Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 35 Gjaldeyrisviðskipti neikvæð um 184 millj. GJALDEYRISKAUP bankanna nettó voru neikvæð um 184 milljónir króna í janúarmánuði, en keyptur gjaldeyrir var upp á 1.349 milljónir króna og seldur gjaldeyrir upp á 1.533 milljónir króna. Til samanburðar voru gjaldeyr- iskaupin nettó í janúar 1982 já- kvæð um 202 milljónir króna, en þá var keyptur gjaldeyrir upp á 1.527 milljónir króna, en seldur gjaldeyrir upp á 1.325 milljónir króna. Á síðasta ári voru gjaldeyris- kaup bankanna nettó neikvæð um 1.172 milljónir króna, en þá var keyptur gjaldeyrir upp á 14.036 milljónir króna og seldur gjald- eyrir upp á 15.208 milljónir króna. Gjaldeyriskaup bankanna nettó voru hins vegar jákvæð um 401 milljón króna á árinu 1981, þegar keyptur gjaldeyrir var upp á 9.244 milljónir króna og seldur gjald- eyrir upp á 8.843 milljónir króna. Erum að komast upp úr efnahagslægðinni — sagði Marshall Brement, sendiherra Banda- ríkjanna, á stjórnarfundi í Verzlunarráði íslands „ÞEGAR Bandaríkin hnerra fær alþjóða peningakerfið lungnabólgu.“ Þessa samlíkingu um gildi efnahags í Bandaríkjunum fyrir umheiminn notaði Marshall Brement sendiherra Bandaríkjanna hér á landi í erindi, sem hann flutti á fundi stjórar Verzlunarráðs íslands í síðasta mánuði. Brement fjallaði þar um ástand og horfur í efnahagsmslum í heimalandi sínu og efnahags- stefnu Reagans forseta. Hann minntist á þá miklu efna- hagserfiðleika, sem Reagan- stjórnin hefði tekið í arf og sagði að aðkoma nýs forseta í embætti hefði aldrei verið verri frá dögum Roosevelts. Stjórn Reagans setti sér meðal annars að stöðva vöxt ríkisumsvifa, draga úr skatt- heimtu og draga úr peningamagni í umferð. Bandaríkjunum hefði verið 13,5% á árinu 1981, þegar stjórn Reagans tók við, en í árslok 1982 hefði hún verið komin niður í 3,9%. Vextir í Bandaríkjunum hefðu einnig lækkað. Forvextir voru 21,5% á árinu 1980, en eru nú komnir niður í 10,5% og fara lækkandi. f framhaldi af þessu hefur lifn- að yfir fasteignaviðskiptum. Byrj- að hefur verið á um 45% fleiri nýj- um íbúðum en áður, byggingar- leyfum hefur fjölgað um 60% og sala nýrra húsa hefur aukizt um 55%. Eldri hús á söluskrá hafa ekki verið færri í áratug. Þá hafa óseldar birgðir minnk-' að allverulega, en í kjölfar þess fylgir venjulega aukin fram- leiðsla. Á sama tíma hefur fram- leiðni aukizt um 3% árið 1982, en aukningin var engin árið 1980. „Við búum við, að þjóðarfram- leiðslan á árinu 1983 vaxi að minnsta kosti um 3%. Reynist þær vísbendingar, sem við höfum nú, vera réttar, erum við að kom- ast út úr efnahagslægðinni," sagði Brement. Heildarsala Komatsu jókst um 15% 1982 KOMATSU-fyrirtækið japanska, sem er annað stærsta vinnuvélaframleiðslu- fyrirtæki heimsins, tilkynnti nýverið, að nettótekjur fyrirtækisins hefðu auk- izt um 19% á síðasta ári, þegar þær voru í námunda við 32,44 milljarða japanskra yena, borið saman við 27,24 milljarða japanskra yena á árinu 1981. það að koma niður á sölu Kom- Talsmaður fyrirtækisins sagði aðalástæðuna fyrir þessu góða gengi fyrirtækisins vera síaukna sölu erlendis. Útflutningur fyrir- tækisins færi vaxandi með hverj- um mánuðinum. Heildarsala Komatsu jókst um 15% á síðasta ári, þegar hún var samtals um 652,65 milljarðar jap- anskra yena, borið saman við 567,43 milljarða japanskra yena á árinu 1981. Talsmaður fyrirtækisins sagðist ekki vera mjög bjartsýnn á árið 1983. Efnahagsþrengingar þjóða væru ekki yfirstaðnar og því hlyti atsu, sem hefur verið með stöðuga söluaukningu síðustu fimm árin. Talsmaðurinn sagði að eftirspurn eftir nýjum vinnuvélum af ýmsu tagi myndi væntanlega vera um 30% minni á þessu ári, en hún var 1978, þegar eftirspurnin náði há- marki. Sala Komatsu á erlendum mörkuðum jókst um liðlega 35,6% á síðasta ári, en sala á innan- landsmarkaði minnkaði hins veg- ar um 9,2%, að sögn talsmanns fyrirtækisins. Financial Times gefur út sérstakt íslandsblað í júní HIÐ ÞEKKTA dagblað Financial Times, sem aðallega fjallar um efna- hagsmál og stjórnmák hefur ákveðið að gefa út sérstakt íslandsblað 14. júní nk., þar sem verður víða komið við. Fjallað verður almennt um ís- land og þá pólitísku stöðu, sem verður í landinu. Þá verður ítar- lega fjallað um efnahagsástandið í landinu, út- og innflutning, og bankastarfsemi, auk þess sem sér- staklega verður fjallað um sjávar- útveg á Islandi, orkunýtingu og ferðamannaiðnað. í sérstöku kynningarblaði segir, að auglýsingar, sem birtast eiga í þessu Islandsblaði þurfi að hafa borizt fyrir 16. maí nk., en eins og áður sagði kemur blaðið út 14. júní nk. FINANCIALTIMESSURVEYS EDITORIAL SYNOPSIS ICELAND Pt Bl.K ATION DATE TuMday Ulh Junr 1M3 ADVntTISING COPY DATF. Monéay IBth M«y 19S3 LAGERINN Smiöjuveg 54, Kópavogi Fullt af nýjum, ódýrum fatnaöi Þaö borgar sig aö koma viö á Smiðjuvegi 54 >| OPIÐ TIL KL. 6 í DAG. Formósa tölvan er bæði ódýrt og fjöliiæft tæki. Með benni getur þú nýtt þér heilan hafsjó af hugbúnaði, sem fýrir er á markaðnum. Alls eru nú til hátt í 20 þúsund forrit, sem nota má í Formósa tölvunni , þar á meðal allar helstu gerðir viðskipta- og áætlanaforrita. Formósa tölvan er með 48 K (RAM) notendaminni, vönduðu 53ja lykla borðl með aðgangi að ýmsum sértáknum og hefur bæði há- og lágstafl. Super 8 dlskdrifið er með 143 K geymslurými og er af stærðinni 5Ú4 tommu. Það er fyrirferðarlítið, hefur heint drif með rafeindastýringu á hraða og er einstaklega hljóðlátt. 12 tommu HTTKA tölvnskjórinn er grænn með mattri fosfórhúð, sem verndar augun. Skjárinn sýnir bæði texta og grafík mjög vel. Auðvelt er að stilla Ijósstyrk:, skýrleika o.fl. Við hjóðum þér að líta við í verslun okkar og kíkja á gripina. Formósa tölvan er á tölvusýningunni í Tónahæ nú um helgina. I. Pálmason hf. ÁRMÚLA 36 124 REYKJAVÍK SÍMI 91-82466 Pyrir kr. 34.650 færð þú heila Formosa tölvu MEÐ DISKDRIFI OG SKJÁ - EKKIBARA HLUTA Hafsjór af hugbúnaði Við kaup á tölvu er einkum tvennt sem skiptir meginmáli, verð og notkunarmöguleikar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.