Morgunblaðið - 19.03.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983
15
Kaup Videyjar
fagnaðarefni
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Davíð Oddsson, sagði á borgar-
stjórnarfundinum á fimmtu-
dagskvöld, þar sem kaupin voru
staðfest, að það væri merkur áf-
angi og fagnaðarefni að Reykja-
víkurborg eignaðist Viðey. Kvaðst
hann sannfærður um að þessi
kaup ættu eftir að reynast
Reykjavíkurborg og Reykvíking-
um vel. Viðey væri sérstök í sög-
unni og nátengd menningu og trú-
arlífi þjóðarinnar og einnig tengd-
ist hún upphafi atvinnusögu
landsins. Á eyjunni sagði Davíð
vera kjörið útivistarsvæði, sem
engan ætti sinn líka í nágrenninu
og ef vilji Reykvíkinga síðar meir
stæði til þess að byggja í Viðey, þá
væri þar mjög hentugt bygg-
ingarland og hægt væri að koma
þar fyrir verulegri íbúðarbyggð,
auk útivistarsvæða. Frá Gufunesi
eru aðeins 650 metrar út í Viðey
og talið er að gera megi þangað
akstursleið. Ekki þyrfti mikið til
að koma eyjunni í vegasamband
við borgina, þannig að auðveldlega
mætti tengja þar framtíðarbyggð
við aðra borgarhluta, ef hugur
manna stæði til þess í framtíðinni.
Landið væri verðmætt og hentugt
til útivistar og gæti borgin nú gert
Viðey aðgengilegri fyrir borg-
arbúa, ræktað eyjuna upp og gert
betur úr garði en nú er. Landa-
kaup hefðu hingað til verið borg-
inni til mikillar farsældar og
sagðist hann búast við að svo yrði
einnig nú.
í málflutningi þeirra borgar-
fulltrúa, meirihluta og minni-
hluta, sem til máls tóku í borgar-
stjórn, kom einnig fram ánægja
með kaup borgarinnar á Viðey og
sögðu borgarfulltrúarnir að það
væri mikill ávinningur fyrir
Reykjavíkurborg að eignast nú
eyjuna. Þetta væri stórt skref og
voru borgarstjóra og embættis-
mönnum þeim, sem að málinu
stóðu, færðar þakkir.
Byggð í Viðey
í framtíðinni?
Að lokum má til gamans geta
þess, að ef miðað er við sama
þéttleika byggðar í Viðey og er á
hinu nýja byggingarsvæði borgar-
innar við Grafarvog, sem er 12
íbúðir á hvern hektara, myndu
rúmast nálægt 1900 íbúðir í eyj-
unni, ef reiknað er með að allt
land borgarinnar þar yrði nýtt
undir íbúðarbyggð. Raunar má
telja þann kost mjög ólíklegan,
miðað við orð borgarstjóra um að
útivistarsvæði muni skipa stóran
sess í eyjunni. En ef áfram er
haldið og athugað hve margir
myndu geta átt heimili sitt í Við-
ey, í samræmi við fyrrgreindar
forsendur og ef áfram er miðað við
Grafarvogssvæðið, þá myndu
rúmlega 6600 manns geta búið í
Viðey, sem er um 10% fleiri en
koma til með að búa í hinni nýju
Grafarvogsbyggð.
Fjölbrautaskól-
inn í Breiðholti:
Fundur um
samstarf skól-
ans við iðn-
aðarmenn
FÉLAG áhugamanna um Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti heldur
aðalfund sinn í Fjölbrautaskólan-
um við Austurberg mánudaginn
21. marz og hefst hann klukkan
20.30.
Á fundinum verða venjuleg að-
alfundarstörf og lagabreytingar,
en síðan verður rætt um samstarf
'æknisviðs skólans við iðnaðar-
menn. Frummælandi verður
Magnús Geirsson, formaður Raf-
iðnaðarsambands íslands og Þor-
steinn K. Guðlaugsson, kennari á
tæknisviði skólans.
Den Tibetianske Maske
— eftir Helle
Stangerup
Helle Stangerup hefur getið
sér töluvert orð fyrir allvandað-
ar og spennandi afþreyingasögur
sínar, sú hin fyrsta var Grav-
skrift for Rödhette 1967 og síðan
hefur hún skrifað sex bækur að
Den Tibetianske Maske meðtal-
inni, sem er nýkomin út hjá
Gyldendal. Þar segir frá tvenn-
um hjónum, sem eru á ferðalagi
í Thailandi og hyggjast nú fara
með lest niður eftir skaganum til
Singapore. í Thailandi festir
Lennart kaup á mjög óhugnan-
legri gamalli grímu, sem er sögð
vera frá Tíbet komin og mörg
hundruð ára gömul. Henni fylgir
hryllingur og dauði, að því er
sagt er. Það virðist ganga eftir,
því að válegir atburðir fara að
gerast, þegar hjónin leggja af
stað áleiðis til Singapore,
þriggja sólarhringa ferð með
lest. óhugnaður og skelfing er
magnað upp svo að sannfærandi
er og Helle Stangerup er leikin
að ná fram andrúmslofti sem er
hlaðið yfirvofandi dauða og
hryllingi. Lyktir verða þær að
Lennart verður hinum eigin-
manninum að bana. En það eru
Jóhanna Kristjónsdóttir
kannski áhrif frá grímunni?
Lennart var sjálfur í þann veg-
inn að farast, en kona hans telur
sig bjarga honum með því að
gera kaup við hinn eiginmann-
inn og skenkir honum grímuna.
Og þar með hefur hún bjargað
manni sínum en hinn hlýtur að
deyja. Eða hvað?
Sögulokin sem Helle Stanger-
up vinnur af kúnst og kænsku
koma á óvart að mörgu leyti, þau
koma einnig heim við það sem
við viljum trúa — galdur grím-
unnar og máttur er þá kannski
bara plat thailenzkra kauphéðna
eftir allt saman. Það færi betur.
Og kannski er það þannig. Og þó.
Við getum valið úr þeim lausn-
um sem við viljum og það er
bara kostur.
Það er stemmningin og at-
burðarásin sem er aðal Helle
Stangerup, persónusköpun
skeytir hún lítt um og ástæður
alls þess sem fer að gerast skipta
hana engu, svo að hér er ekki
hægt að segja að djúpt sé farið.
En því skyldi það vera nauðsyn-
legt í afþreyingabók.
Bílasýning
Nú breytir Ford um svip
Viö sýnum í fyrsta skipti á íslandi
FORD
SYNUM EINNIG:
Ford Fiesta — Escort
— Taunus
Sprite
fra verksm
Vifilfelli.
Og svo er alltaf
heltt kaffi a könn-
Opiö laugardag og sunnudag frá kl. 10—17.
SVEINN EG/LSSON HF
SKEIFUNNI 17
SÍMI85100