Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 31 ingar, félagsráðgjafar og iðju- þjálfar. Já, hinir ólæknanlegu eða vonlausu voru sem sagt hvorki haldnir illum öndum eða von- lausir. Að vísu þurfti í mörgum tilvikum að gefa viðkomandi lyf í langan tíma eða allt lífið. Lyfin læknuðu ekki sjúkdóminn, held- ur héldu þeim upplifunum og til- finningum sem voru sagðar sjúkdómur niðri. Sumum sem voru útskrifaðir tókst að rífa sig út úr sjúklings- hlutverkinu. Stundum með aðstoð starfsfólks á geðsjúkrahúsinu, en þó ekki síst með aðstoð úti í samfélaginu. Þeim tókst að finna nýjan tilgang með lifinu, komast í annað umhverfi og verða virkt til að breyta eigin lífi. Sjúklingshlutverkið er nefnilega óvirkt. Þér er veitt lækning, hjúkrun og pössun. Þér er stjórnað. Það eru aðrir sem gera eitthvað við þig, þú ert oftast óvirk/ur. Þú ert sjúk/ur. Virk meðferð í formi samtala og endurhæfingar hverfur því mið- ur oftast í skuggann fyrir hinni óvirku meðferð. Kannski veistu að það sem bíður þín fyrir utan er ekki eins þægilegt og hið verndaða sjúkrahúslíf. Þú ert kannski kominn úr tengslum við lífið fyrir utan og þú ert jú sjúkl- ingur. Þú verður þarna bara áfram. Svona verða mörg af „von- lausu" tilfellunum til. Mér er um leið ljóst að vandamálin eru mjög misjafnlega alvarleg. Full- nægjandi aðstoð getur kostað mikið erfiði og mikla vinnu fyrir alla aðila. Það breytir þó ekki því að geðheilbrigðiskerfið á oft heiðurinn af því að festa það sem kallast „óeðlilega hegðun" þann- ig að erfitt er að snúa við aftur. Sökudólgurinn sem ekki fannst Kjarni málsins finnst mér sá að ekki hefur enn tekist að sanna að geðræn vandamál séu sjúk- dómur, þrátt fyrir mikla leit og rannsóknir. Það er endalaust hægt að rífast um orsakir geð- rænna vandamála. Við vitum alltjent að einstaklingurinn mótast af sálfræðilegum og (sam)félagslegum þáttum; af því að vera til og umgangast aðra. Við vitum líka að til eru aðstæð- ur og kringumstæður í lífi okkar allra sem hægt er að breyta. Þeg- ar þessum aðstæðum er breytt, einstaklingum gefin ábyrgð og þeim hjálpað til að finna tilgang með lífinu, þá hætta margir þeirra að vera sjúklingar eða lenda aldrei í hinu stórhættu- lega sjúklingshlutverki. Geðheilbrigðiskerfi, sem bygg- ir á stórum stofnunum, sem eru einangraðar frá því umhverfi sem við lifum og hrærumst i, er illa fallið til að hjálpa okkur, þegar við eigum við erfiðleika að stríða. Kerfi sem byggir mikið á valdbeitingu og stimplun gengur augljóslega illa að leysa þau vandamál sem það á að taka þátt í að leysa, m.a. vegna þess að skilningi og stuðningi þess eru mörg takmörk sett. Það er valdbeiting að stimpla einstakl- inga og loka þá í burtu frá sam- félaginu (þótt venjuleg innlögn og jafnvel nauðungarinnlögn geti verið óumflýjanleg). Þetta er ekki síst valdbeiting þar sem þessi stimplun hefur sýnt sig að vera mjög óáreiðanlegt tæki til að greina hinn raunverulega vanda. Það er líka valdbeiting að fylla fólk með lyfjum, þrátt fyrir að vandamálin krefjist oftlega annars konar aðgerða (þótt lyf geti líka verið nauðsynlegur stuðningur). Það er þó ekki síst valdbeiting að „sjúklingurinn" er oftast neðst í þessu valdakerfi, áhrifa- laus eða -lítill á þá umgjörð sem geðheilbrigðiskerfið setur lífi viðkomandi. Spurningin stendur ekki um hverjir aðrir en iæknarnir fái völd til að greina „sjúkdóminn". Það er miklu fremur spurning að byggja upp geðheilbrigðiskerfi sem byrjar á því að reyna að komast að raunverulegum þörf- um þess sem á við geðræn vandamál að stríða, og einbeitir kröftum sínum að því að fyrir- byggja vandamálin og breyta því sem hægt er að breyta úti í um- hverfinu. Þá væru miklu færri „vonlaus" tilfelli en nú eru. Jónas Gústafsson, sálfræðingur. JWiargMJiMteMli » Gódan daginn! Þú þarft á henni að halda Bókin ISLENSK FYRIRTÆK11983 Hringið og pantið eintak sími82300 FRJÁLST FRAMTAKhf. Útgáfa tímarita og bóka, auglýsingagerð og ráðgjöf. Ármúla 18-105 Reykjavik - fsland - Sími 82300 Notaðir í sérf lokki Fiat 132 árg. 74 Ágætur bíll í góöu standi og á góóu verði. MtUDIk Einstakt tækifæri, Skoda 120 L árg. ’80 Subaru 1800 GL árg. '82 Sérlega fallegur bíll, rauöur, ný- Drif á öllum, (hátt og lágt) ekinn skoöaöur og selst meö 6 mán. aöeins 16.000 km. Hefur fengiö ábyrgö. mjög góöa meöferð og reglulegt viðhald. SK®DA Cfyíi&cr.cv Opiö f dag 1 Citroén GS station árg. 78 Plymouth Volare station árg. Ekinn 67.000 km og í toppstandi, '80 6 cyl. sjálfsk. meö vökvastýri Citroén CX Pallas 78 ekinn aflhemlum og góöum (SBBHÍ 55.000 km og þessi er með öllu. sterotækjum, hvítur og viöarlitur. — Draumabíll B--1 fjölskyldunnar. _5 JÖFUR HF ILaJI ■ Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.