Morgunblaðið - 19.03.1983, Side 12

Morgunblaðið - 19.03.1983, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 Utvarp Fjölbraut og draumurinn er oröinn að veruleika. FJÖLBRAUT, góðan daginn, glumdi í hátölurum sem búið var að koma fyrir á víð og dreif um skólann. Á sæludögum sem haldnir voru 15.— 17. mars í Fjölbrautaskólanum 1 Breiðholti rættist einmitt gamall draumur nemenda um skólaútvarp á vegum nemendafélagsins. Blm. Mbl. leit við stuttu eftir vígslu útvarpsins og hitti að máli miðstjórn skólans, en hana skipa Skúli Skúlason, gjald- keri, Jón Bjarni Guðraundsson, for- maður og Ólafur Á. Ólafsson, ritari. „Á sæludögum að þessu sinni er náttúrulega mest sæla hjá okkur yfir útvarpinu, þetta er gömul hugmynd en hefur ekki orðið að veruleika fyrr en nú. Við fórum af stað strax í haust, og var kannað- ur kostnaður, leyfi og uppsetning. Þetta lá nokkuð ljóst fyrir í des- ember og hófst þá undirbúningur. Miklum velvilja mættum við hjá Pósti og síma og leyfðu þeir okkur að nota þær línur sem þeir hafa milli skólanna, auk þess sem þeir aðstoðuðu okkur á allan hátt við uppsetningu og annað. Hins vegar Skólaútvarp sett á laggirnar: tók langan tíma að fá nauðsynleg leyfi og kom síðasta leyfið ekki fyrr en í dag, rétt fyrir vígsluna. Þetta útvarp er lokað kerfi fyrir skólann og er m.a. ætlað að auka upplýsingastreymi milli fólks í skólanum. Kostnaður er um 70.000 krónur við uppsetingu þess og er hann greiddur af nemendafélag- inu. Nú, sæludagarnir hjá okkur eru fáir að þessu sinni en óhætt er að segja að dagskráin hafi aldrei ver- ið betri. Kennir þar margra grasa, keppni { mælsku, stakkasundi og skák, fræðslufundir um menn og málefni, kvikmyndasýningar og grímugerð. Þá er Pétur Gunnars- son með kynningu á verkum sín- um, Ágúst Guðmundsson með fyr- irlestur um kvikmyndagerð og svo mætti lengi telja. Arshátíðin verð- ur svo rúsínan í pylsuendanum og byrjar hún á skemmtun í Háskóla- bíói og endar á dansleik í Broad- way. Við erum ekki nógu ánægðir með að þetta skuli vera svona stutt og munum beina ábending- um til næsta nemendaráðs um að fá að taka heila viku í þetta, þar sem haft yrði meira samstarf við kennara. Yrði það gott til að auka tengslin milli kennara og nem- enda, en í svona stórum skóla með áfangakerfi er alltaf hætta á að það raskist. Fjölbraut fer sífellt fram, þetta er tvímælalaust ungur skóli á upp- leið. Á þessum eina vetri hefur margt unnist og fleira á eftir að bætast við, félagsaðstaðan sem við i Jakob ... og Róberta. Leiklistarklúbbur Fjölbrautaskólans: „Égvilekkikartöflurmedhýdinu...“ Leiklistarklúbburinn Aristofanes ... það er Rúnar háskólakennari sem situr í stólnum. f FÉLAGSLÍFI Fjölbrautaskólans í Breiðholti er leiklistarklúbburinn Aristofanes mikilvægur þáttur. Á hverjum vetri frá því að elstu menn í skólanum muna hafa verið haldin leiklistarnámskeið undir forystu ein- hvers leikstjóra og seinni part vetrar sett upp leikrit. Nú standa einmitt yfir lokaæf- ingar hjá Aristofanes á leikritinu Jakob og hlýðnin eftir Eugene Ion- esco. læikstjóri er Rúnar Guð- brandsson og er við litum inn á æf- ungu fengum við hann til að segja okkur frá þessu leikriti. Jakob og hlýðnin er skrifað 1950, Inonesco var þá nýlega far- inn að skrifa leikrit en það var í raun aðeins fyrir tilviljun að hann varð leikritaskáld. Hann flyst á stríðsárunum til Parísar frá Rúm- eníu. Sem barn lítur hann lífið ekki björtum augum og tengjast fyrstu minningar hans martröð- um og myrkviði. Hann skrifaði mikið um sínar persónulegu upp- lifanir en fann skrifum sinum ekki form. Svo er það ’48 að hann fer að læra ensku, hann rekur sig á þau fáránlegu samtöl sem sett voru upp í kennslubókinni til að sýna orðin í notkun. Glósubókin fer að breytast fyrir augum hans og verður kveikjan að fyrsta leikriti hans, Sköllóttu söngkonunni. Jakob og hlýðnin fjallar um mörg þau efni sem Ionensco eru hugleikin. Meðal annars baráttu einstaklingsins gegn því að verða eins og aðrir, innihaldsleysi orð- anna og fáránleika samræðna, togstreytu milli skynsemi og hvata. Í okkar uppfærslu höfum við haft í huga það að höfundi fannst að í leikhúsi væru persónur eins og fjarstýrðar strengjabrúð- ur. Að sýningunni standa 14 manns og blár Trabant. Höfum við lagt mikla vinnu í undirbúning og not- ið hjálpar góðra manna. Snorri Hilmarsson, nemandi á listasviði FB, hefur gert sviðsmynd, Einar Bergmundur Arnbjörnsson sér um lýsingu og Axel Guðmundsson, einnig af listasviði, er auglýs- ingateiknari og áróðursstjóri. Við fáum að sýna í nýju Menn- ingarmiðstöðinni og vonumst við til að sjá bæði „Fjölbreytinga" og Breiðhyltinga almennt. — Persónur leikritsins eru Jak- ob og Róberta og fara þau Ellen Freydís Martin og Rafn Rafnsson með hlutverk þeirra. „Við viljum sem minnstu ljóstra upp um hlut- verkin," sögðu þau. „Jakob er þrjóskur strákur sem stendur í baráttu, bæði við fjölskyldu sína og sinn innri mann. Róberta er gjafvaxta kvenmaður og fær að kenna á því. Hún virðist ferlega vitlaus en þegar hún fær að vera ein með Jakob kemur í ljós hvað í henni býr ..1 við segjum ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.