Morgunblaðið - 19.03.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983
27
Brynjólfur Gíslason
Selfossi — Áttræður
I dag, laugardaginn 19. marz,
eru liðin 80 ár frá því að í Meðal-
holtum í Gaulverjabæjarhreppi,
var í þennan heim borinn heiðurs-
maðurinn Brynjólfur Gfslason.
Hann er sonur hjónanna Krist-
ínar Jónsdóttur og Gísla Brynj-
ólfssonar frá Sóleyjarbakka,
Hrunamannahrepp. Systkinin
urðu alls 13, en 12 komust til full-
orðinsára.
Þegar Brynjólfur var 9 ára gam-
all flyst fjölskyldan að Haugi í
Gaulverjabæjarhreppi, sem var
heimili hans allt til ársins 1928.
Snemma byrjaði Brynjólfur að
vinna fyrir sér. Sjómennskunni
kynnist hann er hann 15 ára að
aldri, ræður sig i skipsrúm hjá
Páli formanni á Baugstöðum á 4ra
manna far. Alls urðu vertiðirnar 4
á þeirri fleytunni.
Þegar Flóaáveitan var undir-
búin var hann einn þeirra manna
er við það erfiða og stóra verkefni
unnu.
Árið 1923 réðist Brynjólfur sem
hjálparkokkur á togarann „Bald-
ur“ í eina vertíð. Þaðan fór hann
til náms í matreiðslu í Reykjavík,
sem hugur hans hafði þá lengi
staðið til.
Aftur var haldið til hafs, nú sem
matsveinn á enskum togara, en á
honum störfuðu nokkrir íslend-
ingar. Meðal skipverja var þá
Tryggvi ófeigsson, þá sem „fiski-
lóðs“.
Brynjólfur er síðan á ýmsum
skipum, undir skipstjórn Ólafs
Ófeigssonar. Á árinu 1929 kvænist
Brynjólfur ágætri konu, Kristínu
Árnadóttur, ættaðri frá Látalát-
um í Landsveit.
Börn beirra hjóna eru: Guðrún
Hulda, Árni og Bryndís. öll búsett
á Selfossi og eiga þau fjölda af-
komenda.
Fyrir átti Kristín dótturina
Þórunni M. Jónsdóttur, nú búsett í
Rvk. Kristín lést árið 1974.
Á Alþingishátíðinni á Þingvöll-
um árið 1930 var Brynjólfi falið að
annast matreiðslu í stóru veit-
ingatjaldi ásamt konu sinni. öðl-
Valfrelsi:
Stjórnarskrá-
in verði lögð
fyrir dóm
þjóðarinnar
aðist hann þar dýrmæta reynslu
sem stóð með honum í starfi hans
síðar sem veitingamaður.
Brynjólfur ræður sig árið 1930 á
togarann „Júpiter". Á því skipi
var hann í alls 12 ár sem kokkur.
Með skipið var þá aflaskipstjórinn
Tryggvi Ófeigsson, eða allt til árs-
ins 1940 er Bjarni Ingimarsson tók
við skipsstjórn.
Á þessum árum fékk ekki hver
sem var skipsrúm og því síður að
halda því, ef viðkomandi stóðst
ekki þær miklu kröfur sem gerðar
voru til togarasjómanna þess
tíma. En ekki þarf að efast um
skipsrúm Brynjólfs hafi verið vel
skipað og ekki höfð nein vettl-
ingatök á hlutunum i oft slark-
sömum veiðiferðum og siglingum.
Frá byrjun stríðs og allt fram á
árið 1942 sigldi Brynjólfur margar
ferðir með „Júpiter" til Englands.
Þá stóð hildarleikurinn á hafinu
milli hinna strfðandi aðila og var
oftlega engum hlíft, jafnvel ekki
friðsömum sjómönnum frá Is-
landi. Voru gerðar árásir að fiski-
skipum og þeim sökkt, stundum
með miklu manntjóni. Ekki er að
efa að slíkar ferðir hafa reynt
mjög á þolrifin í þeim mönnum er
í þær fóru.
Af sjómannsævi Brynjólfs eru
til ýmsar frásagnir sem ekki mega
falla í gleymsku, því ekki einasta
felst í þeim fróðleikur um kjör og
aðbúnað sjómanna og allrar al-
þýðu manna þessara ára, heldur
kemur einnig fram í þeim humor-
istinn Brynjólfur Gíslason.
Árið 1942 festir Brynjólfur kaup
á veitinga- og gistihúsinu
„Tryggvaskála" á Selfossi. Hann
rak, ásamt konu sinni, „Skálann",
sem svo er oft nefndur í hart nær
3 áratugi.
Var þar oft margt um manninn,
þvi fyrr á árum voru dagleiðir
styttri en nú og mikið um að fólk
gisti i „Skálanum" auk þess sem
kostgangarar voru margir.
Víst er að það þurfti stórhug og
áræði til að ráðast i atvinnurekst-
ur sem þennan. En með Kristínu
sér við hlið vann Brynjólfur upp
reksturinn, enda voru þau hjón
sem gustaði af.
„Tryggvaskála" seldi Brynjólfur
til Selfossbæjar árið 1974. Eitt
helsta áhugamál Brynjólfs og
tómstundargaman er hesta-
mennska. Er ekki komið að tóm-
um kofanum hjá honum ef út i þá
sálma er farið. I gegnum árin hef-
ur hann átt margan gæðinginn.
Má þar nefna „Gimstein",
„Hjálm" og „Perlu". Frá hrossum
hans eru komin kunn hestakyn.
Brynjólfur hefur áhuga á „spír-
itisma" og er fróður um það efni.
Hefur fullvissa hans um „að ekki
er allt sem sýnist á himni og jörð“,
komið honum vel á erfiðum stund-
um.
Hér að framan hef ég aðeins
stiklað á stóru i langri og um
margt viðburðaríkri ævi eins af
þeim mönnum sem elst hafa með
öldinni, manna er upplifað hafa
meiri breytingar en áður hafa
þekkst, ekki sem áhorfendur, held-
ur sem uppbyggjendur og þátttak-
endur í þeirri lifskjarabreytingu
sem við nú upplifum.
Ég kynntist Brynjólfi Gislasyni
fyrir aðeins fáum árum. Naut ég
gestrisni á heimili hans að
Tryggvagötu 16, er ég starfaði á
Selfossi um tíma. Var þá matur
ríflega framreiddur og oftar en
ekki var boðið upp á góðan vindl-
ing að málsverði loknum. Var þá
margt spjallað, og þó árin væru
mörg á milli okkar hefur Brynjólf-
ur til að bera þá manngerð að
kynslóðabilið margumrædda var
ekki til.
Brynjólfur hefur slikan per-
sónuleika, að hann lyftir honum
yfir meðalmennskuna og skipar
honum vissan sess meðal sam-
ferðamanna.
Þó árin sem lögð hafa verið að
baki séu jafn mörg og raun ber
vitni er viljinn enn sterkur og þó
hann hlaupi ekki eftir hrossum
um tún og engi eru enn kraftar í
kögglum og seigla i þeim þrek-
manni sem Brynjólfur er.
Brynjólfur kann þá list að segja
skemmtilega frá og veit ég, að ekki
er ég einn um að hafa gaman og
oft gagn af frásögum hans af ver-
aldarvafstri og góðum stundum.
Um leið og ég óska Brynjólfi til
hamingju með áttræðisafmælið,
vil ég þakka fyrir góð kynni sem
ég veit að munu haldast meðan
báðum endist líf og heilsa.
Jóhann Davíðsson
Guðni Jóhannesson
sjómaður — Níræður
Á morgun, 20. mars 1983, verður
Guðni Jóhannesson, sjómaður,
Reykjavík, níræður. Hann er
fæddur í Bolungarvík þar sem
hann ólst upp ásamt fleiri systkin-
um til 15 ára aldurs. Eins og þá
var títt hóf hann mjög ungur sjó-
mennsku með föður sínum og hélt
áfram á þeirri braut fram á full-
orðins aldur.
Frá Bolungarvík hélt hann til
ísafjarðar þar sem hann réðst til
starfa á Samvinnubátunum, sem
svo voru nefndir. Var hann þar við
sjómennsku um nokkurt árabil.
Um miðjan þriðja áratuginn flutt-
ist hann til Reykjavíkur og stund-
aði þar áfram sjómennsku, bæði á
bátum og togurum. Var hann með-
al annars í skipsrúmi hjá reynd-
um sjósóknurum og aflamönnum,
svo sem Guðmundi frá Tungu á
Freyju. Einnig var hann á ísleifi
með Guðmundi Þorláki. Þá var
hann einnig á togaranum Kára
Sölmundarsyni þar sem skipstjóri
var Aðalsteinn Pálsson og á línu-
veiðaranum Fróða með Steina
Eyfirðingi, sem kallaður var.
Eftir að hafa stundað sjóinn af
mikilli hörku og dugnaði um nokk-
urt árabil hóf Guðni störf í landi.
Hefur hann meðal annars minnst
sérstaklega vinnunnar á fiskplan-
inu upp af gömlu steinbryggjunni,
sem nú er horfin. Þá starfaði hann
hjá ísbirninum í sautján ár, þar
sem hann eignaðist marga góða og
trygga vini og hafa margir þeirra
haldið hópinn allt fram á þennan
dag. Guðni var hvarvetna, bæði í
starfi og í vinahóp, mjög vel lát-
inn. Hann hefur alla tíð átt því
láni að fagna að búa við góða
heilsu, starfsorku og bjartsýni.
Guðni Jóhannesson var vel mús-
ikalskur og spilaði meðal annars á
harmoníku, sérstaklega á sínum
yngri árum. Eins og áður hefur
komið fram var Guðni mikill
starfsmaður, bæði á sjó og landi.
Hann var einnig orðlagður fyrir
vandvirkni og dugnað. Til marks
um það má nefna að hann hlaut
sérstök verðlaun fyrir flatningu.
Ég held að óhætt sé að fullyrða
að Guðni Jóhannesson sé lifandi
staðfesting á því hve óréttlátt og
fráleitt það er þegar menn með
fulla lífsorku og starfsþrek eru
látnir hætta störfum þótt þeir
hafi náð eftirlauna aldri. Guðni
Jóhannesson er enn í fullu fjöri og
starfar enn þótt hann sé nú orðinn
níræður að aldri.
Guðni var kvæntur Svövu Lov-
ísu Jónsdóttur og eignuðust þau
sjö börn og eru sex þeirra á lífi.
Svava lést árið 1932. Nokkrum ár-
um síðar hóf hann sambúð með
Jónu Tómasdóttur og eignuðust
þau eitt barn.
Guðni dvelur nú á Hrafnistu I
Hafnarfirði og unir mjög vel sín-
um hag. Á afmælisdaginn, sunnu-
daginn 20. mars, mun Guðni taka
á móti vinum sínum að Siðumúla
35 milli kl. 15—18.
I tilefni afmælisdagsins langar
mig til að færa Guðna innilegar
árnaðaróskir og þakka honum
fyrir góða kynningu.
Elías Bjarnason
Leikarar úr
Nesjum sýna
Deleríum bú-
bónis í
Hafnarbíói
LEIKHÓPUR Ungmennafélagsins
Mána í Nesjum, sem gert hefur
stormandi lukku austur í Horna-
firði, sýnir Deleríum búbónis í
Hafnarbíói í Reykjavík klukkan 15
í dag. Níu leikarar taka þátt í sýn-
ingunni, en 17 manns hafa unnið
að uppsetningu leikritsins. Mána-
fólkið hefur sýnt Deleríum búbón-
is níu sinnum í Mánagarði og hafa
860 manns séð sýninguna, sem
þykir með afbrigðum gott.
Á FUNDI Valfrelsis að Hótel Borg
þann 12. mars sl. var eftirfarandi
ályktun samþykkt. „Valfrelsi
ályktar að stjórnvöldum beri
skylda til að leggja stjórnar-
skrármálið lið fyrir lið undir dóm
þjóðarinnar í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Árið 1944 var núverandi
stjórnarskrá lögð fyrir þjóðina
með þeim fyrirvara að þá þegar
yrði hún sett í endurskoðun og
sérstök stjórnarskrárnefnd mynd-
uð þar að lútandi. Nú, nær 40 ár-
um síðar, þegar endurskoðun er
lokið af stjórnarskrárnefnd,
ákveður Alþingi að stjórnarskráin
komi almenningi ekki við. Þessi
vinnubrögð eru líkust vinnubrögð-
um ráðamanna í vanþróuðustu
löndum heims. Valfrelsi hvetur
fólk til að vakna og koma í veg
fyrir að misvitrir atvinnupólitík-
usar virði vilja fólksins að vett-
ugi.“ Ályktunin var samþykkt
samhljóða.
SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN
Vinsælu svefnherberg-
ishúsgögnin eru nú
komin aftur í miklu úr-
vali.
Einnig geysigott úrval
af alls konar húsgögn-
um af ýmsum geröum.
Opiö 10—5
KM-
húsgögn,
Langholtsvegi 111,
sími 37010 — 37144.