Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 „ ALLt i Lagi, pú fðtrS starfiðí 'A þinn 5tc&, sestu og byrjaku . •. " ást er ... ... að kaupa handa henni rósir í stað kon- ' fekts þegar hún er í megrun. TM Reg U.S. Pat Ott -all rlghts reserwd «1982 Los Angeles Times Syndicate Hvað er það sem ég sé, ertu komin með linsur? Með morgunkaffínu Augnlæknirinn verður tilbúinn eft- ir 15 mínútur, svo ég kom með þetta til þess að þú getir þá lesið eitthvað á meðan? HÖGNI HREKKVÍSI ,/heFURPU St& $KILTASAFHI£> hansT" Óshlíð. „En nú skulum við Ifta á hversu mjög suðvesturhorn landsins hefur farið halloka fyrir ofríki dreifbýlismanna undanfarin ár ef ekki áratugi. Þar sem dsmi skulum við nefna Reykjavík, sem er næst fámennasta þingmannakjör- dæmið og Vestfirði, en þar hefur ósóminn gengið hvað lengst. Er nú svo komið að þeir hafa fjórum sinnum fleiri þingmenn en þeim er hollt, skv. upplýsingum fróðra manna, enda er hægt að sjá það á Vestfirðingafjórðungi. Það er alveg hreinasta unun að aka vegina þar miðað við troðningana í kringum Reykjavík.“ Styð ykkur heilshugar í þessari jafnréttisbaráttu Ásgeir Jónsson, M.A., skrifar: „Ennþá einu sinni hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins farið af stað með jafnréttishugsjónir sínar. Þeir hafa margir hverjir uppgötvað að ef þeirra atkvæði vegi ekki jafn mikið og atkvæði vitavarðarins á Horni sé það skerðing á persónu- frelsi þeirra og auk þess sé hann settur a.m.k. einni skör hærra en þeir. Þeir sjá væntanlega líka hversu miklu meiri áhrif hann get- ur haft á landsmál öll með fjarhrif- um og auk þess sem hann stjórnar heilum vita. Þetta er það sem þeir hafa uppgötvað, að full jöfnun at- kvæða sé meira en æskileg, hún sé nauðsynleg. En þá er það stóra spurningin: Hvar er „báknið" sem stjórnar að- gerðum ríkisins staðsett, og hverjir eru það sem vinna við þessar stofn- anir? (Gettu þrisvar.) Og hvar skyldu fjölmiðlarnir vera staðsett- ir? (Gettu aftur þrisvar.) Ef menn geta svarað þessum spurningum rétt hljóta þeir að sjá að fullt jafnvægi atkvæða og póli- tískt jafnrétti er eitt og það sama En nú skulum við líta á hversu mjög suðvesturhorn landsins hefur farið halloka fyrir ofríki dreifbýl- ismanna undanfarin ár ef ekki ára- tugi. Þar sem dæmi skulum við nefna Reykjavík, sem er næst fá- mennasta þingmannakjördæmið og Vestfirði, en þar hefur ósóminn gengið hvað lengst. Er nú svo kom- ið að þeir hafa fjórum sinnum fleiri þingmenn en þeim er hollt, skv. upplýsingum fróðra manna, enda er hægt að sjá það á Vestfirð- ingafjórðungi. Það er alveg hrein- asta unun að aka vegina þar miðað við troðningana í kring um Reykja- vík. Og svo er heldur ekki sambæri- legt hversu læknisþjónusta er öll miklu betri þarna fyrir vestan. Svo ekki sé nú minnst á félagsmál ým- iskonar og skólamál. Og svona er þetta f öllum efnum; alls staðar hefur verið gengið á hlut lítilmagn- ans og hlutur Reykjavíkur verið fyrir borð borinn. Þetta má kenna þingmönnum Vestfjarða, já og öðrum dreifbýlis- þingmönnum, sem hafa ekki gert annað en að senda fjármagnið út á land sem Reykvíkingar þræluðu fyrir með súrum svita. Ég skil vel að þið þarna á suðvesturhorninu viljið fara að vernda frumburðar- rétt ykkar svo þið getið borið höf- uðið hátt næst þegar þið mætið dreifbýlismanni. Allir eru jú fædd- ir jafnir eins og margoft hefur ver- ið hamrað á og á þá alls engu máli að skipta hvar á landinu hann er fæddur, uppalinn eða búsettur. Hvað er nú til ráða? Hentugast væri fyrir ykkur að flytja allt heila klabbið, þ.e. alþingi, „báknið" og allt sem því fylgir, út á land svo þið getið einbeitt ykkur að því að kjósa þingmenn og þá mætti líka snúa þessu við, þannig að eitt Reykjavík- uratkvæði sé á við tvö til þrjú dreifbýlisatkvæði. Og það ætla ég að vona að þið reynið þessa leið til þrautar og það skuluð þið vita að ég styð ykkur heils hugar í þessari jafnréttisbaráttu." GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Það er garður beggja megin við húsið. Rétt væri: ... báðum megin við húsið. Eða: ... beggja vegna við húsið. Bílþeysan Friðrik Haraldsson skrifar: „Velvakandi. Landssamband íslenzkra akstursíþróttafélaga gefur ýms- ar yfirlýsingar í DV. þ. 15. þ.m., m.a. þær, að þeir, sem setja sig á móti keppnum sem þessari al- þjóðlegu rallkeppni, hafi ein- faldlega ekki kynnt sér reglur hennar. Það vill svo til, að þeir, sem hafa mest haft sig í frammi í fjölmiðlum gegn keppninni, hafa skoðað reglurnar mjög grannt. Samt sem áður skipta þær ekki megin máli í þessari umræðu, heldur hitt, að unnið er af meira kappi en forsjá að aukningu hinnar óþolandi óreiðu, sem ríkir hér fyrir og verið er að þenja þetta rallæði yfir allt landið án tillits til landsvæða eða annarrar um- ferðar. Það er ekkert undravert, þótt þeir, sem eru bundnir og blind- aðir af einhverju áhugamáli, sjái ekki lengra en rammi þess leyfir. Það er samt erfitt að botna í því, að þetta fólk vilji ekki skilja þau atriði, sem það hefur sjálft verið að klifa á í málflutningi sínum. Þar gefur m.a. að líta sannar staðhæf- ingar um óheft og eftirlitslaus ferðalög erlendra hópa og ein- staklinga í fádæma vel búnum farartækjum til að geta farið í sannkallaðar svaðilfarir á ís- landi. Svo leyfir LÍÁ sér að stað- hæfa, að þessar keppnir séu ekki verri landkynning en hvað ann- að. Það er óhætt að fullyrða hið gagnstæða og vel það. Þessar keppnir eru sambærilegar við þá verstu landkynningu — jafnvel verri — sem landið okkar hefur fengið og fær ennþá, en það eru myndskreyttar blaðagreinar í víðlesnum erlendum tímaritum um alls konar torfæru- og svað- ilfarir, þar sem lögð er áherzla á „frelsi" til athafna og óþrjótandi möguleika hérlendis. Á meðan við erum á engan hátt í stakk búin til að glíma við þann vanda, sem upp hefur komið ár hvert frá því að Smyr- ill hóf að venja komur sínar hingað og íslenzkar bílaleigur hafa leigt útlendingum jeppa í stórum stíl án nokkurra fyrir- vara um umgengnishætti og reglur, getum við á engan hátt stuðlað að auknum stjórnlaus- um átroðningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.