Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 Gagnkvæm tillitssemi adlra vegfarenda Bílbelti eru bezta yörnin Harður árekstur ’oif mikií O* bílbolti h»r» _______ Shrmiodiisl ikfmm’l opplT«iii*“m * Ökumaður minni bifreiðarinnar, sem lenti í þcssum árekstri í síðustu viku, var 19 ára menntaskólanemi. Aðspurður kvaðst hann ekki í vafa um að bflbeltið hafi forðað sér frá stórslysi. Hann var á 45 km hraða, svo höggið sem hann varð fyrir, hefur jafngilt falli ofan af annarri eða þriðju hæð húss. Dánartíðni vegna umferðarslysa. 1970 = 100 1970 1975 1978 1979 1980 Kinnland 100 86 58 62 52 Danmörk 100 68 70 60 57 Svíþjóö 100 90 79 71 65 Noregur 100 96 78 78 65 Bretland 100 85 91 85 83 Bandaríkin 100 85 96 97 fsland 100 165 135 135 125 (SUtistics of Koad Traffic AccidenU in Europe, United Nations, 1981.) Sífellt fjölgar þeim löndum, þar sem notkun bílbelta hefur verið lögleidd. Á Norðurlöndun- um, að Islandi undanskildu, var notkun þeirra í framsætum lög- leidd á árunum í kringum 1975. Þar er nú beitt viðurlögum ef út- af því er brugðið. Á Norðurlönd- unum, utan Islands, hefur dán- artíðni í umferðarslysum stór- lækkað frá 1970, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Athyglisvert er að mest hefur dregið úr dauðsföllum af völdum umferð- arslysa í Finnlandi á fyrr- greindu tímabili. Ef til vill er það tilviljun, en einmitt þar er vegakerfið, að hraðbrautum frátöldum, hvað líkast vegunum okkar. — Sjá töflu — í Bretlandi var notkun bílbelta í framsætum nýlega lögleidd. Þar eru ökumenn og farþegar í framsætum nú sektaðir um allt að 50 sterlingspund, eða jafn- gildi 1.560 íslenskra króna, ef þeir eru staðnir að því að nota ekki beltin. Búist er við að við þessa ráðstöfun muni notkun bílbelta aukast úr rúmlega 30% í allt að 80% og að verulega muni draga úr dánartíðni og alvarleg- um meiðslum vegna umferðar- slysa. Þrátt fyrir að notkun bílbelta í framsætum hafi verið lögleidd hér á íslandi árið 1981, hefur ekki orðið umtalsverður árangur í þessum efnum. Notkun þeirra er hér líklega heldur minni en var hjá Bretum fyrir lagasetn- inguna. Sú spurning gerist því áleitin, hvort ekki eigi sem allra fyrst að beita hér viðurlögum, ef beltin eru ekki notuð. Breska blaðið „Care on the Road“ birti í febrúar sl. frásögn tni m\am RÁ0I 28 '/\\K af rannsóknum sem nýlega voru gerðar í Þýskalandi og leiddu sterklega í ljós hve mikil þörf er á að farþegar í aftursætum noti líka bílbelti. Við högg að framan urðu þeir sem sátu í framsætum fyrir allt að 130% meira þyngd- arálagi við það að farþegar í aft- ursætum köstuðust fram. Þess var getið að svo virtist að við hönnun framsæta margra bíla væri lítið tillit tekið til þess að mæta álagi að aftan. M.ö.o. þá eru þeir sem sitja í framsætum bifreiða, jafnvel þótt þeir noti bílbelti, í meiri hættu ef farþeg- ar í aftursætum nota ekki bíl- belti. Hvað snertir farþega í aftur- sætum, þá sýna þessar rann- sóknir að öryggi þeirra er ekki jafn mikið og margur hyggur, ef þeir nota ekki bílbelti. Þyngdar- álag á höfuð þeirra og brjóst reyndist 100—150% minna ef belti voru notuð en ef fólk notaði þau ekki. Þá er mikil hætta á að Reyking eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Reyking er ein þessara eldfornu aðferða sem mannkynið hafði not- að árþúsundum saman áður en nýjar og hentugri leiðir til að varð- veita matinn komu til sögunnar. Reykingin var þó ekki einasta notuð sem varðveisluaðferð, held- ur og ekki síður vegna hins að fljótlega kom í Ijós að reyktur mat- ur er jafnframt herramannsfæða. Reyking og saga Talið er að reykingin sé upp- runnin í köldum löndum þar sem vetur eru langir og því þurfti að geyma fæðuna sem aflað var á sumrinu fram á vetur og sumt fram til vors. Þar sem ekki var nægilegt sól- skin eða þurrt loft til þess að þurrka fæðuna á skömmum tíma hefur maðurinn snemma gripið til þess ráðs að hengja hana yfir eldi í hellum og hjöllum. Yfir eldinum þornaði fæðan. En auk þess eru í reyknum ýmis efni sem hafa áhif á geymsluþol og bragðgæði, t.d. ýmis rotvarn- arefni sem setjast á yfirborðið og flæða inn í kjötið. FÆDA OG HEILBRIGEM Reyking og íslendingar Reykingu hafa landnáms- mennirnir borið með sér frá Noregi. Var eingöngu kjötmeti reykt. Fisk fóru lslendingar ekki að reykja að ráði fyrr en á þess- ari öld. f þúsund ár fór reykingin þannig fram að kjötið (eða bjúg- un o.fl.) var hengt yfir eldstæð- inu þar sem reykurinn var þétt- astur og haldið þannig í nokkrar vikur. Reykta kjötið var nær undan- tekningarlaust borðað ósaltað. Eldsneytið sem var notað var einkum sauðatað og afgangsvið- ur. Var birkið í sérstaklega mikl- um metum. Það var svo ekki fyrr en á síð- ustu öld sem íslendingar tóku að flytja inn salt í stórum stíl. Var þá farið að salta kjötið áður en það var reykt. Önnur aðferð, skyld reykingu, byggist á því að svíða fæðuna. Er þessi aðferð miklu yngri og er enn talsvert notuð á fugl (ham- urinn sviðinn af), en mest fyrir svið. Gangur reykingar Hangikjöt er ágætt dæmi um reykta afurð. Er framleiðsluað- ferðin mismunandi eftir fram- leiðendum. Er kjötið fyrst þurr- saltað (eða sprautusaltað) og svo sett í pækil í 2—3 sólarhringa. í pæklinum er auk matarsalts venjulega nítrít (eða nítrat, þ.e. saltpétur). Að þessu loknu er kjötið kaldreykt (hitastig undir 40°C) í 2—3 sólarhringa yfir taði og sagi. Hvað aðrar afurðir varðar er venjan að kaldreykja skinku og London lamb yfir sagi, en heit- reykja (eða volgreykja) annað. Einnig er gervireykur dálítið notaður. Skaðsemi reykingar í reyknum eru ekki aðeins ým- is efni sem auka geymsluþol, bragð og útlit, heldur ýmis önn- ur sambönd sem eru talin geta verið mjög skaðleg, t.d. N-nítrososambönd og fjölhringa kolvatnsefni. Bæði N-nítrososambönd og fjölhringa kolvatnsefni geta ver- ið krabbameinsvaldandi í til- raunadýrum. Myndast þessi efni einkum þegar notað er óhreint eldsneyti við reykinguna. Miklar rannsóknir standa nú yfir á myndun N-nítrososam- banda í ýmsum reyktum og pæk- ilsöltuðum afurðum og aðferðum til að sporna gegn myndun þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.