Morgunblaðið - 19.03.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.03.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 5 Vestfirðir: Almennir stjórnmála- fundir að hefjast Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum hefur ákveðið að efna til almennra stjórnmálafunda, vítt og breitt um Vestfirði. Á fundina munu mæta efstu menn á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum og flytja stuttar fram- söguræður. Þeir eru: Matthías Bjarnason alþingismaður, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður, Ein- ar K. Guðfinnsson útgerðarstjóri, Hilmar Jónsson sparisjóðsstjóri og Engilbert Ingvarsson formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum. Fundirnir verða öllum opnir. Upphaflega var fyrirhugað að fyrsti fundurinn yrði á Flateyri í gærkveldi, en vegna ófærðar varð ekki af honum. Einnig varð að fresta fundi sem vera átti á Þing- eyri í dag, en fyrsti fundurinn verður haldinn í Súðavík í dag, laugardag, og hefst hann kl. 14.00. Þá verður fundur á Hótel ísa- firði annað kvöld klukkan 20.30. Á mánudag, ef færð leyfir, verður fundur í samkomuhúsinu á Suður- eyri kl. 20.30. og í Bolungarvík næstkomandi fimmtudag, klukkan 20.30 og verður fundurinn í Verka- lýðshúsinu. Þá verða fundir haldnir á eftir- töldum stöðum og verða þeir aug- lýstir nánar sfðar: Bíldudal, Tálknafirði, Patreksfirði, Birkim- el, Reykhólum, Hólmavík og Drangsnesi. FrétUtilkynning. Fjögur skip seldu í Þýzka- landi í vikunni FJÖGUR íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis í þessari viku. öll skip- in seldu í Þýzkalandi. í næstu viku er fyrirhugað að fimm skip selji afla sinn í Þýzkalandi. Á mánudag seldi Vigri RE 244,6 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 4.3%.000 krónur, meðalverð 18,00. Sama dag seldi Sveinborg GK 123 lestir í Cuxhaven. Heildar- verð var 2.115.600 krónur, meðal- verð 17,18. Á þriðjudag seldi Bergvík GK 160,4 lestir í Cux- haven. Heildarverð var 2.595.600, meðalverð 16,18. Þá seldi Ýmir HF 144,6 lestir í Bremerhaven á föstu- dag. Heildarverð var 2.194.700 krónur, meðalverð 15,18. Athugasemd frá SAÁ VEGNA frétta um að forráðamenn söfnunar SÁÁ hafi farið vestur um haf í þeim tilgangi að fá leikkonuna Lindu Gray til að koma hingað í til- efni söfnunarinnar, vill stjórn SÁÁ taka fram eftirfarandi: Hugmynd þessarar ferðar er að athuga áhuga íslendinga vestan- hafs á að leggja söfnuninni lið. Auk þess vaknaði sú hugmynd að fá einhvern frægan aðila vestan- hafs, sem tengist áfengisvanda- málinu, til að koma hingað til að lífga upp á söfnunina og skemmta landsmönnum í sjónvarpsþætti, sem SÁÁ mun sjá um í sjónvarp- inu laugardaginn 9. apríl. Nafn leikkonunnar Lindu Gray hefur verið nefnt sem og fleiri nöfn. Kostnaður vegna þessarar ferð- ar verður ekki greiddur af því fé, sem kemur inn í söfnuninni, né heldur hugsanlegur kostnaður af hingaðkomu erlends aðila. Þennan kostnað greiða aðrir aðilar, inn- lendir og erlendir. I dag frá kl. 10.00 —16.00 ClERA Víkingur- Breiðablik í leiktækjunum: íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaknattspymu keppa í Siera leiktækjunum gegn Handknattleiksliði Víkinga körlum í dag kl. 13.30 Fermingarböm: Væntanleg fermingarböm fá afhent sérstakt afsláttarkort á vörum frá Hljómbæ. Kynnunr^söiss^ Bíltæki “83 Við kynnum nýju línuna frá Pioneer í bíltækjum. Að sjálfsögðu verða nokkrir Pioneer gæðingar á bílastæðinu. Sýnum nýju línuna í Jamo „Power“ hátölurunum Laserdiskurínn: Bylting í plötum og spilurum kalla menn Laserdiskinn sem veröur til sýnis Gestir fá afhenta númeraða miða sem dregið verður úr — og vinningshafi fær að leika við sigurvegarann úr leiktækjakeppninni — og hlýtur Pioneer ferðatæki í verðlaun ef hann vinnur. ©p»° SHARP Orbylgjuofna- kynning: Ólöf Guðnadóttir kynnir SHARP örbylgjuofna — og gestir fá að smakka gæði gúllas og köku sem bökuð er á staðnum. —k ,\o<as MUNIÐ HLJÐMBÆR GJAFAVORUR á Hótel Esju — hún lumar á ýmsu. Veitingar: Við bjóðum gestum okkar Pepsi Cola og Jumbó pizzur og samlokur. HUÐM'HEIMIIIS'SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.