Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 39 félk f (é* fréttum Nýr Tarzan á hvíta tjaldinu + Nú á aö kvikmynda aö nýju söguna um Tarzan apabróöur og í þetta sinn á aö fara í einu og öllu eftir bókinni. Christopher Lamb- ert heitir sá, sem á aö leika Tarz- an, en hann er fæddur í New York af frönsku foreldri en alinn upp í Genf. Christopher er læröur píanóleikari og er afar ánægöur meö aö hafa veriö valinn í þetta hlutverk. Hann hefur dálítiö feng- ist viö leiklist í París en telur þaö sér til ágætis aö hafa aldrei séö Tarzan-mynd eöa lesiö Tarzan- bók. Þess vegna sé engin hætta á aö hann hafi oröið fyrir óæski- legum áhrifum frá fyrirrennurum sínum í hlutverkinu. Christopher segist nú ekki hafa áhyggjur af öðru en því, aö eftir aö byrjaö veröi aö sýna myndina muni hann ekki fá friö fyrir áköfum aðdáend- um sínum. Christopher Lambert ( hlutverki Tarzans apabróöur. + „íslensku peysurnar eru þeim til heilla," var sagt í Grafton í Norður-Dakota, þegar þessar fjórar ungu stúlkur uröu banda- rískir meistarar í því sem kallað er þar í landi „curling", sem er keiluspil á ís. í keppninni voru þær allar svona klæddar. Skýr- ingin er aö ein þeirra, Dolores Campell, er íslenzk stúlka í aöra ættina, dóttir Tómasar og Soffíu Wallace, en þau hafa oft komið til íslands og eiga hér marga vini. Önnur, Nancy Wallace, er tengdadóttir þeirra. En stúlkurn- ar heita frá vinstri taliö: Leslie Frosch, sem er fyrirliöinn, Nancy Wallace, Dolores Campell og Nancy, Langley og klúbburinn þeirra heitir Washington Granit Curling Club. Aðsetur yfirkjör- stjórnar Vestur- landskjördæmis veröur í hótelinu í Borgarnesi, og veröur framboöum til Alþingiskosninga, sem fram eiga aö fara laugar- daginn 23. apríl 1983, veitt þar móttaka þriöjudaginn 22. mars nk. frá kl. 14. Framboöslistar veröa teknir til úrskuröar á fundi yfir- kjörstjórnar sem haldinn veröur á sama staö, miö- vikudaginn 23. mars nk. og hefst kl. 14. Yfirkjörstjórn Vesturlands- w kjördæmis, 17. mars 1983, Jón Magnússon formaöur. LAKK Á BÍLINN BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR ÞARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍLINN ? Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru gæðavara, margreynd og henta íslenskum staðháttum. Gefið okkur upp bílategund, árgerð og litanúmer. Við afgreiðum litinn meö stuttum fyrirvara. í Dupont blöndunarkerfinu eru 7000 litaafbrigði möguleg. Öll undirefni svo sem grunnar, þynn- ar og sparsl fást einnig hjá okkur. Síðumúli 32. Sími 38000 IMLAR* LUCITE SPUNNIÐ LM STALIN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN í frumstæðu bændafólki. Hann hristir ósjálfrátt höfuðið: Þeir mega bara ekki vita, að ég lét setja eitur í málning- una, áður en skrifstofan var máluð. Hann lítur á veggina. Krúsjeff fylgist með hverri hreyfingu hans. Krúsjeff hugsar: Við verðum að segja þjóðinni, að hann hafi fengið slag í gær. Það er óskynsamlegt að hafa lengri aðdrag- anda. En við verðum fyrst að kalla á Svetlönu, hvað sem Bería segir. Skepnan! Hún verður að fylgjast með dauða föður síns. Hvernig ætli honum lítist á það? Hann virðir Bería fyrir sér. Hann segir: Við þurfum að gera Svetlönu viðvart. Bería hrekkur við, áttar sig og kinkar kolli til samþykkis. Annað gæti verið tortryggilegt. Þeir ganga saman út úr herberginu. Það er eins og þessir menn skilji eftir sögu lands síns og þjóðar inni í skrifstofu Stalíns — sögu alls heimsins um nokkurra áratuga skeið. Og ef líkið mætti mæla, yrði einn þáttur þessarar sögu á þann veg, sem nú skal greina, ef marka má samtvinnaða niðurstöðu drauma og skáldskapar. Með raunverulegu ívafi. 3 Stalín situr við enda borðs og þeir hinir allt um kring. Á borðinu eru blóm og vínflöskur. Þeir eta og drekka og hafa í frammi háreysti. Þetta er íburðarmiki! veizla að venju; gargantúölsk. Silfurborð- búnaður frá keisaratímanum, krystalsskálar og postu- línsdiskar. Sumt gullskreytt. Hinrik VIII hefði sómt sér vel í þessari veizlu. Þessari mánaðarlegu uppskeruhátíð epíkúrískra lærisveina Leníns. Og Marx. En hvorugur þeirra hefði kunnað við sig í svo yfirstéttarlegu umhverfi. Stalín og Krúsjeff syngja. En þá allt í einu rís Stalín upp. Hann er í hærra meðallagi á vöxt, grannur og vel limaður. En þó er vinstri höndin styttri en hin hægri. Hann er dökkur á brún og brá, en ekki svartur. Hann býr yfir óvenjulegu innra þreki og ytri stóískri ró. Hann er laus við allt handapat. Hann heldur á vodkaglasi í hend- inni, strýkur yfirskeggið og segir: Þögn, þögn segi ég! Bería endurtekur orð hans: Þögn, hann sagði þögn! Já, hann sagði þögn, endurtekur Malenkov. Stalín skálar við Túkhachevsky marskálk og Voroshíloff, gamlar hetjur úr borgarastyrjöldinni. Hann hrópar: Ég hef alltaf sagt að herinn væri bakhjarl ríkisins. Sá, sem skilur það ekki, ætti að skammast sín. Ríkið og Flokkurinn þurfa á öllu sínu að halda. Ef vel ætti að vera, ætti ríkið að vera barefli, eins og sagt hefur verið. Og herinn er lurkur á Putlendinga handan landamæranna. Þeir hinir skála, klappa og hrópa húrra. En Stalín heldur áfram eins og hann heyri ekki fagnaðarlæti þeirra: Ríkið er barefli, mitt barefli! Ég cr höndin, sem stjórnar þessu barefli. Og Putlendingarnir þora ekki að hreyfa sig fyrir hernum okkar. Lurkurinn verður notaður óspart á óvini ríkisins, innanlands og utan. Krúsjeff grípur fram í: Herinn er byssa, sem sendir kúlu í gegnum hausinn á óvinum ríkisins. Stalín verður reiður og hrópar: Þú ert ekki einu sinni í miðstjórninni. Krúsjeff segir: Ég ætlaði einungis að undirstrika orð þín, félagi Stalín. Og félagi Malenkov er ekki heldur í miðstjórn. Né —. En Stalín svarar honum hryssingslega og segir: Það þarf ekki að undirstrika neitt af því, sem ég segi. Allt, sem ég segi, er og verður letrað stórum stöfum á spjöld sögunnar. Það fer ekki fram hjá neinum. Þeir hinir rísa úr sætum, skála fyrir foringjanum og fagna. En Stalín bætir við: Já, ekki einungis stórum stöfum, heldur gullnu letri. Félagi Lenín sagði, að við ættum að nota gullið á klósett- in. Við skulum heldur nota það á hvert það orð, sem út gengur af mínum munni. Þeir hinir skála enn og fagna foringjanum, setjast svo. Túkhachevsky marskálkur segir hógværlega: Má ég leggja orð í belg, félagar? Stalín svarar — og það er ekki laust við að forvitni hans sé vöknuð: Já, það er annað að heyra, hvað þú hefur til málanna að leggja en gasprið í þeim hinum. En Túkha- chcvsky segir: Herinn er ekki lurkur. Hann er andlit þjóðarinnar. Það er allt og sumt. Þeir hinir fagna og horfa undrandi á hann, gjóa síðan augunum til Stalíns, hræddir. FRAMIJAI.D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.