Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 Minningarorð: Aðalsteinn Árna son, Akranesi Fæddur 2. ágúst 1907 Dáinn 12. marz 1983 Aðalsteinn Árnason, fyrrum byggingameistari á Akranesi, er látinn. Hann andaðist í Sjúkra- húsi Akraness laugardaginn 12. marz sl. eftir skamma legu. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju í dag. Aðalsteinn Árnason var fæddur að Fiskilæk í Melasveit, 2. ágúst 1907, en það sumar vann faðir hans að byggingu íbúðarhúss á jörðinni Fiskiiæk. Hann var sonur hjónanna Margrétar Finnsdóttur frá Sýruparti á Akranesi og Árna Árnasonar trésmíðameistara, sem alinn var upp á Efra-Skarði í Leir- ársveit. Þau bjuggu allan sinn búskap á Akranesi og lifðu bæði til hárrar elli. Synir þeirra Árna og Margrétar voru fjórir. Auk Að- alsteins, sem var næst elztur, voru Finnur, byggingameistari á Akra- nesi og seinast búsettur í Hafnar- firði, Jón, útgerðarmaður og al- þingismaður á Akranesi og eru þeir báðir látnir. Yngstur er Lárus málarameistari, nú búsettur í Reykjavík og lifir hann nú einn þeirra bræðra. Snemma á búskaparárum Árna og Margrétar byggði Árni þeim íbúðarhús við Vesturgötu á Akra- nesi. Nefndi hann það Lindar- brekku. Þar ólust synir þeirra upp og voru lengi kenndir við húsið og nefndir Lindarbrekkubræður. A heimilinu var einnig móðir Mar- grétar, Sesselja Bjarnadóttir. Hún var þá löngu orðin ekkja eftir mann sinn, Finn Gíslason frá Sýruparti, en hann drukknaði í sjóróðri frá 6 ungum börnum þeirra. Þau Árni og Margrét ólu ennfremur upp systurdóttur Margrétar, Gíslínu Kristjánsdótt- ur, og er hún búsett á Ákranesi. Litu þeir bræður ávallt á hana sem væri hún þeirra systir. Þeir Aðalsteinn og Finnur læl-ðu báðir trésmíðar hjá Árna föður sínum. Unnu þeir hjá hon- um í mörg ár, meðal annars við vitabyggingar víðsvegar um land- ið. Síðar unnu þeir bræður í nokk- ur ár saman að húsbyggingum á Akranesi. Aðalsteinn var einnig lærður múrari og hvarf hann að þeirri iðngrein og starfaði við hana um áratugaskeið. Síðustu tvo áratugina rak hann verzlun, fyrst í samvinnu við Lárus bróður sinn, en síðar með Aðalsteini syni sín- um. Aðalsteinn var eins og þeir bræður allir, hamhleypa til verka, kappsamur og vandvirkur. Á þeim árum, sem hann starfaði sem byggingameistari, hvort sem það var við trésmíðar eða múrverk, hafði hann oft marga menn í vinnu og ýmsir eru þeir, sem num- ið hafa iðn sína hjá honum og þó sérstaklega í múrverki. Það eru líka mörg húsin, sem hann átti þátt í að byggja á Akranesi á þess- um árum og bera þau handbragði hans órækt vitni. Lengi framan af starfsævi Aðal- steins var öll byggingavinna hinn mesti þrældómur. Byggingarefni var handmokað á bíla í fjörunni, öll steypa hrærð á höndum og síð- an hífð í fötum með handafli. Vinnudagurinn var langur, sér- staklega á kreppuárunum, því samkeppnin um verkefnin var hörð og atvinnuleysisvofan stöð- ugt á sveimi. Þá var vinna oft byrjuð klukkan 6 á morgnana og unnið til miðnættis á meðan nótt var björt. Aðalsteinn var á þeirri tíð á sínum beztu árum og aldrei lét hann neinn bilbug á sér finna. Á vetrum, þegar verkefni iðnað- armanna á Akranesi voru af skornum skammti og stundum engin, þá brá hann sér á vertíð og var í mörg ár landmaður við beit- ingu og aðgerð á vélbátnum Höfr- ungi. Vinnusemi var honum í blóð borin. Daginn, sem hann veiktist, hjólaði hann til vinnu sinnar og ætlaði vart að fást til þess að taka sér frí til að leita læknis, er sá sjúkleiki gerði vart við sig, sem varð honum að aldurtila tæpum tveim vikum síðar. Þannig var Að- alsteinn Árnason. Á unga aldri var Aðalsteinn virkur þátttakandi í íþróttum. Hann var, ásamt bræðrum sínum, einn af stofnendum Knattspyrnu- félags Akraness og lék í liði þess í mörg ár. Hann starfaði líka mikið í skátahreyfingunni sem ungur maður. Hestamaður var hann góð- ur og átti á sínum tíma rómaðan gæðing, sem hann nefndi Tígul. Með árunum varð þó laxveiði það tómstundagaman, sem Aðalsteinn unni mest. Þar var hann einstakur snillingur. Ljúfar minningar á ég frá samverustundum með Aðal- steini frænda mínum við silfur- tærar ár. Fyrsta laxinn minn fékk ég með honum og undir hans leið- sögn. Síðast vorum við saman við veiðar fyrir nokkrum árum í Laxá í Leirársveit. Hann kom að ánni eftir hádegi, Við skildum við Mið- fellsfljót og hann ákvað að veiða ána niðrúr. Það var komið nokkuð fram í september og áin ekki sér- lega veiðileg. Þegar ég hitti hann að kveldi, hafði hann landað 12 löxum, fleiri en allir aðrir til sam- ans þennan dag. Uppáhalds veiði- áin hans held ég hafi verið Hauka- dalsá í Dölum. Þangað fór hann til veiða á hverju sumri um árabil og hafði ávallt góðan feng. Hann leit á laxveiðar sem íþrótt, en ekki fiskirí. Þar sem annars staðar var stillingin og prúðmennskan i fyrirrúmi. Aðalsteinn kvæntist þann 20. ágúst 1932 Ingibjörgu Bjarnadótt- ur frá Akranesi og lifir hún mann sinn. Ingibjörg er dóttir hjónanna Helgu Bjarnadóttur og Bjarna Gíslasonar, sem bæði voru komin af kunnum borgfirskum ættum. Þeim Aðalsteini og Ingibjörgu varð þriggja barna auðið og eru börn þeirra öll uppkomin og bú- sett á Akranesi. Þau eru: Bjarni málarameistari, kvæntur Frið- nýju Ármann, Helga Margrét, gift Huldari Ágústssyni, og Aðal- steinn Ingi, kvæntur Elísabetu Proppé. Heimili þeirra Ingibjargar og Aðalsteins hefur lengi staðið að Sunnubraut 15 á Akranesi, en þar reisti Aðalsteinn íbúðarhús í lok stríðsáranna. Aðalsteinn var mik- ill heimilisfaðir og lét sér afar annt um sína fjölskyldu. Sem barn og unglingur var ég tíður gestur á heimili Imbu og Alla, bæði á með- an þau bjuggu á Austurvöllum og síðar á Sunnubrautinni, enda vor- um við Bjarni frændi minn og son- ur þeirra leikfélagar. Þar var ávallt gott að koma, hlýja og gestrisni einkenndi þau bæði. Þau voru líka mjög samrýnd hjón, bár- ust lítt á, en þeim mun tryggari vinum sínum og fjölskyldu. Aðalsteinn Árnason var vel meðalmaður á hæð, fríður sýnum og beinvaxinn. Hann var einstak- lega prúður í allri framgöngu. Skap hans var engu að síður mik- ið, en sjálfsstjórnin þeim mun meiri. Lipurð og ljúfmennska ein- kenndu hann. Að lífsskoðun var hann alla tíð einlægur sjálfstæðis- maður, enda sjálfsbjargarviðleitn- in og vinnusemi hans veganesti úr foreldrahúsum. Aðalsteinn og bræður hans voru alla tíð mjög samrýndir. Þeir stóðu ávallt sam- an sem einn maður. Enda þótt Að- alsteinn hefði sig lítt í frammi út á við, þá var hann engu að síður hinn trausti hlekkur, sem aldrei brást. Með honum er góður dreng- ur genginn. Við Sigríður sendum Ingibjörgu, börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Aðalsteins Árnasonar. Árni Grétar Finnsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- oröasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Barnaskemmtun JC-BreiðhoIts JC BREIÐHOLT heldur sína árlegu barnaskemmtun sunnudaginn 20. mars næstkomandi að Seljabraut 54, í húsi Kjöts og fisks og hefst hún kl. 15.00. Fjöldi góðra skemmtiatriða, m.a. Bergþóra Árnadóttir með söng, nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar með danssýningu, Símon ívarsson gít- areinleik, Ingólfur Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson með grín og glens. Farið verður í leiki og margt fleira gert börnum til skemmtunar. Einnig gengst JC Breiðholt fyrir spilavist á sama stað fimmtudag- inn 24. mars kl. 21.00. + Móðir min, tengdamóðir og amma GUDRÚN GUDMUNDSDÓTTIR frá isafirði, Víkurbraut 11, Grindavík, lést i Borgarspítalanum 17. mars. Kolbrún Sveinbjörnsdóttir, Sveinbjórg V. Lúðvíksdóttir, Guðrún Lúövíksdóttir. Lúövík P. Jóelsson, Jóel Brynjar Lúðvíksson, t Móðir okkar, VILHELMÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Hraunhólum 4, Garöabæ, lést að heimili sínu 18. mars. Börnin. + Fóstursystir mín, GUONÝ SIGUROARDÓTTIR, Bárugötu 12, andaöist 17. marz í Borgarspítalanum. Fyrir hönd systkina og fóstursystur. Ólöf Sigurbjarnardóttir. + Eiginkona mín, móðir, dóttir 09 systir, GUORÚN KOLBRUN SIGURDARDÓTTIR, Oddagötu 8, er látin. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á liknarstofn- anir. Þorsteinn Geirsson, Siguröur Þorsteinsson, Þóra Björg Þorsteinsdóttir, Vala Rebekka Þorsteinsdóttir, Þorbjörg Gísladóttir, Siguröur M. Helgason, Guöný Siguröardóttír, Gísli H. Sigurösson, Helgi M. Sigurösson. + Jarðarför VALGERDAR PÁLSDÓTTUR, Bræöratungu, fer fram þriðjudaginn 22. mars kl. 2 frá Bræðratungukirkju. Ferð verður úr Reykjavík kl. 11.00 frá Umferöarmiöstööinni. Sveinn Skúlason, Gunnlaugur Skúlason, Páll Skúlason. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR, Rauöholti 11, Selfossi. Egill Guöjónsson, börn, tengdabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HERBERTS JÓSEFSSONAR-PIETSCH, gleraugnafræöings. Fríöur Guömundsdóttir, Hilmar Herbertsson, Bára Björgvinsdóttir, Hans Herbertsson, Aldís Danielsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför MARÍUSAR ÓLAFSSONAR. Karólína Andrésdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúð vegna andláts og útfarar BJÖRNS SVEINSSONAR frá Langholti í Meöallandi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á B-1, Landakotsspítala. Vandamenn. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR JÓNÍNU ÁSGEIRSDÓTTUR, Kirkjubæjarklaustri. Jón Björnsson, Björn V. Jónsson, Þóra Sen, Ásgeir Jónsson, Drífa Ingímundardóttir, Birgir Jónsson, Bryndís Guðgeirsdóttir, Gunnar Jónsson, Sveinbjörg Pálsdóttír og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.