Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 9 ÖáaigiM Dmífi Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 186. þáttur Ég stenst ekki þá freistingu að birta eftirfarandi bréf, með miklu þakklæti: „Akureyri, 10. marz 1983. Heill og sæll, kæri Gísli. Ég les reglulega þætti þína um íslenskt mál í Morgunblað- inu. Ginnig hlusta ég á þáttinn „Daglegt mál“ í útvarpi. Alúð ykkar og þrautseigju við að leiðbeina okkur um meðferð tungunnar met ég afar mikils og þakka. Því miður getur stundum sett að manni ugg við lestur blaða og ekki síður við að hluta á útvarp og sjónvarp. Þar eru að gerast furðulegir hlutir. Þeir sem flytja mál sitt í tækj- um þessum, og ekki síst at- vinnumenn í þeirri grein, nota varla eignarfall orða, m.a. í samsettum orðum þar sem fyrri hluti útheimtir það. Nokkur dæmi frá liðnum vetri: Sogvirkjun, Steingrímstöð, við guðþjónustu, allsherjaátak, vegna eflingu, Suðvesturland til Breiðafjarðamiða og svo það allra nýjasta: Vegna komu Jó- hannes páfa (sjónvarp 6/3), út- varpdagskráin (sjónvarp 8/3) og frumvarp Albert Guð- mundssonar (sjónvarp 9/3). Hver sem hlustar á tæki þessi mun geta bætt hér við alltof mörgum orðum. Menn eru mjög sparir á stafina -r og -s þó þeir bruðli mjög með orð. Mér þykir þetta ákaflega leitt á að hlýða. Hins vegar brosi ég þegar sagt er „Vassgasshólar" og „knass-byrna“. Svo var það hraðmælsk og greinargóð kona (sunnud. 6/3) sem sagði frá ferð til Austur- landa. Hún notaði aðeins eitt lýsingarorð: „voðalegt". En til að auka fjölbreytni sagði hún „voða“. Ég skil ekki hvaða voða og voðalegheit t.d. fegurð get- ur haft í för með sér. En hitt var alvarlegra: Hún sagði allt- af „þú“ þegar ég hefði sagt „maður“. Dæmi: „Þú kemst ekki...“, „þú spyrð bara“, „þú færð ekki þetta eða hitt“. Kannski verður enskan tungumál barnabarna okkar. En verk ykkar málvöndunar- manna og svo þeirra er skrifa og tala mál okkar af smekkvísi er samt virðingarvert. Með kærri kveðju, Kristján frá Djúpalæk.“ Þrautseigja okkar, sem semjum þætti eins og þessa, jafnvel árum saman, er vissu- lega nokkur. En fyrst er þá að nefna til skýringar, að áhugi fjölda fólks er snarlifandi. Við erum í sambandi við góða menn um land allt. Það heldur okkur við efnið, ásamt eigin áhuga og þrákelkni. Bréf sem þetta, er hér birtist í upphafi, eru okkur ekki lítils virði. Fyrsta atriðið, sem Kristján frá Djúpalæk minnist á, er vandasamt. Ekki er þó þannig að skilja að ég velkist í vafa um eitt eða tvö s í orðum eins og þeim sem hann tilfærir: Sogsvirkjun, Steingrímsstöð, guðsþjónusta. En ég segi vandasamt vegna þess, að stundum búum við til stofn- samsetningar (af þolfalli) en ekki eignarfallssamsetningar, sbr. vogrek, hreppstjóri, akur- hæna, skipreika. Þá komum við að eignar- fallsendingum. Breiðafjörður heitir fyrir vestan, einn fjörð- ur, ekki firðir. Eignarfall af orðinu fjörður í eintölu er auð- vitað fjarðar, ekki fjarða, það er eignarfall fleirtölu. Þess vegna á að sjálfsögðu að segja Breiðafjarðarmiða. Hitt er bæði slappleiki i hugsun og máli. Fyrir löngu hefur fólk gert orðið latmæli að nokkurs konar samheiti fyrir málvillu. Menn nenna ekki að vanda framburð sinn, þykir það of fyrirhafnarmikið. Flestar svokallaðar hljóðbreytingar eru reyndar í frumeðli sínu latmæli. Kristján tók dæmi af mjög hvimleiðu eignarfalli, sem nú veður uppi; kvenkynsorð sem hafa sterka beygingu að réttu lagi, eru beygð veikt. Dæmi Kristjáns: vegna eflingu, í stað eflingar; önnur dæmi: til Kristínu í stað Kristínar, mað- urinn hennar Ingibjörgu, i stað Ingibjargar. Hinu hef ég, sem betur fer, kynnst miklu sjaldnar, að eignarfallsendingu væri hreinlega sleppt eins og í dæmum Kristjáns af Jóhann- esi og Alberti. Satt að segja hélt ég að þágufallsendingar væru í miklu meiri hættu en endingar eignarfallsins. Væri slíkt líka trúlegra, ef borið er saman við önnur tungumál. Góður starfsbróðir, löngu lát- inn, lét ekki vanta þágufalls- endinguna, og það þótt orð væru úr öðrum málum komin. Hann kvað á sínum tíma fyrir norðan: Bærinn er í uppnámi, arÍHtókrat á þeytingi. Axel Schiöth á afmæli, uppi er flagg á Hoephneri. Málfátækt er mikið áhyggjuefni. íslensk tunga er svo rík af margs konar áhersluorðum, að engum er af- sökun í því að nota aðeins voðalegt eða styttinguna voða. Ef menn kunna ekki sitt eigið tungumál með fjölbreytni þess og blæbrigðum, er enn meiri hætta á að önnur tungumál fylli með einhverjum hætti í skarðið. Þessi sama mann- eskja og notaði eitt lýsingar- orð, talaði eins og enskumæl- andi maður sbr. notkun henn- ar á persónufornafninu þú. Það er hins vegar úr frændmálum okkar annars staðar á Norðurlöndum komið, „aula-júið“ svonefnda sem margir troða hér og hvar inn 1 setningar að óþörfu og til lýta. „Látið þið hann í friði, þetta er jú maðurinn minn,“ sagði kon- an. Jú-inu er ofaukið. Ef okkur þykir betra að lengja málið, má setja þarna reyndar, en það er alveg óþarft og slævir stílinn fremur en hitt. P.s. Mér þótti undarlega til orða tekið í fréttum útvarpsins 6. þ.m. Sagt var að deilur hefðu orðið á Búnaðarþingi „um út- flutningsmál hrossa“. Ég hefði sagt: um útflutning hrossa. Hrossin eru í þessu sambandi algerir þolendur. Það er mál- efni sem menn verða að fjalla um, og geta auðvitað deilt um, hvort selja eigi íslenska hesta úr landi eða ekki. Hafnarfjöröur Til sölu m.a. Reykjavíkurvegur 2ja herb. nyleg íbúö f fjölbýlis- húsl. Suöur svalir. Verö 850—900 þús. Öldugata 3—4ra herb. aðalhæð í tvíbýl- ishúsi. fbúöin er nýstandsett. Verö kr. 1 mlllj. Suöurgata 3ja herb. aöalhæö í tvíbýlishúsi. ibúöin er nýstandsett. Verö kr. 1 millj. Strandgata 3ja herb. íbúö um 80 fm f eldra steinhúsi í miöbænum. Verö kr. 800—850 þús. Sléttahraun 2ja herb. góö endafbúö á 1. hæö í fjölbýlishúsi. Bílskúr fylg- Ir. Verö kr. 900—950 þús. Smárahvammur Einbýlishús ó tveimur hæöum alls 230 fm. Fallegt útsýni. 1100 fm byggingarlóö ó góöum staö ó Alftanesi. Opiö í dag 1—4 FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 - S: 50764 VALGEIR KRISTINSSON, HDL. Allir þurfa híbýl ★ Sérhæö Kópavogur Giæsileg efri sérhæö viö Digranesveg. Tvær stofur, 3 svefnherb. eldhús, þvottur og baö, arinn f stofu. Mikiö útsýni. Bflskúr. ★ Hvassaleiti 4ra herb. Mjög góö fbúö, stofa, 2—3 svefnherb., eldhús og baö. Snyrtileg sameign. Bílskúr. Ákv. sala. ★ Eskihlíö Glæsileg 5 herb. íbúö á 2. hæö. 2 stofur, 3 svefnherb. Eldhús og baö. Kælir f íbúöinni. Skipti á 3ja herb. fbúö í nógrenninu. ★ Kaplaskjólsvegur — 5 herb. Endaíbúö. Stofa, 4 svefnherbergi, eldhús og baö. Útsýni. Ákv. sala. ★ Laugaráshverfi Nýleg glæsileg 5 herb. 135 fm sérhæö. fbúöin er 3 svefnherb., tvær stofur, eldhús og baö. Allt sér. ★ í smíðum 2 íbúöir f nónd viö Borgarspítalann. Afh. fokheidar eöa lengra komnar. ★ Engihjalli Góö 3ja herb. íbúö. Stofa, 2 svefnherb., eldhús og baö. Fallegar innréttingar. Mikil sameign. Akv. sala. Sölumaöur svarar í síma 45625 í dag. HÍBÝU & SKIP Sölustj.: Hjörlsifur Garóastræti 38. Sími 2S277. Jón Ólafsson 4 } MARKAflSÞJÍNUSTAN A # ♦ Opiö 1—4 V ♦ ♦ t ♦ ♦ Kópavogur — Vantar Viö leitum aö sérhæö eöa húsi meö bílskúr eöa bílskúrsrétti fyrir mjög góöan kaupanda. Glæsileg 3ja herb. meö bílskýli getur oröiö hluti af greiöslu. Goöheimar — sérhæð Mjög rúmgóö 160 fm sérhæö meö 2 aðgreindum stofum og 3—4 stórum svefnherb. Góöur Sólheimar — raöhús Ca. 200 fm alls ó 2 hæðum. Inn- byggöur bílskúr. Makaskipti möguleg á góörl 4ra herb. íbúö á 1. hæð. Verö 2,4—2,5 millj. ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ^ bílskúr. Verð 2,3—2,4 mlllj • Ml'iiiiUllrf A 26933 26933 OpiðídagH—16. Álfheimar — parhús Eigna markaðurinn Hatnarstræti 20. sími 26933 (Nyja husinu við Lækjartorg) A A A A 150 fm ibúð á tveimur hæöum sem skiptist í 4 svefnherb., tvær stofur. Allt sér. Bílskúr. Glæsileg eign. Tunguvegur — raðhús 140 fm raöhús sem skiptist í 3 svefnherb., ein stofa. Góð eign. Hvassaleiti 90 fm jarðhæö í þríbýlishúsi. 2 svefnherb., 2 stofur. Ca. 20 fm upphitaö geymslupláss. Kambsvegur 100 fm risíbúö, 2 svefnherbergi, 2 stofur. Svalir. Góð eign. Kóngsbakki 80 fm góö íbúð á 1. hæö. 2 svefnherb., ein sfofa. Góö eign. Vantar A Raöhús í Árbæ eða Hafnarfirdi. Fjársterkur kaupandi. 3ja til 4ra herb. íbúð í Fossvogi eða Háaleitisbraut og allar góðar eignir á söluskrá. Einkaumbod fyrir Aneby-hús á isiandi. tcS A &*£*£*£*£*£*£*£*$»£*£*£*£*£«3 SIMAR 21150-21370 S01USTJ LARUS Þ VALOIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HOL Til sölu og sýnis auk annarra elgna: Úrvalsgott raöhús í Neöra-Breiöholti Við Réttarbakka Samt. um 215 fm. Innréttingar og allur búnaöur húss- ins er mjög vandaöur. 5 svefnherb., innb. bflskúr. Ræktuö lóö. Glœai- logt útsýni. Teikning og nánarl upplýsingar é skrifstofunni. Stór og góö skammt frá Landakoti 5 herb. íb. um 120 fm á 3Ju hæö í þríbýlishúsi. Nokkuö endurbætt. Rúmg. geymsla í kjallara og 14 Im gott fbúöarherb. Stór eignarlóö, ræktuö. 6 herb. íbúö viö Asparfell í háhýsi um 136 fm. 4 rúmg. svefnherb., Sér Inng. af svölum. Bflskúr. Fullgeró sameign. Frábært útsýni. 5 herb. íbúö viö Nökkvavog A hæð og í rlsi í tvíbýllshúsi. Sér inng., danfosskerfi, bílskúr, stór trjágaróur. 2ja herb. íbúöir viö: Bragagötu í kj. um 60 fm. Sér hlti. Samþykkt. Stór og góó. Jöklasel 1. hæö, 70 fm f enda. Úrvals fbúö, fullbúin undir tréverk. Sér þvottahús, fullgerö sameign. Til afh. nú þegar. 3ja herb. íbúöir við: Barmahlíó í kj. um 85 fm, stór og góó, sér inng. Nokkuó endurbætt. Sigtún í kj. um 75 fm, nýtt eldhús, nýtt baö. Sér hltl. Laus 1. maí nk. Hraunbæ 2. hæö 87 fm, stór og góð. Rúmg. herb. í kj. fylglr. Melgeröi Kóp. efri hæö f tvíbýtl um 95 fm. Stór og góö, stór bflskúr. Glæsllegt lóð, frábært útsýnl. 4ra herb. íbúöir viö: Barmahlíó 2. hæö 120 fm, ný eldhúsinnréttlng, nýtt gler. Sér hiti. Bíl- skúrsréttur. Skipasund þakhæó, 90 (m, sér hltl, sér þvottahús. Bílskúrsréttur. Hratnhóla 4. hæó í háhýsl 90 fm. Mjög góö, útsýni. Skammt fró Landspítalanum Vel byggt steinhús, tvær hæólr og kjallarl. Grunnflötur um 100 fm. Getur verðir þrjár íbúöir. Hentar ennfremur sem verslurar- og/eöa skrlfstofu- húsnæói Teikning á akrifstofunni. Seljendur athugiö: Höfum á skrá fjölda fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaakipti, þar á meöal óskast sérhasöir i skiptum fyrlr einbýllshús, svo og einbýlishús f skiptum fyrlr sérhæðir eóa raöhús. Allar upplýsingar trúnaöarmál. Opiö í dag laugardag kl. 1—5. Lokað á morgun sunnudag. LAUGAVEGI18SÍMAR21150-2j AIMENNA FASTEIGNASAl A"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.