Morgunblaðið - 19.03.1983, Side 20

Morgunblaðið - 19.03.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 19. mars verða til viðtals Páll Gísla- son oa Guðmundur Hallvarðsson. Betri sjón án gleraugna — Einkatímar — Vlltu kasta í burtu gleraugunum eða minnsta kosti minnka þann tíma sem þú notar þau? Reyndu þá VISIONETICS. Visionetics tengir saman augnæfingar dr. W.H. Bates viö aöferöir i hugleiöslu og sjálfsefj- un ásamt almennum líkamsæfing- um úr Hathayoga. Þetta heildræna augnæfingarkerfi styrkir augn- vöðvana, dregur úr vöðva- spennu, eykur orkumagn líkam- ans og stuðlar að aukinni blóðrás og almennri slökun. Þú getur bætt. verulega sjónina á aðeins tveimur mánuðum, hvort sem þú þjáist af nærsýni, fjarsýni eða sjónskekkju. Kennari: Guömundur S. Jónasson. Tími: Tvisvar í viku í átta vikur 1 klst. í senn. Verð: 3.520 kr. Lesefni og slökunarkassetta innifalin. Tímapantanir: Fræöslumiöstöðin Míðgaröur Bárugata síma: (91)12980 frá kl. 10—16 og 19—22. 11 /MÐG/4RÐUR Auglýsing ffrá Menntamálaráði íslands um styrkveitingar áriö 1983 Samkvæmt fjárveitingu á fjártögum 1983 verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningarsjóði íslands: Útgáfa tónverka. Til útgáfu íslenskra tónverka veröa veittir einn eöa fleiri styrkir en heildarupþhæö er kr. 24.000.-. Umsóknum skulu fylgja uþplýsingar um tónverk þau sem áformaö er aö gefa út. Dvalarstyrkir listamanna. Veittir veröa 8 styrkir aö upphæö kr. 15.000.- hver. Styrkir þessir eru ætlaöir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaöa skeiö og vinna þar aö list- grein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmast- ar upþlýsingar um fyrirhugaöa dvöl. Þeir sem ekki hafa fengiö sams konar styrk frá Menntamálaráði síöastliöin 5 ár ganga ööru jöfnu fyrir viö úthlutun. Styrkir til fræöimanna. Styrkir þessir eru til stuön- ings þeim sem stunda fræöistörf og náttúrufræöi- rannsóknir. Samkvæmt ákvöröun Alþingis er heild- arstyrkupphæö kr. 22.000.-. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um þau fræðiverkefni sem unniö er aö. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa bor- ist Menntamálaráöi Skálholtsstíg 7 Reykjavík fyrir 15. apríl næstkomandi. Nauðsynlegt er að nafn- númer umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð líggja frammi á skrifstofu Menningarsjóðs aö Skálholtsstíg 7 í Reykjavík. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON Fulltrúadeild Banda- ríkjaþings og „frystinginu FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings ákvað á miðvikudagskvöldið að fresta atkvæðagreiðslu um ályktun, þar sem ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eru hvattar til þess að „frysta“ kjarnorkuvopn sín í núverandi mynd og lagt er að þeim að fallast á eftirlit með því að „frystingunni" sé framfylgt. Málið kemur aftur fyrir fulltrúadeildina í næstu viku og er talið líklegt að tillagan verði samþykkt, enda hafa demókratar, andstæðingar Ronald Reagans, Bandaríkjaforseta, meiri- hluta í deildinni. Þessar hugmyndir um „frystingu" kjarnorkuvopna eru forsetanum ekki að skapi og ekki er talið líklegt, að þær nái meirihluta- fylgi í hinni deild Bandaríkjaþings, öldungadeildinni, þar sem flokks- bræður Reagans, repúblíkanar, hafa meirihluta. Tillagan í fulltrúadeildinni er málamiðlun og hlyti hún samþykki beggja deilda Banda- ríkjaþings og forsetinn staðfesti hana með undirritun sinni, væri hún „tæknilega bindandi" eins og það er orðað af fréttaritara The New York Times, en hins vegar segir hann, að þar sem í tillögunni sé aðeins talað um „markmið" verði hún aðeins „siðferðilega bindandi", að sögn flutningsmanna hennar. Tillaga um svipað efni var felld í full- trúadeildinni í ágúst síðast- liðnum og andstæðingar hennar nú, segja, að hún muni veikja stöðu Bandaríkjastjórnar í af- vopnunarviðræðum við Sovét- menn. I ágúst 1982 var með tveggja atkvæða meirihluta í fulltrúa- deildinni (204:202) samþykkt ályktun, þar sem lýst er stuðn- ingi við afstöðu Bandaríkja- stjórnar í afvopnunarviðræðun- um í Genf. í þeirri tillögu var mælt með „frystingu" kjarn- orkuvopna eftir að árangur hafi náðst í afvopnunarviðræðunum. í þeirri tillögu sem nú bíður af- greiðslu í fulltrúadeildinni var upphaflega ráðgert að á eftir „frystingunni" kæmi niður- skurður, en í þingnefnd var orða- lagi hennar breytt á þann veg, að nú eiga „frysting" og viðræður um niðurskurð að gerast sam- hliða. f þingkosningunum í Banda- ríkjunum í nóvember 1982 voru kjarnorkuvopn ofarlega á dagskrá og talsmenn „fryst- ingar" beittu sér meðal annars fyrir því í níu fylkjum, höfuð- borginni og 29 borgum og bæj- um, að kjósendur segðu beinlinis álit sitt á „frystingu" og kjarnorkuvopnum, með því að svara spurningum um það atriði á kjörstöðum. Á þessum 39 stöð- um varð „frystingin" aðeins und- ir í Arizona og tveimur sveitar- félögum, í Arkansas og Vestur- Colorado. Skoðanakannanir sýndu einnig víðtækan stuðning meðal þjóðarinnar á „frystingu" kjarnorkuvopna. Að kosningun- um loknum eru þingmenn því móttækilegri fyrir sjónarmiðum „frystingarmanna" en áður og því líklegt að þau njóti meiri- hluta í fulltrúadeildinni eins og áður er sagt. Ekki er að efa að Ronald Reagan mun nota frestinn á af- greiðslu „frystingar“-tillögunnar í fulltrúadeildinni til að hafa meira samband við þingmenn en áður og fá þá til liðs við sjón- armið ríkisstjórnarinnar. Eftir að þingið lagðist gegn MX-eld- flaugaáætlun forsetans I des- ember skipaði hann nefnd stjórnmálamanna og sérfræð- inga úr báðum flokkum, til að kanna leiðir um endurnýjun á langdrægum landeldflaugum í kjarnorkuherafla Bandaríkj- anna og ná um þær sem víðtæk- ustu samkomulagi. Þessi nefnd hefur ekki enn skilað áliti, en í „frystingar“-tillögunni felst andstaða við smíði MX-eldflaug- anna og í umræðum í fulltrúa- deildinni á miðvikudag var felld tillaga þess efnis, að „frystingin" næði ekki til meðallangdrægu eldflauganna, sem setja á upp í Vestur-Evrópu frá lokum þessa árs, ef ekki næst samkomulag um „núll-lausnina“ í viðræðum Sovétmanna og Bandaríkja- manna í Genf. Eins og áður sagði, ákvað full- trúadeildin seint á miðvikudag að fresta afgreiðslu tillögunnar um „frystingu". Á fimmtu- dagsmorgun birtist grein eftir Georgi A. Arbatov, kunnasta sérfræðing Sovétmanna í banda- rískum málefnum, i sovéska flokksmálgagninu Prövdu, þar sem ráðist er harkalega á Bandaríkin og áformin um að setja meðallangdrægar eldflaug- ar upp í Vestur-Evrópu sem svar við SS-20 eldflaugum Sovét- manna. Fréttaritari The New York Times í Moskvu segir, að þessi grein Arbatovs sé ein hin illskeyttasta um samskipti aust- urs og vesturs síðan Reagan varð forseti. Arbatov segir að það sé „lygi“ hjá Reagan og embættis- mönnum hans þegar þeir full- yrða að eina leiðin til að fá Sov- étmenn til samninga sé að koma fyrir bandarískum eldflaugum í Evrópu. Arbatov segir að með þessu sé aðeins verið að knýja Sovétmenn til að smíða nýjar eldflaugar og auka hraðann í vígbúnaðarkapphlaupinu. At- hygli er vakin á því að Arbatov er handgenginn Yuri Andropov, flokksleiðtoga, og því beri að skoða greinina sem fráhvarf frá þeirri „sáttastefnu" sem ýmsum þótti Andropov boða í afvopnun- armálum um áramótin. Á fimmtudaginn birtist í The New York Times viðtal við Nik- olai Ogarkov, hershöfðingja og formann sameinaða herráðs Sovétríkjanna, þar sem hann hefur í hótunum við Bandaríkja- menn og segir að sovéskum eld- flaugum verði komið fyrir jafn nálægt Bandaríkjunum og hinar bandarísku verði gagnvart Sov- étríkjunum þegar þeim hefur verið komið fyrir í Vestur- Evrópu. Þessar hugmyndir og hótanir eru ekki nýjar af nálinni og hafa Sovétmenn látið þær í ljós áður, þegar þeim þykir mik- ið í húfi. Á sama tíma og fulltrúadeild Bandaríkjaþings er að bræða með sér að setja skorður við þeim ráðstöfunum, sem rlkis- stjórn landsins telur nauðsyn- legar til að svara vígbúnaði Sov- étmanna, magna Kremlverjar hótanir og illyrði i garð Banda- ríkjastjórnar. Áróðursstríðinu um kjarnorkvopnin er alls ekki lokið og á næstu vikum munu umræður um þau enn einu sinni magnast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.