Morgunblaðið - 19.03.1983, Side 14

Morgunblaðið - 19.03.1983, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 ÓLAFUR JÓHANNSSON AFINNLENDUM VETTVANGI REYKJAVÍKURBORG hefur fest kaup á Viðey, en undanfarin 29 ár hafa borgaryfirvöld reynt að fá eyjuna keypta. Davíð Oddsson borgarstjóri skrifaði undir kaupsamning fyrir hönd borgarinnar síðastliðinn miðvikudag, en borgar- ráð og borgarstjórn staðfestu kaupin á fimmtudaginn. Hélt borgarráð sérstakan aukafund um mál þetta, fyrir borgarstjórnarfund á fímmtudag, til þess að unnt yrði að afgreiða málið endanlega þá, en að öllu eðlilegu hefði málið verið tekið fyrir í borgarráði næstkomandi þriðjudag og ekki afgreitt endanlega fyrr en á borgarstjórnarfundi í apríl. En vegna mikilvægis máisins þótti borgaryfírvöldum ástæða til að hraða staðfestingu kaupanna með þeim hætti sem fyrr greinir. Bæði í borgarstjórn og í borgarráði voru kaupin samþykkt samhljóða. Landnám við bæj- ardyr borgarinnar Mismunandi mat á stærð Viðeyjar Undanfarin ár hafa verið gerðar mælingar á stærð Viðeyjar og hef- ur eyjan verið talin 151,4 hektarar að stærð við stórstraumsflóðborð, en 183 hektarar við stórstraums- fjöruborð. I skjölum hefur eyjan verið talin frá 162 hekturum að stærð til 173 hektara. Mismunur þessi skapast af mismunandi við- miðun hvað fjöruborðið varðar. Við mælingar borgaryfirvalda hefur jafnan verið dregið frá stærð eyjarinnar flatarmál tveggja tjarna sem á eynni eru, en þær eru 0,73 hektarar að stærð. Þess má geta að árið 1956 var eyj- an metin af Pálma Einarssyni og samkvæmt mati hans var andvirði 126,7 hektara svæðis í Viðey 1.085.000 krónur. Þá var eyjan tal- in vera 145,7 hektarar að stærð. Land það sem borgarsjóður átti fyrir í eynni var mælt 21,6 hektar- ar að stærð, en land Ólafs Steph- ensen 119 hektarar til 161 hektari, eftir því við hvaða flóðhæð miðað er. Umsamin stærð þess lands- væðis sem Reykjavíkurborg kaup- ir nú er 136,5 hektarar, en þá er Skriður kemst á viðræðurnar Nýjar viðræður um kaup Reykjavíkurborgar á eignarhluta Stephans Stephensen í Viðey hóf- ust á síðasta ári að frumkvæði Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Nokkru síðar afsalaði Stephan hluta sínum til sonar síns, Olafs Stephensen, eins og áður gat. Við- ræður við þá feðga og Guðmund Pétursson hrl. hafa staðið síðan. Niðurstaðan var sú að Reykjavík- urborg keypti eignarhluta ólafs að undanteknu 4,5 hektara svæði sem hann heldur eftir fyrir sig, en sú spilda er við hlið lands ríkis- sjóðs á eyjunni. Kaupverðið er 28 milljónir króna, en af þeim greið- ast 2,4 milljónir í útborgun í þremur jöfnum greiðslum á næstu þremur mánuðum. Afgangurinn, 25,6 milljónir króna, greiðist á næstu 15 árum og er þar um að ræða þrjú skuldabréf sem bera 3% vexti á ári, auk verðtryggingar miðað við lánskjaravísitölu. Af- borganir eru þannig að árin 1984 og 1985 greiðast 3 milljónir hvort ár, árið 1986 greiðast 2,6 milljónir, árin 1987 til 1990 greiðast 2 millj- Seljandi var Ólafur Stephensen, en um síðustu áramót afsalaði faðir hans, Stephari Stephensen, eignarhluta sínum til einkasonar síns, Ólafs Stephensen, fram- kvæmdastjóra. Viðræður með hléum í tæpa þrjá áratugi Reykjavíkurborg hefur leitað eftir kaupum á eyjunni síðastliðin 29 ár, en borgarstjórn samþykkti hinn 19. ágúst árið 1954 að tillögu þáverandi borgarstjóra, Gunnars Thoroddsen, að fela borgarstjóra að leita eftir samningum um kaup á eyjunni. Síðan þá hafa öðru hvoru farið fram viðræður við eig- anda meginhluta eyjunnar, Steph- an Stephensen, um kaup á hlut hans í Viðey. Engin niðurstaða hefur fengist úr þessum viðræðum fyrr en nú, að kaupsamningur er gerður. Á liðnum árum hefur Reykja- víkurborg þó eignast landspildur í Viðey. Stærstur hluti sem þannig hefur fengist keyptur er norðvest- urhluti eyjunnar, svokallað Gyðu- land, sem er talið um 11,8 hektar- ar að stærð, en þann hluta Viðeyj- ar átti Guðmundur Kr. Guð- mundsson kaupmaður. Kaup- samningur ver gerður þann 10. júlí árið 1962, en kaupverðið var 336.600 krónur. Næst eignaðist Reykjavíkurborg spildu í Viðey árið 1963, en 19. janúar það ár gerði borgin makaskiptasamning við Útvegsbankann og eignaðist þar með svokallaða Viðeyjarstöð, auk sneiðar af Kolasundi, sem er svæði á sunnanverðri eyjunni. Þetta land er talið 5 hektarar að stærð. Síðan eignaðist borgin 2ja hektara landspildu suðvestan til á i Videy séð úr loftí, en mn á mJwinjjpj^fei^fHtirtalin svæði: LengW til vinstri er svokallað GyðulPld^ffemborgarsjóður keypti árið 1962. Síðan má sjá landsvaedi ríktssjoojpumhverfis Viðeyjarstofu og þar við hliðina, reiturínn, tíl hægri, er það land sem Olafur Stephensen heldur eftir til eigin nota. Síöan má sjá lengst til hægri land það sem borgin fékk i makaskiptum við Iðnaðarbankann. svokallaöa Viðeyjarstöð. ljo>myn<1 l dOilmdMiuqaf tslands eyjunni, en þeim hluta réði Hydrol hf. og fékk borgin þá spildu 19. október árið 1970. Loks eignaðist Reykjavíkurborg barnaskólalóð suðaustan á eynni, en hana átti Seltjarnarneskaupstaður. Sú spilda er talin 704 fermetrar að stærð. Rétt er að geta þess að 16. janúar árið 1980 leysti borgarsjóð- ur til sín rétt til laxveiða, en Viðey fylgdi réttur til laxveiða með neta- lögnum í sjónum við eyjuna. Hluti í eigu ríkissjóös Árið 1963, nánar tiltekið 23. dag marsmánaðar, barst borgaryfir- völdum tilboð frá eiganda megin- hluta eyjarinnar, Stephan Steph- ensen, þar sem hann bauð borg- inni sinn hluta í Viðey til kaups. Kaupverðið í tilboði Stephans var 25.315.400 krónur, en borgarráð svaraði bréfi hans viku síðar, þar sem tilboðinu var hafnað. Auk Reykjavíkurborgar á ríkis- sjóður hluta af eyjunni, 11,5 hekt- ara svæði, en eigandi Viðeyjar seldi ríkinu þennan skika ásamt Viðeyjarstofu. Sú sala fór fram þann 7. febrúar árið 1967, en áður hafði eigandinn gefið Viðeyjar- kirkju ásamt lóð, innan framan- greindrar landspildu, til þjóð- kirkjunnar. Gjafabréfið er dagsett 18. ágúst árið 1961. við það miðað að stærð landssvæð- is ólafs sé 141 hektari. Nýjasta mælingin á Viðey var gerð af verkfræðistofunni Hnit 6. september síðastliðinn og voru niðurstöður þeirra mælinga þess- ar: Flatarmál Viðeyjar við 0,7 metra sjávarhæð yfir stórstraumsfjöru = 173 hektarar. Flatarmál skerja, sem upp úr sjó standa við 0,7 metra flóðhæð = 1 hektari. Flatarmál á milli meðalstór- straumsfjöru og mældrar strandl- ínu í 0,7 metra hæð = 9 hektarar. Stærð alls 183 hektarar. ónir hvert ár, árin 1991 til 1994 greiðast 1,250 milljónir hvert ár og loks greiðist 1 milljón árin 1995 til 1998, og er þá Viðey að fullu greidd. Samkvæmt kaupsamningnum eignast Reykjavíkurborg alla Við- ey, að undanteknum 16 hekturum, en þar af eru 11,5 hektarar í eigu ríkissjóðs, en 4,5 hekturum, sem eru við hlið landsvæðis ríkissjóðs, heldur ólafur Stephensen eftir. Áskilið er að borgin eignist öll jarðhitaréttindi í Viðey, að undan- teknum þeim réttindum sem landi ríkisins fylgja. Á því svæði fengi ríkissjóður helming þess h§ita vatns, sem þar kynni að koma fram við boranir. Toppurinn á nýrómantíkinni Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Stranglers Feline, EPIC EPC 25237. Hljómsveitin Stranglers kom mikið á óvart þegar þeir gáfu út plötuna „La Folie" 1981. Hún var í öðrum stíl en fyrri plötur þeirra enda sóttu þeir inn á svið nýrómantíkurinnar. Svo og var hún miklu betri en það sem frá þeim hafði komið í langan tíma. Til marks um hvort tveggja má nefna lagið „Golden Brown" sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og eins og fyrr hef- ur lífið ekki verið tíðindalaust í kringum Stranglers. Hljómsveit- in yfirgaf sitt gamla útgáfufyr- irtæki og gerði nýjan samning við EPIC. Seint á síðasta ári kom svo út „Feline". Á „La Folie" ómaði enn nokkuð af gamla Stranglers-sándinu, þótt lítið færi fyrir því. Auk þess sem yf- irbragð hennar var rólegra en áður hafði viðgengist. En á „Fe- line“ er skrefið stigið til fulls. Allur hráleiki er horfinn og lög- in orðin fínleg, róleg og flokkast að öllu Ieyti undir nýrómantík. Og það sem meira er um vert, platan er mörgum gæðaflokkum ofar en önnur tónlist á sömu braut. Sú sem kemst næst að gæðum er sennilega Ultravox með plötuna „Vienna". Á hlið eitt eru fjögur lög. Af þeim eru „Midnight Summer Dream" og „Ships That Pass in the Night" mest grípandi. Lag- línan I „MSD“ er spiluð á hljómborð og verður þannig líkt og svífandi á bak við. Ryþminn er spilaður á kassagítar sem er óvenjulegt en árangurinn er sérlega skemmtilegur og viðeig- andi. í „STPITN" ræður bassinn laglínunni og er mestur hluti lagsins án söngs. Þegar hann síðan kemur inn virðist eins og hann eigi ekki við en eftir frek- ari hlustun venst hann og verður jafn ómissandi og í öðrum lögum á plötunni. Áðurnefnd tvö lög og „All Roads Lead to Rorne" virðast við fyrstu hlustun vera bestu lög plötunnar. önnur eru einnig góð, en „Let’s Tango in Paris" er lé- legt. En því oftar sem ég hlusta því betri verður öll platan og þegar þetta er skrifað er ekkert lag öðru betra og „LTIP“ kemur til. Stranglers tekst að koma mjög á óvart með þessari plötu, með góðum lögum, góðum útsetning- um og flutningi skapandi hljómlistarmanna. Aftur á móti vona ég að þetta sé einungis mjög gott hliðarspor. Ef áfram- haldið verður jafn rólegt og pússað og þetta er hætt við stöðnun. Þeir félagar hafa full- nýtt rólegu nýrómantísku mögu- leikana á „Feline". Tónlistin: ★★★★★ Hljómgæði: ★★★★ FM/AM.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.