Morgunblaðið - 19.03.1983, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.03.1983, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 33 beltalausir farþegar í aftursæti kastist upp í topp bifreiðarinnar, á gluggapósta eða jafnvel út í gegnum framrúðu við högg á framhluta hennar., Það virðist því ljóst að notkun bílbelta í aft- ursætum dregur mjög úr hættu á alvarlegum meiðslum og dauðsföllum, vegna umferðar- slysa. Vart þarf að taka fram að það sem hér er tilgreint um farþega í aftursætum bifreiða á ekki síst við um börn. Rannsóknir sýna að helmingur þeirra barna sem slasast í bílum hljóta höfuð- áverka og u.þ.b. þriðjungur þeirra sem látast í umferðar- slysum eru farþegar sem kastast út úr bílum. Það er einmitt í slíkum tilvikum sem bílbelti koma að mestum notum. Það er því viss blekking að halda að það eitt að hafa börn í aftursætinu sé þeim nægilegt öryggi, jafnvel þótt það sé mun betra en að þau sitji í framsætum. Börn að 9 mánaða aldri eiga að vera í burðarrúmi, sem fest er með sér- stökum beltum og frá 9 mánaða til 6 ára aldurs eiga þau að vera í barnabílstólum, sem festir eru með beltum. Þegar börn eru á aldrinum 6 til 10 ára, á að láta þau sitja á sérstökum púða í aft- ursætinu, sem gerir þeim mögu- legt að nota bilbelti fullorðinna. Eftir 10 ára aldur, eða þegar börn hafa náð 30 kg líkams- þyngd, geta þau notað bílbeltin án aukabúnaðar. Að lokum má geta þess, að víða hefur borið á misnotkun höfuðpúða í bifreiðum. Meiðsli á hnakka og hálsi eru enn algeng, þó að hnakkapúðar séu nú í flestum nýjum bifreiðum. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að púðarnir eru of lágt stilltir, þannig að höfuðið nær að slengj- ast yfir þá. Ef þeir eru í réttri stöðu, á aftasti hluti höfuðsins, þ.e. hnakkinn að lenda beint á púðanum við högg aftan á bif- reiðina. Aðeins í þessari réttu stöðu er þess að vænta að púð- arnir komi að einhverju gagni. Höfuðpúðar voru gerðir að skyldubúnaði á framsætum nýrra bifreiða hér á landi 1. janúar sl. Það liggur því beint við að lögleiða bílbeltaskyldu í aftursætum og beita viðurlögum við brotum á bílbeltalögum líka, ekki satt? Gagnsemi reykingar Með þvf að fram eru komnar nýjar og nýtískulegri aðferðir sem skila fæðunni heilnæmari og ferskari til neytandans er í sjálfu sér engin þörf fyrir reyk- inguna. Á hinn bóginn hefur hún unn- ið sér meira en þúsund ára gamla hefð í fæðinu auk þess sem reyktur matur þykir ljúf- fengur. Verður aðferðin ekki auðveldlega upprætt. Sem betur fer er hægt að gera ýmislegt til þess að gera reyk- inguna skaðminni án þess að gæðin rýrni. Er sjálfsagt að reyna þá leið til þrautar ef þörf krefur. Á meðan ættu framleiðendur að treysta meira á léttreykingu og gervireyk (reyklausna), notk- un ísóaskorbats og að draga úr notkun á óhreinu eldsneyti. Lokaorð Reyking er ævaforn vinnsluað- ferd sem hefur verið notuð hér á landi frá landnámstíð. Engu að síð- ur er ýmislegt sem bendir til þess að þessi aðferð geti verið óæskileg. Vegna framkomins gruns um að reyktur (og pækilsaltaður) matur geti stuðlaö að krabbameini og e.t.v. sykursýki þarf nauðsynlega að auka til muna rannsóknir á þessum matvörum. I>ar sem hér er um ýmsar sérís- lenskar matvörur að ræða er afar mikilvægt að hér sé treyst á ís- lcnskar rannsóknir. Þær einar geta svarað spurningunum sem gerast æ áleitnari. Torfi Siggeirs- son - Minningarorö Fæddur 31. maí 1905 Dáinn 14. mars 1983 Með fáeinum kveðjuorðum lang- ar okkur að minnast vinar okkar, Torfa Siggeirssonar. Hann lést að heimili sínu, Kirkjuvegi 13 í Keflavík, þ. 14. þ.m. Torfi var fæddur í Stykkis- hólmi. Hann var elstur þriggja bræðra og eru þeir nú allir látnir. Foreldrar hans voru þau hjónin Ása Sigurðardóttir og Siggeir Björnsson, skipstjóri. Eins og flest aldamótabörn fór hann ungur að vinna fyrir sér. Stundaði hann að- allega sjó og fiskvinnu meðan hann átti sitt heimili í Hólminum. Síðan lá leiðin suður í Mosfells- sveit þar sem hann vann að land- búnaðarstörfum, m.a. að Korp- úlfsstöðum, Keldum og víðar. Þar lágu saman leiðir hans og önnu Vilmundardóttur frá Löndum og má segja að það hafi verið gæfu- spor þeirra beggja. Þau gengu í hjónaband og ólu upp elsta son önnu af fyrra hjónabandi, Lúter Kristjánsson og síðan að mestu dóttur hans, önnu Dóru Lúthers- dóttur, sem missti móður sína kornung. Það er dæmigert fyrir barngæzku Torfa, að sólargeislinn hans, þegar heilsa var þrotin og vinnuþrek að baki var litli sonur hennar önnu Dóru, sem veitti barngóðum manni þá gleði sem ekkert skyggði á, þá birtu, sem löng veikindi gátu ekki daprað. Heimili Önnu og Torfa var fyrst uppi í Mosfellssveit, en lengst af í Grindavík og Keflavík. Þar kynntumst við tengdafólk hans honum sem bezta bróður og vini og á heimili þeirra var tengdafólk hans ætið velkomið í þess orð beztu merkingu, hvort sem var um lengri eða skemmri tíma. Aldrei naut hann sín betur en þegar stofan hans fylltist af góðum gestum. Þá lék hann við hvern sinn fingur og kímnigáfan hans Torfa verður öllum ógleym- anleg sem til þekktu. Og sem ferðafélagi var hann alveg ein- stakur. Þar naut hjálpsemi hans sín til fulls og þá ekki siður hans sérstaka frásagnargáfa. En þegar við lítum til baka yfir æfiferil þessa aldraða manns verður okkur efst í huga starfs- maðurinn sem aldrei taldi eftir nokkurt handtak, var hjálpsamur, * Jónas Arnason heimsækir Austurland Menningarsamtökin hafa gengist fyrir því að fá Jónas Árnason rithöf- und í heimsókn á tímabilinu 19,—26. þessa mánaðar. Jónas mun koma fram á skemmtunum sem haldnar verða í Hjaltalundi, næstk. laugardag, þann 19. kl. 21 og Eiða- þinghá og Hjaltastaðaþinghá standa og að svipaðri samkomu, sem haldin verður á Brúarási af Tunguhlíðar- og Jökuldalsmönnum laugardaginn þar á eftir, þann 26. mars kl. 21. Þess í milli verða settar upp skemmtanir í anda „Þið munið hann Jónas", þar sem kennarar og nemendur menntaskólans ásamt Jónasi munu flytja verk hans í formi upplesturs, samlesturs, greiðvikinn og allra manna víl- lausastur. Og það er okkur líka ofarlega í huga að „sú hönd sem þig kærast kvaddi í haust hún kveður þig ekki í sumar.“ Elsku Torfi „Far þú í friAi friður Cuðu þig bleasi. liafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Helga Sigurðardóttir. leiks og söngs. Þessar „Jónasar- vökur" verða sem hér segir: í Menntaskólanum, sérstaklega ætlað eldra fólki sunnud. 20.3. kl. 16; á Norðfirði í Egilsbúð miðv.d. 23.3. kl. 21; í Menntaskólanum á Egilsstöðum fimmtud. 24.3. kl. 21; á Eskifirði í félagsheimilinu Val- höll föstud. 24.3. kl. 21 og á Iða- völlum með aðstoð leikfél. þar og breyttri dagskrá laugard. 25.3. kl. 14. Með skemmtanahaldi þessu eru Menningarsamtökin að fara inn á nýjar brautir í starfsemi sinni og vonast er til að þetta efli félagslif úti í sveitunum, jafnframt því sem nágrönnunum er leyft að njóta þess, sem samtökin hafa á boðstól- um. Það er von menningarsamtak- anna, að þetta verði upphaf heim- sókna landsfrægra manna, sem vegna fjarlægðar og kostnaðar sjást sjaldan hér eystra. Frétt frá menningarsamtök- um Héraðsbúa. Kaupendur notaðra bíla! Við bjóðum mazoa öryggi Því fylgir jafnan nokkur áhætta að kaupa notaða bíla. Astand þeirra er mjög mismunandi og í þeim geta leynst gallar, sem ekki koma í ljós fyrr en vikum, eða jafnvel mánuðum eftir kaup, og þá getur oft verið erfitt að fá skaðann bættan. En þegar þú kaupir notaðan MAZDA bíl hjá okkur, þá átt þú þetta ekki á hættu, því að allir notaðir MAZDA bílar, sem við seljum eru yfirfarnir gaumgæfilega á verkstæði okkar og allar lagfæringar gerðar, sem þörf er á. Þú getur því verið fullviss um að bíllinn er í fullkomnu lagi. Bílnum fylgir síðan ábyrgð í 6 mánuði og færð þú í hendur ábyrgðarskírteini því til staðfestingar. Því miður hafa of margir verið óheppnir í kaupum á notuðum bíl. Firrtu þig því óþarfa áhættu — kauptu notaðan MAZDA með 6 mánaða ábyrgð. ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! mazDa BlLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.