Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 3 Þota Arnarflugs á Keflavíkurflugvelli í gær. f baksýn ekur Orion-flugvél frá varnarliðinu ( átt til flugbrautar. Orion flugvélin er nákvæmlega eins og sú sem á þriðjudag fór út fyrir æfingasvæði sitt og var komin hættulega nærri Arnarflugsvélinni. Morgunblaðið/ Kristján Einarsson. Við höfum ekki komist í hann jafn krappan áður. Maður heldur að svona lagað eigi alls ekki að geta komið fyrir. Við treystum flugumferðarstjórum til að sjá um að fjarlægð milli flugvéla sé það mikil að hætta skapist ekki, og höfum ekkert nema gott um þá að segja. Og það er oft sem við sjáum ekki flugvélar sem eru í næsta nágrenni. En það er ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis ein- hvers staðar að þessu sinni,“ sagði Mekkínó. Mekkínó er 29 ára gamall, verð- ur þrítugur á morgun, en Viðar er 36 ára. Mekkínó hefur flogið þot- um hjá Arnarflugi á sjötta ár og verið flugstjóri á Boeing 737 ( u.þ.b. ár. Viðar hefur flogið þotum eitt ár, en flaug áður á innan- landsleiðum í áratug, og eru því báðir þrautreyndir flugmenn. „Við vorum þama í fullkomnum rétti, vorum að fljúga nákvæm- lega eftir heimild, en varnarliðs- mennirnir voru á allt öðrum slóð- um en þeir áttu að vera. Þeim var einnig sagt að halda 12 þúsund feta flughæð, en þegar við erum að mætast segir hann við flugturninn að hann sé að yfirgefa 13 þúsund fet fyrir 12 þúsund, er sem sagt í öðrum hæðum en honum hafði verið áður sagt að fljúga í. Þetta leið allt hjá á örfáum sek- úndum og farþegarnir sýndu hina mestu stillingu. Það kom sér vel þarna hversu þessi flugvélarteg- und er snögg í hreyfingum og lip- ur. Hún lætur betur og miklu fyrr að stjórn en stærri þotur. Ég hef til dæmis flogið Boeing 707-tals- vert og er vart hægt að bera það saman hversu liprari Boeing 737 er. Þegar ég sá flugvélina, var eina hugsunin, sem skaust í gegnum hugann á eldingarhraða, að forð- ast árekstri, hugsanlegan harm- leik. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað gerst hefði ef Viðar hefði ekki komið auga á Orion-flugvélina. Það eru stór orð að segja að þá hefði orðið árekst- ur, en ég tel mjög líklegt að ein- mitt svo hefði farið. Þarna var gott skyggni, við vorum milli skýjalaga, en mér hefði ekki litist á það hefðum við verið ( skýjum þegar þetta gerðist," sagði Mekk- ínó að lokum. — ágás. „Reynum að láta hverjum degi nægja sína þjáningu“ - segir Steinar Berg ísleifsson um velgengni Mezzoforte „ÉG HELD aö þetta hafi komið mjög bærilega út hjá strákunum,“ sagði Steinar Berg ísleifsson, for- stjóri Steina hf., er Morgunblaðið náði tali af honum í Lundúnum til þess að inna hann eftir því hvernig strákunum í Mezzoforte hefði vegn- að í sjónvarpsþættinum vinsæla Top of the Pops. Hljómsveitin fór utan á þriðju- dag til upptöku, en þátturinn sjálfur var unninn á miðvikudag og sýndur á fimmtudagskvöld í BBC. Talið er, að 12 milljónir manna um gervallar Bretlands- eyjar horfi á þáttinn í viku hverri, enda eitt allra vinsælasta sjón- varpsefnið þarlendis. „Eg gat ekki merkt að strákarn- ir væru taugaóstyrkir, enda höf- um bæði ég og þeir reynt að halda þeirri stefnu að gera okkur ekki of miklar vonir um eitt eða neitt fyrirfram og látið hverjum degi nægja sína þjáningu að svo miklu leyti, sem það hefur verið hægt. Það er ákaflega erfitt að segja til um hvað þátttaka Mezzoforte í þessum þætti á eftir að gera fyrir okkur í plötusölu. Það er ekki við neina ákveðna reglu að styðjast í þessum efnum, en hljómsveit get- ur hins vegar ekki fengið betrí kynningu en með því að koma fram í Top of the Pops.“ Að sögn Steinars hefur plötu- salan tekið geysilegan kipp á und- anförnum dögum. Hún er þó enn- þá langsamlega mest í suðurhluta Englands. Litla platan mun hafa selst í vel á sjötta tug þúsunda eintaka og ekki er úr vegi að ætla, að stóra platan hafi náð tuttugu þúsund eintökum í vikulokin. Erf- itt er þó að gera sér grein fyrir sölunni þvi hún tekur mjög örum breytingum þar sem þúsundir ein- taka seljast nú á degi hverjum. X Askorunarlistar afhentir í gær f GÆR gengu 6 stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen á hans fund og afhentu forsætisráðherra lista með áskorunum um að hann fari í sérframboð í komandi kosningum. Að sögn eins af sexmenningunum, höfðu eitthvað innan við tvö þús- und manns ritað nöfn sin á list- ana. Hann sagði ennfremur að forsætisráðherra hefði tjáð þeim, að hann hefði ekki enn gert upp hug sinn en myndi tilkynna þeim ákvörðun sina um helgina. Samdráttur í sólar- ferðum fyrirsjáanlegur NOKKUR samdráttur virðist vera fyrirsjáanlegur á hinum hefðbundnu sól- arlandaferðum íslendinga og um miðjan þennan mánuð voru bókanir í þær um 20% minni en á sama tíma í fyrra. En að sögn Steins Lárussonar, formanns Félags íslenzkra ferðaskrifstofa, hefur lifnað verulega yfir pöntun- um í þessari viku. Steinn sagði ennfremur, að ferðaskrifstofumenn hefðu reikn- að með samdrætti og væru nú færri sólarferðir á markaðnum en verið hefði, eða um 10 til 15% minna framboð en í fyrra. Sagði Steinn líklega ástæðu þessa, að menn hefðu minni getu til ferða- laga í ár og einnig venjur fólks hvað varðaði ferðalög. Menn færu nú í auknum mæli til Mið-Evrópu í stað þess að fara í sólarlanda- ferðirnar, sem ríkjandi hefðu ver- ið á markaðnum undanfarin ár. Steinn sagði, að í fyrra hefði verið nokkur aukning í Mið- Evrópuferðunum og það væri í raun miklu þægilegra viðfangsefni fyrir ferðaskrifstofurnar því þar væru sætin keypt í áætlunarflugi og væri hægt að hagræða fjölda ferðalanga í hverri ferð. Þessi ferðamáti minnkaði áhættu ferða- skrifstofanna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar: Ekki byggt á svæði neðan Sogavegar að ósk íbúanna LANDSVÆÐIÐ á milli Sogavegar og Miklubrautar, sem afmarkast af Vonarlandi og Réttarholtsvegi, verður ekki byggingarland heldur útivistarsvæði, að því er fram kom hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, formanni skipulagsnefndar, á borgarstjórnarfundi á fimmtu- dagskvöld. Forsaga málsins er sú að hugmynd um að gera þarna byggingarreit var kynnt í skipu- lagsnefnd í síðasta mánuði og jafnframt var sýnt deiliskipulag að byggingarreitnum, sem gerði ráð fyrir því að hægt væri að byggja þar þjónustubyggingar. Síðan var ákveðið að kynna deiliskipulagið íbúum í nágrenn- inu og sagði Vilhjálmur að á fundi með þeim hefðu komið fram skoðanir þeirra á hug- myndunum. Ibúarnir hefðu sagt að svæðið væri töluvert nýtt sem útivistarsvæði og teldu þeir æskilegt að svo gæti orðið áfram. Jafnframt lýstu þeir sig reiðubúna til veita liðsinni sitt til þess að gera svæðið að skemmtilegra útivistarsvæði en það nú væri. „Það er nauðsynlegt að hafa fullt samráð við íbúana um framkvæmdir sem þessar og að fengnu áliti þeirra, tel ég rétt að taka tillit til óska íbúanna, enda voru þær vel rökstuddar," sagði Vilhjálmur. „Ég mun því leggja til í skipulagsnefnd á fundi næstkomandi mánudag, að þessi reitur verði ekki byggingarreit- ur, heldur útivistarsvæði, enda tel ég það almennt i samræmi við vilja fólksins í nágrenninu," sagði Vilhjálmur Þ.- Vilhjálms- son. Qpið í dag til kl 4 SAAB- eigendur athugiö, tökum þann gamla upp í nýjan -eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHH SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA16, SIMAR 81530-83104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.