Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 Peninga- markaðurinn r GENGISSKRANING NR. 53 — 18. MARZ 1983 Kr. Kr. Eining Kf. 09.15 Kaup Sala 1 Bandaríkjadoliari 20,780 20,840 1 Sterlingspund 31,190 31,280 1 Kanadadollari 16,978 17,025 1 Dönsk króna 2,4114 2,4184 1 Norsk króna 2,8966 2,9049 1 Saensk króna 2,7889 2,7969 1 Finnskt mark 3,8474 3,8585 1 Franskur franki 3,0051 3,0137 1 Belg. franki 0,4418 0,4430 1 Svissn. franki 10,0874 10,1165 1 Hollenzkt gyllini 7,8253 7,8479 1 V-þýzkt mark 8,7037 8,7288 1 ítölsk líra 0,01451 0,01455 1 Austurr. sch. 1,2373 1,2408 1 Portúg. escudo 0,2222 0,2229 1 Spánskur peseti 0,1573 0,1578 1 Japanskt yen 0,08696 0,08721 1 írskt pund 28,765 28,848 (Sérstök dráttarréttindi) 17/03 22,5641 22,6296 - / GENGISSKRÁNING FERÐAMANNAGJALDEYRIS 18. MARZ 1983 — TOLLGENGI í MARS. — Kr. Toll- Eining Kl. 09.15 Sala gengi 1 Bandaríkjadoflari 22,924 19,810 1 Sterlmgspund 34,408 30,208 1 Kanadadollari 18,728 16,152 1 Dönsk króna 2,6602 2,3045 1 Norsk króna 3,1954 2,7817 1 Sænsk króna 3,0766 2,6639 1 Finnskt mark 4,2444 3,6808 1 Franskur franki 3,3151 2,8884 1 Belg. franki 0,4873 0,4157 1 Svissn. franki 11,1282 9,7191 1 Hollenzkt gyllini 8,6327 7,4098 1 V-þýzkt mark 9,6017 8,1920 1 ÍtöUk líra 0,01601 0,01416 1 Austurr. sch. 1,3649 1,1656 1 Portúg. escudo 0,2452 0,2119 1 Spénskur peseti 0,1736 0,1521 1 Japansktyen 0,09593 0,08399 1 írskt pund 31,733 27,150 Vextir: (ársvextir) INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóðsbækur.................42,0% 2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).45,0% 3. Sparisjóösreikningar, 12. mán. 1>... 47,0% 4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar.. 0,0% 5. Verötryggöir 6 mán. reikningar. 1,0% 6. Ávísana- og hlaupareikningar...27,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæður í dollurum.......... 8,0% b. innstæður í sterlingspundum. 7,0% c. innstæöur í v-þýzkum mörkum.... 5,0% d. innstæður í dönskum krónum.. 8,0% 1) Vextir færðir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: (Verðbótaþáttur í sviga) 1. Víxlar, forvextir...... (32,5%) 38,0% 2. Hlaupareikningar ..... (34,0%) 39,0% 3. Afuröalan ........... (29,5%) 33,0% 4. Skuldabréf ............ (40,5%) 47,0% 5. Vísitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst 9 mán. 2,0% b. Lánstimi minnst 2% ár 2,5% c. Lánstimi minnst 5 ár 3,0% 6. Vanskilavextir á mán............5,0% Lífeyrissjóðslán: Lífeyriasjóður starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 150 þúsund ný- krónur og er lániö vísitölubundið meö lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lifeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aöild að lifeyrissjóönum 84.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjórðung umfram 3 ár bætast við lániö 7.000 nýkrónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóðnum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi- legrar lánsupphæöar 3.500 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæðin oröin 210.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aðild bætast viö 1.750 nýkrónur fyrir hvern ársfjórðung sem líöur. Því er í raun ekk- ert hámarkslán í sjóönum. Höfuðstóll lánsins er tryggöur með byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstiminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitala fyrir marz 1983 er 537 stig og er þá miðaö viö vísitöluna 100 1. júní 1979. Byggingavísitala fyrir janúar er 1482 stig og er þá miöaö viö 100 í október 1975. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. (iamlar plötur og góöir tónar kl. 21.30: Graalsöngurinn úr Lohengrin — og þrjár aríur úr Tosca Á dagskrá hljóðvarps kl. 21.30 er tónlistarþátturinn Gamlar plötur og góðir tónar. Umsjónarmaður: Harald- ur Sigurðsson, bankafulltrúi á Akur- eyri. (RÚVAK). — Þetta verður ellefti og síðasti þátturinn í minni umsjá, sagði Haraldur, — og eins og oft áður er efnið úr ýmsum áttum. Fyrst er stutt spjall um fyrsta óperusöngv- ara íslendinga. Þá syngur Pétur okkar Jónsson Graalsönginn úr Lohengrin. Annar stórsöngvari okkar, Stefán íslandi, syngur ásamt Henry Skjær dúett úr Valdi örlaganna. Þeir félagar Magnús Guðmundsson og Ásgeir Hallsson — meðal efnis í síðasta þættinum taka einn léttan Gluntasöng og Geysiskvartettinn syngur eitt sitt albesta lag, Blíða vor, í ágætri raddsetningu Jakobs Tryggvason- ar. Þá kemur erlenda hliðin á tón- unum. Tosca hefur undanfarna daga verið mjög til umræðu manna á meðal og mikið urðum við Akur- eyringar vonsviknir sl. laugardag, þegar Sinfónían komst ekki norður til að flytja okkur þetta merka tón- verk. En sem nokkurs konar sára- bót fyrir sjálfan mig og aðra tíni ég til þrjá þekktustu aríurnar úr Tosca; Kiepura syngur Recondita armonia, Virginia Zeani syngur Vissi d’arte og loks sýnir Franco Corelli okkur hvernig á að taka „turnaríuna" frægu, E luvevan le stelle. Jussi Björling syngur Cujus animan, magnað lag úr Stabat Mater og síðasta lagið verður svo sextettinn alkunni Qui mi frena úr Lucia di Lammermmor. Þetta er gömul upptaka, frá 1917, og í því einvalaliði sem syngur, eru m.a. þau Caruso, Galli Curci og de Luca. Haraldur Sigurðsson Sjónvarp kl. 21.00: Seðlar Bandarísk bíó- mynd frá 1971 Á dagskrá sjónvarps kl. 21.00 er bandarísk bíómynd, Seðlar (Doll- ars), frá árinu 1971. Leikstjóri er Richard Brooks, en í aðalhlutverk- um Warren Beatty, Goldie Hawn og Gert Frobe. Öryggissérfræðingur og vin- kona hans skipuleggja óvenjulegt rán úr bankahólfum manna, sem auðgast hafa á glæpastarfsemi. Kvikmyndahandbókin: Tvær stjörnur. Goldie Hawn í hlutverki sínu í laugardagsmyndinni. Hud Bandarísk bíómynd frá 1963 Paul Newman og Melv- yn Douglas í hlutverkum feðganna í Hud. Endursýnda myndin er á dagskrá kl. 23.00. Það er bandarfsk bfómynd, Hud, frá árinu 1963. Leikstjóri er Martin Ritt, en í aðalhlutverkum Paul Newman, Patricia Neal og Melvyn Douglas. Hud er sonur nautgripabónda í Texas. Þeir feðgar eiga ekki skap saman, enda er gamli maður mesti heiðursmaður, en sonurinn ónytjung- ur, drykkfelldur og laus í rásinni. Þó dregur fyrst til tíðinda þegar gin- og klaufaveiki gýs upp í hjörðinni. Kvikmyndahandbókin: Þrjár stjörnur. Útvarp ReykjavíK L4UG4RD4GUR 19. mars MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynn- ir. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: Pétur Jósefsson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.50 Leikfimi 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guð- jónsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 Hrímgrund — Útvarp barn- anna. Blandaður þáttur fyrir krakka. Stjórnandi: Sólveig Halldórsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. íþróttaþáttur Umsjónarmaður: Hermann Gunnarsson. Helgarvaktin Umsjónarmenn: Arnþrúður Karlsdóttir og Hróbjartur Jóna- tansson. SÍPDEGIÐ 15.10 1 dægurlandi Svavar Gests rifjar upp tónlist áranna 1930—60. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Þá, nú og á næstunni Fjallað um sitthvað af þvf sem er á boðstólum til afþreyingar fyrir börn og unglinga. Stjórn- andj: Hildur Hermóðsdóttir. 16.40 íslenskt mál Margrét Jónsdóttir sér um þátt- inn. 17.00 Frá Kammertónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Menntaskóianum við Hamra- hlíð 17. þ.m. Stjórnandi: Mark Reedman. Leikin verða verk eftir Mozart, Dvorák, Stravinsky og Elgar. — Kynnir Jón Múíi Árnason. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Á tali Umsjón: Helga Thorberg og Edda Björgvinsdóttir. 20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður Alfonsson. 20.30 Kvöldvaka a. „í heiðadalnum var heima- byggð mín“ Þorsteinn Matthíasson segir frá Sigurði Rósmundssyni frá Gilsstöðum í Selárdal og les Ijóð eftir hann. b. „Eldur og eldamennska“ Hallgerður Gísladóttir lýkur frásögn sinni. c. „Halldóra á Þverá“ Rósa Gísladóttir frá Krossgerði les Ijóð um konu Víga-Glúms eftir Helgu llalldórsdóttur frá Dagverðará. d. „Dagbók úr strandferð“ Guðmundur Sæmundsson byrj- ar lestur ferðalýsingar sinnar. 21.30 Gamlar plötur og góðir tón- ar Haraldur Sigurðsson sér um tónlistarþátt (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lest- ur Passíusálma (42). 22.40 „Svikin“, smásaga eftir Per Gunnar Evander Jón Daníelsson þýðir og les fyrri hluta. 23.05 Laugardagssyrpa — Páll Þorteinsson og Þorgeir Astvaldsson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. ■oonin LAUGARDAGUR 19. mars 16.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.00 Hildur. Níundi þáttur dönskukennslu. 18.25 Steini og Oili. Skopmynda- syrpa með Stan Laurel og Oliv- er Hardy. 18.45 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Þriggjamannavist. Fjórði þáttur. Breskur gamanmynda- flokkur um þrenninguna Tom, Dick og Harriet. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 21.00 Seðlar. (Dollars). Bandarísk bíómynd frá 1971. Leikstjóri Richard Brooks. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Goldie Hawn og Gert Frobe. Öryggissérfræð- ingur og vinkona hans skipu- leggja óvenjuiegt rán úr banka- hólfum manna sem hafa auðg- ast á glæapastarfsemi. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.00 Hud. Endursýning. — Bandarísk bíómynd frá 1963. Leikstjóri Martin Ritt. Aðal- hlutverk: Paul Newman, Pat- ricia Neal og Melvyn Douglas. Hud er sonur nautgripabónda í Texas. Þeir feðgar eiga ekki skap saman enda er gamli mað- urinn mesti heiðursmaður en sonurinn ónytjungur, drykk- felldur og laus f rásinni. Þó dregur fyrst til tíðinda þegar gin- og klaufaveiki gýs upp í hjörðinni. Þýðandi Björn Bald- ursson. Áður á dagskrá sjón- varpsins vorið 1975. 00.40 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.