Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Frumkvæði sjálfstæðis- manna í menntamálum á alþingi svo og í Reykjavík — eftir Bessí Jóhannsdóttur Fræðsluráð Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum sl. mánudag, mánudaginn 21. mars, tillögur nefndar, sem fjallað hefur um aukna kennslu forskólabarna. Fela þær í sér verulega aukningu á kennslu 6 ára barna, og eiga að stefna að því að sá aldurshópur falli betur en nú er inn í starfsemi grunnskólans. í nefndinni voru auk greinar- höfundar, sem var formaður, Bragi Jósepsson, Birna Elíasdótt- ir, fulltrúi Kennarafélags Reykja- víkur, og Jón Freyr Þórarinsson, fulltrúi Félags skólastjóra. Tillög- ur nefndarinnar voru kynntar á fundi fræðsluráðs með skóla- stjórum og kom þar fram ánægja með þá stefnu, sem með þeim er mörkuð. Foreldrafélög hafa og lýst ánægju með tillögurnar og hvatt til þess að þær komist sem fyrst í framkvæmd. Það er og nýmæli að þeim skól- um, sem telja sér það fært, verði heimilað að bjóða upp á aukinn viðverutíma 6 og 7 ára barna, þannig að þau geti verið þar allt að 4 klst. í senn. Hér er um að ræða tilraunastarf, sem fram- kvæma má í samstarfi við for- ráðamenn skólanna og foreldra- félögin. Allur kostnaður vegna þessarar viðbótar verði greiddur af foreldrum. Hér er verðugt verk- efni fyrir foreldrafélögin, og geta má þess að utan Reykjavíkur hef- ur starfsemi sem þessi verið rekin með góðum árangri. Má þar nefna Kópavog og Akranes. Verður án efa hægt að læra af reynslu þeirra. Skólarnir í Reykjavík eru almennt ekki undir það búnir að taka við auknu álagi, en vel má vera að áhugi verði á þessu í ein- hverjum þeirra. Nánari útfærslu á þessu þarf að gera, en hér er opnuð leið til breyttra starfshátta. „Fyrir mörg börn hafa þaö orðið vonbrigði að hefja skólagöngu. Þau mæta full áhuga og á þeim aldri, þegar þau eru hvað móttækilegust, og hvað skeður? Varla er vinna hafin þegar henni á að hætta. For- eldrar eru og í vandræð- um, einkum þeir sem starfa utan heimilis.“ nefndar, og komið hefur fram f fræðsluráði Reykjavíkur. 1 grein- argerð með frumvarpinu segir m.a.: „Nám 6 ára barna fellur þannig eðlilega inn í skólastarfið, en mikill misbrestur er á þvf nú. Margt mælir með lengingu skóla- tfmans, og má í því sambandi benda á að börn eru mun lengur á leikskólum eða dagheimilum og verður því upphaf skólagöngunnar viss vonbrigði sem skaðað geta barnið og skapað neikvæða af- stöðu til skólans." Undir þessi orð má taka. Það er mikið öryggi fyrir heimilin og bðrnin að þau venjist í æsku á góð vinnubrögð, og séu ekki sifellt að hlaupa úr einu í annað. Sundurslitinn vinnudagur nemenda, eins og svo víða hefur viðgengist, hefur án efa átt þátt í því hversu eðlilegt mönnum þykir á fullorðinsárum að hlaupa frá hálfunnu verki í eitthvað allt ann- að. Sleifarlag framsóknarmanna I menntamálum hefur skort allt frumkvæði og mál hafa verið látin y 4 8Hl eru lagðar fyrir Alþingi á síðustu dögum þingsins og f lok kjörtfma- bilsins. Þetta sleifarlag er dæmi- gert fyrir Framsóknarflokkinn, engir sporna jafnmikið gegn framþróun og þeir, þar má nefna til sönnunar mörg mál, ekki að- eins menntamál, gleggsta dæmið er kjördæmamálið, en í því hafa þeir jafnan verið dragbitar, enda byggist staða þeirra í stjórnmál- um á ólýðræðislegri afstöðu þeirra til þess. I menntamálum er kom- inn tími til að beitt sé nútfma- legum vinnubrögðum, sem grund- vallast á virðingu fyrir nemendum og kennurum, þannig að skólarnir fái aukið svigrúm til að móta kennsluhætti og stjórna eigin málum. í frumvarpi því, sem framsóknarráðherrann lagði fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að viku- legur kennslutfmi í forskóla sé markaður í lögunum og er hann skv. tillögunni 600—800 mínútur á viku. f greinargerð með frumvarp- inu segir m.a.: „Þannig er lfklegt að yngri börnin fái markvissara uppeldi og græðslu en annars mið- að við núverandi þjóðfélagsaf- stæður og rétt að tengja þessa 1982-83 (105. löggjafarþing) — 229. mál. Nd. 448. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 63/1974, med áorönum breytingum. Flm.: Birgir ísl. Gunnarsson, Halldór Blöndal. 1 gr. 74. gr. laganna oröist svo: Heimilt cr sveitarfélögum að setja á stofn vid grunnskóla og undir sömu stjórn forskóla fyrir 6 ára börn, eöa 5 og 6 ára börn, enda samþykki menntamálaráðuneytið starfsáætlun, húsnæði og annan aðbúnað skólans. Rekstrarkostnaður við forskólahald greiðist á sama hátt og við almenna grunnskóla. Ráðstöfunarstundir til þessara starfa miðast við allt að 1.25 vikustundir á nemanda. Við forskólann skulu starfa kennarar sem lokið hafa viðurkenndu kennaraprófi, og skulu þeir ráðnir og launaðir eftir sömu reglum og kennarar við 1.—6. bekk grunnskóla. Kennarar, sem hlotið hafa viðurkennda viðbótarmenntun fyrir forskóla- kennara, skulu ganga fyrir um rétt til starfsins. Heimilt er að ráða að forskóla fóstrur eða aðra starfsmenn með viðurkennda menntun sem henta þykir. Slíkir starfsmenn skulu ráðnir og launaðir af sömu aðilum og kennarar og fer um launakjör þeirra eftir kjarasamningum eða dómi Kjaradóms. Heimilt er að nota til forskólahalds skólahúsnæði grunnskóla. Óheimilt er einkaaðila að reka skóla fyrir börn undir skólaskyldualdri nema með leyfi fræðslustjóra. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerö. í þessu frv. er lögð til veruleg lenging á skólatíma 6 ára barna (heimilaö kennslumagn 1.25 vikust. 34 starfsvikur í staö 0.65 vikust ). Helstu rökin eru þau, að aðeins aukinn skölatími gefur raunhæfa möguleika á markvissu starfi í þessum árgangi. Aukinn skólatími 6 ára barna gefur kost á að nám 6, 7 og 8 ára barna sé skipulagt í einni heild. Nám 6 ára barna fellur þannig eðlilega inn í skólastarfið, en mikill misbrestur er á því nú. Margt mælir með lcngingu skólatímans, og má í því sambandi benda á aö börn eru mun lengur á lcikskólum eöa dagheimilum og verður því upphaf skólagöngunnar viss vonbrigöi sem skaðað geta barniö og skapað neikvæða afstöðu til skólans. Að sjálfsögðu vcrður kcnnsluskipan að miöast við aðstæður í hverju skólahéraði, og má benda á að í þéttbýli og annars staðar þar sem því verður viö komiö er eölilegt aö börn séu í skólanum frá kl. 9—12 eöa kl. 13—16 fimm daga vikunnar. Meö vaxandi útivinnu forcldra er nauösyn aö þjóðfélagiö komi til móts og auki þannig velferö bæöi barna og forcldra Mikilvægt er aö samfclldur skóladagur sé hjá ncmcndum þannig aö þeir venjist ungir á staöfestu og góö vinnubrögö. Markvissara starf í skólanum Mikilvægasta breytingin, sem felst í þessum tillögum, er að lengdur verður skólatími 6 ára barna þegar á næsta skólaári. Þar til viðurkenning fæst á þessari viðbót af ráðuneytisins hálfu verð- ur mismunur vegna hennar greiddur úr borgarsjóði. Ráðstöf- unarstund verður nú 1,00 á nem- anda í stað 0,65 eins og nú er. Er hér um að ræða 53,8% aukningu. Með þessari viðbót skapast raun- hæfur möguleiki á markvissara starfi í þessum árgangi, svo og á aukinni samkennslu 6, 7 og 8 ára barna. Fyrir mörg börn hafa það orðið vonbrigði að hefja skóla- göngu. Þau mæta full áhuga og á þeim aldri, þegar þau eru hvað móttækilegust, og hvað skeður? Varla er vinna hafin þegar henni á að hætta. Foreldrar eru og í vand- ræðum, einkum þeir sem starfa utan heimilis. Mikill tími fer í kringum alltof stuttan skólatfma. Best væri fyrir alla að barnið gæti verið samfleytt í skólanum fyrir eða eftir hádegi, líkt og er á leikskólum, en engum þykir mikið að þau séu þar frá tveggja ára aldri allt að 5 klst. á dag. Nokkuð hefur verið misjafnt hversu lengi börn eru í skólanum dag hvern. Skólarnir hafa þar vissan sveigjanleika eftir því hversu hóparnir eru stórir, sem kennt er í senn. Það að miða við ráðstöfunarstundir er jákvætt að þessu leyti. Tafla I. sýnir hvernig þessu er háttað í skólum, sem reknir eru af ríki og Reykjavík- urborg: Taflal Forskóii (6 ára börn) haustið 1982 Nemendur: Hópar: Nemendftstundir: Austurbcjarskóli 51 4 15 LauKarneffikóli 62 3 13 MelaNkóli 68 3 13 Lan((holúwkóli 53 3 15 IflíÖMkóli 36 2 14 BreióagerðÍKskóli 43 3 10 Árbæjarskóli 90 6 11 Vogaxkóli 24 2 12 Vesturbaejarskóli 47 2 14 Álftamýrarskóli 24 1 16 Hvaanaleitimkóli 32 2 10 Breióboltmkóli 80 4 12 KoSHVOgSHkÓIÍ 40 2 10 Fellaakóli 120 6 12 Hólabrekkuskóli 130 7 13 ÖlduHelsskóli 67 4 15 Seljaskóli 142 7 12 1109 61 12,6 (meóalt) Utan þessa ramma falla nokkrir skólar, og má þar nefna Skóla Is- aks Jónssonar, en þar er kennsla 5, 6, 7 og 8 ára barna 2% klst. á dag, og geta foreldrar að auki haft börn í gæslu frá kl. 11.30—12.00. f Æfinga- og tilraunaskóla Kenn- araháskóla íslands eru börnin lengur í skólanum, en þar er nokk- uð annað kennslufyrirkomulag, samkennsla og blandaðir bekkir eftir árgöngum. 6 ára börn eru þar allt að 17 klst. á viku. Stundafjöldi í þessum skólum er því allmiklu hærri en það meðaltal, sem tafla I. sýnir. Framsýni á Alþingi Birgir Isleifur Gunnarsson og Halldór Blöndal lögðu fram frum- varp til breytinga á grunnskóla- lögum 74. grein á síðasta þingi. Þar er bætt í lögin að ráðstöfunar- stundir við forskóla verði allt að 1,25 vikustundir á nemanda. Þessi lenging er í anda þeirrar stefnu, sem kom fram í skýrslu forskóla- liggja árum saman óafgreidd í ráðuneytinu. Má þar minna á að enn er ekki búið að afgreiða fram- haldsskólafrumvarpið og breyt- ingar, sem áttu að koma í kjölfar endurskoðunar grunnskólalaga, starfsemi við grunnskólann." Með þeirri breytingu, sem frumvarpið felur í sér, næst þetta hvergi og er því orðagjálfur eitt. Það er raunar óheppilegt að binda svo lágan kvóta í lög. Betra hefði verið að halda sér við þá skipan sem nú er, að kveða á um fjölda ráðstöfun- arstunda í Auglýsingu um skipt- ingu kennslustunda milli náms- greina í 1.—9. bekk grunnskóla, 14. gr. Nýlega barst fræðsluráði bréf þar sem tilkynnt er að kvót- inn hafi verið hækkaður i 0,65, sem eru harla litlar úrbætur. NámskeiÖ fyrir kennara forskólabarna Gott dæmi um afturhaldsstefnu framsóknarmanna i menntamál- um er staða Kennaraháskóla ís- lands, sem er alls vanmegnugur að sinna þvi mikilvæga hlutverki að kennarar fái sem besta endur- menntun. Þetta á og við um Náms- gagnastofnun, sem fær ekki held- ur sinnt mikilvægu hlutverki sínu. Breyttir kennsluhættir kalla á nýja tegund námsefnis, enda er reynt að sinna betur hverjum ein- staklingi eftir getu. Þetta verður vandaverk fyrir kennarann, eink- um eftir að farið var að blanda í bekki nemendum með mismikla getu til bóklegs náms. Tilgangs- laust er að demba yfir skólana nýjungum, ef ekki eru til kennarar til að fylgja þeim eftir og nútíma- legt námsefni. Forskólinn er þarna í mikilli þörf fyrir að vel sé að málum staðið, enda búa nem- endur alla ævi að því sem vel er gert á þessum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.