Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 47 Víkingar með tvö stig Úrslitakeppni efstu liða 1. deildar í handbolta hófst ( gær- kvöldi í Hafnarfirði. Fyrst léku Stjarnan og Víkingur og sigruðu Víkingar 22:19 í æsispennandi, og miklum baráttuleik. Staöan í hálf- leik var 11:9 fyrir Víkinga. Stjarnan náöi tvívegis aö jafna í síöari hálfleik, 18:18 og 19:19, en svo skoruðu Víkingar þrjú siöustu mörkin og tryggöu sér sigur. Mörk Víkings: Sigurður 7 (2v), Viggó 4 (1v), Þorbergur 3, Olslur 2, Guómundur 2, Páll 2, Stsinar 1 og Hilmar 1. Mörk Stjörn- unnar: Ólafur 5, Guóm. Óskaraa. S, Eyjólfur 4, Magnús 2, Sigurjón 2 og Guóm. Þórðars. 1. Seinni leikurinn í Hafnarfirði var milli FH og KR. Leikurinn var mjög harður og frábærlega leik- inn. Jafntefli varð 23:23, en FH var yfir í hálfleik 11:7. FH komst í 7:1 í byrjun, en KR-ingar náöu að vinna muninn upp með mikilli baráttu. Er ein mín. var eftir var staðan 22:22 og skoraöi Guömundur Albertsson þá 23. mark KR. FH sneri þá vörn í sókn og Pálmi Jónsson skoraði jöfnunarmarkið er 5 sek. voru eftir. Gunnar Gíslason var yfirburöa- maður hjá KR en Kristján Ara og Pálmi voru bestir hjá FH. Mörkin. FH: Kristján Ara 6 (1v), Pálmi 6, Hans 4, Þorgils Óttar 3, Guómundur 2, Sveinn 2. KR: Gunnar Gíala S (3v), Alfreö 6, Stefán 4, Jóhannes 2, Anders Dahl 1 (v), Guómundur 1 og Haukur Otl. 1. — SH. Nánar á þriðjudaginn. Önnur úrslit Úrslitin í neðri úrslitariöli 1. deildarinnar í handbolta í gær- kvöldi urðu þessi: Valur - Þróttur 28:23 ÍR - Fram 15:26 Úrslit í 2. deild. Efri riöill: KA vann Gróttu 19:18 og Breiðablik vann Hauka 27:17. Júlíus gefur ekki kost á sér áfram FORMAÐUR HSÍ, Júlíus Hafstein, hefur ákveöið að gefa ekki kost á sér í stjórn HSÍ á næsta aðal- fundi. Júlíus hefur setið í stjórn HSÍ síðastliðin 9 ár og þar af sem formaður síðustu 5 ár. — ÞR • Torfi Valsfyrirliði hefur þarna betur í keppninni viö Björn Víking í leik líðanna síðastl. þriðjudag. Hvor hefur betur á mánudags- kvöldið? Ljóem. KÖE Vinnum tvöfalt „VIÐ ERUM ákveðnir í því að vinna á mánudaginn, já, og viö stefnum aö því að vinna tvöfalt, bæði deild og bikar. Við höfum stefnt aö því í allan vetur og ger- um þaö að sjálfsögöu enn,“ sagði Torfi Magnússon, fyrirliöi Vals. „Viö erum ekki búnir að vinna neitt ennþá, nema Reykjavíkur- mótiö. Ég tel þaö ráöa miklu á mánudag hvort liöiö hefur meiri vilja til að vinna. Reynsla okkar held ég aö muni vega þungt, og ég held aö viö séum meö sterkari liöshelld. Liö okkar veikist ekki neitt þó viö skiptum inn á,“ sagöi Torfi. Torfi vildi aö lokum hvetja alla Valsara til aö koma og hvetja sina menn, þannig aö Valur ynni IBK líka á áhorfendapöllunum. „Ef viö fáum góöan stuðning lofa ég sigri," sagöi Torfi. — SH „Stefnum að sigri“ UEFA-keppnin DREGIÐ var í Evrópukeppnunum þremur í gær og er sagt frá drátt- unum í keppni meistaraliöa og keppni bikarhafa annars staöar á íþróttasíðunni. í UEFA-keppninni leika saman Bohemians Prag og Anderlecht annars vegar og Benfica Lissabor. og Universitatea Craiova frá Rúm- eníu hins vegar. Liöin sem talin eru á undan leika heimaleikinn fyrst. „LEIKURINN leggst mjðg vel í okkur. Við erum mjðg ákveðnir og stefnum auðvitaö að sigri. Sig- ur er markmið okkar í hverjum leik,“ sagöi Bjðrn V. Skúlason, fyrirliöi Keflvíkinga, í samtali við Mbl. í gær, vegna úrslitaleiksins í úrvalsdeildinni í Hðllinni á mánu- dagskvöld. Björn sagði aö Keflvíkingar heföu lagt áherslu á aö æfa þá veikleika sem fram heföu komiö í leiknum á þriöjudaginn. „Þá fengu þeir of mörg hraöaupphlaup og þannig of margar ódýrar körfur. Við vorum líka of bráöir í sókninni, og ég er viss um aö viö veröum þolinmóöari nú,“ sagði Björn. Hann vildi aö gefnu tilefni koma því á framfæri, aö áhangendur ÍBK heföu hagaö sér mjög vel í vetur. „Viö viljum mótmæla því sem fram kom í einu blaöanna eftir leikinn á þriöjudaginn aö þeir heföu „enn einn ganginn" orðiö sér tll skamm- ar. Þaö er ekki á rökum reist,“ sagöi Björn Víkingur. — SH Þráinn með nýtt íslandsmet í tugþraut „LOKSINS fékk maður eitthvað út úr öllu þessu margra ára puði,“ sagði Þráinn Hafsteinsson frjáls- íþróttamaður úr HSK í samtali við Morgunblaðið í gær, en í fyrradag setti hann stórglæsilegt ís- landsmet í tugþraut, hlaut 7.718 stig. Þráinn bætti sinn fyrri ár- angur um 375 stig og íslandsmet Stefáns Hallgrímssonar frá 1976 um 179 stig. „Ég átti ekki beint von á meti, en vissi þó að allt gat gerst ef engin grein yröi mjög slök hjá mér. Ég fór til mótsins með þá von í brjósti að ná 7.550 stigum, sem er lágmarkið á bandaríska háskólameistaramótið í sumar. Ég er því hæstánægður meö út- komuna," sagöi Þráinn. „Fyrst ég náöi þessum árangri nú keppi ég ekki aftur í tugþraut fyrr en 15. maí, og síöan aftur á háskólameistaramótinu i júníbyrj- un,“ sagöi Þráinn. Hann hefur meö þessum góöa árangri náö lágmarki til þátttöku í heimsmeistaramótinu í Helsinki í sumar, og jafnframt er þetta betra en Ólympiulágmarkiö, en þaö tekur gildi 1. júlí nk. Meö árangri sínum varö Þráinn fyrstur háskólanema i Tuscaloosa til aö ná lágmarki á bandaríska háskóla- meistaramótiö utanhúss. Þráinn setti íslandsmetið i há- skólakeppni í Tallahassee á Flór- ída. Hann varö í öðru sæti af 23 keppendum. Sigurvegarinn hlaut 7.782 stig, eða 64 fleiri en Þráinn, en piltur sá varð silfurverðlauna- hafi á bandaríska háskólameist- aramótinu í fyrra. Þráinn náöi 7.343 stigum á sama móti í fyrra, en það er hans næstbezti árangur. Arangur Þráins í einstökum greinum var sá, aö fyrri daginn hljóp hann 100 metra á 11,3 sek- úndum, stökk 6,60 í langstökki, varpaöi kúlu 15,50 metra, stökk 1,88 metra í hástökki og hljóp 400 metra á 49,7 sekúndum. Síöari daginn hljóp hann 110 metra grindahlaup á 15,4 sekúndum, kastaði kringlu 50,46 metra, stökk 4,05 metra á stöng, kastaði spjóti 57,54 metra og hljóp loks 1500 metra á 4:25,1 mínútu. Þetta er allt jafn og góöur árangur og hann stórbætir sig í 400 metra hlaupi. — ágás. McKinney sigurvegari ERIKU Hess tókst ekki að sigra í stórsvigi heimsbikarsins í Japan í gær og því er Tamara McKinney, Bandaríkjunum, orðin sigurvegari í heimsbikarkeppninni. KR-sigur KR-ingar unnu UMFN í Njarðvík í gærkvöldi í úrvalsdeildinni 98:84 (42:38). Johnson skoraði 47 stig fyrir KR og kotterman 34 fyrir UMFN.— ÓT/—SH. Nánar A þriöjudaginn. ísl-mót í júdó Keppt í opnum flokkum um helgina í DAG, laugardag, fer fram síöari hluti íslandsmótsins í júdó. Keppt verður í opnum flokkum. Keppnin hefst kl. 15.00 í íþrótta- húsi Kennaraskólans. Bikarúrslit í blakinu ÍS og Þróttur leika ó morgun, sunnudag, til úrslita í bikar- keppninni í blaki og hefst leikur- inn kl. 14.00 í Hagaskólanum. Þetta er í níunda sinn sem keppt er um hinn glæsilega Ljóma- bikar og hefur IS sigrað þrívegis, Laugdælir hafa einu sinni unnið og Þróttur fjórum sinnum. ekki atvinnuleyfið söluverðið of hátt“ Lokeren vildi fá 350 þúsund pund fyrir Arnór: „Fengum og fannst - segir Bobby Fergusson framkvæmdastjóri Ipswich • Lokeren-liðið í dag. Arnór er (fremrl röð, þrlðjl frá vinstri. Loker- en vildi fá 350 þúsund sterlingspund fyrir Amór. En þaö eru um 11 milljónir íslenskra króna. „JÁ, ÞAÐ er alveg rétt að við höf- um sýnt mikinn áhuga á því að fá Lokeren-leikmanninn Arnór Guö- johnsen til liðs við okkur. Hug- mynd okkar var sú að hann myndi leysa Alan Brazil af á miðj- unni, en eins og öllum er kunnugt höfum við nú selt Brazil til Tott- enham.“ En það er nú oröið Ijóst að þaö verður ekkert af kaupun- um. Það sem var í veginum var atvinnuleyfið, okkur tókst ekki að útvega þaö, þó Lokeren vildi fá 350 þúsund sterlingspund fyrir Arnór, sem er mjög há upphæð þegar þess er gætt aö salan á sér staö á milli tveggja landa i Efna- hagsbandalaginu,“ sagði Bobby Fergusson framkvæmdastjóri Ipswich í samtali við Morgun- blaðið í gærdag. En þá loks tókst að ná sambandi við Fergusson til þess að inna hann eftir því hvort Ipswich myndi láta verða af því að kaupa Arnór. En eins og Mbl. hafði greint frá hafði Ipswich mikinn áhuga á því að kaupa Arn- ór strax frá Lokeren. Höfðu samn- ingar tekist á milli Arnórs og Ipswich en Lokeren og Ipswích áttu eftir að ganga frá sínum samningum og svo átti eftir að útvega atvinnuleyfiö. — Arnór er mjög efnilegur leik- maöur, og ég hef trú á því aö hann eigi eftir aö ná langt. Hann er sterkbyggöur og haröur leikmaöur. Jafnframt fylginn sér og ákveöinn. Þaö eru einmitt þannig leikmenn sem ég þarf. Aö mínum dómi er enska knattspyrnan sú erfiöasta og haröasta í veröldinni í dag. j henni gerir þaö enginn gott nema aö vera mjög góöur knattspyrnu- maður. Arnór er nokkuö ungur en viö höfum trú á honum. — Ég skal viöurkenna aö okkur hér hjá Ipswich fannst söluverö hans nokkuö hátt. Og þegar okkur gekk ekkert aö fá atvinnuleyfið fyrir hann þá var máliö úr sögunni, sagöi Bobby Fergusson. Þegar Fergusson var spuröur að því hvort hann væri ánægöur meö frammistööu Ipswich í vetur sagöi hann. — Nei mér finnst meira búa í liöinu. Við höfum átt góöa leiki og leikiö mjög vel en svo hafa komið slæmir kaflar inná milli. En ég er bjartsýnn á framtiöina og hef trú á því aö viö sigrum Nottingham For- est um helgina. — ÞR. • Bobby Forguaaon fram- kvæmdastjóri Ipswich líst val á Arnór sem knattspyrnumann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.