Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK 65. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verðstríð á olíu enn fyrir hendi - segir Al-Saud, bróðir Fahds konungs í Saudi-Arabíu New York, 18. marz. AP. „HÆTTAN á verðstrídi á olíu, sem næði til alls heimsins, er fyrír hendi“, sagði Abdul Al-Saud, bróðir Fahds konungs í Saudi-Arabíu í dag. Bætti hann því við, að þessi hætta myndi magnast til mikilla muna, ef Bretar lækkuðu olíu sína niður fyrir það verð, sem OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja settu fyrr í þessari viku. Al-Saud sagði ekkert um, hve- nær slíkt verðstríð gæti skollið á, en taldi líklegt, að það myndi ná jafnt til þeirra ríkja, sem aðild ættu að OPEC sem hinna, er stæðu utan samtakanna. „Það land, sem veldur mestum áhyggj- um, er England", sagði Al-Saud. „Ef Englendingar lækka verð á olíu sinni, kemst Nígería ekki hjá því að lækka sína olíu,“ sagði hann ennfremur. Ástæðan fyrir þessu Hvarvetna í Finnlandi má sjá kosningaskilti þessa dagana, jafnvel við húsgrunn úti í skógi. Áhugi á kosningunum er mikill og yfir 300.000 manns hafa þegar greitt atkvæði utan kjörstaða, sem er meira en nokkru sinni áður. Atvinnuleysið aðalmál fínnsku kosninganna Helsingfors, 18. marz. Frá Harry Granberg, fréttaritara Morgunbladsins. SKOÐANAKANNANIR í Finnlandi benda til þess, að jafnaðarmenn og Einingarflokkur hægrimanna muni auka fylgi sitt í finnsku þingkosningun- um, sem fram eiga að fara á sunnudag og mánudag. Er gert ráð fyrir, að þeir muni fá um 25% atkvæða hvor. Þar sem ýmis pólitísk hneykslismál að undanförnu hafa dregið úr áliti finnskra stjórnmálamanna yfirleitt, er talið, að margir kjósendur eigi eftir að snúa baki við flokki sínum og kjósa á annan veg nú en áður, enda eru finnsku þingkosningarnar mjög persónu- bundnar. Ahugi á kosningunum virðist mikill og fleiri hafa greitt atkvæði nú utan kjörstaða en áður. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa lýst sig andvíga því, að dregið verði úr almannatryggingum í landinu. Þar sem þeir hafa ekki viljað auka á skuldir ríkisins, þá hafa þeir að þessu sinni ekki lofað því að lækka skatta. Þvert á móti má búast við því, að skattar hækki og þá fyrst og fremst óbeinir skattar. Þannig hefur þegar verið tekin ákvörðun um að hækka sölu- skatt úr 14% upp í 16% 1. júní nk. og sennilega verður nauðsynlegt að hækka þann skatt enn í haust eða um næstu áramót. Atvinnuleysið hefur verið mjög á dagskrá í kosningabaráttunni, en um 7% af vinnufæru fólki í landinu er nú atvinnulaust. Allir stjórnmálaflokkarnir þykjast hafa sína lausn á því, hvernig væri sú, að þessi tvö lönd fram- leiddu sams konar olíu og kepptu um sömu viðskiptavini. Fréttastofa Nígeríu skýrði frá því S dag, að Bretar og Nígeríu- menn hefðu orðið sammála um nauðsyn þess að tryggja stöðug- leika á olíuverði á heimsmarkað- inum og að framleiðsluríkin hvert um sig fengju sanngjarna hlut- deild í markaðinum. leysa skuli þetta vandamál og leikur ekki vafi á því, að það verð- ur ofarlega á baugi í stjórnar- myndunarviðræðum þeim, sem fylgja í kjölfar kosninganna. Utanríkismál hafa hins vegar ekki verið mikið rædd í kosn- ingabaráttunni. Undanskilin er þó afstaðan til PLO, þar sem skoðan- ir eru mjög skiptar. Vilja leiðtogar sumra flokkanna bjóða Yasser Arafat, leiðtoga PLO, til Finn- lands en aðrir ekki. Hitaveita í Southampton? Lundúnum, 18. mars. London Press Service. ÞESS KANN e.t.v. ekki aö vera langt aö bíða, aö íbúar í gamalgró- inni enskri borg fái inn um bréfa- lúguna reikninga fyrir notkun heitavatns í stað reikninga fyrir olíu eöa gas. Rannsóknir á jarðlögum undir borginni Southampton á suður- strönd Englands hafa leitt í ljós, að þar er að finna mikið af heitu vatni. Hafa sýni, sem tekin hafa verið úr borholum, veitt ástæðu til bjartsýni. Alls hefur tekist að ná 13.000 lítrum á mínútu upp úr þeirri holunni, sem gefið hefur besta raun, en ekki er enn vitað með vissu hvort nægilegt vatnsmagn er fyrir hendi að réttlætanlegt sé að leggja út í framkvæmdir upp á þrjár milljónir sterlingspunda. Núll-lausn næst ekki - segir Luns, aðalfram- kvæmdastjóri NATO Bnuwel, 18. marz. AP. JOSEPH Luns, aöalframkvæmda- stjóri NATO, sagöi í dag, aö svonefnd núll-lausn Bandaríkjamanna varö- andi meðaldrægar kjarnorkueld- (laugar myndi ekki nást. Sagði Luns ennfremur, að þörf kynni aö vera á tillögum í þessu efni gagnvart Rúss- um, sem gengju skemmra. Eftir sem áöur væri núll-lausnin bezta lausnin, en menn gerðu sér nú grein fyrir þvf, að Rússar myndu aldrei ganga að henni. Markmið núll-lausnarinnar er fólgið í því að hætta við að koma fyrir 572 meðaldrægum eldflaugum í Vestur-Evrópu gegn því að Sov- étríkin eyðileggi birgðir sínar af sams konar eldflaugum. Luns sagði, að núll-lausnin væri óska- takmarkið, en menn yrðu að sætta sig við aðra lausn. NÁTO hefur áð- ur samþykkt núll-lausnina og jafn- framt þau áform, að byrjað verði á því að koma hinum nýju eldflaug- um fyrir snemma á næsta ári, ef ekkert samkomulag næst I þeim viðræðum, sem nú fara fram 1 Genf milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um takmörkun á þessum vopnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.