Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 „ÞETTA er mjög áhugavert tilboö frá Gunzburg, en á þessu stigi get ég að sjálfsögðu ekkert sagt um máliö. Ég mun hugsa mig vel um og flana ekki aö neinu,“ sagði Kristján Arason FH, þegar honum var sagt frá því að forráöamenn V-Þýska handknattleiksliðsins Gunzburg vildi allt gera til þess að fá hann til liðs við sig. Forráöamenn félagsins fylgd- ust vel meö Krlstjáni í B-keppn- inni í Hollandi og eftir aö hafa ihugaö máliö mjög vel var ákveð- iö aö gera Kristjáni freistandi tll- boö, sem felst meöal annars í því aö hann fær verulega fjárupp- hæö viö undirskrift samningsins, frían bíi og frítt húsnæöi. Kristján stundar nú nám í viöskiptafræöi viö Háskóla íslands og fari svo aö hann sýni tilboðinu áhuga munu forráðamenn félagsins út- vega Kristjáni skólavist. Kristján Arason lék mjög vel meö landsliöinu í B-keppninni og var markahæsti leikmaður liösins í keppninni, skoraði 34 mörk. Kristján hefur veriö einn besti maður landsliösins á undanförn- um árum og jafnframt mesti markaskorarinn í íslenskum handknattleik. — ÞR. • Kristján Arason, handknattleiksmaður í fremstu röð. Janus vill koma til Islands og þjálfa hér PÓLVERJINN Januz Cherwinzky, sem þjálfaöi íslenska landsliöið ( handknattleik fyrir nokkrum ár- um, hefur lýst því yfir við stjórn HSI, aö hann hafi áhuga á að koma hingaö til lands í maí 1984 og taka að sér þjálfun landsliðs- ins eða íslensks félagsliðs, sagöi Júlíus Havstein, formaður HSI, f samtali við Mbl. í gær. Janus þjálfaöi landsliöiö er þaö náöi 4. sæti í B-keppninni í Austur- ríki 1977, og var einnig meö liöiö í hálfgeröum „brófaskóla“ fyrir A- keppnina í Danmörku áriö eftir er allt gekk á afturfótunum. Hann er nú yfirmaöur allra handknatt- leiksmála í Póllandi og engum blandast hugur um aö hann er snjall handknattleiksþjálfari, en tíminn veröur að skera úr um hvort hann á eftir aö þjálfa hér á landi á ný. Nettelstedt lýst gjaldþrota og Sigurður kemur heim Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni f V-Þýskalandi. — V-ÞÝSKA handknattleiksliðið Nettelsted hefur verið lýst gjald- þrota. Og liggur nokkuð Ijóst fyrir að liöið tekur ekki þátt ( deildar- keppninni í handknattleik á næsta ári. Liðið mun hinsvegar klára þá leiki sem það á eftir á keppnistímabilinu. Tveir (slend- ingar leika með Nettelsted, þeir Bjarni Guðmundsson og Sigurður Sveinsson. Sigurður Sveinsson er nú hættur hjá liðinu og mun halda til íslands strax í næstu viku og ganga þá til liðs við sitt gamla félag, Þrótt. Siguröur hefur átt í erfiðleikum meö aö fá greiöslur sínar frá félag- inu og setti fram kröfur sem ekki var gengiö aö og því ákvaö hann aö hætta. Bjarni Guömundsson mun hinsvegar leika út keppnis- tímabiiiö og þá mun hann taka ákvöröun um hvort hann kemur heim eöa veröur áfram úti. Bjarni hefur staöiö sig mjög vel með Nettelsted og getur valiö úr nokkr- um tilboöum frá 1. deildarliðum hér í landi. Nokkur lið í 1. deild hafa átt viö mikla fjárhagsöröugleika aö etja og varö eitt þeirra, Hannover, aö hætta keppni. Og nú er svo komið • Sigurður Svsinsson ksmur heim og leikur með Þrótti. aö nokkur liö í 1. deild hafa gert fjárkröfu á hendur Hannover vegna þess að liöin missa heima- leiki sína. Sum félögin hafa gert fjárkröfu aö upphæö 50 þúsund mörk. JG/ÞR • Eins og við sögðum (gær færði Eimskip Knattspyrnusambandinu veglegan styrk í fyrradag — 500.000 krónur. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, færir hér Ellert B. Schram, formanni KSÍ, ávísunina meö fyrrgreindi upphæð. Waterschei mætir Aberdeen: „Ekki útilokað að við komumst í úrslitin" - segir Lárus Guðmundsson hjá Waterschei Juventus mætir Lodz: „Ánægóur með dráttinn" - segir Trapattoni, þjálfari Juventus „ÉG HAFOI vonað að mótherjar okkar yrðu Lodz þannig aö ég verð aö segja aö ég er mjög ánægöur,“ sagði Giovanni Trap- attoni, þjálfari ítölsku meistar- anna Juventus, eftir að dregið var í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða í ZUrich í gær. Juv- entus mætir sem sagt pólska liö- inu Widzew Lodz, sem sló Liv- erpool út í síðustu umferð, en Real Sociedad leikur viö Ham- burger SV. „Öll liö sem komast í undanúrslit Evrópukeppni eru aö sjálfsögöu hættuleg, en ég held samt sem áö- ur aö þaö henti okkur best aö mæta Lodz nú.“ Hann sagöist heldur hafa kosiö aö leika fyrri leikinn í Póllandi, „en þaö er ekki hægt aö fara fram á allt“. Leikirnir fara fram 6. og 20. apríl. Eins og fram kom leika Juventus og Lodz fyrri leik sinn í Juventus, en Real Sociedad og Hamburger fyrri leik sinn á Spáni. Þess má geta aö Zbigniew Boni- ek, leikmaöur Juventus, lék áöur meö Lodz. „MÉR LÍST nú eiginlega ekksrt allt of vel á þetta. Þetta veröur mjög erfitt,“ sagði Lárus Guð- mundsson, knattspyrnumaður hjá Waterschei í Belgíu, í spjalli við Mbl. í gær, er hann var spurð- ur um dráttinn ( Evrópukeppn- inni, en Waterschei mætir skoska liðinu Aberdeen í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leikurinn veröur í Skotlandi og sagöi Lárus þaö kost fyrir Wat- erschei. „Þá vitum viö í hvaöa stööu viö verðum þegar viö leikum á heimavelli.” Lárus sagöi aö fyrst liðið væri komiö svona langt í keppninni, heföi hann alveg eins trú á aö þeir kæmust alla leiö í úrslitin, þaö væri ekkert útilokaö. í síöustu umferö sló Waterschei franska liöið Paris S.G. út úr keppninni, og „var þaö vægast sagt frábær leikur hjá okkur, þó ég • Lárusi Guðmundssyni l(st ekk- ert of vel á mótherjana ( næstu umferð. segi sjálfur frá,“ sagöi Lárus. „Ég fann mig ágætlega. Nokkur heppnisstimpill var á marklnu sem ég skoraöi en samt var þaö nokk- uö gott mark,“ sagöi Lárus. Hinn leikurinn í undanúrslitum keppni bikarhafa er vlöureign Austria Vin og Real Madrid og er fyrri leikurinn í Austurríki. Um helgina leika Lárus og félag- ar gegn Club Brugge á útivelli í deildinni, en liöin tvö eru jöfn í 4. sæti meö 31 stig. „Þaö veröur ör- ugglega hörkuleikur og ræöur sennilega úrslitum um þaö hvort liöiö nær fjóröa sætinu, en fjóröa liöiö kemst í UEFA-keppnina á næsta tímabili," sagöi Lárus. — SH (Knattspypna)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.