sem Do Amaral naut, átti sinn drjúga þátt í vel- gengni flokksins. Raddir eru á kreiki um að Do Amaral hyggist bjóða sig fram til forseta 1985, þegar kjörtímabil Antonio Ram- alho Eanes er á enda. Lucas Pires er aðeins þrítugur að aldri og líklega með allra yngstu flokksforingjum í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Hann gekk í flokkinn eftir hvatningu Do Amaral og starfaði með hon- um um skeið, þykir vel gefinn maður sem nýtur álits, en það veit náttúrulega enginn um for- ystuhæfileika hans. Innan PSD hefur Mota Pinto, fyrrverandi forsætisráðherra, verið kjörinn til að leiða kosn- ingabaráttu sósíaldemókrata og með honum þeir Eurico de Melo, sem nýtur mikils fylgis í N-Portúgal og hefur stuðning kaupsýslumanna og athafna- manna, og Nascimento Rode- riques, sem hefur aftur á móti töluvert fylgi verkalýðssamtaka. Mönnum sem fylgja PSD, þykir vel hafa til tekizt með val á for- ystumönnum og enginn velkist í vafa um greind og sköruleika Mota Pinto og þykir það fagnað- arefni, að samstaða skuli hafa náðst innan flokksins, þar sem hann var allur meira og minna rústaður eftir stjórnartíma Balsemaos. Fréttaskýrendum og heimild- um Mbl. ber ásamt um, að hvað sem andlitslyftingu PSD og CDS líður, muni það þó verða Sósíal- istaflokkur Mario Soares sem verði sigurvegari kosninganna. Soares hóf að reka kosningabar- áttu löngu áður en Eanes forseti ákvað að leysa upp þingið og hann fer ekki f neina launkofa með það að PSD-flokkur hans sé sá eini sem fólkið í landinu muni nú halla sér að, þegar svo mikið öryggisleysi er innan hinna flokkanna. Honum til hægri handar situr Jaime Gama, þing- maður frá Azor-eyjum og innan- ríkisráðherra í stjórn Soares 1976. Mario Soares hefur komið fram sem hinn trausti landsfaðir í aðdraganda baráttunnar og þeirri kreppu sem Portúgal hefur verið í um langa hríð. Nú er sem sagt margt sem bendir til þess að Soares og flokkur hans muni fá meirihluta eða alltjent nærri því og þó svo að Soares hafi unnið að því að hreinsa flokkinn undan marxískum kröftum og alls konar smávinstribrotum, sem hafa ver- ið innan vébanda hans, er að mati sérfróðra fátt eitt sem bendir til þess að kommúnistar muni auka við 15 prósent fylgi sitt, að minnsta kosti ekki svo neinu nemi. Ástralía: Hawke andsnúinn konungdæminu Lundúnir, 18. mars. AP. KARL Bretaprins, Díana prinsessa af Wales og sonur þeirra, hinn 9 mánaóa gamli William, lögðu í gærkvöldi upp í 6 vikna opinbera heimsókn til Ástralíu og Nýja Sjálands. Verða þau fjórar vikur í Ástralíu og tvær í Nýja Sjálandi. Heimsóknin gæti haft áhrif á þá spurningu sem upp er komin í Ástralíu um hvort landið ætti að slíta hinum konunglegu tengslum við Bretland. máli,“ bætti Hawke við og vildi Hinn nýi forsætisráðherra Ástralíu, Bob Hawke, var spurður í viðtali við BBC, hvort hann áliti að Karl yrði boðiegur konungur Ástralíu er hann tekur við af móð- ur sinni, Elísabetu II. Hawke svaraði að hann teldi ekki að Ástr- alía ætti að vera konungsríki, það færi betur að í landinu væri lýð- ræði. „En það skiptir ekki höfuð- ekki ræða málið nánar. Þrátt fyrir þetta er búist við að móttökurnar verði eins og best verður á kosið, enda eru fjölmarg- ir Ástralíumenn hlynntir kon- ungsfjölskyldunni og líta á hana sem þjóðhöfðingja sína. Þetta verður bæði lengsta og erfiðasta ferðin sem Díana hefur farið með Karli eiginmanni sínum síðan þau gengu í það heilaga. Munu þau heimsækja öll horn Ástralíu. William litii fer með til Ástralíu, en fær ekki að ferðast með þeim, hann mun dvelja í góðu yfirlæti í Woomargama í New South Wales, en þar hefur ekki rignt í fjögur ár. Yfirleitt hafa ríkisarfar ekki ferðast með for- eldrum sínum, en Díana hefur hingað til lagt á það þunga áherslu að William fylgi henni eins oft og komið verður við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.