Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 Heimsóknartími í Nýja Bíói NÝJA BÍÓ í Revkjavík hefur hafið sýningar á bandarísku kvikmynd- inni Heimsóknartími. Myndin segir frá útvarpsfrétta- manni, sem berst gegn ofbeldi í þáttum sínum, en verður svo fyrir árás á heimili sínu. Fréttamaður- inn, Debora Ballin, er flutt í sjúkrahús, en jafnvel þar er hún ekki óhult fyrir hatursmanni sín- um. Hólmadrangur kominn með 35 lestir af frystum flökum „ÞAÐ ER ekki hægt að neita því að það hefur gengið á ýmsu hjá okkur, enda er hér um reynsluferð að ræða. Skoðanakönnun HP: Meirihluti vill bjórinn MEIRIHLUTI íslendinga er fylgj- andi því að heimila sölu á bjór hér á landi, að því er kemur fram í skoð- anakönnun, sem Helgarpósturinn lét frarakvæma fyrir skömmu. Fyrirtækið „Skoðanakannanir á íslandi" framkvæmdi könnunina fyrir blaðið. Haft var samband við 1369 einstaklinga, 605 í Reykjavík og 764 á öðrum stöðum á landinu. Niðurstaðan varð sú, að 48,6% aðspurðra voru fylgjandi bjórn- um, 42,2% voru á móti, 9,4% óákveðin, og 6,5% vildu ekki svara. Ef aðeins eru teknir með þeir sem tóku afstöðu voru 57,8% með bjórnum en 42,2% á móti. Yngri aldurshóparnir voru að meirihluta til fylgjandi bjórnum en eldri aldurshópar voru frekar á móti. Nokkrir örðugleikar hafa komið fram, sérstaklega í vinnslunni en annað hefur gengið betur og þetta er gott sjó- og veiðiskip," sagði Magni Kristjánsson, skipstjóri á Hólma- drangi, er Morgunblaðið hafði sam- band við hann er skipið var statt á miðunum út af Suðausturlandi. Magni sagði ennfremur, að haldið hefði verið til veiða þann 6. þessa mánaðar og væri aflinn nú orðinn 30 til 35 lestir af frystum flökum, aðallega þorski, en fiskirí væri tregt. Vinnslan um borð réði nú við 4 til 5 lestir af frystum flökum á sólarhring, en þegar nauðsynlegar breytingar hefðu verið gerðar að lokinni þessari reynsluferð og mannskapurinn væri orðinn vanari vinnslurásinni væri reiknað með því að vinna mætti 12 til 15 lestir á sólarhring. Þá gat hann þess, að áhöfnin væri aðeins 20 manns í stað 24 eins og tíðkaðist á sambærilegum skipum eins og örvari frá Skagaströnd. Taldi hann, að tveggja til þriggja mánaða reynslutími væri lágmark áður en vinnsla um borð og veiðar kæmust í fullan gang. Akveðið væri nú að halda áfram veiðum fram í næstu viku og fara síðan til Hafnarfjarðar, þar sem nauðsyn- legar breytingar á vinnslurásinni yrðu gerðar áður en haldið yrði til veiða að nýju. Bæjarþing Reykjavíkur: Málskostnaður 650.000 krónur í FEBRÚAR síðastliðnum var kveðinn upp dómur í bæjarþingi Reykjavíkur í máli Jónasar A. Aðalsteinssonar fyrir hönd Christiania Bank og Kreditkasse, Osló gegn Óla A. Bieltvedt og Sigurjóni Ragnarssyni vegna gjaldþrots fyrir- tækisins Inter Nesco Norge 1978. Voru stefndu dæmdir til að greiða Christi- ania Bank og Kreditkasse gjaldfallnar skuldir ásamt vöxtum og málskostn- aði að upphæð 650.000,00 krónur. Dómsorðið er svo hljóðandi: „Stefndu, Óli A. Bieltvedt, jr., og Sigurjón Ragnarsson greiði stefn- anda, Jónasi A. Aðalsteinssyni, hrl., fyrir hönd Christiania Bank og Kreditkasse, norskar krónur 8.547.237,99 (24.788.122,02 íslenzk- ar krónur) auk 15% ársvaxta af norskum krónum 7.725.072,78 (22.333.185,40) frá 10. febrúar 1981 til 12. marz 1981, af norskum krónum 5.958.922,98 (17.227.246,33) frá þeim degi til 24. apríl 1981, af norskum krónum 5.778.922,98 (16.706.866,33) frá þeim degi til 31. desember 1981, af norskum krónum 5.718.922,98 (16.533.406.33) frá þeim degi til 1. desember 1982, en af norskum krónum 5.658.922,98 (16.359.946.33) frá þeim degi til greiðsludags og krónur 650.000,00 í málskostnað." Morgunblaðið hef- ur til glöggvunar umreiknað upp- hæðir í norskum kónum í íslenzk- ar og eru þær innan sviga. Steingrímur Gautur Kristjáns- son, borgardómari, kvað upp dóm- inn. Lýsa yfir stuðningi við framboðslista Göngumanna Framsóknarfélögin í Húnavatnssýslum: Ekki deilt um stefnu heldur menn, segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins ÖLL framsóknarfélögin í Húna- vatnssýslum hafa nú lýst yfír stuðningi við framboð svokallaðra Göngumanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Þau hafa einnig skor- að á kjördæmisstjórn Framsóknar- flokksins að listinn hljóti merking- una BB og viðurkenningu sem framboðslisti fíokksins. A fundi framsóknarfélaganna í austursýsl- unni síðastliðinn þriðjudag voru þessar stuðningsyfírlýsingar sam- þykktar með miklum meirihluta fundarmanna og lögð á það áherzla, að tvö framboð framsókn- armanna séu eina leiðin til þess að fylgi flokksins skili sér, og nauð- synleg ráðstöfun til þess að síðar geti tekizt sættir um eitt sterkt framboð í kjördæminu. Áður hafði framsóknarfélag vestursýslunnar gert hliðstæða samþykkt. Listi Göngumanna var samþykktur á fundinum og skipar Ingólfur Guðnason, alþingismaður, efsta sæti hans. Samkvæmt lögum framsókn- arflokksins geta Göngumenn tekið sér merkinguna BB en síð- an er það kjördæmisráðs að samþykkja það og síðar fram- kvæmdastjórnar komi til þess að niðurstöðu kjördæmisráðs verði áfrýjað. Þá segir í lögum flokks- ins, að fari flokksmaður í fram- boð eða starfi fyrir annan flokk í alþingiskosningum sé litið á það sem úrsögn úr flokknum. Morg- unblaðið innti Steingrím Her- mannsson, formann Framsókn- arflokksins, eftir því hvort ákvörðun hefði verið tekin um það hvort Göngumenn fengju merkinguna BB. Sagði Stein- grímur, að skiptar skoðanir væru um það innan kjördæmis- ráðs, en engin ákvörðun hefði enn verið tekin. Hann sagði enn- fremur, að í þessum hópi væru margir hinir mætustu fram- sóknarmenn og hefðu verið lengi. Ekki væri þarna deilt um stefnu, heldur menn og stundum væru það hatrömmustu deilurn- ar. Hann gæti því ekki sagt, að þetta væru ekki framsóknar- menn. Hér fara á eftir samþykktir fundarins: „Sameiginlegur fund- ur stjórna framsóknarfélaganna í A-Húnavatnssýslu, Framsókn- arfélags A-Húnavatnsýslu, Framsóknarfélags Blönduóss og Félags ungra framsóknarmanna í A-Hún. ásamt trúnaðarmanna- ráði FUF í sýslunni, sem haldinn var þann 15. þessa mánaðar, samþykkir og lýsir yfir stuðn- ingi við framboðslista þann til alþingiskosninga í Norður- landskjördæmi vestra, sem sendur hefur verið félögunum til umsagnar og skipaður er fram- sóknarmönnum með Ingólfi Guðnasyni, alþingismanni, í fyrsta sæti. Fundurinn leggur mikla áherzlu á, að tvö framboð nú eins og á stendur sé eina leið- in til þess að fylgi Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra komi til skila við komandi kosningar og því nauð- synleg ráðstöfun til þess, að full- ar sættir geti síðar tekizt um eitt sterkt framboð flokksins í kjör- dæminu, en að því hljóta allir flokksmenn að keppa.“ Þessi hluti ályktunarinnar var samþykktur að viðhöfðu nafna- kalli með 22 atkvæðum gegn 3, einn sat hjá. Síðari hluti ályktunarinnar er svo hljóðandi: „í samræmi við fyrri samþykkt félaganna vegna undirbúnings framboðsmálanna skorar fundurinn á kjördæmis- stjórn að samþykkja að fram- boðslistinn fái merkinguna BB og þar með viðurkenningu sem listi framsóknarmanna auk þess framboðslista, sem kjördæmis- stjórn hefur þegar samþykkt." 24 af 26 fundarmönnum greiddu þessum hluta atkvæði sitt en tveir voru á móti. Áður hefur fundur í Framsóknarfélagi V-Húnavatnssýslu lýst yfir stuðningi við það, að þessi listi fái bókstafina BB. Þar með hafa öll framsóknarfélögin í Húna- vatnssýslum lýst yfir stuðningi við þá merkingu listans. Listann skipa eftirtaldir menn: Ingólfur Guðnason, al- þingismaður Hvammstanga, Hilmar Kristjánsson, oddviti Blönduósi, Kristófer Kristjáns- son, bóndi Köldukinn, Björn Einarsson, bóndi Bessastöðum, Jón Ingi Ingvarsson, rafvirkja- meistari Skagaströnd, Helgi Ólafsson, rafvirkjameistari Hvammstanga, Sigrún Björns- dóttir, hjúkrunarfræðingur Ytra-Hóli, Indriði Karlsson, bóndi Grafarkoti, Eggert Karlsson, sjómaður Hvamms- tanga, og Grímur Gíslason, full- trúi Blönduósi. Bolungarvík: Prestskosning á sunnudaginn Bolungarvík, 18. mars. NÆSTKOMANDI sunnudag munu Bolvíkingar ganga aö kjörborðinu til að kjósa sér sóknarprest. Umsækj- andi er einn, séra Jón Ragnarsson farprestur, sem þjónað hefur Bol- ungarvíkurprestakalli undanfarna þrjá mánuði. Jón Ragnarsson er fæddur í Vík í Mýrdal 26. febrúar 1953. Foreldr- ar hans eru Kristín Einarsdóttir húsmóðir og Ragnar Jónsson, skrifstofustjóri, Reykjavík. Jón varð stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1973 og lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla Islands ár- ið 1981. Á árunum 1977 og 1978 stundaði hann guðfræðinám við háskólann í Kiel í Vestur-Þýska- Kaffidagur Dýrfirðinga- félagsins í FRÉTT frá Dýrfírðingafélaginu í Reykjavík segir, að árlegur kaffídag- ur félagsins verði haldinn sunnudag- inn 20. mars nk. í samkomusal Bú- staðakirkju og hefst hann að lokinni messu kl. 2. Allir velunnarar félagsins og Dýrafjarðar eru sérstaklega vel- komnir. Allur ágóði af kaffisölu rennur til fyrirhugaðrar byggingar fyrir aldraða í Dýrafirði. landi. Jón var vígður farprestur þjóðkirkjunnar 31. maí 1982. Kosningin fer fram í Ráðhúsinu, frá klukkan 10.00—19.00. Kosn- ingarétt hafa allir þeir sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Stuðn- ingsmenn séra Jóns verða með opna skrifstofu á kjördag í Verka- lýðshúsinu og þar verður boðið upp á kaffi og veitingar. Á kjör- skrá við þessar prestkosningar í Bolungarvík eru 785 manns. Stuðningsmenn séra Jóns vænta Séra Jón Ragnarsson þess, að Bolvíkingar mæti vel á kjörstað og veiti séra Jóni Ragn- arssyni glæsilega kosningu. — Gunnar Héraðsvaka Rangæinga hefst á laugardaginn HÉRAÐSVAKA Rangæinga verður sett laugardaginn 19. mars ki. 16 í Héraðsbókasafninu á Hvolsvelli. Þar mun verða opnuð sýning á verkum Árnýjar Filippusdóttur. Stendur sú sýning vökudagana og er opin frá 15—18. Á sunnudag er svo vökunni fram haldið og er þá hátíðarsam- koma í félagsheimili Vestur-Ey- fellinga. Mun forseti íslands sitja samkomuna. Hefst hún ki. 15 og er opin öllum Rangæingum. Miðvikudaginn 23. mars kl. 21.30 er hátiðarguðsþjónusta í Há- bæjarkirkju, sem allir prestar og kirkjukórar prófastsdæmisins taka þátt í. Skemmtidagskrá verð- ur flutt í Hvoli fimmtudaginn 24. mars þar sem ýmis félög annast atriðin. Lokasamkoman verður í Njáls- búð laugardaginn 26. mars og hefst hún kl. 21.30. Þar mun m.a. verða á dagskránni söngur Rang- æingakórsins í Reykjavík ásamt ýmsum atriðum frá félögum i sýslunni. Að lokum verður stiginn dans við leik hljómsveitarinnar Glitbrár. í tengslum við Héraðsvöku verða svo haldin Rangæingamót í skák og frjálsum íþróttum inn- anhúss. Formaður Héraðsvökunefndar er Sigríður Theódóra Sæmunds- dóttir á Skarði í Landsveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.