Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 7 Kaffihlaðborð Glæsilegt kaffihlaðborð veröur í félagsheimili Fáks á morgun sunnudag. Húsið opnað kl. 14.30. Fákskonur. SÆKIÐ NORRÆNAN LYÐHASKOLA í Danmörku Norræn mál, hljómlist, sund. Bjóöum einnig handíöir s.s. vefnað, málun, þrykk, spuna, 6 mán. 1/11—30/4, 4. mán 3/1 —1/5. Lágmarksaldur 18 ár. Skrifið eftir stundatöflu og nánari upplýsing- um. Góöir námsstyrksmöguleikar. Norrænn ungdómur heldur saman. Myrna og Carl vilbæk. UGE FOLKEH0JSKOLE DK-6360 Tinglev, tlf. 04 64 30 00 Hafa-baöskáparnir úr furu eru komnir aftur. Fást í 3 litum. VALD. POULSEN f Suðurlandsbraut 10. Sími 86499. Innréttingadeild 2. hæð. Daihatsu bflamarkaður Opiö í dag kl. 1- -5 árg. km litur verð Daihatsu Charade XTE-Runabout 1982 17.000 vínr. met 165.000 Daihatsu Charade XTE-Runabout 1982 20.000 silfurblár 160.000 Daihatsu Charade XTE-Runabout Autom 1982 5.000 beige 175.000 Daihatsu Charade XTE-Runabout Autom 1982 11.000 vínrauður 170.000 Daihatsu Charade XTE-Runabout 1981 17.000 vínrauður 170.000 Daihatsu Charade XTE-Runabout 1981 28.000 silfurgrár 140.000 Daihatsu Charade XTE-Runabout 1980 41.000 vínrauður 115.000 Daihatsu Charade XTE 5 dyra 1981 15.000 vínrauður 145.000 Daihatsu Charade XG 5 dyra 1981 15.000 vínrauður 140.000 Daihatsu Charade XTE 5 dyra 1980 23.000 kremgulur 125.000 Daihatsu Charade XTE 5 dyra 1980 30.000 kremgulur 115.000 Daihatsu Charade XTE 5 dyra 1980 43.000 vínrauður 110.000 Daihatsu Charade XTE 5 dyra 1980 45.000 blár met 110.000 Daihatsu Charmant 1600 LE 1982 15.000 beige 215.000 Daihatsu Charmant 1300 LE 1982 7.000 beige 185.000 Daihatsu Charmant 1400 1979 23.000 blár 100.000 Daihatsu Charmant 1400 1979 28.000 blár 85.000 DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23. S. 85870 — 81733 ögbirtingablaó Gefið út samkvænit lögum nr. 64 I6. des. 1943 Miflvikudaginn 16. mars 1983. Óvenjuleg lausn Því hefur lengi verið haldiö fram af forystusveit Alþýöubandalagsins að flokkur hennar sé laus úr öllum tengslum við heimskommún- ismann, miða flokksbroddarnir gjarnan við innrás herja heims- kommúnismans í Tékkóslóvakíu í águst 1968 og segja að hún hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Aðrir hafa dregið réttmæti þessara staðhæfinga í efa og um þetta atriði hefur löngum verið deilt innan Alþýðubandalagsins og utan. Nú hefur þessari deilu verið vísað til skiptaráðandans í Reykjavík meö næsta óvenjulegum hætti. Forvitnileg erfðaskrá Frá því hefur verið greint, fyrst í Lögbirtingar- blaðinu og síðan í Morgun- blaðinu í gær, að Sigurjón heitinn Jónsson hafi í arf- leiðsluskrá mælt fyrir með þessum hætti: „Eignarhluti minn í húseigninni Bolla- götu 12, Reykjavík, skal verða fræðslu- og menning- arstofnun á vegum Sam- einingarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, og starfi jafnan í anda sósíal- ismans, eins og hann er túlkaður af aðalhöfundum hans, Marx, Engels og Lenin.“ Erfðaskráin er gerð 19. apríl 1%1 og þar er mælt svo fyrir, að verði Samciningarflokkur al- þýðu, Sósíalistaflokkurinn, lagður niöur, eða klofni hann í fleiri flokka, .„starfl stofnunin jafnan undir stjórn þess flokks, sem skipar sér í hina alþjóðlegu fylkingu marxísk-lenín- ískra flokka og er viður- kenndur af henni." Erfðaskráin er birt í Lögbirtingarblaöinu til að hver sá, sem telur til arfs samkvæmt henni eða ákvæðum laga um lög- erfðarétt geti gefið sig fram við skiptaráðandann í Reykjavík. Verður fróðlegt að hafa fregnir af því, hvaða aðilar telja sig falla innan þessarar erföaskrár og njóta nægilegrar viður- kcnningar hjá handhöfum viðurkenningarvalds í nafni heimskommúnism- ans, húsbændunum í Kreml. Rök Alþýðu- bandalagsins Hér skulu tíunduð nokk- ur rök sem valdamennirnir í Alþýðubandalaginu gætu fært fram því til stuðnings, að þeir og flokkur þeirra sé réttur eigandi eignarhluta Sigurjóns Jónssonar í Bollagötu 12. 1. A sögulegum stundum og landsfundum er þess jafnan minnst að þráður- inn sé „óslitinn" frá Kommúnistaflokki íslands um Sameiningarflokk al- þýðu, Sósíalistaflokkinn, til Alþýðubandalagsins. Stofnendur Kommúnista- flokksins 1930, þeir Brynj- ólfur Bjamason og Einar Olgeirsson, eru enn í dag lærimeistarar alþýðu- bandalagsins í fræðum þeirra Marx, Engels og Lenins. 2. í stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins stendur: „Markmið sósíalismans er að breyta umhverfi og til- veruskilyrðum mannsins í það horf aö þau leyfl al- hliða þroska mannlegra hæfileika, eða eins og það er orðað í sígildri skilgrein- ingu þeirra Marx og Eng- els: Sósíalisminn er þjóð- félag þar sem frjáls þróun einstaklingsins er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildar- innar." I>etta markmið sósíalismans er markmið Alþýðubandalagsins. 3. Sumarið 1980 þegar verkamcnn í Gdansk hófu mótmæli gegn ofrfki kommúnista og pólska stjórnkerflnu, ritaði Kjart- an Ólafsson varaformaður Alþýðubandalagsins, for- ystugrein í bjóðviljann, þar sem hann hvatti þá til að vera trúir hugsjónum Len- ins. 4. í ræðu sem Ólafur R. Grímsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalags- ins, flutti á landsfundi flokksins í nóvember 1980, þegar Svavar Gestsson var kjörinn formaður, sagði hann meöal annars: „Sú staðreynd að sterkasta hugsjónaákall verkalýðs- stéttarinnar (Kommúnista- ávarpið innsk. Mbl.) og grundvallarritgerð is- lenskrar sjálfstæöishreyf- ingar (hugvekja Jóns Sig- urðssonar innsk. Mbl.) voru samin fyrir röskum 130 árum, sýnir okkur hve lengi tveir höfuðþræðir okkar stefnu hafa legið saman í tímans rás... Þótt verkalýösstéttin hafi brotið margan hlekkinn, sem Marx og Engels vísuðu til við lok kommúnLstaávarps- ins, og yflr 100 þjóðríki hafi verið stofnuð í öllum heimsálfum á undanforn- um áratugum, þá er alþjóö- legt drottnunarvald auðs- ins enn svo magnað, að verkefnin á okkar tímum eru bæði brýn og efniviður mikilla örlaga." 5. í ágúst 1981 var Svav- ari Gestssyni boðið til Moskvu og var staðið þannig að þvi boði, aö hvorki íslcnska utanríkis- ráðuneytið né sendiráð ís- lands í Moskvu komu þar nærri, þótt Svavar léti eins og um opinbera ráðherra- heimsókn hafl verið að ræða. Aldrei hefur verið skýrt frá því svo fullnægj- andi sé, hverjir voru hinir raunvcrulegu gestgjafar Svavars. I>egar hann var viðskiptaráðherra (vetur- inn 1978—79) og umræð- urnar um olíuviðskiptin við Sovétríkin urðu sem mest- ar, neitaði Svavar staðfast- lega að fara til Moskvu og ræða um olíuverðið, jafnvel lét hann ekki undan hvatn- ingu meöráðherra sinna sem buðust þó til aö fara með honum. Skiptaráðandi úrskuröar Samkvæmt frestinum í innköllun skiptaráðanda hefur Alþýðubandalagið 4 mánuði til að gera upp við sig hvort það gerir tilkall til hluta af umræddri húseign í samræmi við hin lögmætu skilyrði hins látna. Þaö kemur á hinn bóginn í hlut skiptaráðanda að úrskurða, hvort Alþýöubandalagið „skipar sér í hina alþjóð- legu fylkingu marxísk-len- ínskra flokka “ og er viður- kennt af húsbændunum í Kreml. Aukin þjónusta — nýtt útibú Höfum opnað nýtt útibú að Engihjalla 8 Til aö geta þjónaö betur hagsmunum Kópavogsbúa höfum viö opnaö útibú í rúmgóöu húsnæöi meö næg bílastæði í austurhluta Kópavogs. Þetta ætti aö tryggja viðskiptavinum Sparisjóösins aukna og betri þjónustu. ® SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS Digranesvegi 10. Sími 41900. Engihjalia 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.