Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 Norræni fjárfestingabankinn (NIB) NIB er lánastofnun sem Norðurlöndin stofnsettu áriö 1975. markmið bankans er aö styrkja nor- ræna efnahagssamvinnu með því að veita lán á bankakjörum til þess að hrinda í framkvæmd fjárfestingaáætlunum og útflutningi í þágu Noröurlandanna. Bankinn er staðsettur í Helsingfors og eru starfsmenn 42 talsins. Við vinnu tala menn dönsku, sænsku eða norsku. Við leitum að: AÐSTOÐARMANNI í SKIPULAGSDEILD (Utredningsavdeling) Umsækjendur verða að hafa háskólapróf og reynslu af efnahagslegri skipulagsvinnu og sund- urgreiningu innan banka, atvinnureksturs, opin- berrar stjórnsýslu og/ eða alþjóölegrar stofnunar. Bankinn leitast viö aö hafa starfsfólk frá öllum Norðurlöndunum og vill nú hafa íslending á meðal þess. Skipulagsdeildin vinnur fyrst og fremst að: — Sundurgreiningu starfsgreina á sviði norrænn- ar verslunar og iönaðar. — Sundurgreiningu á verðlagi. — Skilgreiningu á landssvæðum þróunarríkja og hins opinbera. — Tengslum við opinberar norrænar stofnanir, stéttarfélög og hagsmunasamtök. Umsækjendur verða að geta tjáð sig í rituðu máli og hafa hæfileika til sundurgreiningar. Stööunni fylgja ferðalög innan Noröurlandanna. Umfang starfsins ræðst að nokkru leyti af hæfni og reynslu umsækjanda. Erlent starfsfólk NIB sem flyst til Finnlands er skattað samkvæmt sórstakri löggjöf og viö bjóö- um upp á góða félagslega aöstöðu. Bankinn hjálp- ar til viö aö útvega húsnæöi. Nánari upplýsingar veitir Knud Ross forstjóri í síma (358-0) 18001. Umsóknir ásamt launakröfu, meömælum og vott- oröum merktar „Utredningsmedarbeider" sendist fyrir 10. 4. 1983 til: Den Nordiske Investeringsbank Postboks 249 SF-00171 Helsingfors 17, Finland. Fræðsluþættir frá Geðhjálp Hvers vegna verða sumir „vonlaus tilfelliu? f fræðsluþætti Geðhjálpar 19. febrúar síðastliðinn svaraði Þór- unn Pálsdóttir spurningunni: „Hvenær er geðsjúklingur talinn vonlaus og hvað er þá gert?“ Þórunn benti réttilega á, að það er erfitt að setja ein ákveðin mörk þarna því Íögð er misjöfn merking í hugtakið vonlaus. Síð- an rekur Þórunn nokkuð þróun geðheilbrigðismála og sýnir fram á, að aðstaðan til að að- stoða einstaklinga með geðræn vandamál hafi batnað síðustu áratugina og um leið hafi líkurn- ar aukist á því að aðstoða ein- staklinga sem hafi dvalið lang- dvölum á geðsjúkrahúsum auk- ist. Þetta er allt satt og rétt hjá Þórunni, en mér finnst hún þó sleppa aðalatriðinu. Samkvæmt mínum skilningi er einstakling- ur með geðræn vandamál sem talinn er „vonlaus" eða „krónísk- ur“ dæmi um vanmátt og uppgjöf. Annars vegar er hægt að tala um að viðkomandi einstaklingur hafi af einhverjum ástæðum ekki haft krafta eða möguleika til að leysa sinn vanda og fest í sjúklingshlutverkinu. Þessu tengist hinn þátturinn, en það eru viðbrögð og stuðningur um- hverfisins. Nánasta umhverfi (oft fjölskylda) hefur ekki haft tíma, krafta, þekkingu eða vilja til að veita nægan stuðning. Þá tekur oft geðheilbrigðiskerfið við og þau svör sem það veitir þörf- um þessara manneskja eru oft mjög ófullkomin. Hér á eftir mun ég fjalla nánar um hvers konar svör geðheilbrigðiskerfið veitir þeim sem leita þangað. Hin hefðbundna geðlæknisfræði Það er auðvitað ekki hægt að koma allri ábyrgð á geðheil- brigði íslendinga yfir á meðferð- arstofnanir. Þær taka mest- megnis á móti einstaklingum sem eru meira eða minna komn- ir í strand með eigið líf. Þess vegna hlýtur að vera nauðsyn- legt að athuga hvaða aðstæður sá einstaklingur, sem leitar hjálpar, býr við, og hverju megi breyta þar til batnaðar. Oft er um að ræða vandamál i sam- skiptum við aðra; einangrun, fjárhagsáhyggjur, of mikla vinnu eða annað. Yfirleitt er um að ræða flókna víxlverkun marg- ra þátta þar sem t.d. margir ósigrar úti í lífinu auka ófram- færni. Óframfærnin eykur kvíða, spennu og einangrun. Erfitt get- ur verið að komast út úr þessum vítahring án aðstoðar. Svar ein- staklingsins við þessum erfiðu kringumstæðum getur t.d. verið áfengi, andleg eða líkamleg ein- kenni eða þá sambland þessara eða annarra svara. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að það er með nokkurri vissu hægt að segja fyrir um hvaða hópum fólks er mest hætt við að lenda i kringumstæðum sem geta leitt til geðrænna vandamála. Þetta eru t.d. einangraðir einstakl- ingar, þeir sem misst hafa ást- vini, skilið o.s.frv. Það er því al- veg ljóst að til eru ýmsar félags- legar aðstæður sem stuðla að þróun geðrænna vandamála. Það er lika jafn Ijóst, að viðbrögðin við þessum aðstæðum eru ein- staklingsbundin. Við fáum öll mismunandi uppeldi og það á sinn þátt i því að enginn per- sónuleiki er eins. Um leið skynj- um við og vinnum á mismunandi hátt úr upplýsingum og þeim að- stæðum sem við lifum við. Þol okkar og viðbúnaður er þannig misjafn. Hin hefðbundna geðlæknis- fræði heldur þvi fram, að geð- ræn vandamál séu sjúkdómur. Eins og aðra sjúkdóma, þá þarf að greina hann, þ.e. gefa þessari truflun í gangverkinu stimpil eins og taugaveiklun, geðveiki, psykopat eða annað sem greinir þessa einstaklinga frá „okkur hinum". Þessi greining er for- senda meðferðar. Heimurinn breytist og manneskjan með Áður en læknar og geðheil- brigðiskerfi yfirtóku þessa þjón- ustu á 19. öld, var talið að ein- staklingar með geðræn vanda- mál væru haldnir illum anda og þeir m.a. settir á hjól og því snú- ið I hring til að reka andann í burt. Þegar læknisfræðin fór að spreyta sig á þessu verkefni var m.a. reynt að fjarlægja þá heila- hluta sem talið var að yllu þessu undarlega atferli (þ.e. finna sjúkdóminn inni i líkamanum) þannig að viðkomandi varð oftast eins og viljalaust og til- finningalaust verkfæri á eftir. Um miðja þessa öld komu geð- lyf við alvarlegum geðrænum vandamálum. Þau gerðu það að verkum að ekki þurfti lengur að skera i heilann eða nota spenni- treyjur, heldur var hægt að halda niðri einkennunum með lyfjum. Um leið var hægt að halda stórum hópi fyrir utan geðsjúkrahúsin og útskrifa tals- verðan hóp sem áður var talinn ólæknandi. Á siðustu áratugum hefur svo aukist alls konar sam- talsmeðferð og meðferð á göngu- deildum og dagdeildum. Um leið hafa ýmsir aðrir hópar tekið virkari þátt i meðferð og endur- hæfingu, eins og t.d. sálfræð- mPASKAR . Sýningin hefst í dag, laugardaginn 19/3, 1983, kl. 15 Sýningartími næstu daga kl. 14-22. o t. ^ Y Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.